Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 7
naður gæti, segir Ragnheiður. Mynd gg. var einfaldlega ekki nógu góð, hafði eiginlega náð ákveðnu há- marki fyrir mótið. Þá synti ég á kanadíska meistaramótinu og bætti mig verulega, setti þrjú ís- landsmet. Það er hins vegar ekkert óeðli- legt að maður skuli klikka á svona móti í fyrsta sinn. Ég lærði mikið af þessu. Þarna voru allir sem skiptu máli. Allir þeir bestu, en einnig fólk sem varla kunni að synda. Ég var eins og tannstöng- ull við hlið þessara austur-þýsku sundkvenna, sem eiga kvenna- greinarnar algjörlega. Það er regla að þær taka gullið á svona mótum, það á hreinlega enginn möguleika gegn þeim. En það þýddi ekkert að láta deigan síga. Ég kom heim eftir þessa daga í Madrid, tók mér frí í eina viku, en fór síðan að æfa á fullu á ný. Ég hef æft með Eðvarði Þór Eðvarðssyni upp á síðkastið í sundlaug bandaríska hersins suður á velli. Það er skrítið að maður skuli þurfa að æfa í þessari laug á íslandi, en svona er þetta nú. Þar hef ég að auki frábæran þjálfara, Friðrik Ólafsson.“ Með astma og ónýtt hné En svo fórstu á EM í Malmö og bættir um betur, náðir betri ár- angri en íslenskar sundkonur hafa áður náð. „Það er alltaf gott að vera í Svíþjóð,“ segir hún þá og það birtir heldur yfir henni eftir upprifjun þessara dimmu daga í Madrid. „Mér gekk mjög vel á EM, setti íslandsmet í þeim greinum sem ég keppti í, lenti í 7. sæti í 200 metra bringusundi og 8. sæti í 100 metrunum. Þetta var ágætt, en vonandi bara upphaf að öðru meira!“ Þú setur markið hátt. „Já, mér finnst ég hafa allar aðstæður og alla burði til þess að ná langt. Ég hef hentuga líkams- byggingu fyrir sundið og auk þess er ég mjög metnaðargjörn. Þó hef ég létt skap og get þolað mikið álag.“ Líkamsbyggingin er vissulega í lagi, en er það ekki rétt að þú hefur astma og átt við meiðsli í hné að stríða. Háir það þér ekki? „Ég læt það ekkert aftra mér frá að æfa af kappi. Astminn hef- ur að vísu oft orðið til þess að það hefur liðið yfir mig á æfingum. Það gerðist t.d. oft úti í Kanada. Og eitt sinn leið yfir mig í keppni. En þá er maður bara dreginn á þurrt. Það er hins vegar öllu verra að annað hnéð á mér er ónýtt. En maður kemst yfir sársaukann, venst honum. Það kemur þó fyrir að ég get varla sofið fyrir sárs- auka í hnénu.“ Að koma sjálfum sér á óvart Það leynir sér ekki að sundið er þér mikil ástríða. „Það er alveg rétt. Ég stunda þetta af heitri ástríðu, en um leið er þetta geysilegt erfiði og nokk- urs konur þráhyggja. Ég veit ekki hvers vegna, en sundið gagntekur mann. Það losnar aldrei alveg úr huga mér. Meðan maður heldur að maður geti bætt sig heldur maður áfram að synda. Og það er auðvitað engu líkt þegar maður gerir jafnvel enn betur en maður hélt að maður gæti. Þegar maður kemur sjálfum sér á óvart. Þegar ég var að byrja í þessu synti ég fyrst og fremst fyrir ánægjuna. Nú er ég hætt að hugsa um hvers vegna ég syndi. Ég býst við að mér þyki gaman að vera öðrum fremri. Hafa ekki allir gaman af því? í sundinu þarf maður líka að treysta á sjálfan sig og það á vel við mig. Ég get svo sem ósköp vel skilið krakka sem nenna ekki að leggja á sig allar þessar æfingar, allt að 5-6 klukkustundir daglega. Þetta tekur hálfan daginn og það kemst þar af leiðandi fátt annað að, en ég lenti í þessu og hef aldrei iðrast þess.“ Hœtti aldrei alveg Er þá ekki erfitt að hugsa til þess að þurfa einhvern tíma að hætta? „Það kemur einhvern tíma að því að ég hætti að keppa, en ég held ég verði alltaf viðloðandi sundið. Ég hugsa að ég muni aldrei geta hætt alveg. Ætli ég fari ekki út í þjálfun þegar þar að kemur. Þetta er nú einu sinni mitt líf. Ragnheiður Runólfsdóttir er með astma og ónýtthné, enenginstenst henni snúning / sundlauginni. Hún nóði fróbœrum órangri ó síðasta óri, en stefnir enn hœrra óþessuóri Það þýðir þó ekki að ég hafi ekki áhuga á neinu öðru. Ég les t.d. mikið, sérstaklega ljóð.