Þjóðviljinn - 14.12.1986, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Qupperneq 18
Nr. 548 KROSSGÁTA 7~~ 2 5— ¥— 5— 5 7— F í? z?— lö n TT~ 1— JT~ ll y 3 4 ]b 4 2 /V isr V H* /4 lí 1 £ 2? T 3 I z V )5 JT )U 3 b 7- /3 T~ v~ 20 22 T~ T~ W S? T~ )H 22 Ý u 2Í Ú 1+ 21 ) y V 5- T~ 22 s? iH 2 2 s y v~~ T~ )£ w~~ íe 5 25 Ú y ri w % T * )1o TT~ )H 5 TT # 2? 6 ir 71 )2 (d ‘yi 71 T~ t )H- M lí 7- )1 zf- V io Sa g zl 22 2/ ) 20 W~ T~ 11 7- g lL) S2 )5 i )é 2/ 21 £ 8 y /V- 22 tT~ 25 23 T~ h )H V J 2JI 3/ V JÍ. 21 W 20 8 )1 1 V 0 20 # )é> T~ W 4 8 il 22 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjar- nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 548“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. )é 3 H 22 )H 21 2 2$ 23 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því að með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru þess vegna eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnarsegjatil um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Höskuldur Egilsson, Háaleitisbraut 116 í Reykjavík, hlaut verö- laun fyrir krossgátu nr. 544. Lykilorðiðvar Stein- dór. Hann fær senda bókina Galdrakarlinn frá Oz. Verðlaunin fyrir kross- gátuna þessa vikuna er Stóra hundabókin frá Fjölva. SKÁK BRIDGE Arangur Yfírstandandi ár hefur verið skákunnendum hér á landi gjöfult og árangursríkt. Öflug mót hafa verið haldin, Reykja- víkurmótið og íslandsþingið í Grundarfirði, þar sem skákunn- endum hefur gefist kostur á að fylgjast með harðri keppni og spennandi taflmennsku. Skák- meistarar hafa unnið glæsta sigra, Jón L., Margeir og Jóhann unnið öflug alþjóðamót, Jón L. áunnið sér stórmeistaratitil en hinir yngri og upprennandi fyllilega uppfyllt þær vonir sem til þeirra eru gerð- ar, bæði hér heima og erlendis. Hátindur alis þessa árangurs er svo frammistaðan á Ólympíum- ótinu í Dubai nú á dögunum. Fimmta sæti í merkustu sveitakeppni í heimi, þ.e. Ólympíukeppni, er afburðagott. Ofar eru Sovétmenn, Englend- ingar, Bandaríkjamenn og Ung- verjar en neðar íslendingum eru t.d. lið frá Júgóslavíu, Þýskalandi og Tékkóslóvakíu sem margsinn- is hafa vermt efstu sætin. Kín- verjar urðu reyndar jafnir íslend- ingum og kemur það nokkuð á óvart. Kannski boðar það nýja tima því víst er að Kínverjar hafa skapgerð til að ná langt í skáklist- inni. Nokkrar þjóðir sendu ekki lið til Dubai en af þeim hefðu ekki aðrir blandað sér í toppbar- áttuna en Hollendingar, þótt Sví- ar og ísraelar hefðu líklega orðið skammt undan. Hlutur íslensku sveitarinnar verður enn betri þegar það er haft í huga að hún tefldi við allar sveitirnar sem urðu fyrir ofan hana og þrátt fyrir áföll hrapaði hún aldrei það langt niður að hún tefldi ekki við þéttingssterka and- stæðinga. Það mætti að vísu segja að taflmennskan hafi verið full sveiflukennd, stórir sigrar vegist á við stór töp, svo að vinningarnir komu ekki þar sem þeir hefðu átt að koma. En vinningamir vom samt nógu margir til að fleyta sveitinni upp í toppsæti og ást- æðulaust að nöldra yfir slíkum smámunum. Þegar allur þessi árangur er metinn hlýtur að vakna spurning- in „og hvað svo?” Nú, það liggur í augum uppi að stórmeistararnir og atvinnu- mennirnir (heilir og hálfir) munu halda áfram að tefla, hækka sig í stigum, vinna fleiri mót, skyggn- ast dýpra í leyndardóma skákar- innar og ná betra