Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 19
Bossinn veltir miljörðum Að poppstjörnur velti miljónum kemurengum áóvartoghafa ýmsar þjóðsögur spunnist um það. Poppheimurinnerheimur stórra uppgripa ef vel vegnaren brautin til velgengni oft þyrnum stráð og mörg vítin að varast, t.d. undirförla umboðsmenn. Þegar talið berst að ríkustu poppstjörnunum eru þeir Paul McCartney og Michael Jackson oftast nefndir. Einn er þó sá mað- ur sem halar inn mun fleiri milljónir en þeir. Það er sjálfur Boss rokksins, Bruce Springste- en. í síðasta mánuði sendi Bruce frá sér kassa með fimm hljóm- plötum. Eru það hljómleikaupp- tökur hljóðritaðar á árunum 1975-85. Alls eru lögin 40 á plöt- unum og stöðug keyrsla hjá Boss- inum og E Street Bandinu. f>ó hljómleikaupptökur þessar kosti hátt á þriðja þúsund krónur út úr búð á meðan venjulegar plötur kosta um 800 krónur, hafa þær runnið út einsog heitar lummur í Bandaríkjunum og víðar. Strax og plöturnar komu í verslanir þutu þær í fyrsta sæti sölulista og hafa setið þar síðan. Slíkt hefur ekki gerst síðan Stevie Wonder gaf út plötuna Songs in the key of Life, fyrir um það bil áratug. Kemur það að vísu ekki á óvart að Bossinn selji hljóm- leikaupptökur grimmt því þó hann sé góður í upptökusal er hann þó ekki nema svipur hjá sjón þar miðað við á hljóm- leikum. Hljómleikar með Bruce Springsteen og E Street Band eru engu lagi líkir. Áður en platan kom út höfðu verslanir pantað eina og hálfa miljón eintaka af plötum og kas- ettum. Nú hefur komið pöntun um nærri tvær miljónir eintaka í viðbót og er þó sjálfur jólahasar- inn eftir. Er því spáð að platan muni seljast í um 15 miljónum eintaka. Talað er um að Bossinn fái um 5-6 dollara fyrir hverja selda plötu og má því ætla að hann hafi um 80 miljónir dollara upp úr krafsinu, eða rúm þrjá miljarða íslenskra króna. Auk þess fær vinurinn stef- gjöld í hvert skipti sem tónlist eftir hann er leikin í útvarpi og sjónvarpi og þar er ekki sjaldgæft að rám rödd hans heyrist í Ijós- vakafjölmiðlunum. Hann er í hópi þeirra lagasmiða sem oftast eru fluttir í útvarpi með mönnum á borð við Irving Berlin, Cole Porter og George Gershwin. Ofan á þetta bætast svo tekjur af fyrri plötum, en þær hafa selst mjög vel. Áður en Live plöturnar komu hafði Bruce Springsteen selt um 38 miljónir af plötum. Söluhæst var platan Born in the USA, sem seldist í 18 miljónum. Bruce þénar einnig bærilega á hljómleikum en í kjölfar Born in The USA fór hann með hljóm- sveitina í fimmtán mánaða hljómleikaferð um víða veröld. Héldu þeir 156 hljómleika og sóttu þá um 5 miljón hljóm- leikagestir. Alls seldust miðar fyrir 90 miljón dollara og af því fékk Springsteen um 50 miljónir, eða um tvo milljarða króna. pá er ótalið ýmislegt smádót sem selt var vegna tónleikanna, plaköt, bolir og hnappar. I Bandaríkjunum seldust slíkir minjagripir fyrir 25 miljónir doll- ara og af því fékk Springsteen 8 miljónir ( 320 miljónir ísl.). En hvað ætli vörubílsstjóra- sonurinn frá Freehold, geri við alla þessa peninga? Bruce Springsteen hefur ætíð látið ýms- ar hjálpastofnanir og hópa sem hafa átt undir högg að sækja, njóta hluta af tekjunum. Ein og hálf miljón dollara (60 miljónir ísl.) af tekjunum frá síðustu hljómleikaferð, varði hann í slíkt, m.a. í húsnæði fyrir heim- ilislausa, atvinnulausra í stál- Bruce Springsteen þénar árlega miljarða á hljómplötusölu, hljómleikum, Stef-gjöldum og minjagripum iðnaði og til matarbanka. Tals- maður uppgjafahermanna frá Víetnam hefur sagt að sennilega væru samtök þeirra ekki til í dag ef Springsteen hefði ekki stutt þá fjárhagslega í gegnum árin. Ný- lega sendi Springsteen matar- banka í New Yersey ótilgreinda upphæð til að kaupa kalkúna og afhenda þá fátækum nú yfir há- tíðina. Þrátt fyrir þessa gjafmildi eru þetta þó óverulegar upphæðir miðað við það sem hann þénar. Hann á íbúð á Manhattan í New York. aðra í New Jersey og ein- býlishús í Los Angeles. En ólíkt flestum öðrum stórstjörnum er hann ekki með einkaþotur og snekkjur. Þegar allar helstu stórstjörnur rokkheimsins komu saman i.Los Angeles til að hljóðrita lagið We are the World, en ágóði þess rann til hjálpar hungruðum í Afríku, streymdu þær að á einkaþotum og límonsínum með lífverði og fylgdarlið. Springsteen kom hins- vegar einn akandi á bílaleigubíl, sem hann hafði tekið á leigu á flugvellinum. -Sáf/Time ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 19 Allir vinningar dregnir út

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.