Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 10
Þrískipt heimsmynd Franski norrœnufrœðingurinn Georges Dumézil er látinn Fyrir nokkru lést í París hinn merki fræðimaður Georges Dumézil, sem vartvímæla- laust mesti sérfræðingur Frakklands í goðafræði og fornmenningu indóevrópskra þjóða. En þótt hann hafi mikið fjallað um norræna goðafræði í ritum sínum og rýnt í marga myrka kafla í Eddukvæðum og verkum Snorra Sturlu- sonar og Saxa hins mál- spaka, virðast rannsóknir hans ekki mikið þekktar á norðurslóðum. Erástæðan kannske sú, að verk hans hafa ekki verið þýdd í neinu samhengi á ensku eða önnur aðgengileg mál og eru þær þýðingar, sem til eru, reyndar flestar nýlegar. Við þetta bæt- ist að rannsóknirnar ná til mjög fjölbreyttra sviða og byggjast mikið á alls kyns samanburði, t.d. milli nor- rænna goðsagna og indver- skrahetjukvæða, þjóðsagna frá Ossetalandi í Kákasus eða fornra rómverskra sagna, og er því kannske eðlilegt að sér- hæfðari fræðimenn telji sig naumast dómbæra á þau vís- indi og kjósi heldur að leiða þau hjá sér. En þetta er mjög miður, því hvað sem segja má um einstök atriði í kenningum Dumézils, erframlag hans hið merkasta, ekki aðeins í goða- fræði og skyldum greinum heldurlíkaaðferðafræðinni, og hafa viðhorf hans markað tímamót. Ferill hans ereinnig á margan hátt hinn athyglis- verðasti. Georges Dumézil fæddist í París árið 1898. Var hann sonur hershöfðingja og barðist ungur í heimsstyrjöldinni fyrri: kynntist hann þannig af eigin raun þeirri stríðsmennsku, sem hann átti síð- ar mjög eftir að rannsaka í goða- fræði. Strax á menntaskólaárum fékk hann áhuga á samanburð- armálfræði og lét sér þá ekki nægja að læra latínu og grísku í skólanum heldur fór einnig að leggja stund á sanskrít. Komst hann í kynni við þann mann sem orðið hafði brautryðjandi saman- burðarmálfræði í Frakklandi og fékk hjá honum aðstoð við stfla- gerð í sanskrít... í háskóla lærði hann síðan klassísk mál og bók- menntir, og gerðist kennari að námi loknu. Árið 1925 var Dumézil boðið að kenna trúarbragðasögu við háskólann í Istanbúl. Var þetta boð liður í þeirri viðleitni Mú- stafa Kemals að opna landið sem mest fyrir erlendum menning- aráhrifum og vinna þannig gegn ofurveldi Múhameðstrúar. Dum- ézil var sex ár í Tyrklandi, en hann hafði reyndar lítinn áhuga á því að kenna áhangendum spá- mannsins þar í landi, að trúar- brögð þeirra væru aðeins söguleg tilviljun, og fann sér fljótlega önnur verkefni. f Tyrklandi voru á þessum tíma allmörg þjóðabrot, sem flúið hq/ðu norðan úr Kákasusfjöll- um, þegar Rússar lögðu þau lönd undir sig nokkrum áratugum áður, og töluðu þau margvísleg tungumál, ekki síst mál af hinum svokallaða „Kákasusflokki”. Dumézil fékk mikinn áhuga á þessum tungumálum og varði tímanum í löng og erfið ferðalög til að safna heimildum um þau, skrá niður texta og semja mál- fræðirit og orðabækur. Er talið að á sex árum hafi hann þannig lært tólf tungumál, en alls mun hann hafa kunnað eitthvað á þriðja tug mála. Hann hélt áfram rannsóknum á Kákasusmálum eftir að hann var sestur að í París aftur, og er allt framlag hans til þessarafræða hið merkasta. Rétt eftir 1950 frétti hann að í einang- ruðu þorpi 300 km frá Istanbúl væru enn á lífi öldungar sem tölu- ðu tungumálið úbykh, en það var þá löngu talið útdautt. Fór hann strax á vettvang og dvaldist síðan tvo mánuði á ári í þessu þorpi allt fram til 1971 til að safna allri vitn- eskju um málið sem