Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 14
Rásir Dœgranna Rásirdægranna, nefnist hljóölát bók, sem rekur á fjörurnú íjólabókaflóðinu. Þetta eru eftirlátin rit Málfríðar Einarsdótturog hefurSigfús Daðason umsjón með útgáf- unni, en hann hefur gefið út allar bækur Málfríðar. Bókin skiptist í sjö hluta. Fyrsti hlutinn er samnefndur bókinni og er í honum safnað saman síðustu skrifum Málfríðar. Eru þau í dag- bókarformi og stundum í formi bréfa. Frumástir Tötru, nefnist annar hluti bókarinnar, og er þar Tötra Kringum Sigurð Nordal Eftirlátin rit Málfríðar Einarsdóttur koma út um þessarmundir í Glettingi komin aftur á kreik. Pá taka við þættir um menn og hús og birtist hér þáttur er nefnist Kringum Sigurð Nordal. Lengst- ur er þó þátturinn af Þorsteini Björnssyni úr Bæ, kærum frænda höfundarins. Fjórði hluti bókarinnar nefnist Úr bláturni, en þar er safnað Þegar Sigurður Nordal kom heim eftir margra ára dvöl í há- skólum, með doktorsgráðu og æskufögnuð sinn óskertan, var honum tekið hér með kostum og kynjum og því líkast sem aldrei hefði hans jafningi af mennta- manni komið til íslands og mundi hann hafa getað valið sér kvon- fang hvar sem honum hefði litist að líta. Fyrsta verk hans var að flytja fyrir almenning fyrirlestra þá sem hann var skuldbundinn að flytja og kenndir voru við Hannes Árnason. Ekki var völ á álit- legum sal til fyrirlestrahalda í fiskiþorpi þessu sárafátæku, og minnir mig að Báran væri valin, timburskúr lítill úti við Tjörn, síf- ellt troðfullur af áheyrendum þegar Sigurður var að tala. Heyra hefði mátt flugu detta, andlitin alvarleg eins og í kirkju þegar séra Arnór var að messa. Eg var andaktug líka, eða vildi vera það, en tókst ekki, og kem ég að því síðar. Það var Mlie, sem spandi mig með sér inn í þetta hús. Tíminn leið hratt, og við, ungu stúlkurnar, höfðum hug á þessu. Hún var þá farin að yrkja og ætl- aði sér að verða skáld, hvað hún og varð. Þetta var einhver hinn mesti sældar- og upplyftingartími í sögu þessa bæjarfélags, öll taltól á þönum um allan bæinn. Og ekki bættist þegar þeirri frétt laust nið- ur eins og eldingu að komin væri hingað stúlka nokkur alla leið frá Ítalíu, svört á hár, hvít á hörund, fríðleikskona og segði Sigurð hafa lofað að eiga sig þegar hann tældi hana til ásta við sig. Þá sauð uppúr. Nú var ekki um annað tal- að. Líkast til hefur Sigurð Nordal og Skagadísu borið í drauma hjá mörgum unglingi. Sjálf stóð ég uppi eins og þvara, og vildi að mér litist vel á þessa afbragðsspeki, lífsspeki, skáldspeki, gott ef ekki stjörnu- speki. Ég var bráðung, og kemur nú nokkuð sem ég held vera merkilegt á sinn hátt. Ég trúði því statt og stöðugt að þó þessi maður sem ég vissi standa mér langtum ofar að öllum vísdómi svo að milli okkar gat varla verið nokkur brú, þá mundi hann þrátt fyrir það geta orðið mér leiðbeinandi um þá villuvegi sem ég hafði staulast og álpast um lengi, öldungis leiðbeinandalaus, og ekki dugað mér neitt þessir prestar sem verið höfðu að tala yfir hausamótunum á mér. Fornar ástir þóttu bók- menntaviðburður á sinni tíð og las ég þær og varð mér minnis- stæðast Síðasta fullið, um fyrr- verandi Hafnarstúdent sem kom- inn er úttaugaður af brennivíni í hornið hjá frænda sínum í sveitinni, fer út í hrollkalda ný- ársnóttina með pyttlu sína hina saman mörgum stuttum greinum um hin ýmsu efni er Málfríði voru hugleikin, listir og skáldskap, sá- lina og þann vanda að rita ís- lensku nákvæmlega og eðlilega. Á ferð, nefnist fimmti hluti bókarinnar og eru þar lýsingar á ferðum og athuganir um þær um- breytingar sem urðu á lífsháttum og aldaranda á æviskeiði höfund- arins. Nokkrum