Þjóðviljinn - 10.01.1987, Síða 7

Þjóðviljinn - 10.01.1987, Síða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Þolgæði snigilsins Birgir Sigurðsson leikritaskáld segir frá leikritinu Dagur vonar og viðhorfum sínum til leiklistarinnar og leikhússins Birgir Sigurðsson Það eru alltaf tíðindi þegar frumsýnt er nýtt íslenskt leikrit. Ekki síst þegar um er að rœða reyndan höfund sem liggur mikið á hjarta, en annað verður ekki sagt um Birgi Sigurðsson höfund leikritsins Dagur vonar, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á sunnudagskvöldið í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá stofnun fél- agsins. Blaðamenn áttu þess kost að sjá œfingu verksins í vikunni. Þar var á áhrifamikinn og nœrgöngulan hátt brugðið upp mynd af tilfinn- ingalegu uppgjöri á milli móður, þriggja barna hennar, sambýlis- manns hennar og leigjanda. Leikurinn gerist á 6. áratugnum í Reykjavík og er mynd sú sem Birgir bregður upp fyrir okkur af lífi þessa fátœka alþýðufólks mál- uð œði dökkum litum. Við hittum Birgi að máli eina morgunstund eftir œfinguna og ég byrjaði á því að spyrja hann hvort þessi dökka mynd af mannlegum samskiptum sem þarna vœri dregin fram vœri hugsuð sem eins konar spegil- mynd samfélagsins, eða hvort hér vceri frekar um einstaklingsbund- ið drama að rœða, sem ekki hefði víðari félagslega skírskotun. Leikritið Dagur vonar fjallar að sjálfsögðu fyrst og fremst um þá einstaklinga sem í því eru - en það vill svo til að einstaklingarnir skrölta aldrei samhengislaust í því samfélagi sem þeir lifa í. Leikurinn gerist á 6. áratugnum og ber án vafa keim af því, en ég vona hins vegar að verkið hafi einnig til að bera almenna og sammannlega skírskotun. Róttækum mönnum hættir oft til að hugsa einstaklinginn of mikið út frá samfélagsveruleik- anum, þannig að þeir fá einvídd- armynd af einstaklingnum, og þar með samfélaginu líka. Þessi einvíddarmynd var mjög áber- andi á síðasta áratug í bók- menntum, skáldskap og listum. En þessi viðhorf eru nú orðin gjaldþrota vegna þess að þau af- neituðu þeim flókna, margræða og samsetta veruleika sem við búum við. Nú er hins vegar kannski orðin hætta á því að menn fari að einblína á einstakl- inginn rétt eins og samfélagsveru- leikinn sé ekki til. En bæði lista- menn og aðrir verða að skoða manninn og þjóðfélagsveruleika hans í þeirri flóknu og margs- lungnu samsetningu sem fólginn er í mannlífinu, en gæta þess um leið að tapa ekki áttum. Er Dagur vonar þá öðrum þrœði einhvers konar krufning á þjóðfélaginu um leið og það lýsir samskiptum þessa fólks? Nei, ég álit ekki að það feli í sér krufningu í neinni mynd - en ég er að vona að skáldskapur verks- ins geti komið áhorfendum við og skipt þá máli. Eru það einhverjir leikritahöf- undarsem þú hefur lært aföðrum fremur, hefur til dœmis Ibsen haft mótandi áhrif á þig sem leikrita- skáld? Þessu er erfitt að svara. Ég held að sumir eldri höfundar eins og til dæmis Ibsen og O’Neill - og jafnvel líka Tennessy Williams og Arthur Miller, hafi skipt leik- skáldskap minn miklu máli. Ekki svo að skilja að ég telji mig vera lærisvein nokkurs af þessum mönnum, en hins vegar hefur sú sterka og lifandi tilfinning sem þeir hafa fyrir dramanu í mann- legu lífi, höfðað mjög mikið til mín. En í raun og veru er Tsjekov sá höfundur sem mér þykir lang- vænst um af leikskáldum - en ég líkist honum ekki vitundarögn. Reyndar finnst mér ritverk hans í heild sinni vera einhver yndisleg- asti skáldskapur sem ég hef lesið. Hvaða