Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 7
Rúnar Ármann Arthúrsson les upp úr bókinni Algjörir byrjendur í Bústöðum. Mynd Sig. Höfundarnir leitast við að lýsa unglingum einsog þeir sjá sjálfa sig og það var nokkuð sem ég einsetti mér að gera. Sérhver bók er heimur útaf fyrir sig. Þar sem sagan átti að snúast um unglinga varð ég að endurskapa þeirra heim. Hvort sagan verður trú- verðug veltur svo á því hvort höf- undi takist að skapa rétta tilfinn- ingu fyrir þessum heimi í sögunni og að hún komist til skila til les- anda." Unglingar eru sjálfbjarga Afhverju að kalla þetta ung- lingabók? Eftir lestur bókarinnar finnst mér hún ekkert síður eiga erindi til fullorðinna en unglinga. „Það er kannski eitthvað til í því. Ég las upp fyrir hóp af ungu fólki í Biskupstungum og þau héldu þessu fram. Að fullorðnir ættu að lesa bókina. Þá fengju þau kannski einhverja innsýn í líf unglinga. Fullorðnir sjá yfírleitt unglingana í ljósi eigin unglings- ára. Þeir muna rótleysið, uppá- tækin og annað sem fylgir þessum mótunarárum manneskjunnar. Gleyma því hinsvegar að þeir einsog unga fólkið í dag, voru al- veg sjálfbjarga og kunnu fótum sínum forráð. Annars getur engin bók bara verið fyrir einhvern ákveðinn hóp, unglinga eða aðra. Slíka bók er einfaldlega ekki hægt að skrifa. Þar sem ég vonast til að unga fólkið í Biskupstungum hafi haft rétt fyrir sér reikna ég með að foreldrarnir lesi þessa bók líka. Hafi þeir gaman af bókinni hefur mér tekist að búa til eitthvað annað en unglingabók." Engar slaufur Það aðþú einsettirþér að skrifa fyrir unglinga, takmarkaði það þig að einhverju leyti? „Takmörkunin fólst kannski einna helst í því, að þar sem ég hef verið kennari, m.a. lestrar- kennari, gerði ég mér fulla grein fyrir því að ritað mál er ekki jafn aðgengilegt fyrir alla. Þar sem ég hafði tekið áskoruninni að skrifa bók um unglinga fyrir unglinga, reyndi ég að hafa hana þannig að hún væri ekki bara fyrir lestrar- hestana. Uppbygging bókarinnar er þannig að ég vonast til að hún sé aðgengileg fyrir flesta. Þetta takmarkaði mig að ein- hverju leyf i í stíl og kom í veg fyrir óþarfa slaufur. Það að ég ætlaði að skrifa fyrir breiðan lesenda- hóp orsakaði það að ég varð fyrst og fremst að gera kröfur til sjálfs mín." Kennarinn er dauður Kennarinn takmarkaði þig en hjálpaðiþað ekki að þú hefur ver- ið í návígi við unglingana sem kennari? ¦ „Nei. Kennarinn er dauður ég drap hann. Mé leiðist þetta tal um unglinga, einsog þeir séu ein- hver sérstakur kynstofn eða þjóðflokkur. Þeir eru bara fólk af holdi og blóði einsog ég og þú og allir aðrir. Fólk í mótun og sem betur fer er þeim flestum treystandi til að hafa vit fyrir sjáífum sér þó fullorðnir virðist álíta eitthvað annað. Þessi mótunarár eru fyrra breytingarskeið mannsins. Þú ferð inn í það, það verður spreng- ing og þú kemur allt annar út úr því. Þessvegna hefst bókin á sprengju. Það væri annars þarft að fara að ræða þetta fyrra breyt- ingaskeið af álíka alvöru og um- ræðan um seinna breytingaskeið- ið er. Heimur þessa fólks á mótunar- árunum er sá sami og við lifum í. Ungt fólk einsog annað fólk lendir í ýmsum aðstæðum en nauðugt viljugt heldur það áfram að vera til. Unga fólkið á í sínu stríði alveg einsog eldra fólk, en er ekkert að bera sínar tilfinning- ar á torg. Það verður fyrir marg- slunginni lífsreynslu sem mótar það á einn veg eða annan. Þó ég hafi skrifað svokallaða unglingabók þá hef ég ekkert sérstakt dálæti á unglingum um- fram annað fólk. Mér er ekkert illa við þá heldur. Unglingar eru bara fólk einsog við hin með öllum þeim annmörkum sem það hefur í för með sér." Sagan er ekki fullsögð Pegar lestri er lokið finnst manni enn vera opnir endar í söguþrœðinum. Má kannski bú- ast við framhaldi? „Fái ég tækifæri til mun ég skrifa framhald af bókinni. Sagan er alls ekki fullsögð og ég vona bara að ég fái að klára söguna í annarri bók." Þó sagan af Grími og Lukku sé enn ókláruð þá er maturinn bú- inn og klukkan farin að nálgast níu að kvöldi. Við verðum að drífa okkur af stað því Rúnar á að vera mættur í upplesturinn klukkan níu. Við rennum í gegn- um Norðurmýrina, þar sem sprengingin varð, í áttina að Bú- staðakirkju. í Bústöðum tók á móti okkur hópur af ungu fólki, bauð okkur kaffi undir drynjandi rokktónlist. Skömmu seinna hófst upplesturinn á því að Eð- vard Ingólfsson las uppúr Ástar- bréfi til Ara. Hann var á hraðferð og yfirgaf samkomuna áður en Rúnar Ármann hóf lestur sinn: Sprengingin var miklu öflugri en við bjuggumst við... -Sáf Tæplega Bryndís Fangbrögð þeirra Karvels og Sighvats um efsta sæti krata- listans á Vestfjörðum fóru tæpast framhjá einum. Vændi Sighvatur m.a. Bryndísi for- mannsfrú um að hafa staðið í símhringingum fyrir Karvel. Það var þó tæplega Bryndís sem hringdi þessa limru inn á ritstjóri Þjóðviljans: Fæti undan kappanum kippti á klofbragði og voninni svipti; Já Sighvati farvel gaf kratinn hann Karvel en hver var það sem tólinu lyfti?U Útboð Utboð - forval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingadeildar borgarverkfræðings og skóla- skrifstofu Reykjavíkurborgar, auglýsir eftir verk- tökum sem hefðu áhuga á að hanna og byggja skóla í Ártúnshverfi samkvæmt svokölluðu „alls- herjarútboðsformi". Verktakar leggi inn nöfn og símanúmer fyrir næstkomandi fimmtudag þ.e. 18. desember á skrifstofu vora, Fríkirkjuvegi 3. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fiikiikiiivccji 3 Simi 25800 Sunnudagur 14. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 EINSTAKT SMÁSAGNASAFN --------------------------------- 1AFU OHANN Ólafur Jóhann Ólafsson Höfundur bókarinnar er 24 ára Reykvíkingur, sem nú kveöur sér hljóðs meö athyglisveröu smásagnasafni. Þaö er enginn byrjendabragur á þessari fyrstu bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, þvert á móti bera sögumar vott um öguð vinnubrögö og listræna framsetningu. IMÍU lyklar Heiti bókarinnar gefurvísbendingu um að lesandinn finni í bókinni eins konar lykla að ýmsum sviðum mannlegs samfélags, lífsreynslu og mannlegu eðli. í sögunum birtast trúverðugar og fallegar mannlífsmyndir dregnar skýrum dráttum. Níu lyklar eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er tvímælalaust umtalsvert framlag til íslenskra bókmennta. n vakaOí^o^ S-l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.