Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 2
af rithöfundaraunum Mér gleymist stundum, mánuðum saman, nokkuð sem allir eiga að vita, nefnilega það hvað óskaplega er erfitt að vera skáld og rithöf- undur. Mér finnst svo undurgaman að skrifa og yrkja bull að ég man hérumbil aldrei eftir því að slíkt er ekki á færi nema snillinga. Þegar svo dregur að jólum og jólabókaflóðið er að ná hámarki, er maður harkalega á það minntur í viðtölum fjölmiðla/Við þá sem fást við að setja saman texta og yrkja Ijóð, hve gífur- legur vandi það er að skrifa bók. Persónulega finnst mér miklu minni vandi að vera rithöfundur og skáld helduren tildæmis að vera netamaður á togara eða góður flakari. Kannske er eitthvað til í þessum gamla hús- gangi: Æ, mér finnst að þessi þjóð þurfi að fara að veta að það er enginn vandi að yrkja Ijóð ef menn bara geta það. En þó ég fari nú svona létt með að vera góðskáld, þá er ekki víst að öll góðskáld fari jafn létt með að vera góðskáld, einsog ég. Og því til staðfestingar ætla ég nú að birta litla dæmisögu sem ég fann í drasli í gær, þegar konan mín var að láta mig taka virkan þátt í jólaföstuhreingerningunni. DÆMISAGA: Skáldið er á heljarþröminni, já bókstaflega á heljarþröminni. Skilyrði til að yrkja eru engin. Rangur árstími, röng birta, ómögulegar gardín- ur, símaþján og gestanauð, umferðar- og flugvélagnýr, sem smýgur gegnum glugga og veggi og ómurinn af óæskilegri tónlist berst milli hæða. Einbeiting er óhugsandi vegna ytri að- stæðna, enda er afstaða himintunglanna inn- byrðis óhagstæð með afbrigðum. Hvorki staður né stund til að sinna þeirri skáldlegu köllun að yrkja prósaljóð í eina Ijóða- bók sem færi vel í hendi. Nafn skáldsins er í símaskránni einsog raun- ar nöfn þeirra manna sem hafa síma. Þar er skáldið títúlerað „rithöfundur" og það er auðvit- að ekki nærri nógu gott því skáldið er búið að vera skáld alla ævi. Að vera kallaður rithöfundur íjafn víðlesinni bók og símaskráin er, gæti vald- ið misskilningi. Menn gætu farið að halda að prósaljóðin væru óbundið mál. Þegar skáldið ætlaði að kippa þessu í liðinn ífyrra og láta setja skáld í staðinn fyrir rithöfundur í símaskrána, tók konan í taumana og sagði: - Ég held þú sért ekki með öllum mjalla. Skáldið er svo viðkvæmt að eftir þessa at- hugasemd gat það ekki sett stafkrók á blað í rúmar þrjár vikur, hvað þá heila Ijóðlínu. Hefur raunar lítið getað ort síðan. Og nú er skáldið ekki bara á heljarþröminni, heldur líka á síðasta snúningi. Þær hringdu semsagt frá forlaginu í gær og voru talsvert stuttar í spuna. Ef skáldið hefði ráð á því að móðgast, þá hefði það móðgast í gær þegar Sigurbjörg sagði: - Það er til nokkurs að vera að bakka þessa andskotans froðusnakka upp, þegar þeir geta ekki einu sinni sýnt lit og drullað saman handriti. Skáldið mátti ekki mæla fyrir bræði og það kom sér sannarlega vel því oft gefur hið ósagða besta raun. Þegar þögnin var orðin óbærileg fyrir Sigur- björgu, sagði hún: - Ertu þarna? - Já, ég er hérna, svaraði skáldið. - Handritið verður að koma einsog skot. For- lagið er búið að setja allt í gang, bæði hérlendis og erlendis. Samböndin eru glóandi. Skáldinu fannst einsog Sigurbjörg gleymdi því, að hún var ekki að tala við venjulegt skáld, heldur skáld sem löngu er búið að auglýsa upp, eftir samnorrænum leiðum. Skáldið vissi að það þyrfti að segja eitthvað, en vissi ekki almennilega hvað, svo það þagði, enda var Sigurbjörg búin að leggja á. í raun og veru hafði öll starfsorka skáldsins farið í það að búa svo í haginn fyrir sig, að það hefði skilyrði til að yrkja. Finna sér viðunandi vinnuaðstöðu. Ævi þess einkenndist af linnu- lausri leit að kvistherbergjum undir súð útí bæ, eða vistarverum þar sem annaðhvort væri óvenju hátt, eða óvenju lágt undir loft. Þegar kona skáldsins komst í álnir við fráfall móður sinnar, sem var ekkja eftir spekúlant, keypti skáldið Guddukot í Flatey, þiljaði innan með panel í hólf og gólf og sat þar sumarlangt, án þess að detta neitt í hug bundið eða óbundið, hvað þá að örlaði á hugljómun. Sólsting