Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 13
AFMÆU Framhald af bls. 6. landsbyggðinni. Mér kom gleði- lega á óvart hversu góðan skiln- ing borgarfulltrúinn í Reykjavík hafði á hinum fjölþættu vandam- álum landsbyggðarinnar. Hún lagði sig alla fram um að kynnast aðstæðum fólksins þar enn betur, setti sig í þess spor, og vann að lagfæringu löggjafarinar af sömu trúmennskunni og dugnaðinum og ætíð hefur einkennt hana. Þá kynntist ég vel víðsýni hennar og næmum skilningi á högum og kjörum annarra. Þessa sá ekki síður stað í trygg- ingaþættinum, þar sem Adda Bára átti sinn góða hlut að því að lyfta kjörum aldraðra og öryrkja upp úr þeirri eymd sem þau höfðu verið í ásamt með vinnu að margvíslegum umbótum á þessu viðfeðma sviði, þar sem svo mik- ils er vert að mannlegi þátturinn verði eigi útundan. Vel mætti oftar og betur minn- ast mikilvægra sigra þessara ára, þar sem þau Magnús og Adda Bára tóku til hendinni af fram- sýni og reisn með hag hins veikburða og vanmegnuga að leiðarljósi. Kæra Adda Bára, innilegar skulu hamingjuóskir mínar í dag til þín, en ekki síður óska ég hreyfingu okkar til hamingju með þig. Og eina leifturmynd í lokin: Það er átaka- og örlagastund innan hreyfingarinnar og fylking- ar síga saman og óvægilega er tekist á. Þá kveður sér hljóðs kona lágvaxin og lætur ekki mikið yfir sér. En hún færist öll í aukana í ræðustólnum, setur fram skoðanir á skýran og ljósan hátt, svo að hvergi verður mis- skilið, leiðir saman sjónarmið til farsællar niðurstöðu, skírskotar jafnt til skynsemi og tilfinninga, ærinn hiti að baki orðanna, þótt engin séu stóryrðin. Eg undrast enn áhrif þessarar ræðu, en Adda Bára er heldur engum lík þegar hún tekur sig til. Svo einfalt er það nú, mín kæra. Megum við áfram njóta þín í farsælu flokksstarfi. Eigðu gnótt gifturíkra gleðidaga í framtíð- inni. Helgi Seljan Einhvern veginn finnst mér al- veg ómögulegt að hugsa um aldur í sambandi við hana Öddu Báru. Hún var gömul, þegar ég kynntist henni fyrst ungri, þegar komin í ábyrgðarstöður í sósíalískri hreyfingu og kunni á flestu skil, fannst mér, menntuð í því sem þá var talið dæmigert karlafag, dug- leg, nákvæm og ein af fáum kon- um á þeim tíma, sem hélt því til streitu að lifa fullu lífi, - bæði nota menntun sína í starfi og njóta þess að eiga börn og heim- ili. Og núna, rúmlega þrjátíu árum síðar, er hún enn ung, opin fyrir nýjum hugsanagangi og hug- myndum og tilbúin að meta þær og vega sjálfstætt hvaðan sem þær eru sprottnar. Hún Adda Bára er nefnilega ein af þeim sjaldgæfu manneskjum, sem hlusta grannt eftir hvað aðrir segja og meina áður en hún tekur afstöðu til þess og er þá sama hvort um er að ræða pólitískan andstæðing eða skoðanabróður. Þessvegna er svo gott að leita til hennar til að ræða málin og gegn- umlýsa þau og þessvegna hefur henni svo oft verið falið að setja niður ágreining, verið skipuð í hóp til að samræma skoðanir og koma með niðurstöðu, sem allir eiga nokkurnveginn að geta fellt sig við. Mannasættir og málam- iðlari semsagt, - ekki öfundsvert hlutverk, og hefur enda oft feng- ið að gjalda þess úr báðum áttum í senn, að þannig fengin sam- ræmd niðurstaða er að sjálfsögðu aldrei óskaniðurstaða neins. Oft hefur mér fundist, að ýmis þau einkunnarorð sem gefin voru Njáli eigi við um þessa konu, en hann var „heilráður og góðgjarn- ...hógvær og drenglyndur ... og leysti hvers manns vandræði er á hans fund kom". Og nú veit ég, að Öddu Báru finnst of til jafnað, en ég verð að fá að segja þetta hér, því þessir eiginleikar tel ég að skýri margt á hennar pólitíska ferli. Það hlýtur að vera fleirum en mér undrunarefni, þegar litið er til baka, að þessi hæfi stjórn- málamaður skuli aldrei hafa setið á þingi. Það skyldi þó