Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 4
Eitt kvœðið fann ég í próförkum Þau kvæði í Kvæðabók Jóns Helgasonar sem ekki hafa komið á prent áður eru tvennskonar. Annarsvegar eru fjögur kvæði frá seinni árum, sem hafa fundist, hinsvegar sjö gamankvæði sem voru ort á þriðja áratugnum og hafa verið til í uppskriftum hér og þar. Segir Agnete Loth, ekkja Jóns prófessors Helgasonar, sem hef- ur séð um útgáfu kvæðasafnsins. Þar eru og nokkur kvæði sem ekki hafa komið í fyrri ljóðabók- um skáldsins, þótt til séu á prenti. Og ein þýðing - á upphafi Para- dísarljóða Dantes, er meðal þeirra texta sem fundist hafa að Jóni látnum. Atómsprengju eftirmenn Sumt fannst þar sem ég alls ekki átti von á, segir Agnete Loth. Dante-þýðingin vélrituð með öðrum pappírum og hvergi að sjá nein drög að henni. Eina vísu fann ég inni í próförkum síð- ustu bókarinnar sem Jón annað- ist útgáfu á - það var áttunda bindi Islenskra fornkvæða. Hún mun það síðasta sem til er í bund- nu máli frá hans hendi, ort í októ- ber 1983. Vísan er svona: Býsna margt er ógert enn efnin bíða tvenn og þrenn atómsprengju eftirmenn annað fá að hugsa um senn. Gamankvæðin - til dæmis Minni Leníns - voru á margra vit- orði þótt Jón hafi ekki kært sig um að setja þau á prent. Ég hafði góð not af uppskrift á þeim sem Arni Hafstað átti, og fylgdu at- hugasemdir sem Jón sjálfur hafði handskrifað. Verkfræðinga- kvæði hafði varðveist í bréfi sem Jón skrifaði Þorláki Helgasyni til Þrándheims 1926 - Þorlákur var þar þá við verkfræðinám, en Jón starfandi við háskólann í Osló - hafði fyrrnefndur Þorlákur beðið Jón að koma til Þrándheims að stytta stúdentum stundir, en Jón hafði öðrum hnöppum að hneppa. Sendi ég þér í staðinn, segir hann í bréfinu, kvæði sem ég orti eitt sinn verkfræðingum í Kaupmannahöfn til háðungar - má vera það verði þér nokkur huggun að eiga í eigin uppskrift kvæði jafn frægs skálds og ég Bjarni og Jón Agnete Loth var reyndar ekki til íslands komin í tilefni þess,að Kvæðabók kemur út. Ég ákvað í skyndingu á mánu- dagsmorgun að fara til íslands til að ljúka við að lesa prófarkir að öðru bindi bréfsafns Bjarna Thorarensens svo að það getið komið út núna fyrir jólin, mér fannst ég hefði ekki hreina sam- visku ef ég léti aðra um það, þótt ég efist ekki um að þeir mundu leysa verkið mætavel af hendi. Það sé utan við hjátrú - en A.B. rœðir við Agnete Loth um Kvœðabók Jóns Helgasonar, þekkt kvœði og óþekkt, útgáfu á bréfum Bjarna Thorarensen ogfleira Bjarni Thorarensen kom mikið við sögu hjá Jóni Helgasyni. Þeg- ar Jón kom til Hafnar nýorðinn stúdent árið 1916 fékk hann það stúdentsverkefni hjá Finni Jónssyni og Boga Th. Melsted að skrifa upp bréf Biarna á Þjóð- skjalasafni Dana. A miðjum aldri - á fjórða áratugnum, sá hann svo um vísindalega útgáfu á kvæðum Bjárna í tveim bindum og lét fylgja æviágrip Bjarna. Á stríðs- árunum gaf hann svo út fyrra bindið af bréfum Bjarna, og voru það eingöngu bréf sem til voru í Danmörku - ekki var hægt að vinna að seinna bindinu fyrr en aftur kæmist á samband við ís- land. Hann safnaði til þess bindis þegar hann var hér á íslandi á sumrum eftir stríð, en ýmislegt varð til að tefja fyrir því að verk- inu yrði lokið. Síðustu þrjú árin sem Jón lifði tók hann aftur til við þetta verk - og fann fleiri bréf en áður var vitað