fékk skáldið að vísu úti á altani í Portúgal og í hitasóttarórunum orti það eitt þekktasta Ijóðið sitt, „Varðturninn". Annars er þetta skáld sem hefur enn ekki viðunandi skilyrði til að taka á móti skáldgyðj- unni og gera henni verðug skil. Þetta skáld hefur í raun og veru enn ekkert öðlast nema náðargáfuna. Og þó náðargáfan sé nú einusinni aðalatriðið verður hún einsog hálfgert aukaatriði þegar ekki er hægt að koma henni niður á blað vegna aðstöðuleysis. En nú víkur sögunni á forlagið. Útgáfustjórinn situr á fundi útaf Ijóðabókinni skáldsins. Á síðasta fundi hafði verið tilkynnt að hún ætti að bera titilinn „Fimmtíu Ijóð". Þarna eru meðal annarra komnir nokkrir konsúlentar og einn samnorrænn bókmennta- fræðingur. Til umræðu er, hvort ekki sé hægt að finna bókinni skáldsins betri titil en „Fimmtíu Ijóð". Eiginlega eru fundarmenn farnir að hall- ast að því að rétt sé að reyna að fá skáldið til að breyta titlinum sem óneitanlega gefur til kynna alltof mikið magn af Ijóðum á einu bretti, eða einsog Jóhanna Pétursdóttir fjölmiðlafræðingur og ritari stjómarinnar segir umbúðalaust: - Fólk er orðið alltof frábitið Ijóðum til að haegt sé að bjóða uppá þessi ósköp. Fimmtíu Ijóð. Ég verð ekki eldri. Við þessa ræðu slær einsog þögn á stjórnina, konsúlentana og samnorræna bókmennta- fræðinginn, því að í raun og veru er svo óskap- lega erfitt að tala um magn og afköst þegar Ijóð eru annars vegar, jafnvel þó það séu prósaljóð. -Við strikum bara fimmtíu framanaf, segir Sigurbjörg. Hún er alltaf svo asskoti afgerandi. Þetta er samþykkt. Síðan er ákveðið að höfundur Ijóðabókarinn- ar „Ljóð" fái tvo mánuði í Jónshúsi, Ijóðaverð- laun Ijóðasjóðs forlagsins fyrir Ijóð ársins og verði heiðrað á stjörnumessu D.V. Gengið er útfrá því að samnorræni Ijóðaþýðingasjóðurinn standi straum af kostnaði við þýðingar Ijóðanna svo hægt sé að nefna þau til verðlauna Norður- landaráðs. Þegar svo búið er að ganga frá öllu þessu lætur Jóhanna Pétursdóttir fjölmiðla- fræðingur bóka eftirfarandi í fundargerð félags- stjórnar: - Allt er þetta þó háð því skilyrði að Ijóðin berist frá höfundi. En heima situr skáldið á heljarþröminni. Að- staða til að yrkja er í lágmarki. Engin skilyrði fyrir hendi. Hér vantar rétta staðinn, réttu stundina, rétta hitastigið, réttu lengdar- og breiddar- gráðuna, réttafuglasönginn, réttu eiginkonuna, rétta gluggann, rétta skrifborðið, réttu lofthæð- ina, réttu gleraugun... gleraugun já, veláminnst. Ætli bau séu ekki týnd rétt einu sinni. Og skáldið brýnir raustina og hrópar elskulega til eiginkon- unnar sinnar sem er framí eldhúsi: -Hvar í andskotanum eru djöfulsins gler- augun? - í gleraugnaskúffunni, elskan, er svarað um hæl. Það er einsog við manninn mælt, skáldið finnur sjálft gleraugun sín og setur þau á nefið. Og nú skeður undrið. Andinn kemur yfir skáldið. Innblásturinn, hugljómunin, skáldgáf- an. Skáldið gengur einsog í leiðslu til vinnustofu sinnar. Á skrifborðinu liggur titilblað jólabókar- innar „Fimmtíu Ijóð". Skáldið tekur titilblaðið, bögglar því saman í kúlu og fleygir henni í bréf- akörfuna, tekur síðan óskrifaða örk og skrifar á hana, styrkri hendi: „Þrjátíu og tvö Ijóð". Af innblæstrinum fer fínlegur titringur um lík- amann og skáldið finnur að enn má gera brag- arbót. Það tekur nýja örk og skrifar á hana „Tólf Ijóð", strikar svo yfir „tólf" og setur í staðinn „Nokkur Ijóð". Og þá skeður það. Einsog í svipleiftri birtist skáldinu endanleg lausn. Það strikar yfir „nokkur" svo eftir stendur endanlegur titill Ijóðabókar sem orðin er að veruleika. „Ljóð". Og allir verða svo undurglaðir. Skáldið að hafa lokið við verðlaunabókina sína. Forlagið að hafa loksins fengið verðlaunabók til útgáfu. Samnorræni bókmenntafræðingurinn sem fær að þýða verðlaunabókina og fær myndir af sér í blöðunum. Og lesendur að fá loksins Ijóðabók á markað- inn sem er fljótlesin, hentug til jólagjafa og síð- ast en ekki síst fer vel í hendi. 2 SÍÐA - WÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1986 .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.