Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 9
Allt hripar niður jafnóðum Kaflar úr rœðu Geirs Gunnars- sonar við umrœðu fjárlaga Þráttfyrirgóðæri, áreftirárog vaxandi þjóðartekjur á mann á hverju ári f rá og með 1984 vegna bættra ytri aðstæðna, er nú ráðgert að afgreiðafjár- lög með verulegum halla þriðjaáriðíröð. Árið 1985 voru fjárlög greidd meö áætluðum 743 millj. kr. halla en sá halli varð í raun 2.371 millj. kr. og í fyrra voru fjaf lög afgreidd með áætluðum 163 millj. kr. rekstrarafgangi en horfur eru á því, að niðurstaðan verði í raun um eða yfír 2.000 millj. kr. rekstrarhalli ríkissjóðs. Þegar þetta er haft í huga gefur fjárlaga- frumvarp með áætluðum nær 1600 millj. kr. rekstrarhalla ríkis- sjóðs á árinu 1987 ekki fyrirheit um niðurstöðu sem verði talin viðunandi þegar byggt er á þjóð- hagsáætlun um eitthvert mesta góðæri sem þjóðin hefir Iifað varðandi ytri aðstæður í þjóðar- búskapnum. Nú í árslokin er áætlað, að af- borgun af erlendum lánum opin- berra aðila nemi 2.700 millj. kr. en ný erlend lán tekin á árinu 1986 næmu 5.158 millj. kr., þ.e. 2,458 millj. kr. ný erlend nettó skuldasöfnun opinberra aðila. Ekki stafar þessi ráðsmennska af því að harðindin neyði stjórnend- ur til þess að hlaða upp erlendum skuldum. Þvert á móti er aukning þjóðartekna á þessu ári meiri en áður hefir þekkst vegna góðæris, eða um 7.0% á mann. Nettó- aukning erlendra lána opinberra aðila nemur á þessu gósenári um 50 þús. kr. á hverja 5 manna fjöl- skyldu í landinu. Að viðbættum skuldbreytingum skammtíma- lána, 542 millj. kr. eru nlyjar lán- tökur 111% hærri en afborgan- irnar. Það er ill meðferð á öðru höfuðmarkmiði hæstvirtrar rfkis- stjórnar í efnahagsmálum. 12 Hafskips- gjaldþrot Hæstvirt ríkisstjórn stefnir með fjárlagafrumvarpi sínu að því að reka ríkissjóð með veru- legum halla þriðja árið í röð. Samanlagður halli þessara ára 1985, 1986 og 1987 nemur um 6.000 millj. kr. og jafngildir því 12 Hafskipsgjaldþrotum. Á erfiðleikaárunum 1982 og 1983 varð ríkissjóður fyrir áföll- um vegna samdráttar í þjóðar- framleiðslu, en það fer á hinn bóginn saman að þessi þrjú halla- ár ríkissjóðs, þegar eytt er 6.000 millj. kr. umfram tekjur, þá hefir þjóðin búið við mjög mikinn efnahagsbata vegna ytri að- stæðna. Landsframleiðslan heí'ir aukist á sérhverju þessara ára. Samanlagt gæti aukning vergrar landsframleiðslu þessi 3 ár numið um 16 milljörðum króna á verð- lagi 1986. Af þvítekurríkissjóður um 4 milljarða króna umfram það sem hann hefði fengið, ef landsframleiðsla hefði einungis hætt að minnka eftir 1984 og stað- ið f stað síðan. En samhliða og þrátt fyrir þessa 4.000 millj. kr. tekju- aukningu hefir ríkissjóður verið rekinn með halla, sem með þessu fjárlagafrumvarpi varðandi árið 1987 er stefnt að, að nemi samtals um 6.000 millj. kr. á 3 árum á verðlagi 1986. Aukning landsframleiðslu vegna hagstæðra ytri aðstæðna þýðir að ríkissjóður fær á 3 árum 4.000 millj. kr. tekjuaukningu til þess að standa undir útgjalda- aukningu, og hagstæð þróun lánskjara bætir hag ríkissjóðs. Þrátt fyrir þetta er öllum mark- miðum um jöfnuð í rekstri ríkis- sjóðs kastað fyrir róða. Hvers konar efnahagsástand, hvers konar ytri aðstæður þurfa að vera fyrir hendi til þess að stjórnar- flokkarnir geti farið með mál rík- issjóðs án þess að hlaða upp milljarðaskuldum með þeim víta- hring vaxtaútgjalda, sem af því leiðir? Árangri stefnt í hœttu Ríkisstjórnin hefir komið sér undan því að leysa það verkefni sem hún tók að sér. Hún velti vandanum á undan sér eftir fe- brúarsamningana, og hún virðist enn ætla að hafa sama háttinn á varðandi nýgerða kjarasamn- inga. Stjórnarflokkarnir velta vandanum á undan sér með 2000 millj. kr. hallarekstri á ríkissjóði í ár og fjárlagafrumvarpi, þar sem gert er ráð fyrir 1600 millj. kr. fjárlagahalla á næsta ári. Þegar þannig er staðið að mál- „Stjómarf lokkamir ættu ekki að láta sér til hugar koma að standa að slíkri sérstakri aðför að fötluðum og öry rkjum á sama tíma og þeir leggja til við afgreiðslu fjárlaga að hækka f ramlag til aðalskrifitofu ráðherranna