Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 8
BÓKMENNTIR Þrœlahald - þrœldómur Susanne Everett. Þrælahald. Dagur Þorleifsson þýddi. Örn og Örlygur 1986. Svo segir í formála þessarar bókar, að ekki alls fyrir löngu hefði sá sem semja vildi bók um þrælahald lent í skammarkróki einskonar - hann hefði verið að minna blökkumenn Ameríku á niðurlægingu þeirra og hvíta menn á smán þeirra. En það er ekki nema rétt, að á síðari árum hafa menn orðið ófeimnari við „ljóta" kafla sögunnar - eins og til að mynda Indjánamorð, mannrán í Afríku, svívirðu þrælaflutninganna og svo þræla- haldið sjálft, sem markar enn í dag djúp spor í mörgum samfé- lögum, eins þótt þrælum hafi ver- ið gefið grelsi fyrir röskri öld víð- ast hvar. Þetta er alþýðlegt fræðirit, að- gengilegt aflestrar. Það segir kannski ekki margt nýtt, a.m.k. ekki þeim sem hafa gluggað í ágæta ritröð Thorkilds Hansens ÁRNI BERGMANN um þrælaverslun og þrælahald í danskri sögu og út hefur komið á íslensku. En hér er mikill fróð- leikur saman dreginn, heimildir virðast traustar, myndakostur er prýðilegur og þýðing Dags Þor- Íeifssonar einkar traustvekjandi. í bókinni greinir fyrst frá þrælahaldi til forna, en síðan er rakin sú saga sem hefst með því, að Evrópuríki færa mjög út kví- arnar í Afríku og koma - með náinni samvinnu við innlenda höfðingja - upp mikilli þræla- verslun sem flutti miljónir manna til þrældóms á sykurekrum Vestur-Indía og baðmullarekrum Bandaríkjanna á sautjándu og töluvert fram á nítjándu öld. Fjallað er um tap og gróða af starfsemi þessari, baráttu gegn þrælahaldi, stríðið milli Norður- ríkjanna og Suðurríkjanna, hina löngu og erfiðu göngu banda- rískra blökkumanna til mannréttinda (eru menn búnir að gleyma því að það eru ekki nema átján ár síðan helsti foringinn í baráttunni gegn bandarísku „ap- artheid", Martin Luther King, var myrtur?). Og að lokum segir af því þrælahaldi sem enn er við lýði hér og þar í heiminum. I frásögnum og innskotum úr heimildum segir frá mörgum átakanlegum tíðindum og hrika- legum - þar segir frá sjálfsmorð- um þræla og örvæntingarupp- reisnum, frá hrikalegri grimmd sem þeir eru beittir sem uppreisn gera: kannski voru slíkir þrælar negldir við jörðu og brenndir lif- andi hægt og bítandi. Þar segir frá sérlega kaldrifjuðum hryðju- verkum, eins og þegar skipstjór- inn á breska skipinu Zong drekkti 132 þrælum sem voru honum til trafala og heimtaði svo skaðabætur af vátryggingafélagi fyrir eignatjón. Þarna er líka frá- sögn manns sem var rænt ungum og hann síðan rekinn langar leiðir til strandar þar sem þrælaskipið tók við - það eru m.ö.o. ekki að- eins til reikningshald þrælasala, vitnisburður hinna hvítu heldur og þolendanna sjálfra. Réttlœtingarkerfið Kannski er einna fróðlegast við lestur þessarar bókar að fylgjast með því réttlætingarkerfi sem þrælasalar og þeir sem á iðju þeirra hagnast, beint og óbeint, komu sér upp. Allt í lagi að láta þrælana liggja á hörðum fjölum því „Afríkumenn þekkja ekki dýnur" (röksemdin: þeir eru ekki betra vanir). Virðulegir stuðn- ingsmenn þrælahalds segja úr fjarska á þá leið, að negrar megi vera fegnir að losna úr þeirri skelfilegu Afríku og sigla til betra lífs. Þrælahaldararnir sjálfir beita lygum til að fegra ástandið - og hafa sumir meira að segja komið sér upp einskonar „sendinefndar- kerfi": einn tiltöiulega vel siðað- ur þrælahaldari í Vestur-Indíum lagði ríkt á það við bústjóra sína að blökkumönnum væri aldri refsað í návist gests, heldur væru þeim sýnd eign þræla í geitum og fiðurfé: „Mun hann þá hafa hag- stæðar hugmyndir um eyna, þeg- ar hann hverfur héðan"! Enn var það þrælahöldurum til liðs, að lengi vel voru allir reiðu- búnir að dans með - flest trúfélög - að undanskildum Kvekurum - voru til dæmis, meira en fús til að reyna að hrifsa til sín sneið af þessum arðvænlega markaði - að ekki sé talað um tigna aðalsmenn og harðsvíraða kaupahéðna. Og það vantar ekki heldur að menn barmi sér og segist leggja sig í mikla áhættu við þrælaflutninga og að þeir séu alltaf að tapa!: Þessi sönglandi átti svo í Suður- ríkjum Bandaríkjanna eftir að birtast í þeim boðskap þrælahald- ara, að þrælahaid væri blökku- mönnum sjálfum fyrir bestu. Enda - og þar með er komið að þeirri röksemd fyrir þrælahaldi og reyndar allri kúgun sem mest er notuð og lífseigust er: enda væri þetta fólk ððruvísi en við. Hefði aðrar þarfir. Vildi láta að stjórn. Gæti hvorki né vildi taka ákvarðanir sjálft. Þetta sjálfsréttlætingarkerfi er meira en ómaksins vert að skoða vegna þess - eins og að ofan var drepið á - það gengur aftur í lítt breyttri mynd, hvenær sem menn þurfa að réttlæta annaðhvort beina kúgun eða forréttindi. Og þá er ekki aðeins átt við apart- heid Búanna í Suður-Afríku heldur svo margt í hugsana- mynstri allra þeirra sem þurfa að „sanna" fyrir sjálfum sér og öðr- um, að eigin velsæld og kröpp samir mannvinir hafi átt drjúgan hlut að máli í þeirri hugarfars- breytingu sem nauðsynleg var. En margt fleira þurfti til: kirkjan sýnist t.d. hafa verið mjög sein að Uppreisnarþræl í Surinam refsað. kjör annarra séu fullkomlega eðlilegur hlutur og geti öðruvísi ekki verið. Það er kannski nokkuð óljóst í þessari bók, hvers vegna hreyf- ingu gegn þrælahaldi óx fiskur um hrygg, nóg til þess að Bretar bönnuðu þrælaverslun upp úr aldamótunum 1800. Ekki skal úr því dregið að mælskir og kapp- taka við sér og boða lausn þræla í Krists nafni. Kannski voru það vissar efnahagslegar forsendur sem rækilegast grófu undan þrælahaldi: Adam Smith sagði þegar árið 1776, að þrælahald væri lítt arðvænlegt - og ýmsir kostnaðarútreikningar frá plant- ekrum í Vestur-Indíum renna stoðum undir það. Hann sagði fleira: hann benti mönnum á það, að frjáls verkamaður væri kann- ski ódýrari í rekstri en þræll! Kannski varð það drýgra þrælum til frelsunar en orð mannvina, að hagsýnir menn sáu að með því að senda þræla á „frjálsan vinnu- markað" var hægt að gera vinnu- aflið eins hreyfanlegt og iðnvæð- ingin krafðist, og þar að auki koma framfærsluskyldum (í lág- marki) af eigendum vinnuaflsins yfir á hina „frjálsu verkamenn" sjálfa - eða þá samfélagið! Það gæti líka verið ómaksins vert að hugleiða það í tengslum við þetta rit, að styttra var milli þræls, og „frjáls" námuverka- manns og leiguliða á öldinni sem leið en menn gera sér almennt grein fyrir nú. Hlutskipti allra var botnlaus þrældómur, í lífi þeirra allra skein vart sól. ÁB Að syngja og að anda Jónína Michaelsdóttir. Lff mittog gleði. Minningar Þuríðar Pálsdóttur söngkonu. Forlagið 1986. Ein ágætasta söngkona okkar, ein af þeirri kynslóð sem skapaði íslenska óperu löngu áður en fjár- haldsmenn landsins tóku við sér (og hafa ekki tekið við sér enn svo vel sé) hefur sett á bók endur- minningar sínar í samvinnu við Jónínu Michaelsdóttur. Er þá strax frá því að segja að samvinna þeirra hefur verið góð - lesenda finnst efnisskipan skynsamleg, málfar eðlilegt, hin fræga „hrein- skilni" sem allir eru að spyrja um á okkar skráargatstímum, innan hóflegra marka og síðast en ekki síst: þetta er allstór bók en truflar lesarann sjaldan með einhverju því sem hann dæmir óþarfa. Þuríður Pálsdóttir er um margt gæfusöm - það er að minnsta kosti sjaldgæft hlutskipti íslensks barns á millistríðsárum að alast upp í húsi sem er fullt af tónlist: „að hluta á Bach var eins og að skríða undir sængina sína" segir hún á einum stað þegar hún hefur sagt frá því hvernig hún heyrir föður sinn, Pál ísólfsson, æfa sig hinum megin við þilið á kvöldin. Og