Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Blaðsíða 11
Hlín Agnarsdóttir leikstjóri: Stöðugir ferðalangar Heldur sorglegt leikhúsár - Pjóðleikhúsið að hrynja (Hlað- varpinn líka), litlu leiichóparnir enn á píslargöngu - húsnæðisleit orðin þráhyggja. t*ó virðast vera skemmur út um allan bæ - ef leitað er rétt. (Þjóðleikhússtjóri ætti að athuga það - vantar hann ekki lager?) Ég sá ekki allt á ár- inu, enda þarf ég víst ekki að hafa áhyggjur af því, bíð eftir leikrita- lagernum. En þó stendur ein sýn- ing upp úr á mínum eigin hugar- lager, nefnilega uppfærsla ís- lenska dansflokksins á þremur ballettum eftir hollendinginn Ed Wubbe. Stöðugir ferðalangar hét sú sýning, listviðburður ársins í leikhúsinu finnst mér. Þar tókst samvinna islenskra og erlendra listamanna sem skilaði sér með ágætum. íslenski dansflokkur- inn, sem alla tíð hefur verið allt of afskiptur í íslensku menningar- lífi, sýndi hvað í honum býr. Stöðugir ferðalangar var frumleg og þróttmikil í einfaldleika sín- um, geislaði af sköpunargleði og listrænum metnaði. Islenski dansflokkurinn nautsín bæði sem hópur og einstaklingar og sýndi okkur hversu mikilvægt leikhúsið er, þegar það er lifandi. Anna Th. Rögnvaldsdóttir: Efling Kvikmyndasjóðs Á árinu voru frumsýndar tvær leiknar bíómyndir, Eins og skepnan deyr, eftir Hilmar Odds- son og grínmyndin Stella í orlofi sem gerð var eftir handriti Guð- nýjar Halldórsdóttur og leikstýrð af Þórhildi Þorleifsdóttur. í sjónvarpi var frumsýnt sjón- varpsleikrit Ágústs Guðmunds- sonar, Ást í kjörbúð svo og smá- barnamyndin Elías og örninn sem sýnd var í fyrsta skipti síð- astliðinn sunnudag. Jólamyndin í ár, Líf til einhvers, sem Kristín Jóhannesdóttir leikstýrði var hinsvegar færð yfir á nýársdag. Ef litið er til hræringa almennt í hinum íslenska kvikmyndaheimi þá var árið 1986 um margt merki- legt og ýmis teikn á lofti um að menningarpólitísk stefna sé tekin að mótast í kvikmyndamálum. Ber þar hæst þá ákvörðun ráða- manna að fé það sem kvikmynda- sjóði ber samkvæmt lögum skuli renna óskipt til sjóðsins á næsta ári, en það eru alls 54 milljónir og jafnvirði söluskatts af seldum bíómiðum í landinu. Sýnir menntamálaráðherra þannig í verki hve mikla áherslu hann leggur á að kvikmyndagerð eflist í landinu. En til þess þarf fleira en eflingu kvikmyndasjóðs. Bíómyndir eru hákúfurinn á kvikmyndagerð í landinu og eins og aðrar listgrein- ar nærast þær á lággróðrinum. Lággróðurinn á íslandi hefur fyrir mestan part verið hinn létti iðnaður sjónvarpsauglýsinga; rokkvídeóa, og kynningar- og áróðursmynda fyrir fyrirtæki og stofnanir sem bolmagn hafa til slíkrar framleiðslu. Óháðar kvik- myndir, stuttmyndir, fræðslu- og heimildarmyndir eiga ótrúlega erfitt uppdráttar, ekki síst vegna þess hve illmögulegt er að koma þeim á framfæri. Þar munar mestu um að ís- lenska sjónvarpið hefur varla borið það við að rækja uppeldis- hlutverk sitt við kvikmyndagerð í landinu og er áratugum á eftir systurstofnunum sínum, ríkis- sjónvarpsstöðvunum í Evrópu, í því tilliti. Á þeim bæ hefur kot- ungshugsunarhátturinn löngum verið ríkjandi, ekki aðeins gagnvart kvikmyndagerðar- mönnum, heldur einnig sjón- varpsáhorfendur í landinu sem heimtingu eiga á meira og betra sjónvarpsefni. Það var því einhverra hræringa að vænta þegar Hrafn Gunn- laugsson tók við yfirstjórn inn- lendrar dagskrárgerðar fyrir réttu ári síðan. Ekki ætla ég að fjölyrða um setu hans á deildar- stjórastól, enda ekki hægt í stuttu yfirliti sem þessu. Þar ber Euro- vision keppnina einna hæst, svo og það að Hrafn hefur staðið fyrir því að nær öll hans verk hafa ver- ið endursýnd. Með nytsamari nýjungum er þó sú stefna hans að bjóða út einstök sjónvarpsleikrit í heild sinni og er slíkt fyrirkomu- lag örvandi fyrir sjálfstæða kvik- myndagerð. I raun hefur íslensk dagskrárgerð fyrir sjónvarp tekið nokkurn fjörkipp