“ Hvað er sundmanni efst í huga áður en hann stingur sér til sunds og fer að æða áfram í kappi við tíma og annað fólk. Eða hugs- arðu kannski ekkert á því augnabliki? „Ég hugsa auðvitað fyrst og fremst um að standa mig vel, reyni að herða mig upp í að gera mitt besta. En ég verð líka að hugsa um sundið sjálft. Eftir að í laugina er komið er enginn tími til þess að hugsa. Þetta er að miklu leyti spurning um að hafa sjálfstraustið í lagi. Og svo sakar ekki að vera grimmur. Friðrik hefur sagt við mig að mig vantaði drápshugann. Honum fannst ég ekki nógu grimm, en ég hef reynt að bæta úr því. Þegar ég hef klikkað á mótum hefur það oftast verið vegna þess að ég hef ekki haft nógu mikla trú á sjálfri mér. Ég hef eiginlega tal- ið mér trú um að ég gæti þetta ekki. Hinar væru miklu betri. Þannig að það er betra að vera ekki með neina hógværð." Hefurðu orðið nokkra tölu á öllum þeim íslandsmetum sem þú hefur sett? Hún hugsar sig um, sposk á svipinn og segir svo: „Þau eru trú- lega orðin 60-70.“ Og þau eru sí- fellt að bætast við. Skömmu eftir að blaðamaðurinn og Ragga sátu saman í eldhúsinu heima hjá henni, keppti hún á Bylgjumót- inu og bætti þremur metum á þennan langa lista. Nauðsynleg bjartsýni Nýliðið ár hefur verið mikið á- takaár hjá þér. Mestu vonbrigði og mesta gleði? „Þetta hefur verið ár mikilla átaka og ég hef bætt árangur minn mikið á þessu ári. Mestu vonbrigðin voru auðvitað þau að mér skyldi ekki takast betur upp í Madrid. Það var hrikalegt. Én mesta gleðistund mín á þessu ári var þegar ég komst í úrslit í Malmö. Það er engin spurning.“ Og þetta ár, þú ætlar auðvitað að gera stóra hluti á þessu ári? „Að sjálfsögðu ætla ég mér að gera stóra hluti á þessu ári. Til þess er leikurinn gerður. Ég kem til með að keppa á nokkrum mótum víða um Evrópu, en það sem ég stefni fyrst og fremst að á þessu ári er að ná toppi á Evróp- umeistaramótinu í Strassbourg í Frakklandi í ágúst. Og ég geri mér góðar vonir um að ná þar góðum árangri. Svo er stefnan auðvitað sett á næstu ólympíu- leika. Ég ætla að mæta þar í góðu formi. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Um leið og svartsýnin nær tökum á þér ertu búinn að vera,“ sagði Ragn- heiður. Og blaðamaðurinn er ekki í nokkrum vafa um að frá- bær árangur á síðasta ári, er ekki annað en forboði þess sem koma skal. -gg Laugardagur 3. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1987. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið- lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð- veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverð- mæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbót- arstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra vi þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarf restur er til og með 27. febrúar 1987. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðs- stjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 20500. Reykjavík 29. desember 1986 ÞJOÐHÁTÍÐARSJÓÐUR A\ hs-J Forstöðumaður - fóstrur Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsireftirtaldar stöður á dagvistarheimilum bæjarins lausar til umsóknar. Staða forstöðumanns á dagvistarheimilinu við Grænatún. Umsóknarfrestur er til 12. janúar. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma 45700. Fóstru að dagvistarheimilinu Efstahjalla. Upp- lýsingar gefur forstöðumaður í síma 46150. Fóstru að skóladagheimilinu Ástúni. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641566. Fóstru að skóladagheimilinu Dalbrekku. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður í síma 41750. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggjaframmi á Félagsmálastofnun, Digranesvegi 12. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs. Auglýsing frá ríkisskattstjóra Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækunar í sambandi við útgáfu jöfnunar- hlutabréfa á árínu 1987 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. I.janúar 1980 l.janúar 1981 l.janúar 1982 l.janúar 1983 l.janúar 1984 l.janúar 1985 l.janúar 1986 l.janúar 1987 vísitala 156 vísitala 247 vísitala 351 vísitala 557 vísitala 953 vísitala 1.109 vísitala 1.527 vísitala 1.761 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins veg- ar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík 2. janúar 1987 Ríkisskattstjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.