Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 12
Sótargeislinn fra Kúbu Vináttufélag íslands og Kúbu heldur upp á 15 ára afmœli með því að bjóða hingað 10 manna hljómsveit sem leika mun ekta kúbanska tónlist á Hótel Borg Vináttufélag íslands og Kúbu er 15 ára um þessar mundir og heldur upp á afmælið með veg- legum hætti. Við höfðum sam- band við Ingibjörgu Haraldsdótt- ur rithöfund, formann félagsins og spurðum hvað væri á seyði? Við höldum upp á afmælið með viðhöfn og höfum í því skyni fengið heimsókn 10 manna hljómsveitar, sem ætlar að halda tvenna tónleika á Hótel Borg, auk þess sem hljómsveitin mun leika fyrir dansi á afmælishátíð félagsins, sem haldin verður í Risinu að Hverfisgötu 105 þriðju- daginn 16. desember. Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum kúb- anska skemmtikrafta hingað til lands, og þessi heimsókn er að því leyti merkileg að mér er ekki kunnugt um að kúbönsk hljóm- sveit hafi nokkru sinni komið hér fram áður. Þeir leika dæmigerða kúbanska tónlist, og þeir munu líka fara í Kramhúsið og kenna áhugafólki þar kúbanska rúmbu og fleiri dansa. Hvað fleira er á döflnni hjá ykkur í VÍK? Síðastliðinn föstudag héldu 7 manns í hina árlegu Kúbuferð fél- agsins, ,en skipulagning slíkra ferða hefur verið meginuppistað- an í starfi okkar. Þetta eru ferðir þar sem saman fer vinna, fræðsla og skoðunarferðir, og standa þær í einn mánuð. Við höfum sent hópa í þessar ferðir árlega frá 1973. Að vísu féll vinnuferðin niður 1978, en þá sendum við líka stóran hóp á Heimsmót æskunn- ar, sem haldið var í Havana. Alls hefur talsvert á annað hundrað manns farið í slíkar ferðir til Kúbu á okkar vegum. Þetta eru frekar erfiðar ferðir, en það hefur alltaf verið mikill áhugi á þeim, og þátttakendur hafa verið á öllum aldri, allt frá 16 ára til sex- tugs. Hvaða gildi hgfa þessar ferðir? Við íslendingar búum við mik- inn upplýsingaskort um Kúbu. Tíu manna hljómsveitin frá Kúbu, sem mun sjá um sveifluna á Borginni og í Risinu. Og þær fáu fréttir sem hingað berast eru meira og minna brenglaðar og rangtúlkaðar. Við teljum það mikilvægt að víkka sjóndeildarhring fólks. Og þessi tegund ferðalaga gefur fólki mikið. Fræðslan sem veitt er og þátttakan í vinnunni gefur fólki innsýn í kúbanskt þjóðfélag og þau vandamál sem þeir eiga að glíma við, sem eru í mörgum til- vikum þau sömu og vandamál annarra þróunarlanda. Þá gefst fólki þarna tækifæri til þess að sjá sósíalismann í framkvæmd. Hvað með menningarsam- skiptin á milli landanna. Megum við vænta framhaids á þeim eftir heimsókn þessarar hljómsveitar? Já, við höfum hug á því að auka menningarsamskiptin á milli landanna, og reyndar er ýmislegt á döfinni frá Kúbana hálfu hvað það varðar. Þeir eru nú að reisa sérstakt Norðurlandahús í Ha- vana, sem rekið verður í sam- vinnu og á samskiptagrundvelli við Norðurlöndin. Það felst í því að Norrænir listamenn heimsæki Kúbu, og að kúbanskir listamenn munu endurgjalda þessar heim- sóknir með því að koma til Norðurlandanna. Heimsókn hljómsveitarinnar sem nú kemur er reyndar liður í þessum auknu samskiptum, en hljómsveitin hef- ur verið á hljómleikaferð um hin Norðurlöndin. Kúba á upp á margt að bjóða í menningarlegu tilliti, og okkur væri mikill akkur í því að samskipti þjóðanna væru eflt í þessum þætti. Hljómsveitin Sierra Maestra mun leika á Hótel Borg