og munar þar einnig um tilkorhu Stöðvar tvö sem er að feta sig áfram með þáttagerð. Stöð tvö er að sjálfsögðu rekin eingöngu út frá markaðssjónar- miði og er nánast óbundin af þeim menningarlegu skyldum sem sjónvarpið á að rækja. Með tilkomu hinna nýju útvarps- og sjónvarpsstöðva hafa kannanir á fjölmiðlavenjum landsmanna orðið bráðnauðsynlegt baráttu^ tæki í stríðinu um auglýsingaféð. Það er vafalítið að þessar kann- anir hafa leitt ráðamönnum nýju stöðvarinnar fyrir sjónir hversu nauðsynlegt þeim er að auka ís- lenskt efni ef hún á að hljóta náð fyrir augum landsmanna. Nokkrir tímamótaatburðir enn frá árinu 1986 koma upp í hug- ann: Þar ber fyrst að nefna að á árinu var í fyrsta sinn hrundið af stað skipulegu átaki í að kynna og selja íslenskar myndir erlendis - og er það fyrirtækið íslenskar kvikmyndir hf. sem mun sérhæfa sig í markaðsmálum í stað þess að hver framleiðandi sé að stússast fyrir sjálfan sig eins og venjan hefur verið hingað til. Það er Kvikmyndasjóður sem styrkir þessar framkvæmdir. En vindum okkur að lokum að Leiklistarskóla ríkisins. Þar var í fyrsta sinn í vor haldið námskeið um kvikmyndir, að vísu örstutt, M VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK Hvað gerðist markverðast í íslenskum listum á árinu 1986? Þjóðviljinn leitaði álits hjá 5 konum, sem hver um sig svarar fyrir sína listgrein Guöný Guðmundsdóttir konsertmeistari: SUÐURLANDSBRAUT 30, 108 REYKJAVÍK SÍMI 681240 UMSÓKNIR Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 94 tveggjatil fjögurra herbergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 100 eldri íbúðir sem koma til endursölu síðari hluta árs 1987 og fyrri hluta árs 1988. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, frá mánu- deginum 15. desember 1986, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsing- ar. Skrifstofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 16. janúar 1987. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík USTIR Á LIÐNU ÁRI og kenndi þar Kristín Jóhannes- dóttir. Það gefur auga leið að kvik- myndavinna þarf að vera hluti af námsefninu við Leikiistar- skólann. Til er tíu ára gömul reglugerð, sem ekki hefur verið haft hátt um, en hún kveður svo á um að sjónvarpinu beri skylda til þess að standa að þjálfun leik- listarnema (það sama gildir um útvarpið). Sjónvarpið hefur, eins og aliir vita, ekki talið sig geta sinnt þessu. f raun ættu Leik- listarskólinn og sjónvarpið að standa fyrir því að hver árgangur vinni að gerð lítillar kvikmyndar, sem sýnd yrði í sjónvarpi. Eg held að það væri sterkur leikur hjá sjónvarpinu að hýsa þannig einn anga Nemendaleikhússins. Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari: Munch í Norrœna húsinu Á árinu sem nú var að líða höf- um við átt þess kost að sjá margar og fjölbreytilegar sýningar, sem ber vitni um grósku í myndlist. Þegar á heildina er litið er þó erf- itt að draga út ákveðna atburði eða sýningar, því af mörgu er að taka. Auk þess sem það ber að hafa í huga, að magn er annað en gæði. Listahátíðin í vor hafði heldur lítið myndlistargildi nema ef vera skyldi hin margumtalaða Picasso sýning. Það leiðir hugann að því að þáttur myndlistar er oft fyrir borð borinn á listahátíðum hér, þó þær séu góðra gjalda verðar. Þegar ég lít til baka er þó einn viðburður sem stendur upp úr í mínum huga. Það var Munch sýn- ingin í Norræna húsinu. Knappt en beinskeytt val á myndunum sem sýndar voru, kom þægilega á óvart og útkoman var sterk og áhrifamikil. Hvað íslenska myndlistarmenn og hagsmuni þeirra snertir bendir ýmislegt nú til þess að hagsmunabarátta þeirra sé kom- in á meira skrið en áður, enda löngu tímabært. Hvað sjálfa mig snertir var það mjög mikilvægt að vera á starfs- launum Reykjavíkurborgar og geta þannig unnið óskipt að myndlist. Einn skugga ber þó á viðburði þessa árs, og það eru skemmdir