aldrei koma í ljós, að það taki talsverð- an tíma og krafta að leysa vand- ræði og að drenglyndi, góðgirni og hógværð séu á stundum allt að því andstæða þeirra eiginleika, sem ýta mönnum áfram á vett- vangi alþingis? Sem betur fer höf- um við Reykvíkingar í staðinn fengið að njóta starfskrafta Öddu Báru í borgarstjórn okkar og við sósíalistar höfum fengið að njóta krafta hennar í félagsstarfinu, fyrst í Æskulýðsfylkingunni og Sósíalistaflokknum og síðan Al- þýðubandalaginu. Sjálfsagt verða aðrir til að rekja svo verð- ugt sé margvísleg ábyrgðarstörf hennar á þessum vettvangi, en sjálfa langar mig á þessum tíma- mótum í lífi hennar fyrst og fremst að þakka þau lóð, sem hún hefur fyrr og síðar lagt á skálar í baráttu kvenna fyrir jafnri stöðu og jöfnum réttindum og fyrir betra mannlífi. Þar höfum við konur átt öruggan málsvara hvar sem hún hefur verið stödd, í félags- og heilbrigðismálum borgarinnar, sem aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, í þverpólitísku kvenna- starfi og kvennastarfi Alþýðu- bandalagsins og ekki síst í mála- tilbúnaði og umfjöllun innan flokks, þar sem oft hafa verið teknar ákvarðanir, sem síðan hafa mótað umræðu og alyktanir á mun víðara sviði. Sérstaklega langar mig að þakka í þessu sam- bandi þann manneskjulega skiln- ing sem þessi málsvari okkar hef- ur ævinlega haft á því, að það er ekki konum sjálfum að kenna hvernig málum er háttað, að það geta ekki allar það sama og hún bara ef þær eru nógu duglegar og að það þarf vissa hjálp og jafnvel tímabundin forréttindi til að hóp- ar í minnihluta aðstöðu nái jafnri stöðu. Nú þykir líklega sumurn nóg kornið, en þar sem ég óttast að í tilefni dagsins verði aðallega dregin upp í blaðinu okkar mynd af alvarlega stjórnmálamannin- urn og veðurfræðingnum má eg til að bæta við, að afmælisbarnið er kátust kvenna í góðra vina hópi, syngur og leikur við hvern sinn fingur og munu mér seint líða úr minni æðislegar samverustundir í Kaupmannahöfn þegar við nokkrar íslenskar konur úr ólík- um pólitískum flokkum bjuggum saman á hóteli og könnuðum leikhús, verslanir, veitingahús og krár stórborgarinnar. Þótt Adda Bára umgengist jafnan Bakkus af fullkominni varúð stóð ekki á henni að fylgja okkur eftir hvert sem var í könnunarleiðöngrun- um. Eða kvöldvökurnar okkar AB kvenna í Ölfusborgum. Fyrir þessar stundir ber líka að þakka um leið og sett er fram sú ósk, að við fáum að njóta afmælis- barnsins enn um langan veg. Vilborg Harðardóttir S-Afríka Bann á „Svarta menntun“ Yfirvöld í S-Afríku hafa sett á bann á námsskrá íbúa sem þeir hafa sett í skóla til mótvœgis við hinar opinberu námsskrár Jóhannesarborg - Yfirvöld í S- Afríku veittu í gær embættis- mönnum sínum mikil völd til þess að stöðva „aðra mögu- leika,“ óopinbera, í kennslu- málum í skóium svartra í landinu. Þá tilkynnti Sameinaða lýð- ræðisfylkingin, (UDF) ein stær- stu samtökin sem berjast gegn kynþáttamisréttinu í landinu, að þau hygðust ögra nýlegum tak- mörkunum yfirvalda á fréttafrelsi í landinu. Nýjar reglur sem birtar votu í sérstökum ríkisstjórnartíðindum ígærogundirritaðar afP.W. Bot- ha forseta landsins, gefa kennslu- málaráðuneytinu víðtæk völd til að banna nemendum að sækja skóla, einnig að banna námskeið þau sem sem stjórnvöld hafa ekki samþykkt. Fjölmargir samfélags- hópar hafa sett saman áætlanir um svonefnda „alþýðumenntun" í skólum svartra sem vera á til mótvægis námsskrá yfirvalda. Að áliti þessara hópa er sú námsskrá einungis þáttur í að framlengja kynþáttamisrétti landsins. UDF tilkynnti í gær að hún hygðist leita frekari staðfestingar á fréttahömlunum í landinu fyrir dómstólum á þeim forsendum að þau séu óskýr og gangi út fyrir reglugerð um almannaöryggi. Neyðarástandslögin eru einmitt byggð á þeirri reglugerð. HEIMURINN Kína/Námsmenn Enn er mótmælt Námsmenn i Peking fóru íkröfugöngur ímorgunsárið ígærþráttfyrir að yfirvöld hefðu settstrangar reglurfyrir helgina um kröfugöngur í landinu. Kínverskir fjölmiðlar eru harðorðir ígarð mótmœla Peking - Námsmenn í kennara- háskóla Pekingborgar fóru í gær í mótmælagöngu í trássi við bann stjórnvalda við slík- um mótmælum. 