Þjóðviljinn - 03.01.1987, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Qupperneq 13
Brunabótafélag íslands 70 ára Arðinum af rekstrinum er skilað til tryggingartakanna og samfélagsins Ingi R. Helgason: Á markaðinum er það aðalatriðið að vera vakandi og koma með nýjungar og markaðssetja þær með þeim hætti að koma með þá næstu, þegar keppinautarnir hafa tekið upp þá siðustu. Rætt við IngaR. Helgason forstjóra Brunabótafélagsins Hinn 1. janúar árið 1917 tók Brunabótafélag íslands til starfa og á því sjötíu ára starfsafmæli núna um áramótin, en félagið var stofnað með lögum nr. 54 frá 1915. Af þessu tilefni fékk Þjóð- viljinn Inga R. Helgason forstjóra Brunabótafélagsis í viðtal. „Það er enginn eigandi, enginn hluthafi úti í bæ,“ sagði Ingi, „sem hirðir arð af rekstri Bruna- bótafélagsins. Allur afgangur af rekstrinum, þegar búið er að leggja eðlilega fjármuni til upp- byggingar bótasjóðanna, gengur beint til samfélagsins aftur, ann- aðhvort í lækkuðum iðgjöídum, eða ágóðahlut til eflingar bruna- varna. Með þessum hætti hefur félaginu tekist að verða það þjón- ustufyrirtæki, sem til var stofnað í öndverðu. Og með þessum hætti tók félagið í bókstaflegum skiln- ingi upp þráðinn aftur frá þjóð- veldisöld, þegar landnámsmenn fengu hreppunum það verkefni í hendur að vátryggja hús og kvik- fénað manna með lögum, sem hvergi eiga sér hliðstæður á þeim tíma í menningarsamfélögunum í kringum okkur.“ „Hvernig er arðinum skilað aftur til samfélagsins?“ „Það er einfalt að útskýra það. Tökum fyrst tvö dæmi af iðgjöld- unum. Fyrsta: Þegar félagið fékk heimildir í lögum til að vátryggja lausafé eins og fasteignir lækkaði félagið iðgjöldin árið 1948 í lausafjártryggingum í landinu um 25%. Annað: A verðbólgutím- abilinu 1973 til 1985 hefurfélagið lækkað fasteignaiðgjöldin að raungildi um 72%, og ég þori að fullyrða, að sú verðlagsþróun er einstök um aðrar vörur eða þjón- ustu. Nú er iðgjaldið 0.014% af brunabótamati íbúðarhúss á hita- veitusvæði, en það er tæpast þriðjungurinn af sams konar ið- gjaldi á Norðurlöndum og í Bret- landi. Með lækkuðum iðgjöldum höfum við skilað hinum tryggða arðinum af rekstri félagsins. Við eigum enga hagsmuni aðra en hagsmuni þeirra, sem tryggja hjá félaginu. Um að skila arðinum til sam- félagsins í heild má einkum benda á það, að síðan 1955 hefur félagið greitt öllum kaupstöðum landsins ágóðahlut af rekstri brunatrygginganna á hverjum stað fyrir sig og hefur ágóðahlut- urinn gengið til eflingar bruna- varna á staðnum. Þetta er orðin allmikil fúlga á þessu 30 ára tíma- bili, eða um 200 milljónir króna framreiknaðar í dag, og er sú tala jafnstór höfuðstól félagsins, eins og hann er nú. Þetta þýðir, að nettó eign félagsins væri nú orðin um 400 milljónir króna, ef þess- um fjármunum hefði ekki verið varið til sameiginlegra þarfa.“ „Þú minntist á brunatryg- gingar á þjóðveldisöld - er Brunabótafélagið elsta vátryg- gingarfélagið sem hér starfar?“ „Já, það er elsta félagið meðal þeirra, sem nú sinna alhliða vá- tryggingarstarfsami hérlendis. Það er hins vegar ekki fyrsta vá- tryggingarfélagið. Vagga ís- lenskra nútímavátrygginga stóð á ísafirði, og það voru útgerðar- menn þar, sem árið 1854 stofn- uðu með sér bátaábyrgðarfélag. Það starfaði þó ekki lengi. Bátaá- byrgðarfélag Vestmannaeyja er elsta starfandi vátryggingarfé- lagið á íslandi, en það hefur starf- að óslitið á sínu sérsviði í rúm 120 ár, eða frá 1862.