þær sem urðu á verkum fjöl- margra myndhöggvara á Korp- úlfsstöðum nú á haustmánuðum. Það er mál sem er ekki til lykta leitt en ljóst er að þar hefur orðið skaði sem með einhverju móti þarf að bæta. Kveðjutónleikar J.P. Jaquillat Tónlistarlíf okkar íslendinga verður fjölbreytilegra með hverju árinu sem líður. Mikil gróska er í tónleikahaldi á höfuð- borgarsvæðinu, og er sú tíð löngu liðin, að menn gátu fylgst með öllu og heyrt allt. Við eigum fjöldann allan af frábæru tónlist- arfólki, en erum jafnframt svo lánsöm að fá af og til heimsóknir erlendis frá. Þeir sinfóníutón- leikar sem eru mér minnisstæð- astir á árinu eru tvímælalaust lokatónleikar starfsársins 1985- 86, en þá stjórnaði Jean-Pierre Jacquilat sínum kveðjutón- leikum sem aðalstjórnandi hljómsveitarinnar eftir sex ára Vinningar í H.H.Í. 1987: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 á kr. 20.000; 10.071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLAIMDS Vœnlegast til vinnings ARGUS/SlA farsælt samstarf. Mikið var haft við, hljómsveitin stækkuð og helstu fyrirmenn þjóðarinnar á áheyrendabekkjum. Nánasta fjölskylda stjórnandans kom frá Frakklandi til að vera viðstödd. Það hvarflaði ekki að mönnum að þetta yrðu kveðjutónleikar í bókstaflegum skilningi, en Jacq- uilat lést af slysförum síðastliðið sumar. Af erlendum listamönnum sem sóttu okkur heim á árinu fannst mér bera langhæst píanósnilling- inn Claudio Arrau á listahátíð. Af íslensku framtaki fannst mér merkilegast flutningur II Trovat- Hlín Agnarsdóttir ore í beinni útsendingu í sjón- varpi. íslenskir flytjendur og tón- skáld hafa staðið sig með prýði á erlendri grund. Hafliði Hall- grímsson hlaut verðlaun Norður- landaráðs fyrir fiðlukonsert sinn, Poemi, sem var frábærlega flutt- ur á listahátíð af ungum fiðlu- leikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Þrjár íslenskar hljómplötur út- gefnar af íslenskri tónverkamið- stöð með íslenskri tónlist og flytj- endum hlutu verðlaun frönsku akademíunnar og Kristján Jó- Anna Th. Rögnvaldsdóttir hannsson lagði New York að fót- um sér. Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur: Grámosinn glóir Er ekki alltof klént að láta sér nægja að nefna eitt bók- menntaverk þegar svo stórt er spurt? Árið var allgott og mætti minnast á marga viðburði áður en kemur að kjarnanum og hef ég þó Guðný Guðmundsdóttir Bókmenntaviðburður ársins er þó - eins og sviðið blasir við núna - ný skáldsaga eftir Thor Vil- hjálmsson: Grámosinn glóir. Þetta er söguleg skáldsaga þar sem höfundur leiðir lesanda sinn gegnum tíma, inn í drauma, yfir holt og hæðir, hægt og hægt að miklum atburði, fundi tveggja sögufrægra persóna. Báðar verða þær ógleymanlegar manneskjur í bókinni, eins og Thor kemur þeim til skila til okkar, umhverfi þeirra, eðlisþáttum, mótandi atvikum og aðstæðum í ævi Silja Aðalsteinsdóttir þeirra. Uns þær hittast eina ögur- stund og ekkert er lengur eins og áður. Þó að þessar tvær persónur séu manni minnisstæðastar að sögu lokinni er ekki minna um vert hvernig sagt er frá þeim, hvernig lýst er landinu sem ferðast er um og lifað er í, stíl og frásagnarhátt. Fáir núlifandi menn ráða jafnvel við íslenska tungu og Thor Vil- hjálmsson og í þessari bók sýnir hann betur en áður, nema ef til vill í Foldu, að hann getur gert kraftaverk á henni. Steinunn Þórarinsdóttir ekki lesið nærri allt. Til dæmis kom út bók með eftirlátnu efni eftir þá óviðjafnanlegu skáld- konu Málfríði Einarsdóttur. Böðvar Guðmundsson gaf út ljóðabók eftir fimmtán ára hlé, ljóðin eru nærgöngul og snurtu mig djúpt. Sigurður A. Magnús- son lauk uppvaxtarsögu Jakobs Jóhannessonar sem hófst Undir kalstjörnu, sællar minningar. Steinunn Sigurðardóttir gaf út fyrstu skáldsögu sína sem ber þó með sér sem betur fer að hún hef- ur ekki snúið baki við ljóðagerð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.