Þjóðviljinn - 14.12.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Qupperneq 4
BASKAR, ÍSLENDINGAR, Hvalurinn viö ísland hefur ver- ið í brennidepli fjölmiðla og al- mennings að undanförnu og það fer ekki hjá því að nokkur forvitni vakni þegar ungur sagnfræðingur leggur fram sögubók um þennan um- deildasjávarútveg. „Hval- veiðarvið ísland 1600-1939“ er árangur fjögurra ára rannsóknarvinnu T rausta Einarssonar, og víða leitað fanga, stuðst við íslensk skjöl, blöð og bækur, fróðleikur hafðurúrviðtölum við roskna hvalstöðvarmenn að austan og vestan, unnið úr prentuð- um og óprentuðum heimild- um í Noregi og Skotlandi, plægð hvalsaga á landsbóka- söfnum í London, París og Madrid. Trausti fékksttil að líta uppúr síðupróförkum frá prentsmiðjunni Eddu, þarsem Menningarsjóðurog Sagn- fræðistofnun Háskólans láta prenta bókina, og við gefum honum orðið án frekari mála- lengingar. - Ég reyni í þessari bók að rekja hvernig fsland kemur við sögu hvalveiða frá landnámstíma til síðari heimsstyrjaldar, segir Trausti, - þetta er bók um veiði- svæðið ísland, - reyni að lýsa hverjir hafa verið hér að veiðum og hvenær, og hvaða samskipti þeir hafa haft við íslendinga. íslendingar hafa haft nytjar af hval allt frá landnámi en þær nytjar virðast helst hafa verið af hvalreka á fjörur, - það bendir allt til þess að raunverulegar veiðar íslendinga séu fyrst um- talsverðar eftir að útlendingar byrjuðu að veiða hval við landið á 17. öld. Biskajaflói - Svalbarði - Þessir útlendingar eru fyrst og fremst Baskar. Þeir verða fyrstir tii að gera hvalveiðar að sjálfstæðum atvinnuvegi af Vesturlandamönnum, og það veldi þeirra helst í hendur við út- þenslu Spánar á 16. öld. Baskar voru á þessum tíma miklir skipa- smiðir og sjómenn, og standa í miklum viðskiptum, fyrst á Íberíuskaganum og við ítölsku borgríkin, síðar víða um Evrópu og latnesku Ameríku. Þeir hófu hvalveiðar á heimaslóðum sínum í Biskajaflóa, og blómlegt efna- hagslíf ásamt góðri tæknikunn- áttu gerðu þeim fært að sækja lengra. Á 16. öld sendu þeir leið- angra sína á írlandsmið, sem var fyrsta fjarlæga veiðisvæði þeirra. Þaðan sóttu þeir til Nýfundna- lands, og veiddu á þessum slóð- um bæði hval og fisk. Flotaveldi Spánverja á Norður-Atlantshafi byggðist ekki síst á Böskum og hval- skipum þeirra sem vel mátti nýta sem herskip. Þannig voru hval- veiðar Baska á Spáni lengi að ná sér eftir ófarir flotans ósigrandi árið 1588, - en hvalveiðar Frakk- lands-Baska jukust að sama skapi. Þessi mið beggja vegna hafsins virðast hafa nægt Böskum út alla 16. öldina, en í lok aldarinnar fannst eyjaklasinn Svalbarði og í kringum hann auðug hvalamið, og með þeim fundi hefst nýtt hvalveiðiævintýri. Það voru Hol- lendingar sem fundu Svalbarða, en Englendingar og Danir bætast fljótt í sóknarhópinn. Hvalfyrir- tæki þessara þjóða ráða til sín Baska til að kenna sér, og brátt hefst grimmileg samkeppni um hvalveiðarnar og um eignarrétt- Hvalstöð Hans Ellefsen á Sólbakka (Solbakken) í önundarfirði. Hún var starfrækt 1889-1901. (Ljósm. Throup/Ljósmyndadeild Þjms.) áhugann á að vita meira um sam- skipti okkar við Baskana. Þetta voru engir slordónar, heldur heimsborgarar síns tíma. - Baskar hættu veiðum hér á 18. öld enda höfðu þeir þá misst forystu sína í hvalveiðum í heiminum til annarra þjóða, Hollendinga og síðar Banda- ríkjamanna. Sú saga kemur ís- lendingum ekki mikið við. Þó stunduðu Hollendingar einhverj- ar veiðar á íslandsmiðum, og vit- að er um bandarískan leiðangur við ísland, skip frá Nantucket í Nýja Englandi var í Faxaflóa og Breiðafirði árin 1775 og ’76. Heimsóknir útlendra hval- veiðimanna á 17. og 18. öld virð- ast hafa aukið áhuga íslendinga á eigin hvalveiðum. Frá þeim öldum eru öruggar heimildir um talsverðar hvalveiðar íslendinga, þar á meðal þinglýsingar hval- skeyta eða skutla. En það er ekki fyrren Norðmenn urðu helsta hvalveiðiþjóð heims sem íslend- ingar komust aftur á blað í al- þjóðlegri hvalveiðisögu. - Hvalveiðitækni Baska, sem Hollendingar tóku upp og Bandaríkjamenn beittu frammá síðustu áratugi 19. aldar, náði að- eins til nokkurra hvaltegunda, fyrst og fremst til sléttbaks og búrhvals. Norðmenn náðu forystu sinni í hvalveiðum á ofanverðri 19. öld