unnt væri að fá áður en það hyrfi úr sögunni. Tókst honum þannig að bjarga því frá algerri glötun, og mun nú aðeins einn maður vera á lífí sem talar úbykh, hátt á níræðisaldri. Við þessar rannsóknir á menn- ingu Kákasusþjóða kynntist Dumézil Ossetum, sem eru af- komendur hinna fornu Skýþa. Studdist hann síðar mjög við þjóðsögur þeirra í rannsóknum sínum ágoðafræði indóevrópskra þjóða. Lœrði íslensku Þegar Dumézil kom aftur frá Tyrklandi var hann um tveggja ára skeið franskur sendikennari við háskólann í Uppsölum og gat þá kynnt sér norræna goðafræði gaumgæfilega. Er ljóst af rann- sóknum hans síðar, að hann hef- ur lært íslensku mjög vel. Eftir þessi ferðalög og langdvalir er- lendis settist hann síðan að í Par- ís. Hann fékk aldrei stöðu við Parísarháskóla en var þess í stað lengi rannsóknarstjóri við stofn- un á háskólastigi og prófessor við virðulegustu . menntastofnun Frakklands, „Collége de France”, frá 1949 til 1968. Um það leyti sem Dumézil hóf störf í París hafði hann þegar samið doktorsritgerð og gefíð út nokkrar bækur um goðafræði indóevrópskra þjóða, en þessum ritum hafnaði hann síðar og taldi að þar hefði hann verið á villigöt- um og beitt röngum aðferðum. í rannsóknum sínum þá hafði hann lagt til grundvallar samanburð- armálfræðina, sem leiðir t.d. í ljós að guðanöfnin „Týr” á Norð- urlöndum, „Júpíter” hjá Róm- verjum, „Seifur” hjá Grikkjum og „Dyaus” á Indlandi eru af sama uppruna, og sömuleiðis eru þau orð sem tákna presta í Róm og Indlandi - „flamen” og „bra- hman” - af sömu rót. En Dumézil varð sjálfur að viðurkenna, að þessi aðferð leiddi ekki ýkja langt: þau goðaheiti og orð á sviði trúarbragða, sem þannig var hægt að rekja saman, voru ekki mörg, og svo var lítið hægt að segja meira, þegar búið var að finna tengslin. Sú niðurstaða málvísindanna að „Týr” og „Júp- íter” væru upphaflega sama nafn- ið kom reyndar af stað þeirri kenningu, að Týr hefði áður ver- ið höfuðguð Germana og síðar orðið að víkja úr sessi fyrir Óðni, en fyrir þeirri kenningu voru eng- in bein rök önnur. Við hliðina á orðsifjarann- sóknum af þessu tagi var tveimur öðrum aðferðum beitt við goða- fræðina. Önnur var sú, að reyna að fínna í goðsögnunum ein- hverjar minjar um sögulega þró- un á forsögulegum tíma. Var þá t.d. sagan um styrjöld Ása og Vana, sem Snorri segir frá bæði í Eddu og Ynglingasögu og vikið er að í Völuspá, skýrð á þann hátt, að hún væri óljós endur- minning um trúarbragðadeilur milli fornrar akuryrkjuþjóðar, sem hefði áður búið á Norður- löndum og haft átrúnað á Vönum, og hermannaþjóðar eða Óðinsdýrkenda, sem hefðu kom- ið úr suðaustri. Hefðu deilurnar endað með samkomulagi og sam- runa trúarbragðanna, eins og fram kemur í goðsögninni. Á svipaðan hátt var reynt með þess- ari sögulegu aðferð að skýra per- sónuleika Loka: hefði hann þró- ast úr því að vera fremur mein- Georges Dumézil nokkrum dögum fyrir andlát sitt. laus hrekkjalómur í að vera ráð- bani Baldurs og höfuðóvinur goðanna. Á þessari aðferð var þó sá meinbugur, að engar heimildir voru fyrir sögulegri þróun - eða sögulegum atburðum - af þessu tagi: fræðimenn, sem fóru á þennan hátt að við rannsóknir sínar, klufu sögurnar niður í smá- atriði og ákváðu nánast því - eftir því sem hentaði kenningum þeirra - að sum atriði væru gömul og önnur yngri eða þau kæmu úr ólíkum áttum. Hin aðferðin, sem fengin var að láni úr þjóðsagnafræðinni, var fólgin í því að fjalla um goðafræði Snorra og Eddukvæða eins og þjóðsögur þær, sem safnað hefur verið í Evrópu og víðar á síðustu öldum. Fræðimenn tóku eftir því að fjölmörg þjóðsagnastef komu fyrir í goðsögnunum og leituðust þeir við að rekja þau í sundur, finna samsvaranir o.