Þjóðviljinn - 03.01.1987, Page 6
var víst
hrœðilega
vatnshrœdd
Ég fór eiginlega alveg öfugt
að þessu. Ég byrjaði ekki að
æfa af krafti fyrr en ég hafði
sett mittfyrsta íslandsmet. Þá
var ég bara þrettán ára og
óskaþlega hamingjusöm.
Enda er alltaf jafn skemmti-
legtað setjamet, að bætasig,
segir Ragnheiður Runólfs-
dóttirsunddrottning af Akra-
nesi þegar blaðamaður Þjóð-
viljans byrjar að grennslast
fyrir um hvernig það bar að að
hún ákvað að æfa sund af því-
líku kappi og raun bervitni.
Það býr greinilega mikil orka í
þessum annars smágerða líkama.
Andlitið geislar af fjöri, en að
baki þessu breiða brosi býr þó
alvara og geysileg viljafesta.
Ragnheiður, eða Ragga Run.
eins og hún er gjarna kölluð, hef-
ur enda þurft á öllu þessu að
halda í óendanlegu kapphlaupi
við tímann í sundlaugum víða um
heim sl. 7 ár. Hún setti sitt fyrsta
met þegar hún var þrettán ára og
fór í framhaldi af því að taka
sundið alvarlega. Nú er hún tví-
tug og hefur sett ótrúlegan fjölda
meta, enda hefur sundið átt hug
hennar allan þessi ár.
Sundbœr eða
knattspyrnubœr
Þegar minnst er á Akranes eða
Skipaskaga, koma sigursælir
knattspyrnumenn kannski einatt
upp í hugann, en Akurnesingar
hafa þó ekki síður átt afreksmenn
í sundi og Ragnheiður er einn
þeirra. Sundið hefur löngum
staðið í skugga knattspyrnudýrk-
unar Skagamanna, sem stundum
tekur á sig mynd eins konar þjóð-
erniskenndar og er þá komin út í
öfgar.
Það má raunar furðu sæta að á
Akranesi skyldi yfirleitt hafa orð-
ið til afreksfólk í sundi, því að-
staðan myndi hvergi teljast til fyr-
irmyndar. Bjarnalaug við
Laugarbraut er innilaug, aðeins
12,5 metrar á lengd. Þrátt fyrir þá
staðreynd hafa Skagamenn átt
hvern landsliðsmanninn af öðr-
um og þá hafa menn gjarna álykt-
að að æfingaaðstaðan hljóti nú að
vera fullnægjandi. Margt þarfara
en að bæta úr því.
„Já, sumir hafa viljað afgreiða
málið svona, en við erum aldrei
spurð hvort ekki sé þörf á að
byggja stærri laug og koma upp
betri aðstöðu,“ segir Ragga og
það er greinilegt að þarna er
komið inn í mál sem lengi hefur
skapað ólgu. „Þetta hefur þó
breyst og nú er í byggingu ný 25
metra laug, sem á vonandi eftir
að hleypa lífi í sundiðkun hérna á
Skaganum. Ég hefði ekki haft á
móti slíkri laug þegar ég var að
byrja að æfa sund.“
Orgað
af vatnshrœðslu
Góð aðstaða eða slæm, löng
sundlaug eða stutt, Ragga hefur
náð langt í sundinu og ætlar að ná
lengra. En hvert var upphafið að
þessu striti?
„Mamma var sjálf liðtæk sund-
kona hér í eina tíð og hún fór
snemma með mig í laugina. Ég
lærði sundtökin bæði hjá henni
og Helga sund,“ segir hún. Les-
endum til glöggvunar er rétt að
geta þess að Helgi þessi sund
heitir Helgi Hannesson og er
íþróttakennari.
„Ég var víst hræðilega vatns-
hrædd í byrjun, orgaði af öllum
lífs og sálar kröftum, en þróunin
varð einhverra hluta vegna sú að
Bjarnalaug varð mér það sem
dagheimili eru mörgum öðrum
börnum. Ég var þarna allar
stundir, enda ekki langt fyrir mig
að fara.
Helgi varð minn fyrsti þjálfari
og ég lærði mikið af honum. Ég
var fyrirferðarmikil þegar ég var
yngri, en hann náði tökum á mér.
Hann ól mig hálfpartinn upp.
Helgi og mamma ýttu mér svo
smám saman út í þetta.
Helgi var góður sundkennari.
Það má segja að hann sé íþrótta-
maður af ástríðu og hann hefur
vit á sundi. Hefði hann lagt sig
fram um það eða haft áhuga á
því, hefði hann áreiðanlega orðið
verulega góður þjálfari."
Á kafi í öllu
„Ég fór að mæta á sundæfingar
þegar ég var orðin svona 7-8 ára.
Þá voru þeir Guðmundur Páli
Jónsson og Sturlaugur Sturlaugs-
son mest í því að reka mig upp úr,
því þeim þótti ég halda heldur
mikið til í djúpu lauginni. Ég var
þá minna gefin fyrir að synda,
vildi heldur reyna á þolrifin í kafi.
En þegar ég varð þrettán ára
gerði ég það upp við mig að ég
skyldi fara að æfa sund af alvöru.
Þá setti ég met á sundmóti á Sel-
fossi og það gerði útslagið.
Ég var eiginlega komin á kaf í
allar íþróttir á þessum tíma, æfði
sund, fótbolta og handbolta og
þétta var einfaldlega orðið of
mikið. Ég var aldrei heima,
brenndi jafnóðum öllu sem ég
borðaði og var jafnvel hætt að
koma nokkru niður. Þú hefðir átt
að sjá mig þá, ég var að verða að
engu. En þarna sagði ég stopp,
ákvað að hella mér út í sundið og
hef aldrei iðrast þess síðan.
