Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 5
HVAUR OG NORÐMENN Hvalstöðin á Asknesi í Mjóafirði. Hún var I gangi 1901-1913. (Óþekktur Ijósm./Ljósmyndadeild Þjms.] Knáir verkamenn af ókunnu þjóðerni fyrir f raman lýsiskatlana í verksmiðjunni á Sólbakka. (Ljósm. Trouph/Ljósmyndadeild Þjms.) aði áhugi þeirra á arðbærum reyðarmiðum við ísland og ekki síður á ákjósanlegum aðstæðum í landi, - langir og djúpir firðir, þarsem varla þurfti höfn vegna aðdýpis að «malareyrum sem auðvelt var að reisa á vinnslu- stöðvarnar. Norðmenn hófu hér hvalveiðar og vinnslu í stórum stíl árið 1883 og voru að allt til 1915. - Á þessum árum var mikill þróttur í norsku atvinnulífi og norskri menningu. Það þarf ekki annað en nefna nokkur nöfn: Fridtjof Nansen, Edvard Munch, Roald Amundsen, Henrik Ibsen, Edvard Grieg. Menningartengsl íslands og Noregs voru öflug, samkennd mikil milli þjóðanna, og íslendingar litu upp til Norð- manna. í blöðum frá þessum tíma má til dæmis finna hvatningar um að nema ísland að nýju, - með norsku hugviti. Það voru norskir verkamenn sem lögðu hér sím- ann, norskir verkamenn reistu Þjórsárbrú, fossadraumarnir byggðust einkum á norskum fyr- irmyndum, og Norðmenn voru frumkvöðlar í síldveiðum við landið. Á þessum árum risu hvalstöðv- ar á átta stöðum á Vestfjörðum og á fimm stöðum á Austfjörð- um. Til að gefa hugmynd um hve stórtækur atvinnurekstur þarna á ferð, - og um það hve skarpt var gengið á hvalastofnana, - má nefna að á aðalveiðitímanum, árin 1895 til 1905, voru veiddir um 950 hvalir að meðaltali á ári, flestir 1305 árið 1902, og hvalbát- ar við landið voru 24 að meðaltali árlega. Framandi heimur - Þessar hvalstöðvar voru fs- lendingum nýr og framandi heimur. Þarna var beitt nútíma verkmenningu, gufuafli, á öllum stigum framleiðslunnar, bæði við hvalveiðar og vinnslu, og vinnan var skipulögð á nútímavísu, eins- og í verksmiðjum iðnríkjanna, - með skipulegum vinnutíma, harðri verkstjórn og fastákveðn- um vinnulaunum í peningum, meðal annars með bónus fyrir af- köst. Hvalstöðvarnar höfðu mikil áhrif á næsta umhverfi sitt í byggðarlögum sem flest voru fá- menn. Þangað var hægt að sækja vinnu, fasta sumarvinnu og íhlaupavinnu, og þar var líka hægt að fá ódýran mat, og jafnvel gefinn. Það er athyglisvert að á þessum tíma Vesturheimsferð- anna fjölgar íbúum í nágrenni hvalstöðvanna, til dæmis á Flat- eyri, í Tálknafirði og á Horn- ströndum. íslendingar nutu kynna sinna I garðinum á Framnesi í Dýrafirði árið 1899. Hannes Hafstein sýslumaður og Hans Ellefsen veiðistjóri (fyrir miðju) í heimsókn hjá Lauritz Berg veiðistjóra á Framnesi (Höfðaodda) og fjölskyldu hans. (Ljósm. Sigurður Magnússon/ Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti) af hinni iðnvæddu veröld hval- stöðvarinnar þegar vélvæðing hófst hér í sjávarútvegi. Fyrstu vélstjórarnir á íslenskum togur- um höfðu lært til verka á norsk- um hvalbátum, og í upphafi mót- orbátaútgerðar var oft og einatt leitað til vélvirkja í hvalstöðvun- um. Sumir þeirra settust að og komu á fót vélsmiðjum. íslensk iðnvæðing studdist þannig