Þjóðviljinn - 03.01.1987, Side 16
Risaveldin
Reagan
bjartsýnn,
þungt í
Gorbatsjof
Washington/Moskva - Reagan
Bandaríkjaforseti var bjart-
sýnn um sambúð risaveld-
anna í áramótaræðu til so-
vésku þjóðarinnar, en í ámóta
orðsendingu frá Sovét til
Bandaríkjamanna var þungt
hljóð í Gorbatsjof.
Sovétmenn höfnuðu tillögu frá
Hvíta húsinu um að leiðtogarnir
ávörpuðu hvor annars þjóð eins
og í fyrra. „Af hverju ættum við
að vera að blekkja fólk um sam-
skipti okkar,“ sagði talsmaður
Moskvustjórnar. Reagan flutti
ávarp sitt í bandaríkst áróðursút-
varp sem sendir út til Sovétblokk-
arinnar, en Gorbatsjof ávarpaði
Bandaríkjamenn með viðtali frá
Tass.
Reagan sagði að bætt sambúð
væri háð virðingu fyrir
mannréttindum og fagnaði
heimkomu Sakarofs til Moskvu.
hann sagði að á liðnu ári hefðu
risaveldin stigið stór skref í frið-
arátt, og minntist sérstaklega á
afvopnunarviðræðurnar í Genf
og Reykjavíkurfundinn.
Gorbatsjof sagði hinsvegar að
Genfarviðræðurnar gengu treg-
lega og árangurslítið og að
Bandaríkjamenn væru að falla
frá tillögum sínum í Reykjavík.
Hann gagnrýndi Washington-
stjórnina fyrir að brjóta Salt-2
samkomulagið og átaídi Reagan
harðlega vegna sífelldra kjarn-
orkutilrauna meðan Sovétmenn
halda að sér höndum. Sovétmenn
hafa lýst yfir að þeir hefji aftur
tilraunir eftit fyrstu sprengju
Bandaríkjamanna á þessu ári.
ERLENDAR
FRÉTTIR
ÁRNASON /REUIER
________HEIMURINN_________________
Afghanistan
Vopnahléi hafnað
Skœruliðar segja vopnahléstilboð Kabúl-
stjórnarinnar blekkingar einar
Kabúl/lslamabad - Talsmenn
skæruliða í Afghanistan hafa
hafnað vopnahlésboði Naji-
bullah stjórnarleiðtoga í Ka-
búl. Skæruliðar ítreka kröfur
sínar um að sovéskar her-
sveitir fari úr landi, og sumir
þeirra segja að vopnahlé komi
ekki til greina, þarsem í því fæl-
ist ákveðin viðurkenning á
Kabúl-stjórn. Markmiðið sé
hinsvegar íslömsk ríkisstjórn í
Afghanistan.
Najibullah bauð vopnahlé í
ræðu sem varð opinber á nýárs-
dag, og átti það að taka gildi 15.
janúar og næstu daga. Najibullah
lýsti því einnig yfir í ræðunni að í
framhaldi af vopnahlénu ættu
fulltrúar „andstöðunnar“ að taka
þátt í þingkosningum, og fyrir
nokkrum vikum sagðist hann
reiðubúinn til að mynda nýja rík-
isstjórn með þátttöku stjórnar-
andstæðinga sem nú dvelja er-
lendis og nefndi til hópa kon-
ungssinna og miðjumanna.
Vopnahléstilboð
Kabúl-stjórnarinnar þykir merk-
asta tilraun hennar til friðar og
sátta hingað til og er litið svo á að
Sovétstjórnin eigi í því drjúgan
þátt. Najibullah var fyrir þremur
vikum í Moskvu og ræddi þar við
ráðamenn, sem eftir valdatöku
Gorbatsjoffs eru taldir áfram um
að finna leið útúr því feni sem
Sovétmenn hafa nú ranglað um í
rúm sjö ár. Nú eru í Afghanistan
um 115 þúsund sovéskir hermenn
að mati vestrænna athugenda, en
í október voru átta þúsund Sovét-
hermenn sendir heim. Styrjöldin
hefur hrakið fimm milljón íbúa úr
landi, flesta í flóttamannabúðir í
Pakistan.
Mohammad Nabi Mohaham-
madi, talsmaður sambands helstu
skæruliðahreyfinga, sagði í Pak-
istan að ekki væri hægt að treysta
Najibullah, og væri vopnahléstil-
boð blekkingar einar. Skæruliða-
samtökin hafa brugðist við sátta-
tilraunum frá Kabúl með því að
endurtaka að þeir muni aldrei
sitja í ríkisstjórn með núverandi
valdhöfum úr Kommúnista-
flokknum. Sovétherinn verði að
fara úr landinu sem síðan lúti ís-
lamskri stjórn.