mánu- daginn 15. og miðvikudaginn 17. desember. Afmælishátíðin verð- ur hins vegar í risinu á þriðjudag, og eru allir velkomnir. ólg. norrænna goðsagna og ind- verskra eða rómverskra séu margar og merkilegar - og sýni í leiðinni, að því er Dumézil telur, að heimildir Snorra séu ákaflega traustar og öll hans frásögn hin athyglisverðasta - er það kanns- ke ekki síður merkilegt, að meðal Germana hefur „kerfið þrí- skipta” tekið ákveðnum breytingum sem hægt er að rekja og útskýra. Meðal þessara stríðs- manna norðurslóða hefur „annað hlutverkið”, hermennskan, orðið svo mikilvægt að það hefur breitt úr sér og raskað hlutverkaskipt- ingunni eða fært hana til að nokkru leyti. Þannig er Óðinn ekki aðeins konungur Ása og guð galdra og spádóma, heldur líka guð hermennsku í ýmsum mynd- um. Þótt Þór sé ennþá herguð og hafí ýmis þau tákn (t.d. hamar- inn) sem sýna að hann er hlið- stæða Indra, hefur hann þannig misst ýmsa þætti hlutverks síns í hendur Óðni, en hann hefur fengið uppbót fyrir það úr ann- arri átt: vegna þess að hann ræður þrumum og eldingum, sem eru vopn hans í bardögum gegn jötnum, verður hann einnig að guði regnskúra og þannig að nokkru leyti frjósemiguð sem bændur ákalla. Fyrir bragðið verður sérsvið guða „þriðja hlu- tverksins” nokkuð þrengra og sérhæfðara, þótt þeir haldi áfram að ráða auðlegð og ársæld eins og annars staðar: Freyr og Freyja verða fyrst og fremst ástaguðir og Njörður guð sjávar og siglinga. Mismunandi hlutverk ófengis Aukið hlutverk hermennsk- unnar meðal Germana og alls þess sem henni fylgir veldur fleiri breytingum í goðafræðinni. Skýrir Dumézil m.a. á þennan hátt þann myrka blæ sem sé á henni: Óðinn er miklu viðsjár- verðari og ógnvænlegri guð en Varúna á Indlandi, svo ekki sé minnst á Júpíter. En þetta kemur líka fram á skemmtilegri hátt í sögunni um styrjöld Ása og Vana. í hliðstæðri sögn hjá Indó- írönum er persónugervingur ölv- unarinnar, Mada, mjög viðsjár- verður og er hann svo mikil hætta fyrir heimsbyggðina að nauðsyn- legt er að ryðja honum úr vegi og skipta honum í fjóra hluta, sem eru ekki eins skelfílegir hver fyrir sig og Mada var í heilu lagi. En það eru þó að dómi Indó-írana fjórir bölvaldar mannkynsins æ síðan, sem gera menn ölvaða og svipta þá dómgreind sinni: áfengi, fjárhættuspil, konur og veiðar... Sá persónugervingur ölvunarinnar, sem skapaður var samkvæmt norrænum sögnum í tilefni af styrjöld Ása og Vana, Kvasir, er hins vegar harla já- kvæður: „Hann er svo vitur að enginn spyr hann þeirra hluta er eigi kann hann úrlausn. Hann fór víða um heim að kenna mönnum fræði...” Þegar hann hafði verið myrtur, var bruggaður úr blóði hans áfengur drykkur, sem veld- ur mönnum sérstæðri og skap- andi ölvun: það var skáldamjöð- urinn og var hann varðveittur í tveimur kerjum og einum katli. Stafar munurinn á Mada og Kvasi af því að yrkjandi bardagaseggir norðurslóða litu áfengið nokkuð öðrum augum og ætluðu því ann- að hlutverk en Indverjar... Dumézil taldi, að þetta þrí- skipta goðafræðikerfi hefði einn- ig verið notað til að útskýra samfélag manna. í byrjun áleit hann að meðal Indóevrópu- manna hefði verið við lýði fast- mótuð skipting í þrjár stéttir, presta, hermenn og bændur, eins og á Indlandi síðar, en hann féll síðan frá þessari kenningu. Benti ■ hann þá á, að þótt slík hugmynd um þrískiptingu þjóðfélagsins virtist hafa verið ríkjandi, væru engar heimildir fyrir því, að hún hefði verið framkvæmd í raun á indóevrópskum tíma, og væri sennilegt, að indverska stétta- þjóðfélagið væri seinni tíma sér- þróun. En Dumézil fann marg- víslegar minjar um kenningar bæði um skiptingu þjóðfélagsins í þrjár stéttir og um uppruna fullkomins, þrískipts þjóðfélags. Túlkaði hann m.a. Rígsþulu út frá þessu sjónarmiði, þótt þar kæmu fram, að hans áliti, ýmsar breytingar, sem kenningin hefði tekið meðal Germana. Svo leiddi hann einnig margvísleg rök að því að Rómverjar hinir fornu hefðu notað þessar kenningar og reyndar þrískipta goðafræðikerf- ið í heild til að semja söguna um upphaf Rómaborgar, sem Livíus og fleiri sagnaritarar hafa síðan varðveitt, og væri þar að finna sams konar sagnir og þær sem aðrar indóevrópskar þjóðir stað- setja fremur í goðheimum. Þann- ig væri þjóðsagan um styrjöld elstu Rómverja og Sabína alveg hliðstæð goðsögnunum um styrj- öld Ása og Vana og styrjöld Nasatya-tvíburanna gegn öðrum guðum á Indlandi. Goðsagnir og sagnaljóð Dumézil vann af kappi fram á síðustu stund og setti kenningar sínar fram í fjöldamörgum ritum, sem komu sum hver út í mörgum og breyttum útgáfum eftir því sem skoðanir hans sjálfs þróuð- ust. Kannske er aðalverk hans bálkurinn mikli „Goðsagnir og sagnaljóð”, sem hefur m.a. að, geyma skemmtilegar hugleiðing- ar um söguna um Starkað gamla (í Gautreks sögu og hjá Saxa) og samanburð á Starkaði og Herak- les, en helstu verk hans um nor- ræna goðafræði eru „Guðir Germana” og „Loki”, sem kom út í nýrri útgáfu í fyrra, að við- bættu ritinu „Frá goðsögn til skáldsögu”, sem fjallar um ýmsa kafla í sagnariti Saxa hins mál- spaka. Við rannsóknir sínar beitti Dumézil aðferðum strúktúral- ismans löngu áður en mannfræð- ingurinn Lévi-Strauss kom til sögunnar, en sá mikilvægi munur er þó á vinnubrögðum þeirra, að Lévi-Strauss reyndi að leita að einhverju sammannlegu hugsan- akerfi, en Dumézil fjallaði ein- ungis um hugmyndakerfi ákveð- inna þjóða í sögunnar rás - Indó- evrópumanna og afkomenda þeirra - og það sem greindi þær frá öðrum þjóðum, og gætti þess vel að fara ekki út fyrir þann ramma. Telja má merkast í að- ferðum hans, að hann leit á hverja goðsögn eða goðsagnak- erfí sem merkingarbæra heild, sem ekki mætti búta niður og nauðsynlegt væri að túlka út frá sínum eigin forsendum til að leiða í ljós grundvallarhugmynd- ina. Þannig væri sagan um styrj- öld Ása og Vana ekki ruglingsleg (og merkingarlítil) endurminning um gleymdar trúarbragðadeilur, heldur ítarleg útskýring á því hvernig fullkomið guðasamfélag varð til við vopnahlé og inntöku nokkurra Vana í hóp Ása, þannig að í hvert „hlutverk” væri síðan skipað. Hin einstöku atriði sög- unnar væru ekki af neinu handa- hófi, heldur sköpuðu þau í sam- einingu þessa heildarmerkingu hennar. Á sama hátt væri þáttur Loka í goðafræðinni ekki tilvilj- anakenndur samsetningur flökkusagna, heldur kæmi „per- sónuleiki” þessa sérstæða guðs fram í öllum atriðum: lýsti Dum- ézil honum ítarlega í samnefndu riti sínu og bar hann saman við þjóðsagnapersónu Osseta. Hvað sem síðar verður sagt um kenn- ingar Dumézils virðist þessi að- ferð mjög notadrjúg. e.m.j. Ferðafrásagnir Guðrúnar Guðvarðardóttur anga af rótarilmi vestfiskrar náttúru og mannlífs 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.