við reynsluna úr hvalnum. - Áhrifin voru víðtækari. Það var til dæmis f ágætt áður að menn fengju peninga í hendur, en í hvalstöðvunum var íslenskum verkamönnum greitt í reiðufé, og landeigendur fengu greitt í pen- ingum fyrir aðstöðuna. Auk þess efldust sveitarfélögin að fé og ekki síður landsjóður. Þetta var nánast í fyrsta sinn sem íslending- ar þurftu að fást við erlendan atvinnurekstur í einhverjum mæli, alþingismenn þurftu að á- kveða álögur og skatta, sveitar- stjórnarmenn einnig. Ekki síst má ætla að reynslan í hvalstöðv- unum hafi orðið íslenskum verkalýð í frumbernsku sinni nokkur lærdómur, bæði vegna þess að þetta voru eiginlega fyrstu verksmiðjurnar á íslandi, og ekki síður vegna kynna af norskum og sænskum vinnufé- lögum. Til eru frásagnir af því að ís- lendingar horfðu forviða á starfsbræður sína í vinnustöðvun eða verkfalli í hvalstöðvunum, og það má ætla að þessum erlendu verkamönnum hafi fylgt ákveðn- ari hugmyndir um verkalýðs- hreyfingu og jafnvel sósíalisma en hér viðgengust. í ævisögu Pét- urs G. Guðmundssonar segir að hann hafi fyrst haft spurnir af verkalýðsfélögum þegar hann starfaði í hvalstöðvunum á Sól- bakka í Önundarfirði og á Ask- nesi í Mjóafirði. Pétur var for- ystumaður í Menningarfélaginu Vísi og einn af þeim sem kom við sögu á mótunarárum verkalýðs- hreyfingarinnar. Ef til vill hafa samskipti íslendinga við norræna starfsbræður í hvalnum haft meira að segja um upphaf verka- lýðshreyfingarinnar en hingað til hefur verið álitið. Nikkur, braggar, bárujárn - Norsk atvinnusaga á íslandi um aldamótin skildi einnig eftir sig ýmis spor í íslenskri menn- ingu, en þar koma sfldveiðar Norðmanna ekki síður við sögu en hvalveiðar þeirra. íslenski bárujárnsstfllinn í húsagerð er rakinn til þeirra tilbúnu húsa sem stöndugir Norðmenn fluttu með sér til landsins, - mörg þeirra þykja enn með glæsilegustu bygg- ingum á íslandi. Kunnasta dæmið er ráðherrabústaðurinn, sem upphaflega var bústaður Hans Ellefsen veiðistjóra á hvalstöð- inni á Sólbakka. Sjálfur Hannes Hafstein flutti þetta hús til Reykjavíkur og endurbyggði það við Tjörnina. Það má nefna að harmonikku- leikur breiddist út með Norð- mönnunum, og þeir skildu eftir sig spor í íslenskri tungu, til dæm- is tökuorðið „braggi". Ofveiði - nýlendustaða - Þessum hvalveiðum Norð- manna við ísland lauk árið 1915 með veiðibanni. Þegar bannið var til umræðu á alþingi árin áður var augljóst að mörgum þing- mönnum rann til rifja að ísiend- ingar skyldu ekki hafa haft meiri hag af jafnarðbærri atvinnugrein. Veiðibannið átti sér ýmsar ástæð- ur, meðal annars þá að rétt þótti að friða stofnana til framtíðar- nota, en mér sýnist þó að þessa áratugi hafi Islendingar verið vondaufir um að geta nokk- urntíma stundað svona flókinn sjávarútveg, og þessvegna verið svo sinnulausir um þessa auðlind. í raun og veru var það bann sem gekk í gildi árið 1915 nánast óþarft. Frá því um 1906-7 dró verulega úr arðsemi hvalveiða við landið. Þótt reynt væri að fjölga bátum, auka sóknina og veiða fleiri tegundir kom það fyrir ekki, - ofveiði var orðin