Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar Hef engan metnað ti ráðherraembœttis Sigurvegarinn íkrataslagnum á Vestfjörðum, Karvel Pálmason í Nafnivikunnar Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson tókust hressilega á í baráttunni um fyrsta sætið á framboðslista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, en lyktir urðu þær að Karvel stóð uppi sem sigur- vegari og ekki ástæða til annars en að óska honum til hamingju með það. Karvel hefur verið lengi í póli- tík og er þar af leiðandi öllum kunnur, en lítum á nokkrar stað- reyndir um manninn: Hann fæddist í Bolungarvík 13. júlí 1936, sonur hjónanna Pálma Karvelssonar sjómanns og Jón- ínu Jóelsdóttur húsmóður. Hann ólst upp í Bolungarvík og tók þar unglingapróf og er skólaganga hans þar með upptalin. Nú er hann kvæntur Mörtu Sveinbjörnsdóttur og saman eiga þau fjögur uppkomin börn. Þið Sighvatur tókuð á öllu ykk- ar í prófkjörsslagnum. Áttirðu von á að hann yrði svona harður? „Ég átti von á því. En ég bjóst hins vegar ekki við því að eftir- leikurinn yrði eins og raun ber vitni.“ Það hefur komið fram að for- mannshjónin, Jón Baldvin og Bryndís Schram, studdu þig í prófkjörinu. Leitaðir þú eftir stuðningi formannsins? „Það var ekki að mínu undir- lagi að einn eða annar vann fyrir mig. Ég fagna hins vegar öllum stuðningi, hvaðan sem hann kemur. Hafi hann komið frá þeim er það ánægjulegt. Annars hef ég enga vissu fyrir því að þau hafi stutt mig.“ Finnst þér eðlilegt að formenn flokka beiti sér á þennan hátt í prófkjörum? „Ég get ekki séð neina ástæðu til þess að útiloka formenn frá því að hafa skoðanir á þessum hlutum fremur en öðrum, vilji þeir það.“ Hvers vegna heldurðu að Jón hafi stuttu þig en ekki Sighvat? „Ég veit ekkert um hvort hann hefur stutt mig. Það er ýmsu haldið fram sem stenst kannski ekki í öllum tilvikum.“ Kjósendur í prófkjörinu voru um 1300, en í síðustu alþingis- kosningum fékk Alþýðuflokkur- inn rétt um 900 atkvœði. Held- urðu að þessi atkvœði skili sér í kosningum? „Það verður reynslan að sýna. En verði allt með felldu ætti flokkurinn á Vestfjörðum að geta fengið sinn skerf í þeirri aukningu sem Alþýðuflokkurinn er að fá annars staðar.“ Þú sagðir í viðtali í vikunni að sá sem lenti undir í prófkjörinu cetti að víkja. Á Sighvatur að víkja? „Ég hef ekkert sagt um það. Ég sagði fyrir prófkjör að þarna væri um mína pólitísku framtíð að ræða, hvort ég héldi fyrsta sætinu eða ekki. Ég er þeirrar skoðunar að hefði ég lent undir hefði ég vikið. Það hefði verið öllum fyrir bestu.“ En nú hefur verið haft eftir þér: „Ég hefverið þeirrar skoðunar að hér þyrfti að eiga sér stað eðlilegt uppgjör milli manna og hef verið þeirrar skoðunar að hvor aðilinn sem undir lenti œtti að víkja.“ Þannig að þú hefur verið þeirrar skoðunar að Sighvatur ætti að víkja. „Ég hef verið þeirrar skoðun- ar, það er rétt. Það verður svo að koma í ljós hvort svo verður. Ég hef engar óskir haft uppi um að Sighvatur taki annað sætið." En segjum nú sem svo að Sig- hvatur taki annað sœtið. Munið þið þá geta unnið saman í bróð- erni í kosningabaráttu? „Ég vil ekkert ræða um bróð- erni í þessu sambandi.“ Fyrst þú telur að Sighvatur eigi að sleppa öðru sœtinu, hefurðu þá einhvern annan í huga? „Nei, ég hef engin sérstök óskanöfn í huga, enda er það kjördæmisráðs að ganga frá list- anum.“ Þú óttast ekki að þið Sighvatur eigið enn eftir að berjast, að Sig- hvatur fari í sérframboð? „Ég óttast ekkert í þeim efn- um. Það verður bara að koma í ljós hvort hann gerir það. Það er ekki á mínu færi að koma í veg fyrirþað.“ Áttu ef til vill von á því.? „Ég vil ekkert um það segja.“ En heldurðu þá að stuðnings- menn Sighvats muni kjósa þig í vor? „Ég vil nú trúa því í lengstu lög að alþýðuflokksmenn kjósi Al- Karvel segist þeirrar skoðunar að Sighvatur ætti að draga sig í hlé eftir ósigurinn. þýðuflokkinn. Eftir að svona uppgjör hefur átt sér stað og ótví- ræð niðurstaða liggur fyrir úr því, vil ég ætla fólki að það fylgi hug- sjón sinni.