Um þetta leyti voru þeir Ing-
ólfur Gissurarson og Ingi Þór
Jónsson að ná hámarki sem sund-
menn. Ég fór að æfa með þeim og
þeir ráku mig áfram, bæði með
góðu og illu. Þeir æstu upp í mér
metnað.
Síðar tók Ingólfur við þjálfun-
inni og hann tók upp á ýmislegu
sem þá var nýtt fyrir okkur. Hann
lagði mikið upp úr því að styrkja
kroppinn og lét okkur æfa á
morgnana. Hann víkkaði einnig
sjóndeildarhringinn. Aður var
keppikeflið aðeins að vera sú
besta á Akranesi, en hann minnti
okkur á aðra keppinauta.
Síðan hefur þetta verið að
hlaða utan á sig. Æfingarnar urðu
sífellt fleiri og erfiðari og nú fer
hálfur dagurinn í þetta allt árið
um kring.“
Gott að komast
að heiman
Þú hefur æft talsvert mikið er-
lendis.
„Ég fór út til Svíþjóðar þegar
ég var 16 ára gömul og var þar í
eitt og hálft ár. Og almáttugur,
það var eins og að koma í annan
heim að komast í almennilega
laug og almennilega aðstöðu. Eg
gekk þarna í skóla ásamt mörgum
öðrum sundmönnum og skíða-
mönnum og hafði mjög gott af.
Æfingarnar voru þær erfiðustu
sem ég hafði kynnst, mér hafði
alltaf fundist æfingarnar hérna
heima erfiðar, en þær voru
barnaleikur í samanburði við
þetta.
þróttamaður Akraness 1985 og 1986 með foreldrum sínum, Runólfi og Ragnheiði. Mynd Þorsteinn Þorsteinsson.
Vonbrigði í Madrid
Þú stóðst í ströngu á þessu ári,
tókst m.a. þátt í heimsmeistar-
amótinu í Madrid. Ertu sátt við
árangurinn þar?
„Heimsmeistaramótið í Ma-
drid olli mér miklum vonbrigð-
um. Ég hafði æft fyrir þetta mót í
nær hálft ár og var ákveðin í að
komast í 16 manna úrslit. En það
hafðist ekki, ég lenti þarna í 22.
sæti í 100 metra bringu og 23. sæti
í 200 metrunum.
Þetta var mitt fyrsta
heimsmeistaramót, stóra stundin
og það var auðvitað hrikalegt að
gera ekki betur en þetta. En ég
m
Það er auðvitað engu líkt þegar maður gerir jafnvel enn betur en maður hélt sjálfur að
Ég lærði mikið á þessu tíma-
bili. Ég varð miklu sjálfstæðari
bæði sem persóna og sem íþrótta-
maður. Svo var auðvitað gott að
komast að heiman. Ég er yngst í
nokkuð stórri fjölskyldu. Það er
mjög þægilegt, en ekki sérstak-
lega hollt. Fólk er svolítið gjarnt
á að dekra við svoleiðis börn.
Fjölskyldan hefur reynst mér
mjög vel í sambandi við sundið, j
stutt mig með ráðum og dáð. Þau
hafa greitt fyrir mig kostnað sem
ég hafði ekki ráð á að borga, og
nú síðast liðin þrjú ár hef ég ekki
þurft að vinna nema mjög lítið,
en æft því meira. Pabbi hefur séð
fyrir því.“
Puðað í Kanada
Faðir hennar er Runólfur Hall-
freðsson, skipstjóri og útgerðar-
maður á Skaga. Synir hans og
Ragnheiðar Gísladóttur, Gísli,
Sigurjón og Runólfur hafa allir
fetað í fótspor föður síns, Gísli er
skipstjóri á Bjarna Ólafssyni,
sem er nefndur eftir þeim sama
Bjarna og Bjarnalaug dregur
nafn sitt af, Runólfur er stýri-
maður á sama skipi og Sigurjón
er skipstjóri á Akurnesingi. Auk
þeirra á Ragnheiður systurina
Sigurveigu, sem er sjúkraliði í
Reykjavík. Þetta er mikil sjó-
mannsfjölskylda, en skyldi
Röggu þá aldrei hafa dottið í hug
að fara á sjó eins og bræðurnir?
Hún tekur þeirri hugmynd fá-
lega. Segist hafa farið nokkrum
sinnum á sjó með bræðrum sínum
og líkað það ágætlega, en svo skal
ekki rætt meira um það.
Meira um utanferðir. Þú varst í
Edmonton í Alberta í Kanada
lengst af á þessu ári. Hvernig
kom það til?
„Ég hafði heyrt talað um mjög
góðan þjálfara þarna úti. Ég
hafði samband við hann og hann
sagði mér bara að koma. Hann
útvegaði mér yndislega fjöl-
skyldu til að búa hjá og þar var
mér tekið alveg stórkostlega.
Mér leið eins og heima hjá mér
þar.
Þessi þjálfari var frábær, einn
af þeim bestu í heiminum. Ég
synti stundum hátt í 20 kílómetra
á dag og það þurfti helst alvarleg
veikindi eða dauðsfall í fjölskyld-
unni til ef maður þurfti frí frá
æfingum. Það þótti ekki nógu
góð afsökun að þurfa að fara í
skólann. Ég fékk aldrei frí frá
æfingum. Þótt ég væri veik fann
hann alltaf einhverjar æfingar
sem hentuðu. Ég held ég hafi
ekki misst eina æfingu úr s.l. tíu
mánuði. Þetta var erfitt en geysi-
lega lærdómsríkt og skemmti-
legt.“
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. janúar 1987