Þjóðviljinn - 03.01.1987, Síða 4
LEHDARI
Á uppleið
Gleöilegt ár!
Eftir áramótasprengingarnar, þegar þjóöin
kveikti í hundrað tonnum af púðri sér til
skemmtunar og hjálparsveitum og íþróttafé-
lögum til styrktar, fer nú aö grilla í nýja árið, og til
marks um komu þess höfum viö aðskiljanlegar
verðhækkanir sem nú birtast út úr púðurreyk af
afstaðinni flugeldasýningu:
Bensínlítrinn hækkar um krónu.
Hitaveita Reykjavíkur 15%.
Landsvirkjun 7.5%.
Rafmagnsveita Reykjavíkur 5.5% (að með-
altali).
Afnotagjöld síma 10%.
Afnotagjöld Ríkisútvarpsins 10%.
Fargjöld með SVR 10%.
Dagvistunargjöld í Reykjavík um 5%.
Og svo framvegis.
Það er allt á uppleið í góðærinu. Einkum verð-
lagið.
I áramótaávarpi sínu sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra: „Þrjú síðustu árin
hafa verið gjöful og góð. Mikilvægast er, að við
íslendingar höfum borið gæfu til að nýta þau
vel. Ekki held ég því fram, að allt hafi tekist eins
og skyldi, því fer víðs fjarri. Ýmis mistök hafa
orðið. Ríkisstjórnin á sinn þátt í þeim. Þegar á
heildina er litið, hefur hins vegar gengið vel.“
Þarna er varlega til orða tekið. Undanfarin ár
hafa fært okkur mesta góðæri sem sögur fara af
á seinni tímum, en þrátt fyrir þetta góðæri stönd-
um við andspænis stórkostlegum vandamál-
um:
Laun eru alltof lág. Fólk kemst af með því að
vinna miklu lengri vinnutíma en réttlætanlegt er.
Og ævinlega er „of háum“ launum almennings
kennt um það sem úrskeiðis fer í stjórn efna-
hagsmála.
Nú blasir við hætta á því, að verðbólga verði
mun meiri en forsendur fjárlaga, lánsfjárlaga og
kjarasamninga gerðu ráð fyrir. En samt skulum
við vona, að fyrstu verðhækkanirnar á árinu séu
ekki vísbending um að allt sé að fara úr böndun-
um.
Ríkissjóður er rekinn með halla sem enginn
veit ennþá hversu mikill verður - það er talað
um þrjá milljarða, en þeir geta eins orðið fjórir
eða jafnvel fimm.
Erlend lán munu á næsta ári aukast um tvo
milljarða umfram afborganir.
Erlent lánsfé er notað til að reka opinberar
stofnanir.
Og forsætisráðherra talar um gjöful og góð
ár, sem íslendingar hafi borið gæfu til að nýta
vel!
Betur má ef duga skal.
En á árinu 1987 gefst tækifæri til að skipta um
stefnu. í vor gengur þjóðin að kjörborðinu, og þá
er ekki ósennilegt að margir vilji sækja sinn
skerf í því góðæri, sem ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar hefur mistekist að koma til
fólksins. Því að í miðju góðærinu er fólkið ó-
ánægt. Það gefa skoðanakannanir til kynna.
Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum, sem er
potturinn og pannan í stjórnarstefnunni, og
Framsóknarflokkurinn er að missa fótfestuna
úti á landsbyggðinni og hefur að engu að hverfa
í þéttbýli.
Það er kurr í fólki. Vísbending um óánægjuna
er að Alþýðuflokkurinn skuli fá mikið fylgi í skoð-
anakönnunum.
En skoðanakannanir enn sem komið er geta
ekki verið annað en vísbending um ákveðna
óánægju með ríkjandi ástand. Enn er of
snemmt að segja fyrir um, hver hin raunveru-
legu viðbrögð fólks verða, þegar það lætur vilja
sinn í Ijósi á kjördag.
Þá verður um tvennt að ræða, annaðhvort
óbreytt ástand, ellegar þáfólkvelursértil handa
stjórn, sem ber hag almennings fyrir brjósti,
stjórn sem vill koma góðærinu til fólksins.
Og kosningarnar snúast ekki einvörðungu
um efnahagsmál, heldur einnig um sjálfstæði
þjóðarinnar, stolt hennar, og samstöðu með
þeim þjóðum sem vilja stuðla að friði og afvopn-
un í heiminum.
Sjálfstæðisflokkurinn og miðjumoðið tryggja
óbreytt ástand.
Nýársheit Alþýðubandalagsmanna er að
byggja hér réttlátt þjóðfélag níeð samvinnu og
samstöðu.
-Þráinn
KUPPT OG SKORIÐ
Heimsmynd
Reagans
í umfjöllun biaða um það sem •
helst gerðist á liðnu ári fer að
sjálfsögðu mikið fyrir Ronald
Reagan Bandaríkjaforseta. Þór-
arinn Þórarinsson segir í Tíman-
um, að það hefði getað orðið á-
Iitamál eftir Reykjavíkurfundinn
í október leið hvorn þeirra Reag-
ans og Gorbatsjofs rétt væri að
kalla „mann ársins". En svo hafi
íransævintýrið komið til sögunn-
ar og tekið þann heiður af forset-
anum sem nú sé „í lamasessi".