blaðagreinum Mál- fríðar er safnað saman í sjötta hlutann og í sjöunda hluta eru nokkur bréf. Bókin endar svo á viðauka, dálítilli grein um upphaf heimsins. -Sáf síðustu og sýpur úr henni mig minnir uppi á kletti. Ekki man ég hvort hann fékk af þessu lungna- bólgu og dó. Það hefðu verið við- felldin sögulok. Löngu síðar þeg- ar Fornar ástir voru komnar hing- að til mín tókst svo til að ég gerði samanburð á Fornum ástum og einhverri bók Þórbergs, líklega Ofvitanum. Mjög þótti mér nú halla á Sigurð. „Hann kemst ekki þangað með tærnar sem Þórberg- ur hefur hælana," sagði ég við sjálfa mig. En mundi ég segja annað núna eða hafa sagt oft? Veit ekki. Nei, líklega ekki. Sigurður Nordal hófst frá einni vegsemd til annarrar og mátti líta svo á að við honum blasti varan- leg þjóðfrægð. Fylgdist ég með fáu af því. Kristinn Andrésson réð hann til að skrifa bækur um íslenska menningu og kom út rsta bindið svo sem kunnugt er. framhaldinu varð dráttur. Já það dróst og dróst og ekkert varð úr því að fleiri bindi kæmu fram. Kristinn boðaði það félags- mönnum bókmenntafélagsins Máls og menningar að nú væri næsta bindi alveg að koma, stóð á því fastara en fótunum, boðaði þetta af jafnri sannfæringu ár eftir ár. Loks þagnaði sú boðun, og aldrei kom framhaldið, og kemur líklega seint nema Sigurð- ur semji það í gegnum miðil, kominn þangað sem ekkert er tií tafar. Mörg eru vonbrigði íslendinga á liðnum öldum, munu þessi hafa verið einna sárust. Bók þessi sem út kom, íslensk menning, fyrsta bindi, hefur verið í sama skáp hjá mér síðan hún kom út og ég las hana, en man ekkert af því, og kann vera að ég hafi haldið það vera fyrir ofan minn skilning. En svo sá ég, líklega í Iðunni, þýðingu eftir Sigurð Nordal á kvæðinu Atlantis eftir Gustaf Fröding. Á það leist mér svo vel að ég lærði það þegar í stað og kann mikið í því enn. Um líkt leyti skrifaði Sigurður grein sem hét Þýðingar og var um gagnsemi þýðinga á íslensku og nauðsyn. Upp frá því fóru að koma fram kynstrin öll af þýðingum, víst ekki allar góðar, svo sem mínar. Ég átti þess þá engan kost að vinna mér inn aura með öðru en þýðingum, svo báglega var búið að okkur giftum konum. Það vildi mér samt til að ekki hafði ég mergð barna á höndum. Þórður Sigtryggsson átti lengi heima í næsta nágrenni við Nor- dalshjón og heilsuðust þeir og töluðu víst eitthvað saman þang- að til Sigurði varð það á að kynna þá hvorn fyrir öðrum, Þórð og Jónas frá Hriflu. Þetta þótti Þórði svo óheyriiegt brot á siðareglum gagnvart sér að hann tók aldrei undir við Sigurð eftir það. Ýmislegt man ég núna sem S.N. skráði og einkum væri ég því samþykk þegar ég las það. Hann lét pappír sinn bera þá orðsend- ingu til íslensku kvenþjóðarinnar að ekki skyldu þær gefa því síður gaum að vanda talmál sitt og rit- mál en klæðnað sinn og heimilis- störf. Hvort þær hafa nokkuð far- ið eftir þessum tilmælum, veit ég ekki, en hélt lengi að það mundi ekki vera. „Mig væmir við götunum hérna, þegar ég kem heim eftir að hafa verið úti í guðsgrænni nátt- úrunni," sagði hann í útvarpinu einu sinni svo ég heyrði. Ég var samþykk þessu, því náttúran hérna, sem ekki er raunar guðs græn nema stuttan tíma af árinu, og sums staðar alveg laus viö þann lit, það er víst einhver hin hreinasta náttúra á jarðríki. En þær borgir sem ég hef dvalist í um mína gagnslitlu ævidaga, það eru síður en svo hreinar borgir, og þó Köbenhavn sýnu verri en Reykjavík, og fátæktin verri þar. Og hafði S.N. rétt fyrir sér í þessu. Þegar hann fer að minnast á hjúskapar og ástamál, sem virð- ast hafa verið honum ofarlega á baugi, þá fer af honum góði gáll- inn og þá líkar mér ekki það sem hann