“ „En svo við snúum okkur að nútímanum. Hvað viltu segja um Brunabótafélagið í dag og um framtíðarhorfur? „Ég er ákaflega ánægður með stöðu félagsins í dag og starfsemi þess, þótt alltaf standi hlutirnir til bóta í stórum rekstri. Félagið hef- ur einvalaliði á að skipa, fastir starfsmenn eru rúmlega 60 talsins og umboðsmenn um allt land eru 187. f sumum bæjarfélögum (t.d. í Garðabæ) er Brunabótafélagið eina vátryggingarfélagið, sem hefur opna skrifstofu. Sumir um- boðsmenn félagins eru máttar- stólpar sinna byggðarlaga og hafa verið umboðsmenn félagsins í áratugi.“ „Hvernig gengur rekstur Brunabótafélagsins? Fara um- svifin vaxandi?“ „Já, heldur betur. Markaðs- sókn félagsins hefur byggst á nýj- ungum, sem okkur hefur tekist að koma fram með, og þær hafa vakið athygli, einkum fyrir það, að jafnframt víðfeðmari og ör- uggari vátryggingarvernd, sem þær hafa boðið upp á, hefur fram- kvæmdin orðið einfaldari og hag- kvæmari. Árangurinn má sjá í tölum eins og þeim, að heildariðgjöld Brunabótafélagsins jukust um 34.3% nettó þegar búið er að leiðrétta fyrri verðbólgu á tveggja ára tímabili, 1983 og 1984. Og samkvæmt reikningum vátryggingarfélaganna fyrir árið 1985 er Brunabótafélagið komið í annað sæti hvað iðgjaldamagn áhrærir. Einnig má sjá markaðssókn félagsins í þeim tölum, að í dag eru brunaiðgjöldin af fasteignum aðeins um 18% af heildariðgjöld- um félagsins, en í gamla daga voru engin önnur iðgjöld. Og þessi 18% koma frá gífurlegri markaðshlutdeild í fasteigna- tryggingum, þar sem um 90% allra húsa utan Reykjavíkur eru brunatryggð hjá félaginu. Nýjungarnar felast fyrst og fremst í hinum svokölluðu trygg- ingapökkum. Við sáum það strax 1981, að vátryggingamarkaður- inn á íslandi var 20 til 30 árum á eftir í þjónustulegu tilliti gagnvart hinum tryggða miðað við Norðurlönd og Bretland. Tryggingarpakki er skraddara- saumuð vátryggingarvernd. Fyrst er skoðað hvaða áhættur þú tekur í lífi þínu og starfi. Síðan er skoðað hvaða eigin áhættu þú vilt taka, og fyrir hvaða áhættum þú vilt tryggja þig. Þegarþetta ervit- að þá er vátryggingarverndin hönnuð og sniðin eftir þínum vilja og allt sett á eitt skírteini. Árangurinn er sá, að fram- kvæmdin er einfaldari, og ódýr- ari, sem leiðir til iðgjaldalækkun- ar. Við bjuggum til trygginga- pakka, sem voru sérstaklega sniðnir fyrir sveitarfélög, versl- unarfyrirtæki og iðnfyrirtæki. Og pakkarnir seldust eins og heitar lummur. En það eru ekki aðeins pakk- arnir sjálfir, sem eru nýjung, heldur fjölmörg nýmæli sem urðu svo hlutar af pökkunum. Ég vil nefna hér aðeins tvennt: Slysa- tryggingar skólabarna, sem taka til allra slysa á börnum við skóla og í, hvernig svo sem slysið vill til og hver svo sem á sök á því. Og brottfall tilkynningarskyldu í sveitarstjórnarpakka, sem er í því fólgið, að kaupir þú nýjan hlut á tryggingarárinu, er hann af sjálfu sér tryggður þótt þú tilkynnir hann ekki og greiðir ekki af hon- um iðgjald. Iðgjaldið greiðir þú við næstu endurnýjun. Þetta er gert til að þú standir ekki í þeim sporum eftir tjón að þurfa að segja: Og ég sem gleymdi að tryggja- Á markaðnum er það aðalat- riði að vera vakandi og koma með nýjungar og markaðssetja þær með þeim hætti aö koma með þá næstu, þegar keppinautarnir hafa tekið upp þá síðustu." „Samkeppni tryggingarfélag- anna hefur greinilega farið vax- andi upp á síðkastið. Eru félögin of mörg?