þ.h. Þeir sem lengst gengu litu svo á að þær goðsagnir sem við þekkjum væru ekki annað en tilviljanakenndur samsetningur þjóðsagnastefja úr ýmsum áttum og kannske að verulegu leyti handahófskenndur tilbúningur Snorra og annarra „goðafræðinga” Miðaldanna, þannig að heimildargildi þeirra um heiðna trú á Norðurlöndum væri næsta takmarkað. En gallinn við þessa aðferð var sú, að hún náði ekki nema til einstakra smá- atriða og gat ekki gert neina grein fyrir því hvers vegna á goðsögn- unum virtist samt sem áður vera heildarsvipur. Hlutverkin þrjú Um 1938 var Dumézil kominn á þá skoðun, að það gæfí mjög takmarkaðan árangur að rann- saka og bera saman einstök atriði í goðafræðinni og gæti auk þess leitt út á ýmsar villigötur: til að átta sig á tengslum milli goða- fræði hinna ýmsu indóevrópsku þjóða yrðu menn að bera saman kerfin í heild. Þetta ár komst hann svo að mikilvægri niður- stöðu: taldi hann að sú goða- þrenning, sem dýrkuð var í heiðnum sið í hofinu í Uppsölum, Óðinn, Þór og Freyr, væri hlið- stæð þrenningunni í aðalhofinu í Róm, Júpíter, Mars og Quirinus, og jafnframt samsvöruðu þessar þrenningar tvær guðahóp sem nefndur er í ýmsum elstu heimild- um indó-íranskra þjóða, m.a. Vedabókunum. Á þessari uppgötvun byggði Dumézil síðan smám saman að- alkenningu sína. Hann taldi, að ekki aðeins goðafræði heldur heimsskoðun Indóevrópumanna - þeirrar þjóðar forsögunnar sem Germanir, Keltar, Rómverjar, Grikkir, indó-íranskar þjóðir o.fl. eru komnar af- hefði byggst á hugmyndinni um „hlutverkin þrjú”, sem síðan hefði verið út- færð á fjölmörgum sviðum og með margvíslegu móti. Þessi „þrjú hlutverk” mynduðu kerfi, samkvæmt kenningu Dumézils: fyrsta „hlutverkið” var valdið, bæði á sviði laga og réttar og á sviði galdra, annað „hlutverkið” var styrjöld og hermennska og þriðja „hlutverkið” frjósemi, framleiðsla og auðlegð. Áleit Dumézil, að Indóevrópumenn hefðu beitt þessu kerfi til að byggja upp heimsmynd sína, og hefðu þeir litið svo á að alheimur- inn væri þrískiptur á þennan hátt, bæði heimur guðanna, þjóðfélag manna o.þ.h. Hefði kerfið varð- veist meðal margra afkomenda þeirra, en þó víða breyst og verið notað á mismunandi hátt vegna ólíkrar þróunar hinna ýmsu þjóða og hugmyndaheims þeirra. Eftir þetta beindi Dumézil rann- sóknum sínum í tvær áttir í senn: annars vegar að kerfinu sjálfu eins og ætla mætti að það hefði verið hjá frumþjóðinni, Indó- evrópumönnum, og hins vegar að notkun þess og margvíslegum Georges Dumézil. myndbreytingum hjá afkomend- um hennar á sögulegum tíma. Dumézil taldi, að þetta „þrí- skipta kerfi” hefði fyrst og fremst verið notað í goðafræðinni, þann- ig að menn hefðu ímyndað sér að einn eða fleiri guðir hefðu með höndum hvert „hlutverk” fyrir sig, og benti hann á margvíslegar hliðstæður. Við rannsóknir sínar á elstu goðafræði Indverja komst hann á þá skoðun, að tveir mis- munandi guðir hefðu í upphafi farið með fýrsta „hlutverkið”: hefði annar séð um lagalega hlið valdsins, samninga o.þ.h., en hinn um galdraþátt þess og slíkt. Á Indlandi hefðu Mitra og Var- úna þannig skipt þessu hlutverki með sér, og hefðu hliðstæður þeirra meðal hinna elstu Róm- verja verið Júpíter og Dius Fidi- us, sem hvarf reyndar fljótt úr sögunni og rann eiginlega saman við Júpíter. Sams konar hug- myndir um tvískiptingu fyrsta „hlutverksins” fann Dumézil svo meðal Germana hinna fornu: hefði Óðinn verið guð galdra, spádóma o.