Þjóðviljinn - 10.01.1987, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 10.01.1987, Qupperneq 13
Verkfallsmenn í Frakklandi virtust í gær hafa klofnaö í afstöðu sinni til þess hvort halda ætti áfram járnbraut- arverkfalli sem hefur spillt sam- göngum í Frakklandi í rúmar þrjár vikur. í Rennes í Bretóníu og Chambery í Ölpunum ákváöu járnbrautarmenn að hefja vinnu, en í Marseille, Toulouse og Montpellier í Suður-Frakklandi vildu þeir halda áfram verkfallinu. Má vænta tíðinda um helgina. íranir hófu stórsókn gegn írökum á suðurvígstöðvunum rétt við hafn- arborgina Basra, næststærsta borg í íran. í Teheran var í gær tilkynnt að sóknin gengi vel og þúsundir írakshermanna hefðu fallið, í Damaskus sögðust her- stjórnendur hafa hrundið árásum írana og valdið gífurlegu mann- falli í árásarhernum. Sannleikur- inn er talinn liggja miðja vegu. Sókn íranshers í átt að Basra þykir hafa að markmiði að ein- angra borgina, sem yrði írökum alvarlegt áfall. Andrei Tarkovskí er talinn hafa verið rangindum beittur af sovéskum skriffinnum í grein í sovéska vikublaðinu No- voye Vremja (Nýi Tíminn) í gær. Sovésk kvikmyndaritskoðun er gagnrýnd undir rós og því haldið fram að ef Tarkovskí hefði ekki látist hefði hann getað snúið heim til Sovét óáreittur. Eftir dauða kvikmyndaleikstjórans birtust óvænt eftirmæli um hann í Tass, hinni opinberu fréttastofu, og í blaðagreininni segir að Tark- ovskí hafi látist á þeim tímum að menningarlíf í heimalandi hans væri miklum breytingum undir- orpið. Sex ára strákur fann sprengju á barna- leikvelli í Kaupmannahöfn í gær. Hann sótti fullorðna og þeir lög- reglu og sprakk sprengjan ekki. Þetta er þriðja sprengjan sem á skömmum tíma er komið fyrir á leiksvæðum barna í Höfn, og veit enginn hverslags geðveiki býr að baki. Stráksi sagðist hafa kann- ast við gripinn úr sjónvarpinu. Gíbraltar er Bretum og Spánverjum sífellt deiluefni og horfir ekki vel um ár- angur í viðræðum í næstu viku um framtíð höfðans. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins hefur sagt að viðræðurnar muni ekki snúast um yfirráð yfir Gí- braltar, sem hefur verið bresk ný- lenda frá 1703, - og þessum yfir- lýsingum hefur talsmaður spænska utanríkisráðuneytisins mótmælt harðlega. Utanríkisráð- herrarnir Geoffrey Howe og Fransisco Fernandes Ordonez hittast í London á þriðjudag til við- ræðnanna. Spánverjar hafa lengi verið súrir útí Breta fyrir að halda Gíbraltar, en samkomulagslíkur hafa virst vænni síðan Spánverj- ar opnuðu landamærin við höfð- ann í febrúar ’85. Forsetinn Duarte í El Salvador á mjög í vök að verj- ast þessar vikur. Rétt eftir að tek- ist hafði að kveða niður sterkan orðróm um að herinn ætlaði að steypa honum hafa stærstu verkalýðssamtök í landinu krafist þess að hann segi af sér og við taki þjóðstjórn. Duarte segist hvergi munu hreyfa sig. í dag ætla skæruliðar FMLN að stöðva alla umferð á þjóðvegum í El Sal- vador. Fyrri aögerðir þeirra af svipuðum toga hafa valdið stjórn- inni miklum vanda, til dæmis sex daga umferðarstöðvun í des- ember. Verkalýðssamtökin UNTS segja öll kosningaloforð Duartes svikin og hafa uppi kröf- ur um stórtækar aðgerðir, eink- um í efnahagsmálum. HEIMURINN íran! Contra Nefið á Reagan lengist Leyniplagg úr Hvíta húsinu gefur til kynna að Reagan hafi verið fullljóst samhengi milli vopnasölu og Beirútgísla Washington - Leyniskjöl sem gerð voru opinber í gær sýna að vopnasalan til Irans átti meðal annars að auðvelda að bandarískum gíslum í Líbanon yrði sleppt úr haldi, og þykir fáum týra nema vegna þess að Bandaríkjaforseti hefur hing- að