Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 13
Urgur á Þjóðhagsstofnun Eftir að Jón „efni“ Sigurðs- son hverfur frá Pjóðhags- stofnun verður Þórður Friðjónsson, efna- hagsráðgjafi ríkisstjórnarinn- ar, settur í embættið. Ekki er mikil ánægja með þessa ráð- stöfun á Þjóðhagsstofnun, þar sem menn hefðu viljað að Bolli Þór Bollason tæki við af Jóni. Spár Þjóðhagsstofnunar eru hins vegar notaðar sem pólitískt tæki (of lágar fyrir kjarasamninga til að halda þeim niðri - sbr. hækkunina á spánni nú rétt eftir samning- ana) og ríkisstjórnin vill tryggja að hún hafi fullkomið vald á stofnuninni, að minnsta kosti framyfir kosningar. En til að hafa alla góða mun Jón freista þess á næstu dögum að fá því framgengt að Bolli verða líka hækkaður í tign, og fái stööu sem heitir hag- rannsóknarstjóri... ísfirskt framboð Mikil vonbrigði ríkja nú á með- al stuðningsmanna Sighvats Björgvinssonar eftir að Kar- vel Pálmason hafði hann í einvígi þeirra vestra. Vestfirðingum þykir nú hagur Bolvíkinga orðinn meiri en góðu hófi gegnir, þegar allt bendirtil að þeir muni hafa tvo þingmenn eftir næstu kosn- ingar, Kristinn H. Gunnars- son auk Karvels, og þar að auki sterkan varaþingmann Sjálfstæðisflokksins, Einar K. Guðfinnsson. Sérstaklega eru ísfirðingar óhressir með þróun mála, enda telja þeirsig nú ekki lengur hafa neinn þingmann, - þrátt fyrir að Matthías Bjarnason fyrrver- andi bóksali á ísafirði sé í rík- isstjórn. Eftir fall Sighvats hafa því stuðningsmenn hans farið að kanna undirtektir við sérframboð ísfirðinga, þar sem menn úr öllum flokkum kæmu saman, en Sighvatur yrði efstur. Ekki mun fallkandídatinn hafa tekið sér- lega vel í þetta að svo komnu máli, en stuðningsmenn hans á ísafirði eru enn við kolann... Albert á útleið Flestir búast nú við því að efiir jólin dragi til tíðinda hjá Sjálf- stæðismönnum í Reykjavík. Líklegt er að Albert Guð- mundsson verði þá látinn fjúka. En sem kunnugt er hafa forystumenn í flokknum með dyggri liðveislu Morgunblaðs- ins skellt skuldinni af fylgistapi flokksins á Albert. Ráðherr- ann mun viðbúinn hinu versta og hefur haldið mótornum í maskínu hulduhersins gang- andi, því hann hyggst þá varpa sér ótrauður út í sér- framboð. Ekki er Ijóst hverjir taki við af Albert. Davíð Scheving ©AUS ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Umsóknarfrestur vegna þátttöku í skiptum AUS við lönd í Afríku hefur verið framlengdur til ára- móta. Einkum er sóst eftir umsækjendum með reynslu af starfi eða iðntengdu námi, 20 ára og eldri. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni, Snorrabraut 60, eða í síma 91- 24617, milli kl. 13 og 16. REYKJAVÍKURBORG LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Við opnum á nýju skammtímavistheimili fyrir fötl- uð börn, vantar okkur til starfa þroskaþjálfa, al- mennt starfsfólk, starfsmann í eldhús og á nætur- vaktir. Vaktavinna - hlutastarf. Umsóknarfrestur er til 07.01 .’87. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 18797. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. m LAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVÍKURBORG Staða fulltrúa í húsnæðisdeild er laus til um- sóknar. Starfsmaður er aðstoðarmaður húsnæð- isfulltrúa og annast m.a. sem slíkur umsjón með leiguhúsnæði Reykjavíkurborgar. Starfið reynir á hæfni í almennum skrifstofustörf- um og þekkingu og reynslu í sambandi við við- hald húsnæðis. Upplýsingar gefur húsnæðisfulltrúi í síma 25500. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást fyrir 29. desember n.k. hefur verið nefndur sem efsti maður í stað Berta, og ku sjálfur ekki fráhverfur því. Hann mun þó ekki þykja rétta manngerðin til að leiða list- ann, enda vilja flokksmenn síður bjóða f ram Sól hf. í efsta sæti. Davíð Oddsson hefur ekki lokað á málið, þó flestir telji það rangt af honum að stökkva núna. I viðtölum við blaðamenn hefur hann hins vegar neitað að iáta hafa eftir sér að hann gefi ekki kost á sór. Fléttan sem í bili sýnist lík- legust er sú, að Þorsteinn Pálsson láti fulltrúaráðið í Reykjavík skora á sig að taka efsta sætið. Þar með er hann búinn að fá ástæðu til að fara úr Suðurlandi, þar sem hon- um leiðist - enda lítt gefinn fyrir ær og kýr bænda - og taka að sér raunverulegt for- ystuhlutverk. Þarmeð yrði Árna Johnsen líka bjargað á þing. Menn taka hins vegar sem dæmi um forystuveiklyndi Þorsteins, að hann skyldi ekki hafa hellt sér út í prófkjörið í Reykjavík og náð undir sig efsta sætinu þá, og þannig firrt listann núverandi vand- ræðum. ■ Stoð 2 Miklar sögusagnir ganga um fjárhagserfiðleika Stöðvar 2, en forsvarsmenn neita öllu slíku. Þó mun til neyðaráætl- un ef skó kreppir enn þrengra að, þar sem fréttatíminn mun til dæmis skorinn. En fréttirnar hafa ekki náð sér á strik hjá Stöðinni. Sambandið mun einnig bíða albúið að kaupa Stöð 2, en þeir eru þó ekki hinir einu. Aðili í útgáfu á höf- uðborgarsvæðinu mun hafa safnað í kringum sig hópi ungra bissnessjöfra, sem ætla að bjóða í Stöð 2 um leið og færi gefst...H Uppselt! Uppselt! Kvæðabók Jóns Helga- sonar, þar sem birt eru mörg áður óbirt kvæði, hefur hlotið geysigóðar viðtökur og er að heita má uppseld hjá Máli og menningu. önnur prentun er nú að fara af stað. Sömuleiðis hefur þýðing Björns Th. Björnssonar á Leónóru Kristínu selst feiki vel, enda segja bóksalar að allt sem Björn Th. komi nálægt seljist. —--------------------------------------w „Bókaverslun Snæbjarnar í Haf narstrætinu sem góð bókabúð hefur: - Allar íslenskar jólabækur, notalegt umhverfi og persónulega þjónustu." Stór orð, en sönn. Við í bókaverslun Snæbjarnar erum til þjónustu reiðubúin. Við vitum hvernig á að velja góða bók - í næði og notalegu umhverfi - en erum ávallt nærri þegar á þarf að halda með góðráðogupplýsingar. Hjáokkur í Hafnarstrætinu erviðamikið úrval íslenskra bóka, auk þess sem þær erlendu eru enn á sínum stað. Félagsmönnum Máls og Menningar er boðinn afsláttur áfélagsbókum. Við erum þeirrar skoðunar að hlýlegt viðmót og persónuleg þjónusta geri gæfumuninn í jólaamstrinu. Hvað meira getur góð bókabúð boðið? 0 Bókaverslun Snæbjamar | Hafnarstræti 4.Sími: 14281 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.