valdi á henni. Þeir sem neðar standa í árang- ursstiganum munu feta í fótspor þeirra sem hærra hafa klifið, en almenningur fylgjast með og tefla við sína líka sér til ánægju. Og það sem best er, fleiri munu hríf- ast með skákáhugastraumnum, læra að tefla og iðka skák. Þannig eig orð Stephans G. Stephans- sonar við (með lítilli breytingu): „þannig að skákin (menningin) út á við eykst”. Það er nefnilega svo margt fleira í skákinni en keppni daginn út og daginn inn enda fánýti hið mesta að tefla bara til þess að tefla. Skák þjálfar rökhugsun, og veitir nú sumum ekki af þeirri skólun, og hún ber sannleikanum vitni á skýran hátt. í mann- heimum er mörgum gikknum hossað, en lýðnum „villt um og stjórnað af fám” (svo aftur sé vitnað í Stephan G.), alinn á hé- góma og iygum. Á skákborðinu þrífst ekkert slíkt, þar gilda órjúf- andi lögmál, söm og tær. Þessu til viðbótar kemur list- hliðin. Á taflborðinu hafa verið sköpuð snjöll listaverk, bæði í sömdum þrautum og tefldum skákum. Flóknar stöður taka á sig mynd ófærs torleiðis en hönd listamannsins greiðir úr öllu og bendir á leið yfir ófæruna. Stund- um álpast maður sjálfur til að finna lausnina og uppsker þá gleði og innri ánægju og er þá komið að því sem ekki er síst við skákina, en það er sköpunargleð- in sem hún veitir iðkendum sín- um. Þannig trúi ég ekki öðru en hjartað hafi hoppað í brjóstinu á Greko þegar hann fann kæfingar- mátið fyrir liðlega 350 árum því enn birtir það hugi skákunnenda: Svartur lék: 15. ... - Rf2+ 16. Kel - Rd3+ 17. Kdl - Del+ 18. Rxel - Rf2 Mát. Morphy ávann sér eilífa frægð með skák sem hann tefldi við tvo tignarmenn í Evrópu árið 1858, hertogann af Brúnsvík og Isou- ard greifa. 13. Hxd7 - Hxd7 14. Hdl - De6 15. Bxd7+ - Rxd7 16. Db8+ - Rxb8 17. Hd8 Mát. Eflaust hefur Fischer líka hýrn- að í geði þegar hann lamaði varn- ir Benkos á skák sem tefld var árið 1963 með glæsilegri hróksfórn: 19. Hf6 - Kg8 20. e5 - h6 21. Re2 og svartur gafst upp því engin vörn er til við Hxh6 og með máti. Ur ýmsum áttum Það skýrist óðum hverjir koma til með að spila á íslandsmótinu í sveitak- eppni, í undanrásum. Lokið er unda- nkeppni á Suðurlandi, á Norðurlandi vestra þar sem sveitir Ásgríms Sigur- björnssonar og Valtýs Jónassonar báðar frá Siglufirði tryggðu sér réttinn og á Reykjanesi, þar sem sveit Þrastar Ing- imarssonar úr Kópavogi tryggði sér sigur um síðustu helgi. Sveit Ármanns J. Lárussonar einnig úr Kópavogi varð í 2. sæti og þar með 1. varasveit til ísland- smóts. Á Vesturlandi verður úrslitak- eppnin spiluð eftir áramótin (fjórar ef- stu sveitirnar úr undnrásum) og Reykja- víkurmótið í sveitakeppni, sem jafn- framt er úrtökumót fyrir íslandsmótið hefst miðvikudaginn 7. janúar. Skrán- ingu í það mót lýkur mánudaginn 5. jan- úar n.k. Hið árlega „Kristjánsmót” á Sauðár- króki var spilað nýleg. 30 pör víðs vegar að á Norðurlandi tóku þátt í mótinu cn stjórnandi var Kristján Blöndal. Úrslit urðu þau að Grettir Frimannsson og Stefán Ragnarsson frá Akurcyri sigruðu með miklum yfirburðum. í 2. sæti urðu svo aðrir Akureyringar, þeir Pétur Guð- jónsson og Frímann Frímannsson. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hefst miðvikudaginn 7. janúar nk. Frest- ur til að tilkynna þátttöku rennur út mánudginn 5. janúar. Mótið er jafn- framt úrtökumót fyrir íslandsmótið í sveitakeppni og komast 13 efstu sveitirnar áfram. Bikarkeppni Bridgesambands Reykjavíkur, sú fyrsta sem haldin hefur verið, hefst einnig í janúar. Mánuður verður milli umferða (ca.), þannig að allir ættu að geta verið með. Frestur til að tilkynna þátttöku í Bikarkeppnina rennur einnig út mánudaginn 5. janúar. Bridgchátíð 1987 sem haldin verður á Loftleiðum dagana 13.-16. febrúar n.k., er farin að vekja mikla athygli, álla vega hér næst okkur. Bridgesambandinu hef- ur borist fyrirspurn m.a. frá Grænlandi varðandi Bridgehátíðina, nánar tiltekið bridgeklúbbnum í Godtháb, (Nuuk). verður fróðlegt að fylgjast með þróun þessara mála, með samskiptum okkar við þessa frændur okkar í grenndinni. Samskiptin hafa jú ekki verið mikil frá því Eiríkur rauði var og hét... Nýja húsnæðið að Sigtúni 9 verður afhent Bridgesambandinu og Reykja- vfkurborgn.k. mánudag, 15. desember. í því tilefni mun Bridgesambandið halda formlegan stjómarfund í hinum nýju húsakynnum á mánudag. Nokkur mót em á dagskránni milli jóla og nýárs. Á Akureyri, að blómask- álanum Vín v/HrafnagiI, verður árlegt jólamót þeirra norðanmanna. Um og yfir 60 pör tóku þátt í þessu móti sl. ár. Suður í Hafnarfirði verður einnig árlcgt jólamót þeirra Gaflara, opið öllum. Um 50 pör tóku þátt í því móti sl. ár. Og uppi á Skaga stendur til að halda veglegt tví- menningsmót, sem lítið hefur þó heyrst af, undan einnar brýningar í upphafi desember. Verðlaun í því móti verða með því allra hæsta sem boðið hefur verið, um 115.000 kr. alls. Já, til hamingju með 50 ára afmælið Gunnar Berg á AkureyrL Ég hef alltaf haldið því fram að 1. dcsember væri merkisdagur. ÓLAFUR LÁRUSSON Á Ólympíumótinu í New Orleans 1978 í tvímenning, áttust þeir Jón Bald- ursson og Jakob R. Möller við hinn þýska (gamla) Achtenberg, sem er með kunnari spilurum af eldri kynslóðinni. í fyrra spilinu vakti Jón á 2 spöðum og sá gamli spurði Jakob hvað það þýddi. „Tveggja lita hendi”, svaraði Jakob. í síðara spilinu vakti Jón svo á 3 spöðum og þá var sá gamli snöggur. „Þriggja lita hendi, geri ég ráð fyrir?” Reykjavíkurmótið í tvímenning, úr- slit 20 para, verða spiluð um þessa helgi í Hreyfils-húsinu v/Grensásveg. Spilam- ennskan hefst kl. 13 í dag (laugardag) og kl. 10 árdegis í fyrramálið. Alls verða 95 spil spiluð. Þau félög/svæðasambönd sem óska eftir að koma inn dagsetningum móta í mótadagskrá í Meistarastigaskránni, eru beðin um að hafa samband við skrif- stofu BSl hið fyrsta. Skráin kemur út í janúar nk. f spili dagsins í DV að undanförnu, þar sem íslandsmót og alls kyns stórvið- burðir eru aðalnúmerin, þrátt fyrir að aðeins sé farið að slá í efnið, hefur það vakið furðu margra, að fjölmiðill eins og DV, sem væntanlega tekur sjálfan sig alvarlega, skuli láta hafa sig í að birta endurprentanir, orðréttar, dag eftir dag. Hvað væri sagt ef t.d. aðalfréttin í knattspyrnufréttum væri leikur íslands og Danmerkur hér um árið (2-14 tapið). EUert Schram gæti t.d. hæglega verið heimildarmaður. Er ekki kominn tími á þessi vinnubrögð? Fagleg vinna, eins og unnin hefur ver- ið á Mbl. hin síðari ár, á Tímanum og Þjóðviljanum hér áður fyrr og í Vísi meðan hann var og hét, og vonandi Helgarpóstinum í framtíðinni, það er það sem gildir. Fréttir gærdagsins eru aUs engar fréttir, síst endurbirtar orð- réttar. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.