“ „Það má til sanns vegar færa, að félögin sé of mörg og eflaust verður þróun markaðarins sú, eins og í löndunum í kringum okkur, að félögunum fækkar um leið og þau stækka. Það ætti að verða hinum tryggða til góðs, því að tilkostnaðurinn ætti að minnka og það síðan að leiða til iðgjaldalækkunar. Erfitt er hins vegar að sjá, hvernig þessi þróun verður hér á landi. Sums staðar erlendis hefur samkeppnin harðnað svo, að félögin hafa orð- ið gjaldþrota og hætt, en á öðrum stöðum hefur orðið um samruna félaganna að ræða. Hvorttveggja gæti gerst hér. Mjög mikilvægt er að tryggingarfélög séu fjárhags- lega traust og fær um að greiða bætur refjalaust. Meginhlutverk Tryggingareftirlits ríkisins er að sjá um að félögin séu rekin á fjár- hagslega traustum grunni svo að þau geti staðiö við skuldbinding- ar sínar. f því er neytendaþjón- usta tryggingareftirlitsins fólgin. Ég sagði áðan, að Brunabótafé- lag íslands væri komið í annað sætið (1985) hvað iðgjaldamagn áhrærir, en félagið er í fyrsta sæti allra félaganna, hvað snertir nettóeign (höfuðstól) og það er mælistika, sem vert er að gefa gaum þegar vátryggingarfélög eru skoðuð.“ „Voru það ekki mikil viðbrigði fyrir þig að hætta áratugalöngum lögfræðipraxis og setjast í for- stjórastól í ríkisfyrirtæki?“ „Hér verð ég að leiðrétta þig strax, því að Brunabótafélag ís- lands er ekki ríkisfyrirtæki, þótt margir haldi, að svo sé. Ríkið á ekkert í félaginu. Það veitti fé- laginu hins vegar ábyrgð í upp- hafi og lánaði því starfsfé í byrj- un, en starfsféð var fljótlega endurgreitt með vöxtum og ábyrgðin felld niður, þannig að engin fjárhagsleg tengsl eru milli Brunabótafélagsins og ríkissjóðs. Þeir sem að stofnun félagsins stóðu á Alþingi á sínum tíma fyrir 70 árum, höfðu ekki í hyggju að stofna ríkisfyrirtæki. Þeir stofnuðu með lögum gagnkvæmt ábyrgðarfélag vá- tryggjenda, og það er félagið enn þann dag í dag. Hins vegar er það sérstakt að starfsheimildir sínar og skipulag hefur félagið fengið frá Álþingi með sérstökum lögum og það af sögulegum ástæðum vegna þess hlutverks, sem félaginu var ætlað. Af þess- um sökum var í upphafi ákveðið að ráðherra skipi félaginu for- stjóra, sem stýri félaginu. Það hefur haldist óbreytt í 70 ár. Ég var því eins og allir hinir sjö forstjórarnir skipaður af pólitísk- um ráðherra, og satt er það, að margir sögðu þá sem svo, að þetta yrði enn einn bitlingurinn handa mér. Ég lýsti því hins vegar yfir í upphafi, að það vissi ráð- herra, að ég mundi losa mig úr öðrum störfum fyrir flokk og stjórnvöld og helga alla starfs- krafta mína þessu félagi. Enda hefur sú orðið raunin á. I dag hef ég engin pólitísk störf með hönd- um, hef hætt í Seðlabanka, Iðn- lánasjóði, Iðnþróunarsjóði, Blaðaprenti o.s.frv. og stend nú með fangið fullt af verkefnum fyrir Brunabótafélagið eitt. Það voru að sönnu viðbrigði að hætta lögmannsstörfum og taka við þessu starfi, en reynsla mín úr lögmannsstarfinu hefur komið mér að góðum notum í forstjór- astarfinu. Mjög ánægjulegt var að koma að Brunabótafélaginu og starfa þar. Ekki síst fyrir þá sök, hversu góð samvinna hefur tekist með mér og starfsfólki öllu og stjórnarmönnum, svo að mað- ur tali nú ekki um þá Hilmar Páls- son og Þórð H. Jónsson, sem áður voru þarna deildarstjórar með áratugareynslu, sem vá- tryggingarmenn. Þeir voru gerðir að aðstoðarforstjórum 1981, og er það sannast mála, að velgengni og framsókn félagsins síðan er ekki síst því að þakka, hversu góð og náin samvinna okkar þriggja er í öllum málum, er snerta fé- lagið." Borgarspítalinn Lausar stöður Meinatæknar Deildarmeinatæknar og almennir meinatæknar óskast til starfa á Borgarspítalanum. Nánari upplýsingar veita yfirlæknir og yfirmeina- tæknir rannsóknadeildar í síma 696600. Frá Flensborgarskóla öldungadeild Innritun í öldungadeild fyrir vorönn 1987 fer fram á skrifstofu skólans dagana 5.-7. janúar kl. 14- 18. Innritunargjald er kr. 3.600. Aldurstakmark 20 ár. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudag- inn 12. janúar. Skólameistari Laugardagur 3. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.