Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 2
FLOSI af ári áranna Það sem nér dettur fyrst í hug á þessu spá- nýja ári er það að enn hef ég ekki fengi að vita hverju eða hverjum það skal helgað. Þaö hefur nefnilega verið piagsiður á Islandi um árabil að helga hvert ár einhverju vissu mál- efni, eða einhverjum minni máttar. Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað- an tilnefningin hefur komið, því stundum virðist helgunin hafa orðið til hérna heima en stundum í kompaníi við alheiminn. Hvað um það. Takmarkið með þessari ár- vissu „helgun" á ári virðist alltaf hafa verið það sama, að bætafyrir, einhverskonar vanrækslu- syndir gagnvart minnihlutahópum, sem eiga um sárt að binda, en þó ef til vill öllu fremur að leggja þeim lið sem alltaf virðast lenda undir í lífinu. Konan virðist þessum örlögum undirseld frekar en nokkur annar minnihlutahópur og þessvegna var riðið á vaðið með hina árlegu „helgun“ fyrir rúmum áratug og „ár konunnar" leit dagsins Ijós. Og ekki bara ár konunnar, heldur hvorki meira né minna en „kvennaár- atugurinn“, en honum lauk í fyrra, eða réttara- sagt í hitteðfyrra. I heilan áratug börðust konur, já og við sem elskum konur, fyrir því með oddi og eggju að bæta stöðu konunnar, þannig að hún lenti ekki alltaf undir. Engum blandast hugur um að kvennaáratug- urinn bar ríkulegan ávöxt, þó það sé að vísu margra mál að konur mættu vera meira einhuga um það hverja stöðu þær kjósa sér bæði útávið og innávið. Hvert ár kvennaáratugarins var svo helgað einhverju öðru en konum. Það helsta sem ég man var „ár aldraðra - ár barnsins - ár lam- aðra - ár tónlistarinnar - ár friðarins og ár trésins". Það hefur lengi verið mál manna að enginn minnihlutahópur á ísiandi hafi þurft að búa við krappari kjör en einmitt tréð, enda var þjóðin - á ári trésins -, svo einhuga um að bæta kjör þess, að um tíma virtist konan og staða hennar ætla að gleymast. Allir lögðust á eitt að auka veg trésins og bæta fyrir það misrétti sem tréð hefur þurft að búa við um aldaraðir. Þjóðin gerði sér far um að hefja tréð til þeirrar virðingar, sem það hafði glatað í aldanna rás. Mestu tréhausar þjóðarinnar voru virkjaðir og í tilefni ársins var þeim nú látin staða í „tré“, en ekki í „té“. í utanríkisþjónustunni þótti það tilheyra að menn væru „lurkum lamdir“ eftir áríðandi embættisstörf, og „timburmenn“ urðu æskilegt ástand á ári trésins, að ekki sé nú talað um „deleríum trémens". Trésmiðatalið og Skógarmannasaga komu út í viðhafnarútgáfum og efnt var til sam- keppni um fegursta Ijóðið um tréð og tréhestur- inn veittur í verðlaun. Þá var Sinfóníuhljómsveit íslands stjórnað allt þetta ár með herðatré, enda kjörorð ársins að betra væri að veifa röngu tré en öngu. Það merkilega var að á þessu ári áttu konur í fullu tré við karla. Þá var til þess tekið að allt gekk á tréfótum til lands og sjávar, sem og í þjóðmálum íslendinga. í árslok var svo verðlaunaljóðið birt: Af trjáræktinni drögum dám djöfull verður mikið sáð svo sjáum við ekki trén fyrir trjám takmarkinu verður náð. Á ári barnsins var megináhersla lögð á að reyna að koma í veg fyrir getnað með aukinni kynfræðslu í skólum og þá voru lögin um fóstur- eyðingu rýmkuð til að reyna að stemma stigu við of mikilli barnanauð og yfirleitt þeim ófögn- uði sem af börnum hlýst. Þessi litla barnagæla var kjörin Ijóð ársins: Sofðu nú svínið þitt svartur í augum farðu í fúlan pytt fullan af draugum. Satt að segja veit ég ekki hverjum árið sem var að kveðja var helgað. Það er einsog allir séu búnir að gleyma því, og raunar einsog enginn viti hvaðan ákvarðanir koma um