um. Sum á hátíð- legri kansellídönsku - eins og bréf sem Bjarni skrifaði Kristjáni Friðriki prins sem síðar varð Kristján konungur áttundi. Síð- asta bréfið er skrifað þegar prins- inn hefur verið tekinn til konungs - Bjarni ávarpar hann sem sinn „stórmegtugasta og allranáðugasta arfaherra" og bað almættið að blessa þann kóng sem „hefur gefið okkur Alþingi aftur". Þetta voru tónar úr hörpu einveldisins og skemmtilegt reyndar að safninu skuli ljúka með svo konunglegum hætti. Það er „Hið íslenska fræðafé- lag í Kaupmannahöfn" sem gaf út kvæðin og fyrra bindið og gefur nú út hið síðara i samvinnu við Sögufélagið hér sem Einar Lax- ness er formaður fyrir. Fyrra bindi bréfanna er löngu uppselt og kemur nú aftur ljósritað ásamt seinna bindinu og er reynt að láta þetta bera upp á 200 ára afmæli Bjarna, sem fæddur var 30. des- ember 1786. Fór að tala um annað En þú hefur sjálfsagt meiri áhuga á Kvæðabók Jóns en þessu. Og þá er að rifja það upp, að í æviágripi Bjarna Thoraren- sen, sem fylgdi kvæðaútgáfunni 1935, er á það minnst, að þótt Bjarni væri sjálfhælinn, þá vildi hann aldrei flíka skáldskap sín- um, ljóðagerðin var honum eins- konar helgur dómur sem hann fór dult með. Þess er líka getið að hvíldir hans frá Ijóðagerð voru langar. Og mér finnst sitthvað í þessu sameiginlegt skáldferli Jóns sjálfs og afstöðu hans til þeirrar iðju. - Kom Jóni ekki á óvart hve vel „Úr landsuðri" var tekið? - Jú, ég held það hafi komið flatt upp á hann hve vel fólk tók kvæðum hans. Hann gaf þá skýr- ingu sjálfur á því að hann gaf það kver út, að íslenskir stúdentar og fleiri höfðu skemmt sér við gam- ankvæði hans og „níðkvæði", þau voru komin út um hvippinn og Ur Kvœða- bók Hér fara á eftir fjögur kvæði úr Kvæðabók Jóns Helgasonar sem Þjóðviljinn hefurfengið leyfi til að birta- þau hafa ekki komið á bók áður. Tvö þeirra eru nýfundin, entvö úrflokki eldri gamankvæða. Kom milda nótt Kom milda nótt sem mýkir dagsins sár, kom morgunstund er fœrir Ijós og yl. Ég bið þess eins að brátt ég liggi nár, ég beiddist aldrei þess að verða til. Kom þunga starf og þreyt hinn aldna mann sem þekkti vel hve lítil var hans dáð. Feyk stormur tímans öllu sem ég ann. Lát arð minn jafnan því sem til var sáð. Kom Ijúfa gleymska, leið mig þín á vit. Kom langa myrkur, vef mig þínum hjúp. Kom alda sterka hönd, lát hvert mitt rit og hvert mitt kvœði sökkt í neðsta djúp. Ort 1974. Minni Leníns Um Lenín, sem rikir í rauðustum heim og refsar með blóðugu straffi, ég yrki mitt kvæði af ástæðum þeim að öðlingur sá gaf mér kaffi, og með því var framreitt hið fínasta brauð eins og framast var kostur að torga, það var lagsmaður Símsen sem lostætíð bauð, en Lenín mun þurft hafa að borga. í austrinu hervæðist harðsnúið lið og hanarnir blóðrauðir gala, því líta menn víða í löndunum við, um Lenín er verið að tala. Mig furðar ekki' á þó að frœgð þessa manns sé flogin um gjörvallar álfur: fyrst svona er aumasti húskarlinn hans, hvílíkur mun hann þá sjálfur? Ort 1920. Hendrik Siemsen-Ottósson var nýkominn frá Rússlandi og var sagður hafa rússneskt gull meðferðis. Ég drakk með honum kaffi á landamóti. Fróðir menn hafa sagt mér að Leníns muni þarna fyrst getið í kvæði á íslenzku. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 30. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.