Kína
Stúdentar í himneskum ófriði
Stjórnvöld taka vægilega á mótmœlendum og reyna að haldaþeim í einangri
Peking - Stúdentar við Peking-
háskóla sögðust í gær ekki
vera hættir mótmælum sínum
eftir viðburðarík áramót á
Tiananmen-torgi, því sem
kennt er við hlið hins himn-
eska friðar. Stjórnvöld hafa
brugðist vægilega við mót-
mælendum og forðast lög-
regluátök en kínverskir fjöl-
miðlar gagnrýna stúdentana
harðlega og láta að því liggja
að öfl á borð við Tævan-
stjórnina reyni að notfæra sér
ólguna.
Allan desembermánuð hafa
stúdentar víða um Kína haft uppi
ýmiss konar mótmæli, og náðu
þau hámarki rétt fyrir jólin í
Sjanghæ þar em fjölmenn ganga
fyllti miðbæinn tvo daga í röð. í
Sjanghæ virðast mótmælin hafa
náð langt útfyrir háskólahópa, en
annars staðar eru stúdentar einir
um hituna.
Stúdentar við Peking-háskóla
voru í aðalhlutverki um ára-
mótin. Eftir mikla ólgu í jólavik-
unni ákváðu stúdentar að hunsa
nýsett mótmælabann og halda á
Tiananmen-torg, miðpunkt
Kínaveldis, þar sem grafhýsi
Maós formanns stendur ekki
langt frá keisarahöllunum fomu.
Lögreglan var send af stað á ný-
ársnótt og lokuðu um þúsund lög-
reglumenn aðgönguleiðum að
torginu, en um morguninn braust
jafnfjölmenn ganga í gegnum
lögregluraðir og inná torgið. Stú-
dentarnir hrópuðu slagorð um
frelsi og lýðræði og sungu Int-
ernasjónalinn.
Lögregla handtók á þriðja tug
stúdenta, og sfðar um daginn
gengu stúdentar aftur frá Peking-
háskóla að torginu, um 15 kíló-
metra leið, til að krefjast þess að
hinum handteknu yrði sleppt.
Þegar gangan nálgaðist torgið var
tilkynnt að hinir föngnu væru
lausir úr haldi og var þeim fagnað
sem hetjum, en gangan hélt
áfram inná torgið án afskipta lög-
reglu.
Utan skólanna virðast við-
brögð misjöfn. ýmsir fagna stúd-
entunum og þykir mannsbragð af
óhlýðni þeirra við stjórnvöld.
Aðrir líta mótmælin hornauga,
vilja fara varlega í pólitískar
endurbætur og óttast að óróatími
menningarbyltingarinnar endur-
taki sig.
Erlendir sjónarvottar segja að
þótt kröfur stúdenta gangi sumar
gegn hagsmunum valdahópsins
Frakkland
sé mótmælahreyfingin með hætti
samstiga endurbótastefnu Xiao-
Peng, og sé það ein skýring vægi-
legra viðbragða. Mestu skipti
fyrir stjórnvöld að óróinn breiðist
ekki út, og sérstaklega að ekki
náist samstaða með stúdentum
og verkalýð.
Pótt mótmælin séu einstæður
viðburður í Kínasögu frá menn-
ingarbyltingunni benda athug-
endur á að stúdentar séu forrétt-
indahópur í Kína og hafi árum
saman notið víðtækari lýðrétt-
inda en allur almenningur, - og sé
þeim mun ólíklegra að neisti úr
háskólunum kveiki í púður-
tunnu. Almennir borgarar hafi
hugann við bættan efnahag fyrst
og fremst og sinni síður hug-
myndum um aukið lýðræði.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Sigurður Guðmundsson
Ijósmyndari
andaðist í Landakotsspítala 24. des. Útförin fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Sjálfs-
björg í Reykjavík.
Svanlaug Sigurðardóttir, Guðný Sigurðardóttir, Sig-
ríður Sigurðardóttir, tengdasynir, barnabörn og barna-
barnabörn.
Bróðir minn og mágur
Benjamín Franklín Einarsson
fyrrverandi fulltrúi
Skaftahlíð 18
verður jarðsunginn mánudaginn 5. janúar kl. 13.30 frá Hall-
grímskirkju.