Bandarískir greinasmiðir hafa í
tengslum við það mál verið að
velta talsvert fyrir sér heimsmynd
Reagans, hinni svarthvítu heims-
mynd þar sem best fer á því, að
einhver garpur taki lög og rétt í
sínar hendur og káli handhöfum
hins illa upp á eigin spýtur. Rétt
eins og gert var í þeim annars
flokks kvikmyndum sem Ronald
Reagan lék í þegar hann var ung-
ur leikari í Hollywood. Ein slík
grein birtist í áramótahefti viku-
ritsins Newsweek. Þar er það
m.a. rifjað upp, að Reagan lék í
nokkrum myndum garp sem
Brass Bancroft heitir, og hefur
fengið það sérstaka verkefni hjá
forseta sínum að sameina allar
lögreglusveitir, hvort sem þær
eru á snærum dómsmálaráðu-
neytisins, landhers, flughers eða
flota, með það fyrir augum að
hrekja alla erlenda njósnara og
skemmdarverkamenn á flótta.
Yfirmaður Bancrofts þessa segir
við hann á þessa leið:
„Það má vera að þú verðir að
brjóta lögin, en ef þú gerir svo
verður það á þína ábyrgð og þú
skalt ekki vona að nokkur opin-
ber aðili taki upp hanskann fyrir
þig - nema eflífþitt er í hœttu - og
ef það verður svo að vera þá ertu
ekki framar neins virði fyrir
þjónustuna. “
Hæpið veru-
leikaskyn
Greinarhöfundur, Garry Wills
rekur svo saman ýmsa þræði sem
liggja milli forsetans og ævintýra-
heims garpa á borð við Bancroft.
Og fær lesandinn þær upplýsingar .
í leiðinni að Reagan hafi sjálfur
verið uppljóstrari fyrir FBI, al-
ríkislögregluna - hann átti að
njósna fyrir hana um stjórnar-
meðlimi leikarafélagsins banda- ]
ríska. Dæmi eru tekin af því, að
Reagan hafi skorist í leikinn og
notað sitt forsetavald til að hjálpa
bæði agentum FBI og CIA sem
höfðu lent í vandræðum, vegna
þess að þeir höfðu umgengist
bandarísk lög og reglur, sem setja
eiga nokkrar skorður starfi
þeirra, með mikilli léttúð. Grein-
arhöfundur segir svo meðal ann-
ars:
„Hvers vegna höfum við beðið
Ronald Reagan um að bera
ábyrgð á öryggi heimsins, en ekki
um að hann sé fœr um að gera sér
grein fyrir venjulegum staðreynd-
um? Vegna þess að greinargerð -
hin leiðinlega skýrslufœrsla - er of
lík stjórnsýslu. Reagan hefur
fullvissað okkur um að það sé
stjórnin, stjórnsýslan, sem er
vandinn, ekki lausnin á vandan-
um. Hetjurnar brjóta reglur, láta
formsatriði lönd og leið og þurfa
ekki að standa fyrir máli sínu fyrir
neinum öðrum en siðferðilegum
leiðtogum sínum á laun. Því er
stjórnin best þegar hún er það
sama og Alríkislögreglan og Al-
ríkislögreglan er upp á sitt besta
þegar hún er að brjóta lögin. Ef
stjórnvöld (í þessu dœmi þingið)
eru svo blind að gera svo göfuga
athöfn ómögulega fyrir
Alríkislögregluna, þá verður at-
höfnin að finna sér nýtt
heimkynni sem er lögreglunni
ofar. Forsetinn verður að kalla á
sína sérsveit, á Brass Bancroft...“
í grein þeirri eftir Þórarin Þór-
arinsson sem fyrr var vitnað til er
meðal annars vikið að
mannréttindamálum. Þar er
brugðið upp samanburði af þessu i
tagi hér:
Mannréttindi
hér og þar
„Hin gamli vestrœni heimur, ef
orða má það svo, fylgist með at-
hygli með því, sem er að gerast í
Sovétríkjunum og Kína, ber sér á
brjóst og segir oft: Allt erþetta nú
betra hérogfrelsi og mannréttindi
í heiðri höfð. En er það heimur
frelsis og mannréttinda, þegar
tugir milljóna manna eru dœmdir
til atvinnuleysis og ungt fólk
kynnist í milljónatali ekki öðru lífi
en að vera iðjulaus og lifa á fá-
tœkrastyrk? Er það heimur^
jafnréttis og réttlœtis þegar auð-
kýfingum fjölgar og fátœklingum
þó margfalt meira og millistéttirn-
ar, sem oft mynda kjarna þjóðfél-
agsins, rétt berjast í bökkum?
Þetta virðist því miður hafa gerst
síðustu árin í Bandaríkjunum, og
raunar einnig í Vestur-Evrópu
þótt í minna mœli sé. “
Má vera að það sé óþarft að
stilla upp slíkum samanburði:
Rétt eins og fátækt verður ekki
skárri fyrir vestan vegna þess að
brotið er á einstaklingum fyrir
austan þá verða mannréttinda-
brot fyrir austan ekki réttlætt
með atvinnuleysi og skorti ann-
arsstaðar. En hitt er rétt, að hver
og einn ætti að forðast sjálfum-
gleði í málum sem þessum - og í
því samhengi er það meira en
þarft að minna Vesturlandabúa
á, að skortur og neyð eru líka
mannréttindabrot. Til eru rétt-
indi sem geta orðið mörgum Iítið
annað en formsatriði - eins og
Anatole France minnti á í frægri
setningu um lögin sem í hátign
sinni banna jafnt ríkum sem fá-
tækum að betla á götunum og
sofa undir brúnum.
- ÁB
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Ðertelsson, össur
Skarphóðinsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason,
SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir,
VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
LJósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf HúnQörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjóm:
Síðumúla6, Reykjavík, sími681333.
Augiýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskrtftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. janúar 1987