1 fréttablaði í Peking sagði í gær sagði að hópar 200 og 300 náms- manna úr kennaraháskóla borg- arinnar hefðu gengið að þremur öðrum háskólalóðum. Náms- menn þar hefðu hins vegar neitað að taka þátt í göngunni. Þar með hafi mótmælin leyst upp. Gangan í gær er sú fyrsta síðan harðar reglur voru settar á síðasta föstu- dag um mótmæli. Námsmenn fóru í gönguna þrátt fyrir marg- ítrekaðar viðvaranir frá stjórnvöldum um að halda sig fjarri götunum. í öllum stærstu ERLENDAR FRÉTTIR HJÖRLEIFSSON R E Lll E R Olía Nýjar hækkanir / kjölfar nýlegs samnings OPEC ríkja um olíuverð hafa nú borist fregnir af vœntanlegum olíverðshœkkunum. Stefna uppfyrir20 dollara markið Lundúnum - Saudí Arabía og fjölmargir aðrir olíuframleið- endur gáfu í gær til kynna að ný alda olíuverðshækkana væri nú í aðsigi sem komi til með að hækka hráolíukostnað um sem nemur tuttugu pros- entum frá því sem verið hefur undanfarna mánuði. Saudí Arabía, Kuwait og íran tilkynntu viðskiptavinum að bú- ast mætti við nýju, hærra samn- ingsverði frá og með 1. febrúar næstkomandi. Þetta var haft eftir heimildarmönnum innan olíuiðn- aðarins. Sovétríkin hafa einnig tilkynnt að þau hyggist fara fram á hærra verð fyrir þá jarðolíu sem þau selja vestrænum ríkjum. Þá fréttist einnig af nokkrum hækk- namsmanna dagblöðum í Kína voru í gær harðorðir leiðarar um náms- mannamótmælin í síðustu viku. Þar sagði að það væri andstætt stjórnarskránni að andæfa sósíal- isma og kommúnistaflokki lands- ins. Þá var fólki ráðlagt að apa ekki eftir því sem nefnt var plat- lýðræði kapítalískra ríkja. í fyrrakvöld vitnaði ríkissjón- varpið kínverska í einn af leið- togum landsins, Wang Zhen, þar sem hann gagnrýnir það fólk sem útbreiði stjórnleysi, níði Kína og vinni að allsherjar „vestræningu“ landsins. Dagblaðið í Peking birti í gær aðvörun við notkun vegg- spjalda sem eru ólögleg. Blaðið sagði að vinnuflokkar á hverju svæði væru ábyrgir fyrir því að ólögleg veggspjöld væru ekki sett upp á þeirra vinnusvæði. Náms- menn hafa mikið notað vegg- spjöld til að vinna að stuðningi við mótmælagöngur sínar í að minnsta kosti tíu borgum víðs- vegar um Kína í þessum mánuði. í þessum göngum hefur verið krafist lýðræðis og frelsis í landinu. Vestrænn diplómat í Peking sagði í gær að harðorðar yfirlýsingar í blöðum undanfarið sýndu vaxandi óþolinmæði yfir- valda við mótmælunum. Sagði hann að það væri nú orðið mjög hættulegt að fara í kröfugöngur. unum trá Indónesíu og Brunei. Þessar aðgerðir koma í kjölfar samnings OPEC ríkja frá 20. des- ember síðastliðnum um takmark- anir á olíuframleiðslu sinni. Þeim er ætlað að draga úr umfram- birgðum af olíu á heimsmarkaðn- um og til að fastsetja samnings- bundið verð á olíu frá og með 1. febrúar. AUGLÝSING frá ríkisskattstjóra Samkvæmt ákvæöum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkisskattstjóri reiknað út þær fjárhæðir er um ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1987. Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 20.069 og hámarksfjárhæð kr. 200.690. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 5.017 og hámarksfjár- hæð kr. 50.170. Reykjavík 19. desember 1986 Ríkisskattstjóri Þriðjudagur 30. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 -*Z*£jg2. Se*wv- ”, , 4 - gramml Laugavegii7 simi 12040

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.