síðar meir finnst Þuríði að hún geti sagt með sanni að það sé henni jafn eðlilegt að syngja og draga andann. Þetta er merkilegt í þessum litla höfuðstað, sem ekki löngu áður fékk á sig það orð, að þar greindu menn ekki á milli skilvindusuðs og sinfóníu. Tónlistin er vitanlega rauður þráður í þessari bók. Tónlistin í heimahúsum, tónlistin sem freist- ing og verkefni og ævistarf. Ýmis- legt er fróðlegt í þeirri frásögn - lesandinn er rækilega minntur á merkileg listræn afrek þeirra ungu söngvara, sem voru reiðu- búnir til starfa um það leyti sem Þjóðleikhúsið opnaði - en urðu einatt fyrir sárum vonbrigðum bæði innan þess húss og utan vegna þess að ráðamenn og fleiri voru tregir til að skilja, að sá sem spilar á hljóðpípu þarf eitthvað í sinn kæfubelg- svo rifjuð séu upp fræg ummæli Halldórs Laxness um „rekstrargrundvöll" lista. Þar kemur oftar en ekki við sögu Guðlaugur Rósinkranz Þjóð- leikhússtjóri. Af honum er sögð skrýtla dapurleg, sem segir meira en langar útlistanir um erfða glímu söngvara á þeim árum - og síðar reyndar. Þuríður fór með hlutverk gleðikonu í einum þætti óperunnar Ævintýri Hoffmans eftir Offenbach - og tók svo að sér einnig, að ósk stjórnandans, að syngja hlutverk framliðinnar móður söngkonu einnar í öðrum þætti. Guðlaugur kallar Þuríði inn á skrifstofu og segir: „Heyrðu Þuríður, þú færð ekki greitt sérstaklega fyrir að syngja móðurina. Þig munar ekkert um að gera það, því þú ert hérna hvort sem er!" Þuríður segir og vel og skil- merkilega frá þeirra togstreitu og sálarstríði sem fylgir því að kona þarf öðru hvoru að yfirgefa eigin- mann og fjölskyldu til að bæta við sig í söngnámi. f framhaldi af því á hún einnig góðan sprett um jafnréttismál, um vanmat kvenna á sjálfum sér og um það hugsana- mynstur karlasamfélags sem seint gengur að breyta. Eitt á þessi bók sameiginlegt flestum öðrum bókum sem túlk- andi listamenn bera ábyrgð á: það eru mjög rækilega tíundaðar umsagnir um frammistöðu þeirra á sviði. Það er vitanlega vel skiljanlegt að menn vilji geta um einhver þau ummæli, sem á réttri stundu fram borin höfðu varan- leg og uppörvandi áhrif. En venjulega verður full mikið af svo góðu og manni verður hugsað til ráðs Páls, föður Þuríðar sem sagði einhverntíma á þessa leið við hana: Spurðu aldrei neinn hvernig þú hafir verið, þú veist það best sjálf. Þuríður hefur og þann algenga skilning að gagnrýnendur áður fyrr hafi vandað sig meir en síðar gerðist, „gagnrýni þeirra var jákvæð og leiðbeinandi".... Nú orðið skrifa menn bara eigin skoðanir og finnst það allt í lagi". Líklegt er, að menn hafi eftir á tilhneigingu til að fegra sér ástand gagnrýni. Sá sem þessar línur skrifar þykist vita, að bókmenntagagnrýni sé raunar vandaðri en hún var á þeim dögum sem Þuríður talar um - og að því er varðar skrif um söngvara og óperuflutning, þá naut hennar kynslóð þess með áberandi hætti, að flest var mönnum nýtt, og þeir sem um fjölluðu voru fyrirvaralaust hrifn- ir af sjálfum möguleikunum að flytja fræg óperuverk með ís- lenskum kröftum. Frammistaða listamannanna var vitaskuld ekki ómerkari fyrir bragðið - en þetta atriði er samt rétt að hafa í huga í samanburðarfræðunum. Myndir þerira einstaklinga sem við sögu koma eru misjafn- lega rækilega útfærðar og skýrar eins og verða vill. Þuríður hefur ýmislegt eftirminnilegt af lista- mannarígnum að segja (Jón Leifs), af hinni spenntu og tví- sýnu sambúð í tónlistarheimi (Róbert Abrahams) - en best fer henni að lýsa föður sínum, Páli ísólfssyni, hinni sérkennilegu blöndu fjarlægðar og nálægðar sem einkenndi samskipti þeirra feðgina. Margar ágætar myndir eru í bókinni. ÁB 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 14. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.