með því að finna upp tæki sem gerðu þeim kleift að veiða reyðarhvali. Vandinn við slíkar veiðar var tvíþættur. Reyðar- hvalirnir voru hraðskreiðir, og hitt var ekki síður til trafala að þeir eru spikminni en til dæmis sléttbakurinn og sökkva til botns þegar þeir eru drepnir. Norðmaðurinn Svend Foyn frá Túnsbergi fann lausnina á þess- um vanda. Annarsvegar með hraðskreiðum gufubátum, og hinsvegar með útbúnaði til að blása hvalinn upp þannig að hann flaut á sjónum. Með þessum að- ferðum urðu veiðar á reyðarhval mögulegar, væri landstöð í nánd, - og það má segja að Norðmenn hafi með þessu lagt grunninn að iðnvæddum nútímahvalveiðum. T rausti Einarsson sagnfræðingur framanvið bústað veiðistjóra og ráðherra: Þetta hefur verið mikill skóli. (Ljósm.Sig.) Djúpir fslandsfirðir - Norðmenn stunduðu veiðar sínar fyrst á heimaslóðum við Norður-Noreg en fljótlega vakn- inn á Svalbarða. Hollendingar fengu stærsta bitann af þeirri köku, Danir, - með norskar áhafnir á skipum sínum, máttu vel við una, en Englendingar hættu fljótt veiðum þarna. Ba- skarnir fóru heldur halloka, með- al annars vegna þess að þeir gátu ekki stuðst við herskip í átökun- um. Svar Baska var að finna leið til að stunda hvalveiðar án þess að þurfa afnot af landstöð. Það tekst þeim á 17. öld, og þarmeð sköp- uðust forsendur fýrir að senda út skip sem stunduðu veiðar mán- uðum saman og jafnvel árum saman einsog alsiða varð hjá Bandaríkjamönnum síðar. Aðdróttarafl íslands - Fundur Svalbarða kom ís- landi í þjóðbraut hvalveiði- manna, og þá fyrst og fremst Baska. Þeir höfðu viðkomu hér á leiðinni í Norður-íshafið og á leiðinni heim þaðan, til að sækja sér vatn og vistir, og eins til að skutla hval ef veiðarnar nyrðra gengu ekki sem skyldi. Heimildir benda til að Baskar hafi fyrst komið hingað árið 1604, en þeir gætu hafa verið hér á ferð enn fyrr. Raunar getur heimildafátækt um heimsóknir Baska til íslands og samskipti landsmanna við þá stafað af því að þessi samskipti voru ólögleg. Verslunareinokun Dana hefst árið 1602, og 1615 eru hvalveiðar annarra en danskra þegna bannaðar á íslandsmiðum. Það var því beinlínis hættulegt að verða uppvís að því að þekkja Baska og aðra útlendinga, hvað þá versla við þá. Það gætir einnig skiljanlegrar ónákvæmni í frá- sögnum íslendinga af þessum heimsóknum. Oft er erfitt að átta sig á því um hvaða þjóð er að ræða og hvort sjómennirnir voru á fiskveiðum eða sóttust eftir hval. En það er alveg Ijóst af heim- ildum að hér voru stunduð tals- verð leyniviðskipti við útlenda sjómenn, - það sem Vestfirðing- ar kalla að versla við þjóðir, - og veiðarnar á íslandsmiðum héldu áfram þrátt fyrir bannið. - Fyrstu orðabækurnar sem ís- lendingar gera sér til hjálpar við lifandi tungu eru þrjú íslensk- basknesk orðasöfn sem varðveist hafa frá 17. öld, - um þau hefur Helgi Guðmundsson skrifað í ís- lensku máli. Þessi orðasöfn bera vitni ýmislegum samskiptum og ekki síst viðskiptum. Þar eru til dæmis setningar einsog: „kauptu peysu“, „fyrir hvað marga sokka?“ „ekkert kaupi ég“; einn- ig einskonar áheit: „gefi Kristur og María mér hval skal ég gefa þér sporðinn"; og rustalegt blót: „éttu skít úr rassi“. Frásagnir Jóns Guðmunds- sonar lærða af Spánverjavígun- um 1615, - sem í raun voru Baska- víg, - eru einnig dæmi um náin samskipti Islendinga og Baska. Jón er þar greinilega að segja frá örlögum vina sinna. Og fleiri dæmi má finna á víð og dreif í heimildum frá þessum tíma. Samskiptum Baska og íslend- inga lauk seint á 18. öld. Síðasta vísbending um Baska á íslandi er frönsk, hvalskip frá Bayonne á að hafa komið hér árið 1790. Þar gæti þó hugsanlega verið um Frakka að ræða. - íslensk eftirmæli um Baskana hafa verið æði misjöfn. Oft er getið um þá sem sjóræningja og óþjóðalýð, og sú lýsing á sjálfsagt við rök að styðjast í einhverjum tilvikum. Því má hinsvegar ekki gleyma að Baskar voru þessar aldirnar mikilvirkir sæfarar á heimshöfunum, veiðimenn og kaupmenn, margir vel menntaðir og réðu yfir eftirsóttri tækni- kunnáttu. Margir fengsælir skip- stjórar sendu syni sína í háskóla- nám. Þessar staðreyndir auka Rœtt við Trausta Einarsson sagnfrœðing um hvalveiðar við ísland 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.