það hvaða minnihlutahópi árið skuli helgað. Sumir segja að það sé Áramálaráð sameinuðu þjóðanna. Eitt er víst að Áramálaráð íslands er ekki í símaskránni og þess vegna engin leið að fá upplýsingar um það hverju síðasta ár var helg- að og það sem meira er: Enginn virðist hafa hugmynd um hverjum skal helga árið sem er að hefjast. Þetta setur mann óneitanlega í allmikinn vanda, því illt er að hefja nýtt ár, án takmarks og tilgangs. Nú er það til að taka að drísildjöflar, púkar og prakkarar hafa löngum í landi voru verið kallaðir „árar“. Og á árinu sem var að líða voru prakkar- ar og prettarar óvenju mikið á ferðinni með sitt svindilbrask. Svindlarar eru minnihlutahópur sem oft hefur orðið illa fyrir barðinu bæði á fjölmiðlum og al- menningsálitinu og hafa oft átt um sárt að binda og þurft að sleikja kaunin vegna skilningsleysis ærukærra manna og heiðarlegs fólks. Stundum hefur þetta gengið svo langt að braskarar hafa verið kallaðir „árar“ og fundir í sumum óvirtustu fyrirtækjum þjóðarinnar kall- aðir „áramót“. Nú legg ég til að árið sem er að ganga í garð verði helgað bröskurum þjóðarinnar. Þá verður árið 1987 semsagt: Ar áranna! Veðurfar Bæði gott og slæmt Unnur Ólafsdóttir, veðurfræðingur Unnur Ólafsdóttir, veðurfræð- ingur, sagðist ekki treysta sér til að spá í veðrið fyrir næsta ár. Það eina sem hún gæti sagt með ein- hverju öryggi væri að veðrið yrði bæði gott og slæmt. Hún sagði að veðurfræðingar gerðu enga tilraun til að spá svo langt fram í tímann. Allar slíkar spár yrðu svo almenns eðlis að þær jyjónuðu ekki neinum til- gangi. Sagði hún að veðrið væri það mikið skammtímamál að ómögulegt væri að sjá langt fram í tímann. „Það eru bara þeir sem spá í kindagarnir og hreindýramaga, sem reyna að spá fyrir allt árið. Það er svo annað mál að tveir síðustu vetur voru mildir en vet- urinn núna hefur verið öllu efn- ismeiri það sem af er. Hvort framhaldið verður í sama dúr er hinsvegar ómögulegt að segja neitt um.“ -Sáf Erfitt að halda í metárið Porsteinn Gíslason, fiskimálastjóri Það er engin ástæða til annars en að horfa bjórtum augum til þessa árs, en við megum sannar- lega spjara okkur vel ef við ætlum að ná sömu verðmætum upp úr sjó og á nýliðnu ári. Það er athyglisvert að þrátt fyrir sífellt stærri og fullkomnari skip þá skiptir veðráttan höfuð- máli um aflabrögð eins og sýndi sig í upphafi síðustu vertíðar. Þrátt fyrir það var sl. ár það gjöfulasta í allri sögunni og raun- virði sjávarafurða um 36 miljarð- ar á móti 26 miljörðum á árinu 1985. Á sama tíma hefur hlut- deild sjávarafla í heildarútflutn- ingi aukist er nú nær 80% af öllum útflutningi frá landinu. Ég tel samt að það sé ekki ástæða til að búast við miklum afla framan af vertíðinni. Það er mikið af smáþorski í sjónum og hann kemur til með að skila sér síðar og eins má segja um ástand annarra fiskistofna sé viðunandi. Það komu miklar verðhækkan- ir á sl. ári bæði á ferskfiskmörk- uðum, rækju og saltfiski en mjöl og lýsi hefur fallið töluvert í verði. Það er erfitt að spá um framvinduna á ferskfiskmörkuð- um, þar ræðst af hugsanlega auknum veiðum í Barentshafi og Norðursjó en ég held að menn séu almennt nokkuð bjartsýnir, sagði Þorsteinn Gíslason fiski- málastjóri. Bjarni Felixson Á von á við- burðaríku ári „Það er mikil gróska í íþróttun- um hér á landi og ég á von á að árið 1987 verði viðburðaríkt. Það verður ekki síst gaman að fylgjast með hvernig íþróttafólkinu gengur að ná þeim lágmörkum sem sett hafa verið fyrir Ólympíu- 2 SlDA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 3. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.