Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.11.1986, Blaðsíða 16
PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Símaskráin 1987 Tilkynning til símnotenda. Breytingar í símaskrá 1987 þurfa aö berast fyrir 15. desember nk. Breytingar á heimilisfangi frá seinustu símaskrá þarf ekki að tilkynna sérstaklega. Ritstjóri símaskrár Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi. Verslunarstjóri Borgarnesi Óskum eftir að ráða vanan verslunarmann (karl eða konu) til að stjórna rekstri vefnaðarvöru- deildar Vöruhúss Vesturlands í Borgarnesi. Við bjóðum áhugavert starf og aðstoðum við út- vegun húsnæðis ef þarf. Umsóknir sendist til Georgs Hermannssonar, sem gefur nánari upplýsingar í síma 93-7200. Ekkiá morgun, ekki hinn... Ný bók með jólaföndri og leikjum eftir Ragn- heiði Gestsdóttur Ekki á morgun, ekki hinn... Hvernig eigum við að drepa tímann? Oþreyjufull telja börn á öllum aldri dagana og sjá ekki fram á að eilífðarbiðin taki enda. Þá er nú gott að hafa eitthvað fyrir stafni. En hvað er hægt að gera? Það gerist ekkert fyrr en jólin koma. Vissulega gerist ýmislegt en flest er það sveipað gráma skammdegisins úti fyrir. En hvernig eigum við þá að drepa tímann? Við drepum hann ekki. Við skulum barna dagana. Láta þá líða í leik og sköpun. Hvernig væri að fara að undirbúa jóla- haldið? Hvernig þá? Búa til jóla- skraut. Það kaupa mamma og pabbi útí búð. Iss það er ekkert varið í slíkt skraut miðað við það sem þú gerir sjálfur. En ég kann það ekki. Enginn vandi ef þú ert með réttar leiðbeiningar. Nýlega kom út bókin Ekki á morgun, ekki hinn... eftir Ragn- heiði Gestsdóttur. í bókinni er fylgst með systkinunum Ingu og Atla tuttugu og fjóra fyrstu daga desember mánaðar eða þar til að- fangadagur gengur í garð. Dunda þau sér við að búa til jólaskraut, baka smákökur, sælgæti og ýmis- legt fleira og eru skýringar- teikningar og uppskriftir með þannig að leikur einn er að fara að dæmi systkinanna. -Sáf Póst- og símamálastofnunin AUGLYSINGAR I SIMASKRA 1987 Undirbúningur vegna prentunar á næstu símaskrá stendur yfir. Gögn varöandi pantanir á auglýsingum hafa verið send fiestum fyrirtækjum landsins. Þau fást einnig á póst- og símstöövunum. Vinsamlega athugiö að allar pantanir, endurpantanir eða afpantanir, eiga aö vera skriflegar og hafa borist í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember-desember 1986. Allar nánari upplýsingar með pósti eða í síma. SÍMASKRÁIN - AUGLÝSINGAR PÓSTHÓLF 311 - 121 REYKJAVÍK SÍMI 91-29140 Efni: Kartonpappír, silkipappír, litir, lím, skæri, bómull. I. desember - Vaknaðu, vaknaðu, Atli togar sængina ofan af Ingu systur sinni og klípur hana í tærnar. - Það má byrja að opna í dag, hrópar hann æstur og þá glaðvaknar Inga undir eins. Systkinin flýta sér að finna gluggana á jóladagatölunum sem merktir eru með tölunni 1 og opna þá. - Ég vildi að við ættum fleiri dagatöl, segir Atli þegar þau eru búin að skoða litlu myndirnar í glugganum. - Getum við ekki búið til sjálf? Eftir morgunmat hefjast þau handa. Það er frí í skólanum í dag, svo þau hafa nægan tíma. Mamma á I ka frí, svo hún getur hjálpað þeim svolitið. Dagatalið þeirra á að vera stórt hús með 23 gluggum og stórum dyrum, en þær á að opna 24. desember, á aðfangadag. Þau ætla að festa húsið á gluggarúðuna í barnaherberginu svo það sjáist bæði úti og inni. Fyrst teikna þau húsið, klippa það út og lita fallega. Svo hjálpar mamma þeim að klippa kringum gluggana og dyrnar, svo hægt sé að opna. (stað þess að líma litlar myndir inn í gluggana ætla þau að líma mislitan silkipappír bakvið gluggaopin. Þá lýsa gluggarnir fallega mis- litir þegar dagsljósið skín gegnum silkipappírinn. Á hverjum degi bæt- ist við nýr gluggi og þegar jólin koma loksins verður allt húsið uppljóm- að. Til að húsið verði enn jólalegra klippa þau grenitré og líma í kring og líma loks bómullarsnjó á þakið og í kring um húsið. Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býður út kæli- og frystiklefa í eldhús nýrrar flug- stöðvar, samtals um 83 m2 að grunnfleti. Verkinu skal vera lokið 20. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verk- fræðistofunni, Fellsmúla 26, Reykjavík frá og með föstudeginum 28. nóv. gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 12. des. 1986. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins Skúla- götu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudag- inn 19. des 1986. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli gxvsstao^, Fóstrur - Egilsstaðir Fóstrur óskast til starfa við leikskólann Tjarnar- land, Egilsstöðum frá 1. jarnúar nk. eða frá 1 .-15. febrúar nk. Laun nú skv. 65 launaflokki BSRB. Umsóknarfrestur er til 10. desember nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður I síma 97-1283.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.