umfram eðlilegar verðlags- hækkanir um upphæð sem er hærri en sú skerðing sem þeir hafa fyrirhugað á Framkvæmdasjóði fatlaðra." um á tímum þenslu í atvinnu- og viðskiptamálum, þá er þeim ár- angri, sem verkalýðshreyfingin beitir sér fyrir að náist í verð- lagsmálum stefnt í ótvíræða hættu. Það er ekki aðeins svo, að er kyn þótt keraldið leki. Botninn er suður í Borgarfirði. Þeir Bakkabræður fundu or- sökina fyrir því að þeirra austur var tilgangslaus. Þeir vissu hvar botninn var. Það er meira en sagt verður um hæstvirta ríkisstjórn. Stjórnmál á sunnudegi Geir Gunnarsson skrifar hæstv. ríkisstjórn hafi í engu tekið á því verkefni sem hún tók að sér í samningum við verka- lýðshreyfinguna og atvinnurek- endur sl. vor, þar sem þvf hefir í engu verið sinnt að greiða í raun þátt ríkisins í þeirri lausn sem samkomulag var gert um, heldur hefir hún bætt um betur með óráðsíu í útgjöldum á ýmsum sviðum. Minna en ekkert verður eftir Hvernig sem stjórnin eys inn tekjum af stóraukinni þjóðar- framleiðslu hripar allt niður og ekkert er eftir f kassanum. í tvö ár hefir þetta gengiz svona, og ríkisstjórnin ætlar ótrauð að halda þessu striti áfram þriðja árið í röð, og er búin að gera sér ljóst að minna en ekkert verður eftir, líka á næsta ári. Það er sagt að svipað hafi hent landsfræga bræður frá Bakka. Þeir júsu í kerald og allt hripaði niður jafnóðum. Þeir voru þó ekki búnir að stunda þennan austur lengi, og áreiðanlega ekki í 3 ár, þegar þeir litu upp, huguðu að orsökinni og fundu hana: Ekki Ráðist að fötluðum Það segir sannarlega mikið um stjórnarstefnuna og stjórnar- flokkanna, að tímabil stóraukinnar framleiðslu þjóðar- innar vegna bættra ytri aðstæðna skuli ekki nýtast til samfélagslegs átaks varðandi brýnustu þjón- ustu við almenning hvarvetna í landinu, heldur skuli slíkar fram- kvæmdir þess í stað skornar mjög' verulega niður. Og til þess að bæta gráu ofan á svart varðandi niðurskurð á framlögum til framkvæmda sem þjóna öllum landsmönnum, þá elta stjórnarflokkarnir uppi sér- stakan sjóð til framkvæmda í þágu þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og skera lögbundið framlag til hans niður um helm- ing eða um 50 miilj. kr. skv. þrengstu skilgreiningu, auk þess að hirða og gera upptækar í ríkis- sjóð um 30 millj. kr. af mörk- uðum tekjum frá árinu 1985 á einhverju mesta gósenári sem þjóðin hefur lifað. En í ár fær ríkissjóður í sinn hlut einungis vegna aukinnar landsframleiðslu á þessu ári um 2 milljarða kr. í brúttótekjur. Ég held að háttvirt Alþingi ætti að sjá sóma sinn í því að falia frá þessum sérstaka niðurskurði og einkum ættu stjórnarflokkarnir ekki að láta sér til hugar koma að standa að slfkri sérstakri aðför að fötluðum og öryrkjum á sama tíma og þeir leggja til við af- greiðslu fjárlaga að hækka fram- lag til aðalskrifstofu ráðherranna umfram eðlilegar verðlagshækk- anir um upphæð, sem er hærri en sú skerðing sem þeir hafa fyrir- hugað á Framkvæmdasjóði fatl- aðra. Óbreytt stefna hœttuleg Allar aðstæður í þjóðfélaginu, uppsveifla í efnahagskerfinu vegna stórbættra ytri aðstæðna og nýgerðir kjarasamningar, kalla á aðra stefnu í ríkisfjármál- um en þann hallarekstur og skuldasöfnun sem einkennt hefir feril núverandi stjórnarflokka. Á miklu veltur hvernig að endanlegri afgreiðslu fjárlaga- frumvarps og lánsfjáráætlunar verður staðið. Sú afgreiðsla, og þar með stefnan í ríkisfjármálum næsta ár, hlýtur að ráða mikiu um hvort unnt verður að tryggja þann árangur, sem verkalýðsfé- Íögin hafa stefnt markvisst að með kjarasamningunum í febrú- ar sl. og nýgerðum kjarasamning- um. Ýmislegt óviðráðanlegt varð- andi ytri aðstæður kann að steðja að og stofna í hættu árangri af baráttu verkalýðssamtakanna fyrir stöðugu verðlagi og auknum kaupmætti launa. En ljóst er, að af áframhaldandi óbreyttri stefnu stjórnarflokkanna í málefnum ríkissjóðs stafar ein mesta hætt- an. í alþingiskosningunum næsta vor gefst launþegum tækifæri til þess að bægja þeirri hættu frá. LÍKLEGASTA BOKIN í ÁR *AW"**oWtt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.