“ Hefurðu hugsað út í stjórnar- myndun eftir kosningar. Ertu sammála formanninum um að besti kosturinn vœri viðreisnar- stjórn? „Ég hef ekkert hugsað út í það.“ Þú hefur enga skoðun á því hvort þú vilt starfa með til að mynda Þorsteini Pálssyni í ríkis- stjórn? „Ég vil ekki segja hvort ég get hugsað mér að starfa með hinum eða þessum einstaklingnum í rík- isstjórn. Málefnin verða auðvitað að ráða því.“ Hefur þú einhvern metnað til þess að verða ráðherra? „Nek ég hef engan metnað til þess. Ég hef raunar einu sinni neitað því.“ Þannig að þú myndir hafna boði formannsins um það ef til þess kœmi? „Ég held að formaðurinn sé ekkert í þeim hugleiðingum. Ég hef að minnsta kosti ekki orðið var við það,“ sagði Karvel. -gg _______________LEIÐARI__________ Hjálparstofnun kirkjunnar Hjálparstofnun kirkjunnar á í erfiðleikum núna vegna þess að ákveðið var að fresta söfn- un, sem stóð til að halda í haust og dregið verulega úr kynningu á árlegri jólasöfnun. Hjálparstofnunin hefur skuldbundið sig til ým- issa hjálparstarfa erlendis og er treyst á að hjálpin berist en vegna þeirrar umræðu sem varð um rekstur stofnunarinnar og eftirmál hafa framlög frá almenningi verið dræm. Það var vitað að starfsemi stofnunar einsog Hjálparstofnunar kirkjunnar byggir á trausti al- mennings fyrst og fremst. Þegar það svo gerist að ýmsir misbrestir á rekstri stofnunarinnar koma í Ijós, þá bregst almenningur við einsog nú. Það var mikill ábyrgðarhlutur að fara af stað með þessa gagnrýni á sínum tíma. Þegar svo kom í Ijós að hún reyndist á rökum reist sáu flestir að gagnrýnin var réttmæt. Stofnun einsog Hjálparstofnun kirkjunnar verður að reka þann- ig að hvergi séu neinir hnökrar á að framlögin komist sem skjótvirkast og skilvísast til hjálpar þar sem þörfin er mest. Fyrstu viðbrögð Hjálparstofnunarinnar voru hinsvegar ekki til að auka trúnaðartraustið milli stofnunarinnar og almennings. Þetta fundu starfsmenn og stjórn stofnunarinnar og brugð- ust þá rétt við. Strax var ákveðið að draga sem mest úr rekstrarkostnaði stofnunarinnar og starfsmenn og stjórn ákváðu að segja af sér. Eru þeir menn að meiri fyrir vikið. En traustið er þorrið og tekur eflaust langan tíma að endurvinna það. Þrátt fyrir misbrestina í rekstrinum skulum við þó ekki gleyma því að hjá Hjálparstofnuninni vinnurfólk, sem kom mörgu góðu til leiðar. Starf þess við hjálparstörf á þurrkasvæðunum í Eþí- ópíu verður seint metið til fjár. Sama má segja um starfið víðsvegar annarsstaðar í veröldinni, enda virðast hörmungar mannkynsins ekki taka neinn enda. [ Pakistan hefur Hjálparstofnunin unnið að verkefni í samvinnu við hjálparstofnanir frá hin- um Norðurlöndunum. Þar er fjöldi flóttamanna frá Afganistan, sem treysta á hjálp frá okkur. Sama má segja um munaðarlaus börn í Eþíóp- íu, sem Hjálparstofnunin hefur tekið að sér að alaönnfyrir. Einniq hefurstofnuninskuldbundið sig til ýmissa annarra smærri verkefna. I jólamánuðinum er vert að hugsa til þeirra sem þjást og líða, oft á tíðum fyrir tilstuðlan annarra manna en einnig vegna óblíðrar nátt- úru. Þó pyngjan sé stundum létt hjá okkur og það kannski einkum í jólamánuðinum, þá erum við flest aflögufær. Það er rangt að láta þá sem þurfi eru líða fyrir mistök sem nú verið að kippa í liðinn. Nefnd á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar og Kirkju- þings er nú að vinna að endurskipulagningu stofnunarinnar og verða niðurstöður væntan- lega teknar fyrir á aðalfundi fljótlega upp úr áramótum. Á meðan er öllum kostnaði við yfir- byggingu stofnunarinnar haldið eins mikið niðri og mögulegt er þannig að gefendur geta treyst því að framlög komast til skila. Þrátt fyrir þá orrarhríð sem Hjálparstofnunin hefur staðið í þá erum við skuldbundin til að hjálpa þeim sem heyja daglega baráttu við hungur og fátækt. -Sáf Sunnudagur 14. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.