staðreynd, og norsku hvalstöðv- arnar voru að lokum lagðar nið- ur. Á meðan á íslandsveiðunum stóð höfðu Norðmenn hinsvegar reist hvalstöðvar víða um heim og héldu áfram útgerð sinni á Suður- Atlantshafi og Kyrrahafi, frá hvalstöðvum meðal annars í Suður-Afríku, Japan, Chile, Falklandseyjum og Kerquelen- eyju í Indlandshafi. - Mér virðist að íslendingar hafi þessi hvalveiðiár sýnt Norð- mönnum nánast ótrúlega gest- risni. Það eina sem Norðmenn þurftu til að fá að stunda hér þennan atvinnurekstur var svo- nefnt borgarabréf, einskonar dvalarleyfi, og það sem íslend- ingum var greitt í skatta, í vinnu- laun og fyrir land var aðeins ör- h'tið brot af arðinum. Hinsvegar gjörnýttu þeir auðlindina, þótt stofnunum hafi síðarmeir tekist að ná sér að einhverju leyti. í þessari hvalsögu áranna 1883 til 1915 er ísland að ýmsu leyti í sígildu hlutverki hráefnisnýlend- unnar gagnvart iðnvæddu stór- veldi Norðmanna, - hlutverk sem eiga sér beinar hliðstæður á ein- mitt þessu sama tímabili sem ein- kennist af stórsókn nýlenduveld- anna í Evrópu um allar jarðir, og oft er kennt við imperíalisma. Þessi rányrkja - eða hvað menn vilja kalla það - sem Norð- menn stunduðu á íslandsmiðum hafði hinsvegar ekki verulega neikvæð áhrif á íslenskt þjóðlíf. Hvalurinn hafði aldrei verið stór þáttur í íslensku atvinnu- og efna- hagslífi, og tiltölulega fáir fslend- ingar voru háðir Norðmönnum um atvinnu eða aðrar tekjur. Það er svo athyglisvert að hval- veiðar frá íslandi eftir 1915 eru tengdar Norðmönnum með ein- um eða öðrum hætti. Hrefnu- veiðar á smábátum hófust hér árið 1914 með norskri tækni, og upphafsmaður þeirra, Hrefnu- Láki í Súðavík, var fyrrverandi starfsmaður hja Norðmönnum. Það var gerð tilraun til hvalveiða frá Tálknafirði árin 1935-39, og þá áttu Norðmenn bátana sem að mestu höfðu norska áhöfn. Og þegar Hvalur hf. tók til starfa árið 1949 var enn leitað til Noregs, leigðir þaðan hvalbátar og síðar keyptir, og fengnir hingað Norð- menn til að kenna íslendingum sérhæfð störf, - enn í dag er fag- mál í hvalstöðinni mjög norsku- skotið. Mikill skóli - Það hefur verið mjög ánægjulegt að glíma við þetta verkefni, segir Trausti. - Þessi hvalveiðisaga kemur víða við og tengist í óvenju margar áttir. Hún tengist alþjóðlegri efnahags- og stjórnmálasögu, og um leið er hún saga lítilla fjarðabyggða sem skyndilega komast í snertingu við háþróaða verkmenningu og ýms- ar erlendar hræringar. Hún er lfka saga um samskipti íslendinga við aðrar þjóðir og um erlent fjár- magn á íslandi. Það hefur tekið mig nokkuð langan tíma að leita að heimild- um og koma þessari bók saman, en ég sé engan veginn eftir þeirri vinnu, og langar að halda áfram á þessari braut, - margt er enn ó- kannað. Þetta hefur verið mikill skóli. - m Sunnudagur 14. desember 1986 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 5 Forsíðumyndin er úr frönsku riti, Description de l'uni- vers (Veraldarlýsing), frá 1683, og á að sýna hvalveiðar við strendur Is- lands. Bókin er tileinkuð Lúðvík 14., sóiarkonungnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.