Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 9
Orðuveitingar 18 heiðraðir Forseti íslands sæmdi á nýárs- dag að tillögu orðunefndar 18 ís- lenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu: Freyju Bjarnadóttur fv. talsím- avörð Borgarnesi, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum. Garð- ar Óskar Pétursson fv. verkstjóra Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu skátahreyfingarinn- ar. Geir Borg fr. framkvæmda- stjóra Reykjavík, riddarakrossi fyrir viðskipta- og menningar- mál. Gísla Sigurbjörnsson for- stjóra Reykjavík, stjörnu stór- riddara fyrir störf í þágu aldr- aðra. Guðríði Guðmundsdóttur oddvita Skeggjastöðum Bakka- firði, riddarakrossi fyrir fræðslu og félagsmálastörf. Harald Hannesson hagfræðing Reykja- vík. riddarakrossi fyrir varðveislu menningarverðmæta. Dr. Harald Matthíasson fv. menntaskólakennara Laugar- vatni, riddarakrossi fyrir fræði- störf. Dr. Jakob Jónsson fv. sókn- arprest Reykjavík, stórriddar- akrossi fyrir störf að kirkjumál- um og fræðistörf. Jón Bjarnason verkstjóra Vogum Vatnsleysu- strönd, riddarakrossi fyrir störf að barnaverndarmálum. Magnús Kristinsson forstjóra Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu þroskaheftra. Sr. Ólaf Skúlason vígslubiskup Reykjavík, stór- riddarakrossi fyrir störf að kirkjumálum. Öskar Jónsson Hjálpræðishernum Reykjavík, riddarakrossi fyrir félags- og líkn- arstörf. Pétur Sigurðsson fv. framkvæmdastjóra Breiðdalsvík, riddarakrossi fyrir störf að at- vinnumálum. Sigurð Jónsson fv. framkvæmdastjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að at- vinnumálum. Snjáfríði Jónsdótt- ur fv. matráðskonu Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu sjúkra. Soffanías Cecilsson út- gerðarmann Grundarfirði, riddarakrossi fyrir störf að sjáv- arútvegsmálum. Sverri Ragnars, stórkaupmann Akureyri, riddarakrossi fyrir störf að atvinnu- og félagsmálum. Þórhall Tryggvason fv. bankastjóra Reykjavík, riddarakrossi fyrir embættisstörf. ÚTHLUTUN HÖFUNDARLAUNA í LANDSBANKANUM ER MEÐ HEFÐBUNDNUM HÆTTI •• • KJORBOKAREKENDUR FENGU TJEPAR 40 MNJJÓNIR m m UMARAMOTIN Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skilafresti launaskýrslna o.fl. gagna sam- kvæmt 92. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1987 vegna greiðslna á árinu 1986, verið ákveðinn sem hér segir: I. Til og með 20. janúar 1987: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalnings- blaði. II. Til og með 20. febrúar 1987: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtaln- ingsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. III. Til og með síðasta skiladegi skattframtala 1987, sbr. 1.-4. mgr. 93. gr. nefndra laga: Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fast- eignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðar 7. gr. sömu laga. (Athygli skal vakin á því að helmingurgreiddrar leigu fyrir íbúðarhúsnæði til eigin nota vegna tekjuársins er til frádráttar í reit 70 á skattfram- taii skv. 3. tl. E-liðar 30. gr. nefnra laga enda séu upplýsingar gefnar á fullnægjandi hátt í umræddum greiðslumiðum.) Reykjavík 1. janúar 1987 Ríkisskattstjóri Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendi- ráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkis- ráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. Utanríkisráðuneytið. Kjörbókareigendur hafa gilda ástædu til þess að vera ánægðir með uppáhaldsbókina sína núna um áramótin. Ársávöxtunin 1986 varð 20,2%, en það jafngildir verðtryggðum reikningi með 5,5% nafnvöxtum. Samt er innstæða Kjörbókarinnar algjörlega óbundin. Endirinn varð þó allra bestur: Vegna verðtryggingar- ákvæðis bókarinnar var greidd uppbót á innstæðurnar nú um áramótin, samtals tæpar 40 milljónir króna. Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir bjarta framtíð. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ••

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.