segir. Hann virðist þá vera hliðhollur því karlaveldi sem gerði konur að ambáttum fyrr á öldum og er þessu varla lokið enn. Karlmönnum telur hann heimilt að eiga fleiri konur en eina, skal ein þeirra heita eigin- kona og hafa meiri réttindi en hinar, skyndikonur eða hraðkon- ur mætti kalla þær. Mannréttindi höfðu konur þá lítil og skert, máttu ekki vera fjár síns ráðandi, ekki sitja í skóla nema (hérna) barnaskóla nokkrum sem kallað- ist Kvennaskóli, og þekkti ekki annan mann æðri en Skovgárd nokkurn Petersen, danskan heimatrúboðsprest. Einu sinni kom ég á heimili þeirra Ólafar og Sigurðar og í för með mér Ragnheiður Möller, hafði hún beðið Ólöfu að lesa úr ljóðaþýðingum eftir mig og Ólöf fallist á það þegar hún hafði kynnt sér þessi bókmenntaverk. Síðar meir sáumst við í Kbh., Ólöf og ég, og spurðu hún mig þá hvað hefði orðið um kvæðin, en ég sagði að þeim hefði verið hafn- að af Ragnari í Smára. Það líkaði frú Ólöfu illa: „Ég skil ekkert í honum Ragnari," sagði hún. Hún lauk lofsorði á kvæðið E1 Dios triste eftir Gabríelu Mistral, en sú þýðing er ekki nákvæm. Hún er meira að segja mjög ónákvæm. Tónninn er betri, held ég, en sem því svarar. Ólöf geðjaðist mér alltaf ágætlega vel, þá sjaldan ég sá hana. í þetta eina sinn sem ég kom á heimili Ólafar og Sigurðar hafði hann vikið sér frá, kemur síðan inn og sest á stól við hliðina á mér og segir: „Mig hefur lengi langað til að biðja yður að þýða fyrir mig kvæði...“ „Er það Madrigal triste?" spurði ég hiklaust. Hann þaut út. Varð hann svona undrandi? Eða hélt hann að ég væri göldrótt? Ellegar ó- fresk? Ekki átti þetta neitt skylt við hugsanaflutning. Það var einfald- lega idéassociation, sem kom svona hratt. (Getið er þessa kvæðis í Fornum ástum). Ekki man ég neitt eftir veiting- um þarna né sjálfu heimilinu, nema þeirri gonggong sem kall- aði okkur að borðinu, og saumaðri mynd með krosssaumi af blómum í gulum litum fínt saman stilltum. Þá mynd hafði gert Guðrún sú sem kölluð var karlmaður og var dóttir (sonur) Sveinbjarnar Egilssonar, en kyn- ferði hennar hafði ruglast fyrir þeim sem áttu að ákvarða það þegar hún fæddist. Og hlaut hún að ganga með rangt ákvarðað kynferði alla ævi, líklega sér og manni sínum til nokkurs meins. Prestur nokkur, sem mig minnir að héti Þórður, bað hennar, en hún réð honum frá því að giftast sér. Samt varð af því að þau ætt- ust, en engin urðu börnin nema hvað vinnukona prestsfrúarinnar kenndi henni barn og gat hún ekki borið það af sér. Benedikt Gröndal getur ekki þessarar syst- ur í Dægradvöl en allra hinna. Þegar Ólöf Nordal var jörðuð var sungin í fyrsta sinn þýðing Jóns Helgasonar á útfararsálmi Prúdentíusar sem frægur er, og mig minnir að byrji svona: Jam moesta quiesce querela, og mun þetta hafa verið gert henni til virðingar. Það er hún kölluð hin ganglúna, og mun ekki tilhæfu- laust verið hafa, og olli því mest heilsuleysi nema verið hafi dauði dóttur þeir-ra Sigurðar, Beru. Sálmur þessi var sunginn á latínu yfir Jóni Sigurðssyni, svo sem yfir öllum prestum landsins, og jafn- an þótt mikill sálmur og finnst mér sem ég heyri hann hljóma undir fornum hvelfingum í frum- kristni, þar sem hljómburðurinn er með hinum mestu ágætum sem þá gerðist. Fáránlegri hugmyndafræði en sú sem boðuð er í þessum sálmi er víst vandfundin. „Með Sigurði Nordal hefur mikið skáld farið í vísindin,“ minnig mig einhver segði sem skrifaði ritdóm um nýútkomna bók eftir S.N., ekki man ég hver hún var. Og nú segir herra Þ.Þ (sonar- sonur minn) að hann hafi nælt sér í eintak af íslenskri menningu hjá mér, lesið hana og haft gagn af. 14 SIÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.