Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.01.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. janúar 1987 6. tölublað 52. árgangur Góðœrið Aldrei fleiri gjaldþrot Gjaldþrotaskiptum hjá borgarfógeta íReykjavík hefurfjölgað gífurlega á síðustu árum. Voru 347ífyrra. Fjöldi gjaldþrotabeiðna hefur margfaldast síðan árið 1981 Gjaldþrotabeiðnum og úr- skurðum um gjaldþrot hefur fjölgað geysilega hjá embættinu. Sömu sögu er að segja um beiðnir um greiðslustöðvun, en langmest hefur aukningin þó orðið í ágrein- ingsefnum milli aðila að bú- skiptum, sagði Ragnar Hall skipt- aráðandi hjá borgarfógetaemb- ættinu í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann í gær. Börn Fæðingum fækkar enn Ekki einsfá börnfœðst hérlendis undanfarin 40 ár Barnsfæðingar hérlendis hafa ekki verið eins fáar í fjóra ára- tugi og á nýliðnu ári. Þá fæddust 3.800 börn lifandi sem er um 50 börnum færra en árið 1985. Mikil fækkun hefur orðið á barnsfæðingum sl. þrjú ár, en árið 1983 fæddust 4.371 börn. Hafa ekki fæðst eins fá börn hér- lendis og á árunum 1985 og 1986 síðan 1947 þrátt fyrir að á þessum fjórum áratugum hafi tala kvenna á barnsburðaraldri ríf- tega tvöfaldast. Ef fæðingartíðni á hverjum aldri kvenna yrði til frambúðar hin sama og hún vará sl. ári, þá yrðu ófæddar kynslóðir um 8% fámennari en kynslóð foreldr- anna. -•g Að sögn Ragnars kom til 347 gjaldþrotaúrskurða hjá embætt- inu á síðasta ári, en þeir voru 227 árið áður. Af þessum 347 úr- skurðum er í 225 tilvikum um ein- staklinga að ræða, en 92 fyrir- tæki. Alls bárust embættinu 945 beiðnir um gjaldþrotaskipti á síð- asta ári, en árið 1985 voru þær mun færri eða 762. Slíkum beiðnum hefur fjölgað hreint ótrúlega á síðustu árum, sem og eiginlegum gjaldþrotaskiptum. Þannig bárust 195 beiðnir um gjaldþrotaskipti árið 1981, litlu fleiri árin 1982 og 1983, en 1984 stökk þessi tala upp í 527 og hefur orðið stórfelld aukning síðan eins og áður segir. Ragnar sagði 40 beiðnir um greiðslustöðvun hafa borist í fyrra, en þær voru 28 árið áður. í flestum tilvikum áttu einstak- lingar í hlut. Þorsteinn Pétursson skiptaráð- andi í Keflavík sagði tölur um þetta ekki liggja endanlega fyrir þar, en þó sagði hann að greini- lega hefði orðið gífurleg aukning gjaldþrotaskipta á síðasta ári. Þingfestum gjaldþrotamálum fjölgaði um 100% hjá embættinu á síðasta ári. Tölur um þetta lágu heldur ekki fyrir í Kópavogi, en Sveinbjörn Sveinbjörnsson skipt- aráðandi þar sagði augljóst að mikil aukning hefði átt sér stað. „Við höfum ekki endanlegar tölur en það er engum blöðum um það að fletta að það hefur orðið gífurleg aukning í þessum efnum,“ sagði Sveinbjörn. -gg Síminn Dýrara til útlanda Talsímagjöld til útlanda hækka um 11 % að meðaltali frá og með deginum í dag. Mest er hækkunin á símtölum til Bandaríkjanna 21% en minnst 9% til V- Þýskalands. Sem dæmi um mínútugjald þá kostar nú 38 kr. hver mínúta til Norðurlandanna, 43 kr. til Bret- lands, 49 kr. til V-Þýskalands og 85 kr. til Bandaríkjanna. Þá hækka gjöld fyrir almenna gagnanetið um 10% til allra landa. Einnig hækka símskeyta- gjöld frá landinu og er fastagjald- ið nú 325 kr. og orðagjald 13.50 til Evrópu og Miðjarðarhafs- landa. -lg- Reykjanesbraut Banaslys 47 ára gömul kona lést í um- ferðarslysi á Reykjanesbraut við Kúagerði í gærmorgun. Alls lentu 5 bílar í hörðum á- rekstri en mikil hálka myndaðist skyndilega á brautinni. 6 öku- menn og farþegar hlutu minni- háttar meiðsli. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari mætti vel klyfjaður í Karphúsið í gær þegar sjómenn og útvegsmenn settust að nýju að samningaborði. Mynd-E.ÓI. Sjómannasamningar Skriður á samningum Hafþórshnúturinn leystur. Guðlaugur Þorvaldsson: Gengiðfráýmsum atriðum, en kostnaðarhlutdeild órædd. Alltannað hljóð komið í strokkinn Aðilar hafa enn ekki samið um kostnaðarhlutdeildina og ég efa að hún verði rædd fyrr en í fyrra- málið. En við höfum þegar gengið frá ýmsu öðru. Það er komið allt annað hljóð í strokkinn hjá mönnum, sagði Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari í sam- tali við Þjóðviljann skömmu áður cn blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna settust aftur að samningaborði kl. 17 í gær eftir að ljóst var að rækjutogarinn Hafþór var hættur veiðum og á leið inn til ísafjarðar, þangað sem togarinn kom um miðnætti í gær. Togaranum var snúið frá veiðum eftir að sjávarútvegsráðherra hafði lagt að útgerð skipsins sem skipaði skipstjóranum í skeyti að sigla í land. Meðal þess sem aðilar náðu samkomulagi um í gær var sú krafa sjómanna að snúa skuli skipum til lands um leið og verk- fall skellur á, en á móti kemur inn ákvæði um að verkfall skuli boð- að með þriggja vikna fyrirvara í stað tveggja. Guðlaugur átti von á að fundum yrði haldið áfram fram eftir nóttu og aftur í dag. Hann sagðist engu vilja spá um framgang viðræðna um helgina. Talsvert hefur borið á milli aðila um kostnaðarhlutdeildina og því má búast við að samkomulag um það atriði dragist, en menn voru engu að síður nokkuð bjartsýnir í Karphúsinu í gærkvöldi. Undirmenn á farskipunum hafa setið á samningafundi frá því kl. 13. í gærdag og miðar lítið í þeim viðræðum ennþá. Aðal- kröfur undirmanna er hækkun á grunnlaunum í 26 þúsund krónur og álag á eftirvinnu. -gg/lg Símamenn Óska eftir verkfalls- heimild Fundur í félagsráði íslenskra símamanna samþykkti einróma í fyrrakvöld að óska eftir því við félaga sína að þeir gefi félaginu heimild til verkfallsboðunar. Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fljótlega fram um málin. Símamenn eru fyrst félaga innan BSRB til að óska eftir verkfallsheimild. -Ig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.