til neitað slíku samhengi hlutanna. Eitt skjalanna var nóta frá Oli- ver North, sem John Poindexter flutti forsetanum munnlega í jan- úar 1986, rétt áður en Reagan gaf leyfi til vopnasölunnar. I erindi Norths og Poindexters, sem báðir voru reknir úr starfi eftir að upp komst um samskiptin við íran, kemur skýrt fram að vopnasöl- unni er meðal annars ætlað að stuðla að því að fimm gíslar í Beirút verði látnir lausir. Að auki er þar rætt um að vopnasalan kunni að leiða til bættra sam- skipta við „hægfara" öfl meðal ráðamanna í Teheran, og tekið fram að ísraelsmenn séu mjög áhugasamir um vopnasöluna þar- sem þeir óttist að íranir láti undan síga í stríðinu við íraka samfara auknum sovéskum áhrif- um á svæðinu. í orðsendingunni kemur einnig fram að af áhrifa- mönnum við stjórnvöl í Washing- ton séu þeir Shultz utanríkisráð- herra og Weinberger varnar- málaráðherra andvígir sölunni, en Casey CIA-stjóri og Meese dómsmálaráðherra meðmæltir. Yfirmenn í Hvíta húsinu ráða sjálfir hvaða leyniskjöl eru gerð opinber, og hafa grunsemdir vaknað hjá blaðamönnum um að með orðsendingu Norths og fleiri birtum leyniskjölum sé verið að fegra myndina, þótt ekki verði komist hjá því að gera Reagan og nánustu samstarfsmenn uppvísa að ósannindum um jafn augljós viðskipti og þau sem stunduð voru með vopn og gísla. í leyniskjölunum frá Hvíta húsinu í gær er hvergi getið um að „contra“-skæruliðum í Nicaragua sé ætlað að hagnast á viðskiptum við íran. Hinsvegar eru sífellt fleiri frétt- ir sagðar af leynilegum fjárstuðn- ingi við „contra“-liða undir stjórn Olivers North. Los Angeles Tim- es hefur eftir félögum Norths að hann hafi árið '84 hælt sér af mikl- um peningaskáp sem hann hafi fullyrt að geymdi milljón dollara handa skæruliðum, og fyrrver- andi félagi í andkommúnískum samtökum til aðstoðar „contra“- Nefið á 40. forseta Bandaríkja Norður-Ameríku. Einsog í sögunni um Gosa? liðum sagði í gær að á fundi í janú- ar ’85 hafi aðstoðarmaður Norths sagt að til skæruliða streymdu mánaðarlega tíu þúsund dollarar úr sjóðum Öryggisráðsins (NSC). Á þessum tíma var í gildi bann þingsins við opinberri að- stoð við „contra“-heri. Suður-Afríka Hert á ritskoðuninni Fréttaritari New York Times rekinn úrlandi. Sprengja í Jóhannesarborg, ANC kennt um Jóhannesarborg - Stjórn Suður-Afríku hefur hert enn á ritskoðun í landinu með sér- stakri tilskipun seint í fyrra- kvöld þarsem dagblöðum er bannað að flytja fréttir eða auglýsingar þarsem bönnuð samtök eru sýnd í jákvæðu Ijósi. í gær var fréttaritara bandaríska stórblaðsins New York Times vísað úr landi, og er hann sjötti erlendi blaða- maðurinn sem rekinn er frá Suður-Afríku síðan neyðar- lögin voru sett í júní. Fréttaflutningur frá Suður- Afríku verður sífellt erfiðari og ótraustari, og má til dæmis nefna að daglegum fréttum Reuter- stofunnar frá Jóhannesarborg fylgir viðvörun um að fréttin sé skrifuð eftir reglum ritskoðunar- innar. Dagblöð í landinu hafa þó hvergi nærri sest í helgan stein sjálfritskoðunar, og kom síðasta tilkynning frá ritskoðurum dag- inn eftir að nokkur blöð höfðu birt auglýsingu þar sem hvatt er til þess að skæruliða- og þjóð- frelsissamtökin ANC, Afríska þjóðarráðið, verði viðurkennd á 75 ára afmæli sínu. Ekkert hefur frést um ástæður fyrir brottrekstri New York Times-blaðamannsins. í gær sprakk sprengja í stór- markaði í Jóhannesarborg. Sprengjan var mjög öflug en manntjón ekkert þarsem öryggis- vörður varð sprengjunnar var nokkrum mínútum áður en hún sprakk. Stjórnvöld segja ANC ábyrg. Stórmarkaðsfyrirtækið hefur átt í útistöðum við tíu þús- und svarta starfsmenn í verkfalli undanfarið. íransklandrið Marcos með Manila - Dagblöð á Filipps- eyjum halda því fram að Marc- os fyrrverandi einræðisherra hafi boðið Bandaríkjastjórn að hjálpa til við að upplýsa um vopnasöluna til íran gegn því að ráðamenn í Washington stuðli að því að hann fái að fara aftur til Filippseyja. í einu blaðanna segir að Bandaríkjastjórn hafi hafnað boði Marcosar, en sent þingmenn til Manila til rannsókna. Blöðin hafa eftir ónafn- greindum heimildarmönnum innan Filippseyjahers að hers- höfðingi Marcosar, Fabius Ver, hafi komið 24 milljón dollara virði af vopnum til fran árin 1984 og ’85 fyrir tilstilli sendimanna frá Washington. Marcos er nú í útlegð á Hawaii og neitar stjórnin í Manila honum um heimför. Kína-Víetnam Kampútsea talin bítbeinið Priggja daga átök á landamœrunum hin mannskœðustu síðan ’79 ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR ÁRNASON /REUIER Peking/Bangkok - Bardögum á landamærum Kína og Víetnam virðist hafa linnt eftir mann- skæðustu orrustur herjanna síðan í stríðinu 1979. Vestræn- ir athugendur telja að Kínverj- ar hafi átt frumkvæðið og sé tilgangurinn að þrýsta á að stjórnin í Hanoi breyti stefnu sinni í Kampútseu. Víetnamska útvarpið hefur sagt að her landsins hafi fellt um þúsund manns af Kínverjum og sært eða tekið til fanga um 500 í viðbót. í Peking eru um 200 Ví- etnamar sagðir hafa fallið í átök- unum á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Þessar tölur eru taldar nokkuð ýktar, en athug- endur telja þó að skærur á landa- mærunum hafi ekki orðið skæðari síðan í stríði ríkjanna fyrir átta árum. Hvorir kenna öðrum um upp- tök átakanna, en fréttaskýrendur hallast heldur að því að Kínverjar hafi byrjað. Sé tiigangurinn þá að koma hinni nýju stjórn í Hanoi til að endurskoða stefnu sína í Kam- pútseu þarsem víetnamskur her styður vinveitta stjórn gegn þrí- einum skæruliðum Rauðra Vonir bum Bandaríkin dnar við nýtl eyðnilyf Washington - Nýtt lyf, „riba- virin“, virðist koma að nokkru gagni í baráttunni við eyðnisjúkdóminn að sögn bandarísks iyfjafyrir- tækis sem gert hefur til- raunir með lyfið á fjórum sjúkrahúsum undanfarið ár. Lyfið var reynt á 52 sjúk- lingum sem smitast höfðu af eyðni án þess að fá sjúkdóm- inn, og varð enginn þeirra sjúkdómnum að bráð. í 56 manna samanburðarhópi sem svipað var ástatt um og fékk óvirkan skammt veiktust tíu af eyðni. Hvorki sjúklingar né læknar vissu í hvorum hópn- um sjúklingarnir voru. Þessar tilraunir virtust ekki benda til að lyfið hefði teljandi auka- verkanir. Heilbrigðisyfirvöld i Bandaríkjunum eiga eftir að athuga tilraunir lyfjafyrirtæk- isins. Kmera, hægrimanna og Síhan- uks-sinna. Kínverjar hafa sagt ástandið í Kampútseu standa í vegi fyrir auknum samskiptum bæði við Hanoi og Moskvu, og sovéskir ráðamenn virðast áfram um að finna lausn á Kampútseumálinu. Á nýafstöðnu flokksþingi í Han- oi, þarsem nýir menn komust til forystu, bar minna á hnjóðsyrð- um um Peking-stjórn en oft áður, og í síðustu viku lýsti víetnamskir ráðamenn eftir betri samskiptum við Kína til að fá ráðrúm til að fást við hrakandi efnahag, - en sögðust einnig mundu styðja stjórnina í Pnom Penh sem setið hefur að völdum í átta ár. Kínverjar neituðu strax bætt- um samskiptum nema Víetnam- her yrði fluttur frá Kampútseu, og gætu átökin í vikunni verið sprottin af því að Kínverjar vilji sýna frammá að efnahagur í Víet- nam verði ekki bættur meðan Hanoi-stjórn þarf að halda uppi fjöldaher bæði í Kampútseu og við kínversku landamærin. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.