Þóra Einarsdóttir Jakob Jónsson
Útför eiginmanns mfns, föður, tengdaföður og afa
Snorra Gunnlaugssonar
bónda, Esjubergi Kjalarnesi
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. janúar kl. 13.30
Jarðsett verður að Mosfelli
Sigríður Gísladóttir
Árni Snorrason Kolbrún Guðmundsdóttir
Oddný Snorradóttir Óiafur Friðriksson
Gísli Snorrason Anna Steinarsdóttir
og barnabörn
Verkfallið magnast
Sáttatilraunir útumþúfur. Vandi Chiracs eykst en Mitterrand tekur á
móti sendinefnd járnbrautarmanna
París - Engin lausn er í sjón-
máli í verkfalli járnbrautar-
starfsmanna sem hefur lamað
samgöngur i Frakklandi í rúm-
lega hálfan mánuð. Málið veld-
ur hægristjórn Chiracs veru-
legum erfiðleikum og virðist
jafnframt vatn á myllu Mitterr-
ands forseta og félaga hans í
stjórnarandstöðu.
Lögreglu var beitt gegn verk-
fallsmönnum í gær þegar þeir
höfðu safnast á járnbrautarteina
en ekki kom til verulegra átaka.
Verkfall farmanna stendur enn,
og líkur eru taldar á að til tíðinda
dragi víðar, meðal annars í
Renault-bflaverksmiðjunni og
rafveitunni EDF.
Um áramótin voru miklar von-
ir bundnar við starf sáttasemjara
sem Chirac-stjórnin skipaði á
gamlársdag. Ráðherrar höfðu
áður látið deiluna afskiptalausa
en Mitterrand átaldi stjórn Chir-
acs og sagði óhæfu að þar á bæ
stæðu menn með hendur í vösum.
Sáttasemjarinn reyndi sættir
með því að lofa að óvinsæl áætlun
um nýtt launakerfi yrði lögð til
hliðar en á nýársdag ákvað yfir-
gnæfandi meirihluti jámbrautar-
manna að halda verkfallinu
áfram. Þeir krefjast hærri launa,
fleiri frídaga og bættrar vinnuað-
stöðu.
Mitterrand lagði í áramóta-
ávarpi áherslu á frið á vinnu-
markaði sem forsendu framfara
og hvatti til þess að menn hlust-
uðu hver á annan. Þykja þessar
ábendingar sneiða að frammi-
stöðu ríkisstjórnarinnar. Mitter-
rand kom síðan aftur við sögu á
nýársdag þegar hann tók á móti
sendinefnd verkfallsmanna og
lofaði að koma sjónarmiðum
þeirra á framfæri við forsætisráð-
herrann. Chirac hefur neitað
með öllu að tala við verkfalls-
menn og er hægrimönnum heitt í
hamsi vegna afskipta forsetans.
Franska stjórnin stendur gegn
öllum launahækkunum og telur
þær hættulegar efnahagsfram-
vindu, en ástæður fyrir harðlínu-
afstöðu stjórnarinnar f verkfall-
inu eru ekki síður taldar þær að
Chirac vill ekki þurfa að gefa eftir
fyrir járnbrautarstarfsmönnum
aðeins nokkrum vikum eftir að
stúdentar svínbeygðu hann á göt-
um Parísar með dyggri aðstoð úr
forsetahöllinni.
í skoðanakönnun í Paris-
Match telja59% spurðra að staða
Chiracs hafi veikst við stúdentaó-
eirðirnar, en 41% segja Mitter-
rand hafa styrkst. Verði þeir í
framboði til forseta 1988 segjast
56% munu kjósa Mitterrand,
44% Chirac.
Spánn
Blankheit hjá Rio Tinto
Madrid - Námufyrirtækið Rio
Tinto Minera hefur lýst yfir að
það ráði ekki við skuldir sínar
og í gær voru helstu lána-
drottnar heima og erlendis
beðnír um greiðslufrest. Fyrir-
tækið skuldar sem nemur 60
milljörðum íslenskra króna,
hérumbil ein og hálf fjárlög ís-
lenska ríkisins.
Fyrirtækið grefur kopar úr jörð
á tveimur stöðum á Spáni og er
komið að gjaldþroti vegna lágs
heimsmarkaðsverðs og mikils
kostnaðar. Spænskir aðilar eiga
51% í fyrirtækinu og breska fyrir-
tækið Rio Tinto Zink 49% - það
er sama fyrirtækið og menn Al-
berts Guðmundssonar eru að
semja við um kísilmálmverk-
smiðju á Reyðarfirði.
Samningaviðræður við lána-
drottna og verkalýðsfélög hefjast
í næstu viku, en áætlað er að
fækka í starfsliði úr um 2500 í
1600 til að byrja með.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN