Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 20
Þorsteinn Vilhjálmsson: Heimsmynd á hverfanda hveli - heimssýn vísinda frá öndverðu til Kópemíkusar. í þessari bók rekur Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur sögu vísinda, með hliðsjón af þeirri mynd af heiminum sem þau gefa hverju sinni. Hér segir af stjamvfsi á bökkum Nflar, frá arfi fomgrikkja og hinu svokallaða myrkri á miðöldum, allt fram til byltingarmanna nýaldar. Frásögn Þorsteins er bæði fróðleg og aðgengileg og prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga. Öll bregður hún birtu sögunnar á okkar eigin heimsskilning. Sigurður A. Magnússon: Hartnær hálf öld er liðin síðan hliðstæð bók kom út hjá Máli og menningu, Efnisheimurinn eftir Bjöm Franzson. Ætla má að áhugi á vísindasögu hafi ekki minnkað síðan, enda vísindin síst fyrirferðarminni f daglegu lífi okkar nú en þau voru þá. I bókinni er fjöldi mynda og skýringateikninga, og kappkostað hefur verið að vanda sem mest uppsetningu hennar og frágang. Hún er 314 bls. að stærð. Verð: 1987.-. Mál og menning Ur snöru fuglarans ,M stúdentsprófi loknu var mér svipað innanbrjósts og fugli hlýtur að vera þegar honum er sleppt útúr búri eftir langa innilokun," segir Jakob Jóhannesson í upphafi þessarar bókar, sem er fimmta og síðasta bindið í uppvaxtarsögu hans. Hvert liggja vegir frelsisins: Á Jakob að láta undan hömlulausri löngun til jarðneskrar ástar eða reyna umfram allt að feta stíg trúarinnar? Vandi Jakobs verður mjög áþreifanlegur á kristilegu stúdentamóti í Danmörku: Hann verður yfir sig ástfanginn af finnskri stúlku, Carmelitu. í bókinni lýsir Sigurður A. Magnússon þessu sérstæða ástarsambandi, með tilheyrandi ferðum hans til Flnnlands og hennar til íslands, með sterkum og einlægum hætti. Sambandið við stúlkuna er rauður þráður bókarinnar, en meðan stormar geisa f sál Jakobs gerast öriagaatburðir f lífi þjóðar sem knýja hann til að endurmeta stöðu sína. Líkt og í fyrri bindum þessa vinsæla bókaflokks, Undir kalstjömu, Möskvum morgundagsins, Jakobsglímunni og Skilningstrénu, fléttar höfundur saman þroskalýsingu ungs manns og myndum úr sögu þjóðar, svo úr verður spennandi heild. Bókin er 296 blaðsíður. Verð: 1690.-. Við bjóðum til bókaveislu um þessi jól Mál og menning Ámi og Lena Bergmann Blátt og - Bemska og unglingsár í toeim heimum. Þessi endurminningabók er sannariega óvenjuleg. Ámi og Lena Bergmann vom námsmenn í Moskvu á sjötta áratugnum þegar þau kynntust. Hann hafði alist upp í íslensku sjávarplássi, hún 6x upp í Sovétríkjunum á tímum heimsstyrjaldarogstalínisma. íbókinni lýsa þau hvort um sig bemsku og unglingsárum sínum í tveim heimum. Ámi segir frá uppvexti í Keflavík, lýsir skólavist í Reykholti og pólitískum og bókmenntalegum hræringum í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hann bregður upp lifandi myndum af óvenjulegum mönnum sem hann kynntist é sínum mótunarárum í köflum um Stjána píanó og Þórð Sigtryggsson. Hér er lika sagt skemmtilega frá starfi ungsósíalista, Æskulýðsfylkingarþingi og för í gagnmerkum félagsskap á heimsmót æskunnar í Búkarest. Lena, gyðingur í báðar ættir, segir frá allt annars konar uppvexti og skólavist í borginni Rjazan skammt frá Moskvu. Líf hennar gerbreytist við innrás Þjóðverja, þegar konur og böm em flutt til Mið-Asíu. Lýsingar hennar á lífinu þar og síðar í borginni Smolensk, sem er algerlega í rústum eftir striðið, em áhrifaríkar. Loks er Lena komin í Moskvuháskóla þar sem hún kemst í kynni við erlenda stúdenta, þar á meðal íslenskan námsmann á flókainniskóm og þykkri peysu... Mikill fjöldi mynda er í bókinni, sem er 264 bls. að stærð. Verð: 1690.-. Astin á timum kólerunnar Alveg ný skáldsaga eftir kólumbíska Nóbelsverðlaunahöfundinn Gabriel García Marquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar hlýtur að sæta tíðindum á íslandi. Fáir suðurameriskir höfundar hafa notið jafn mikillar hylli meðal íslenskra lesenda og Marquez, og enginn hinna fjölmörgu aðdáenda hans verður svikinn af þessari bók. Þetta er skáldsaga þeinar gerðar sem lesandinn getur sökkt sér ofan í, og hann berst með straumi frásagnarinnar um leið og honum opnast nýir og spennandi heimar. Hér er sögð einstæð ástarsaga um Rorentíno Aríza, mann sem bíður elskunnar sinnar í hálfa öld, svo gagntekinn verður hann á unga aldri af hinni ómótstæðilegu Fermínu Daza. Og meðan lesandinn bfður með honum, sífellt spenntari og vondaufari í senn, skemmtir Marquez honum með ótal frásögnum - af Júvenal Urbíno lækni og páfagauknum hans, af kínverjanum sem vann bókmenntaverðlaun Gullorkídeunnar, af siglingum fljótaskipafélagsins eftir hinu mikla Magdalenufljóti og mörgu fleiru. Sögusviðið er Kolumbía undir lok síðustu aldar og framan af þessari, og aðferðin það göldrótta raunsæi sem Marquez hefur öðlast heimsfrægð fyrir. Ástín d tímum kólemnnar er 308 blaðsíður og kom fyrst út á spönsku í desember 1985. Verð: 1690 - Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.