þ.h., en Týr guð laga og samninga. Með annað „hlut- verkið”, stríðsmennskuna, fór í goðafræði flestra þjóða einn herguð, Indra hjá Indverjum, Mars hjá Rómverjum og Þór hjá Germönum, og taldi Dumézil þá mjög hliðstæða. Samkvæmt kenningum hans var þriðja „hlut- verkið”, frjósemi, framleiðsla og auðlegð, upphaflega í höndum guðahóps, þótt þeim hefði stund- um fækkað síðan: þessir guðir voru Nasatya-tvíburarnir á Ind- landi, Quirinus einn í Róm og Vanir- Njörður, Freyr og Freyja - á Norðurlöndum. Svo virðist, sem yfirleitt hafi verið litið á handhafa þessara þriggja „hlut- verka” sem höfuðguði, og er það skýringin á þeim þrenningum sem dýrkaðar voru í aðalhofum: Júpíter, Mars og Quirinus í Róm og Óðinn, Þór og Freyr í Upp- sölum. Hlutverkaskipan riðlast Dumézil leiðir ýmis rök að því að meðal Indóevrópumanna hafi verið til goðsagnir um að þessi skipan hafi ekki alltaf verið við lýði: upphaflega hafi guðir þriðja „hlutverksins” verið utan goð- heima og háð styrjöld við hina guðina, en eftir að henni var lok- ið með vopnahléi hafi guðir þriðja „hlutverksins” verið end- anlega teknir í guðahópinn, sem þá loksins hafi orðið fullskipað- ur. Telur Dumézil að þá goðsögu sé m.a. að finna í indó-írönsku sögninni um styrjöld Nasatya- tvíburanna gegn Indra og öðrum guðum, sem vildu neita þeim um guðleg forréttindi, og í norrænu sögninni um styrjöld Ása og Vana. Finnur hann ýmsar hlið- stæður og er sú kannske merki- legust, að í báðum frásögnunum er það einn liðurinn í styrjöldinni að skapaður er nokkurs konar persónugervingur ölvunarinnar eða vímunnar, sem síðar er drep- inn og bútaður niður: er það Mada í austrænu sögninni og Kvasir í norrænu goðafræðinni. ' En þótt hliðstæðurnar milli TAKN UMIRAUST TEKKAVI0SKIFT1 Rat Eir Jóh í Sr Sm Brii , Bjöm Th. \ Mu JÓllt Geii 3 Ásgrímur 'flfl r Jónsson ~ ■■HMWMIpMMIHMNRMRHMWHUBMHMnMIMIMMnMMMNMMIMHMI M Ásgrímur Jónsson Ný bók í bókaflokknum ÍSLENSK MYNDLIST Sjötta verkið í bókaflokknum íslensk myndlist lítur nú dagsins ljós. Höfundar bókarinnar um Ásgrím Jónsson eru þau Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðsson. Bókina prýðir fjöldi litprentana af málverkum Ásgríms ásamt teikningum eftir hann svo og vmsar ljósmynd- ir. í listsköpun sinni var Ásgrímur í senn brautryðjandi og meistari. Verk hans hafa fyrir löngu hlotið lýðhylli. Bókin um Ásgrím Jóns- son er listunnendum fagnaðarefni, enda ættu þeir að bæta henni sem fyrst við bókasafnið. LISTASAFN ASÍ LÖGBERG Pegar þú greiöir meö tékka, fyrir vöru eöa veitta þjónustu, og sýnir Bankakortið þitt, jafngildir þaö ábyrgöarskírteini frá viðskiptabankanum eöa spari- sjóönum þínum, sem ábyrgist innstæöu tékkans aö ákveðinni hámarksupphæö og tryggir þannig viötakandanum innlausn hans. Viöskiptineiga sér þannig staö aö um leið og þú afhendir tékkann, sýniröu Bankakortiö og viðtakandinn skráir númer kortsins á hann. Þannig er Bankakortið þitt tákn um trausta viöskiptahætti. Hafðu Bankakortið því ávallt handbært. Bankakortið - nauðsynlegt í nútímaviðskiptum Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Alþýöubankinn, Búnaöarbankinn, Landsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóöirnir. mmaamm AUK hf. X2.1/SIA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.