hugmyndir gerir þú þér um leikhúsið? Hvert er hlutverk þess í okkar þjóðfélagi og hvaða gagn getur það gert? Oscar Wilde sagði einu sinni að öll list væri vita gagnslaus. Þetta hrökk uppúr honum í einhverju partíi - og auðvitað er þetta tóm lygi- Listin gerir mikið gagn. Hún sýnir manninum meðal annars það sem hann á að vita en vill ekki vita, - eða það sem hann veit en lætur sem hann viti ekki. Listin færir manninn nær sjálfum sér og gefur honum kannski meiri möguleika en flest annað til þess að upplifa djúpan mannlegan sannleika. Leikhús getur verið spegill, sem segir hver af öllum fegurst er - eða ljótust - eftir því sem verkast vill. Slíkir speglar eru nauðsynlegir, ekki síst á þeim gjörspilltu og hættulegu tímum sem við lifum nú. Auðvitað hefur leikhúsið ýmis- legt annað til að bera eins og af- þreyingu og skemmtun, en því miður verður það að segjast að skemmtiiðnaðurinn í leikhúsi hefur stundum orðið til þess að grafa undan listrænum heilindum þess. Reyndar eru menn orðnir svo rammvilltir í samfélögum nútím- ans að þeir eiga orðið mjög erfitt með að greina á milli listar og afþreyingar sem er framleidd í dósaverksmiðjum markaðs- hyggjunnar - greina á milli þess sem er ekta og óekta - og þetta hefur leitt til þess að þessi jörð er smám saman að verða að ein- hvers konar afþreyingarplánetu. Afþreyingarástríðan leitast við að afmá mannlega einlægni og mannúð, svæfa samvisku okkar þrynirósarsvefni og breyta lífinu okkar í einhvers konar fífladans á brún hengiflugsins. Á leikhúsið andsvar við þessu? Já, gegn þessu þarf listin og leikhúsið að snúast. Og listin ger- ir það best að mínu mati með þvf Sigurður Karlsson og Guörún Gísladóttir í hlutverkum sinum í leikriti Birgis, Dagur vonar. að sýna sjálfa sig og um leið manneskjuna í öllum þeim vídd- um sem til eru. Skáldskapurinn og listin hafa miljón andlit, og sá fjölbreytti og tilfinningaríki veru- leiki sem listin býr yfir er eitthvert besta vopn sem til er gegn alræðishyggju kommersíal- ismans og allri einræðishyggju af pólitískum toga. Listræn sköpun - þegar hún rís undir nafni - hefur manninn að þungamiðju. Hún hjálpar honum til þess að viðhalda og efla sjálfs- vitund sína, sem leynt og ljóst er verið að drepa til þess að gera manninn meðfærilegri lyrir alræðis- og einræðisöflin. Leikhúsið og listin hafa þá póli- tískt hlutverk í víðum skilningi þess orðs? Já, við sjáum hvernig einvídd- arhugsunin leiðir til þröngsýni og óþols og á endanum til miskunn- arleysis. Við höfum séð hvernig stórkostlegar hugsjónir hafa ver- ið færðar upp á manninn sem fjötrar, þannig að það sem átti að fresla hann verður að ófrelsi hans. Þetta hefur meðal annars gerst vegna þess að menn hafa neitað að meðtaka manneskjuna í öllum sínum myndum. Þessi af- neitun felur í sér mannúðarleysi sem gerir lýðræðið óvirkt og leiðir endanlega hugsjónir um betra samfélag inn á blóðugar blindgötur. Er leikhúsið vettvangur fyrir stórar hugsjónir? Já, við höfum þörf fyrir hug- sjónamenn þar eins og annars staðar. Og hugsjónamennirnir þurfa ekki aðeins að vera slægir sem höggormar og saklausir sem dúfur, þeir þurfa líka að rækta með sér þolgæði snigilsins, sem hafði verið að skríða upp steininn í 5000 ár þegar hann sofnaði og datt niður, leit upp eftir steinin- um þar sem hann lá og sagði stundarhátt: „jæja, þá er að drífa sig upp!“ I þessum viðhorfum snigilsins, vinar okkar, felst raunverulega dagur vonar. ólg. Laugardagur 10. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.