Þjóðviljinn - 03.01.1987, Side 20

Þjóðviljinn - 03.01.1987, Side 20
Okurkœrur Mikill meirihluti fellur niður Okurmálin 123 endurskoðuð hjá saksóknara. Flest lánin á Seðlabanka-tímabilinu Nokkrar vikur líða af nýju ári áður en menn ríkissaksóknara ná að endurskoða okurákærurnar eftir dóm Hæstaréttar um okur reykvíska lögfræðingsins, en þeg- ar þykir nokkuð Ijóst að meiri- hluti ákæranna verður dreginn til baka. Björn Helgason saksóknari sagöi í gær við Þjóðviljann að ekki hefði verið tekin endanleg ákvörðun um málsmeðferð eftir Hæstaréttardóminn. Verið væri að endurskoða allar ákærumar og tæki það verk einhverjar vik- ur. Alls voru ákærurnar 123 auk höfuðpaursins Hermanns Björg- vinssonar. Hæstiréttur sýknaði lögfræðinginn af öllum ákærulið- um nema einum, - hann var dæmdur fyrir okurlán frá því í júlí 1984, áður en Seðlabankinn hætti að auglýsa hámarksvexti. í ákær- unum er ekki farið fram á á- kveðna sektarfjárhæð, en okur- lög tiltaka sekt frá fjórfaldri til tvítugfaldrar okurupphæðarinn- ar, og eru dómar yfirleitt í neðri kantinum. Áður en Hæstaréttardómurinn féll höfðu þrjú mál önnur farið gegnum undirrétt, og hefur einn hinna dæmdu áfrýjað til Hæsta- réttar. Hinir tveir sættu sig við dóminn, enda var annar sýknað- ur og dómur hins skilorðsbund- inn. Saksóknarar hafa ekki ákveðið hvort þeir áfrýja þessum málum. -m. Menntun 30 þús. í framhalds- námi 40% árgangs ínámi við tvítugsaldur og 8% á þrítugsaldri Um 40% Islendinga sem náð hafa 20 ára aldri stundar fram- haldsnám og um 8% þeirra sem komnir eru á þrítugsaldur. Alls voru rúmlega 30 þúsund lands- menn sem lokið hafa skyldunámi í skóla á árinu 1985 og hefur náms- mönnum í framhaldsnámi farið töluvert fjölgandi á undanförnum árum samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Af þeim sem stunduðu nám á árinu 1985 voru um 13.500 í fram- haldsskólum, rúmlega 1.400 í iðnnámi þar af aðeins 119 stúlkur og ríflega 4.700 í háskólanámi þar af var meirihlutinn stúlkur eða 2.436. í námi erlendis voru tæp- lega 2.300 þar af 1.367 karlar. Af þeim sem ljúka skyldunámi fara um 96% í frekara nám næsta vetur á eftir. Við 17 ára aldur er tæplega 2/3 aldurshópsins eftir í námi, um 40% við tvítugsaldur, rúmlega 21% við 25 ára aldur og um 8% við þrítugsaldur. -Ig- Brunabótafélag íslands hóf starfsemi sína 1. janúar 1917 og á því 70 ára starfsafmæli nú í upphafi árs 1987. Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafs- fjörður, Dalvík, Akureyri, Húsavík. Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Reyðar fjörður, Eskifjörður, Norðfjörður 'kj Vestmannaeyjar, Selfoss Hveragerði, Mosfells í tilefni þessara tímamóta í sögu félagsins munum við hafa opið hús og taka á móti viðskiptavinum og vel- unnurum á aðalskrifstofu Bruna- bótafélagsins, Laugavegi 103, q Reykjavík og í eftirtöldum iivciagciui, iviuMCiið- I907 hreppur, Hafnarfjörður, Kópavogur, Garða- bær, Grindavík og Keflavík. umboðum okkar: Akranes, '9 Ólafsvík, Grundar- fjörður, Stykkis- hólmur, ísafjörður BRUNABOTAFEIAG ÍSIANDS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.