Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 15
Kœri Elie Wiesel Elie Wiesel tók við friðarverðlaunum Nóbels nú í vikunni. Flestir hafa lýst sig mjög ánægða með útnefningu hans og eralmennt litið á hana sem sigur fyrir ísrael. Einstaka raddir hafa þó heyrst, sem ekki eru jafn hrifnir af því að Elie Wiesel skuli fá verðlaunin t.d. Per Gahrton í sænska dagblaðinu Dagens Ny- heter, sem spyr Wiesel hversvegnagyðingartali aldrei um harmleik palestínumanna. Nýlega birtist opinberlega bréf til Elie Wiesel frá gyðingnum Uri Avnery. Uri Avnery er útgefandi tímaritsins Haolam Haseh, sem gefið er út í ísrael. Avnery hefur verið búsettur í ísrael frá því árið 1933, en síðustu ellefu ár hefur hann verið þingmaður fyrir sósíalista. í bréfinu spyr hann Wiesel m.a. að því, hversvegna hann hafi bara verið búsettur í ísrael í mjög stuttan tíma og flutt svo afturtil New York. Bréf Uri Avnery til Elie Wiesel fer hér áeftir. „Ég hef oft dáðst að þjáningarsvip þínum.“ Ég var bæði ánægður og undr- andi þegar þér voru úthlutuð frið- arverðlaun Nóbels í ár. Ánægður þar sem þetta var mikill heiður fyrir þig, auk þess sem verðlaunin voru viður- kenning og hylling til fórnar- lamba útrýmingabúðanna, þó seint sé hún á ferðinni. Undrandi varð ég vegna þess, að ég get ekki séð neitt samhengi milli friðar á hinni hamingju- snauðu jarðarkringlu árið 1986 og aðdáunarverðra skrifa þinna um útrýmingarbúðirnar. Ég hefði orðið enn ánægðari ef ég hefði getað sagt að loksins kæmu friðarverðlaun Nóbels heil til ísraelsmanna -en áður hafði Begin, þessi maður friðar og and- stæðingur ofbeldis, fengið hálf friðarverðlaun, árið 1978. En því miður varst þú bara ís- raelsmaður í stuttan tíma. Ég minnist þess er þú starfaðir sem blaðamaður í ísraelsku síðdegis- blaði. En áður en langt um leið fluttir þú aftur til New York og hefur verið þar síðan. Par með staðfestir þú þá gömlu speki, að það er auðveldara að vera góður síonisti og gyðinglegur þjóðern- issinni í New York en í Jerúsal- em. Ég hefði orðið enn ánægðari með að þú hefðir fengið friðar- verðlaun Nóbels vegna þess að þú létir þig varða þjáningar dags- ins í dag. Því þessi pláneta er að sligast undan óréttlæti, kúgun, mannvonsku og pyndingum. Ég er sammála því að ekkert af þessu kemst nærri þeim hryllingi sem útrýmingarbúðirnar voru. Það nálgast guðlast að bera- út- rýmingarbúðirnar saman við önnur afbrot tuttugustu aldarinn- ar. En hvorki þú né ég né heldur Nóbelnefndin erum þess megnug að vekja frá dauða eitt einasta fórnarlamb, til að afmá eitt ein- asta af hryllingsverkunum í út- rýmingarbúðunum. En þú og ég og Nóbelsnefndin gætum kannski bjargað nokkrum af fórnarlömbum dagsins í dag, haft áhrif á að fangar séu ekki pyndaðir, að fólk sé ekki kúgað, að börn séu ekki tekin frá foreldr- um sínum og að þeldökkir í Suður-Afríku séu ekki skotnir af ríkisstjórn, sem minnir á stjórn nasista; að ungar frelsishetjur í Chile séu ekki numdar á brott og að börn séu ekki notuð sem fall- byssufóður í hildarleiknum milli íran og írak. Ég veit að af og til hefurðu and- mælt ofsóknum á indíánum í Nic- aragua, á Bahai-trúuðum í íran og þó einkum og sérflagi á gyð- ingum í Sýrlandi og í Sovétríkjun- um. Ég minnist athyglisverðrar bókar þinnar um “Gyðinga þagn- arinnar“ handan járntjaldsins. En, kæri Elie Wiesel, ertu ekki sjálfur „gyðingur þagnarinnar" hvað varðar harmleik palestínu- manna? Væri ekki við hæfi að maður einsog þú, fullur af sið- ferðiskennd gyðinga og samvisku gyðinga, andmæltir stefnu ríkis- stjórnar ísrael, sem hægt og bít- andi er að breyta ísrael í ljósrit af Suður-Afríku? Þú verður að fyrirgefa mér þó ég virðist bitur. En þau okkar sem berjumst fyrir annarskonar gyðingaríki í ísrael, ríki friðar, réttlætis og jöfnuðar, fyrir að mætast á miðri leið og sættast við palestínumenn, við þörfnumst mjög manna einsog þín, manna með siðferðislegan heiðarleika og alþjóðaviðurkenningu. Við vildum gjama að þú kæmir til ísrael og yrðir hér, svo þú gætir tekið þátt í mótmælagöngum sem „Friður nú“ hreyfingin stendur fyrir og tækir afstöðu með okkur gegn hinum nýja fasisma gyð- inga, sem eyðileggur allt sem fs- raelo táknaði einusinni. Það sem ég á við -að tjá sig um útrýminguna átti ekki að verða ævistarf. En að berjast fyrir friði og réttlæti gæti orðið að ársstarfi. Og í sannleika sagt, þá hélt ég að friðarverðlaun Nóbels féllu í skaut manns eða konu sem hefðu starfað hvað ötulast að sigri friðar og réttlætis -í dag. Mér kemur í hug Nelson Mandela og hin óvenjulega eigin- kona hans Winnie, sem fórnar frelsi sínu og setur líf sitt í hættu, til að berjast gegn ríkisstjórn, sem hefur hugmyndafræðinga sem voru hafðir bak við lás og slá á tímum Auschwits, þar sem þeir fóru ekki í launkofa með að þeir dáðu og studdu Adolf Hitler. Mér kemur í hug fjöldi friðar- sinna í ísrael og meðal Palestínu- manna, meðlimi Greenpeace og þá sem berjast fyrir því að bjarga veröldinni frá kjarnorkuútrým- ingu. Auðsjáanlega vildi friðarverð- launanefndi lifa í sátt við sjálfa sig en að afhenda verðlaunin um- deildum baráttumanni friðarins. Þá var öruggara að flýja á náðir fortíðarinnar. Ég hef oft dáðst að þjáninga- svip þínum, að píndu hvísli þínu, sem gefur í skyn örvæntingu þess sem lifði af vegna glæpa gærdags- ins. Ég vildi óska að þú með sömu rödd og sama tjáningakrafti for- dæmdir afbrot dagsins í dag, hvar sem þau eru framin -og þannig kæmir kannski í veg fyrir afbrot morgundagsins. Kærar kveðjur, Uri Avnery. Félagsfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur heldur fél- agsfund mánudaginn 15. des. nk. kl. 20.30 í fund- arsal félagsins á 9. hæö í Húsi verslunarinnar. Fundarefni: Nýr kjarasamningur. Verslunar- og skrifstofufólk fjölmennið á fundinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur A Lóðaúthlutun Til úthlutunar eru 9 einbýlishúsalóðir við Álfaheiði í Kópavogi austan íþróttahússins við Skálaheiði. Hefja má byggingaframkvæmdir strax að fengn- um samþykktum teikningum í bygginganefnd. Uppdrættir, skilmálar skipulags og byggingaskil- málar liggja frammi á Tæknideild Kópavog- skaupstaðar, Fannborg 2, 3. hæð. Umsóknar- eyðublöð fást á sama stað. Umsóknarfrestur er til hádegis 22. desember nk. ÁRNIBERGMANN BLAÐIÐ OKKAR Þættirumsögu Þjóövfljans IVIUIHN 50ÁBA w Nauðsynleg bók öllum sem vilja vita fleira um íslenska blaðamennsku og vinstri- hreyfíngu DIOÐVIUINN Bæjarverkfræðingur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.