Þjóðviljinn - 10.01.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 10.01.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þlÓDVILIINN Laugardagur 10. janúar 1987 6. lölublað 52. örgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Reykjavík ; Önnur sveitarfélög i á Höfuðborgar- svæðinu Önnur landssvæði Fjölbrautaskóli Suðurlands Nýja skóla- húsið vígt Nýbygging Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi verður formlega vígð og tekin í notkun við hátíðlega athöfn í dag, laugar- dag kl. 14.00 Klukkustund áður verður lagt af stað í skrúðgöngu frá hinum ýmsu kennslustöðum skólans víðs vegar um bæinn sl. 5 ár og verða þeir kvaddir með virðingu og þökk. Nýja skólahúsið verður síðan opið öllum til skoðunar fram til kl. 21. -Ig. Borgardómur Gífurleg aukning þing- festinga r Asíðasta ári voru 19.331 mál þingfest hjá borgardómara- embættinu í Reykjavík. Þingfest mál voru 17.117 árið 1985, þann- ig að þeim hefur fjölgað um 12% á milli ára. í yfirliti frá yfirborgardómara kemur fram að hjónavígslum hjá embættinu fækkaði á milli ára, þær voru 171 árið 1985, en 147 í fyrra. Skilnaðarmálum fækkaði sömuleiðis á milli ára. Skilnaðir voru 592árið 1985, en514 í fyrra. í yfirlitinu kemur einnig fram að þingfestingum hefur fjölgað verulega frá árinu 1982. Þingfest mál voru innan við 8.700 árið 1982, en eins og fyrr segir voru þingfestingar í fyrra 19.331. -gg Fólksflutningar Alger umskipti Nú liggja allir vegirsuður. Á síðasta áratug streymdifólk út á landsbyggðina Fólksflótti af landsbyggðinni til Reykjavíkur á sl. ári hefur ekki verið jafnmikill í nær aldar- fjórðung. A sama tíma og íbúum Reykjavíkur fjölgaði um rúmlega 1.600 frá árinu á undan eða um nær 2%, fækkaði íbúum alls stað- ar úti á landsbyggðinni, mest á Norðurlandi vestra um 1.1% en á Austfjörðum stóð mannfjöldinn í stað. Á síðustu þremur árum hefur fólki fjölgað meira á höfuðborg- arsvæðinu en sem nemur heildar- fjölgun landsmanna. Fækkun hefur stóraukist á hverju ári, árið 1983 var bein fækkun á lands- byggðinni um 20 manns, 142 árið 1985 og á nýliðnu ári fækkaði íbú- um landsbyggðarinnar um 321 en það samsvarar því að nær allir íbúar Stöðvarfjarðar hefðu flutt á brott til Reykjavíkur. Skífuritin tvö sýna glögglega þróunina sem orðið hefur í þess- um efnum. Á skífunni t.v. sést hlutdeild landsvæðanna, Reykja- víkur, annara sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu og landsbyggð- arinnar í fólksfjölguninni á árun- um 1976 - 1981. Fjölgunin er þá mest á landsbyggðinni en örlítil sem engin í Reykjavík. Á skíf- r Afmœli Opernn 5 ém r Operan Aida eftir Giuseppe Verdi verður frumsýnd í Is- lensku óperunni föstudaginn 16. janúar næstkomandi. Þá eru jafnframt 5 ár liðin frá því að Gamla bíó var formlega tekið í notkun sem óperuhús með sýn- ingu á Sígaunabaróninum. Aida er eitt mesta stórvirki óp- erubókmenntanna og jafnframt stærsta verkefni sem Islenska óp- eran hefur ráðist í til þessa, en í sýningunni taka þátt um 170 söngvarar, dansarar og hljóðfær- aleikarar, þar af 99 manna kór og 8 einsöngvarar. Stjórnandi verð- ur Gerhard Deckert frá Vínar- óperunni, en leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, og er þetta í annað skiptið sem hún leikstýrir hjá óperunni. Einsöngvarar eru Ólöf Kol- brún Harðardóttir, sem syngur Aidu, Sigríður Ella Magnúsdóttir sem syngur Amneris (Anna Júl- íana Sveinsdóttir mun einnig syngja það hlutverk), Garðar Cortes, sem syngur Radames, Kristinn Sigmundsson sem Am- onasro, Viðar Gunnarsson sem Ramfis, Hjálmar Kjartansson sem konungurinn, Hákon Oddgeirsson sem sendiboðinn og Katrín Sigurðardóttir sem hof- gyðja. Dansar eru eftir Nönnu Ólafs- dóttur, en dansarar eru 9. Æfingarstjórar og kórstjórar eru þau Peter Lock og Catherine Williams. Aida er 13. verkefni íslensku óperunnar, en alls hafa 11 óperur verið fluttar í óperuhúsinu á 5 ára ferli óperunnar auk fjölbreytts tónleikahalds. Garðar Cortes færir hér Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sneið af afmælistertunni. 1976/81 1981/86 Önnur landssvæði Reykjavík unni til hægri sést hverning þró- unin hefur algerlega snúist við á árunum 1981 - 1986. Rúmlega helmingur fjölgunarinnar er í Reykjavík og landsbyggðin situr uppi með sáralitla fólksfjölgun sem nú er engin orðin. -lg- Reyðarfjörður Stóriðjuárformin úr sögunni? Sveinn Jónsson stjórnarmaður íKísilmálmverksmiðjunni: Mjögtilefs að verksmiðjan verðibyggð. Rio Tinto Zink heldur að sér höndum. Kostnaður mun meiri en áœtlað var MMér er mjög til efs að þessi verksmiðja verði nokkurn tíma reist, sagði Svcinn Jónsson stjórnarmaður í fyrirhugaðri kís- ilmálmverksmiðju á Reyðarfírði í samtali við Þjóðviljann í gær. „Útboð sem bárust í verkið eru mun hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá var reiknað með að verksmiðjan myndi kosta 70-75 milljónir dollara, en útboðin hljóðuðu upp á um 100 milljónir dollara. Síðan hefur tekist að ná þessari tölu niður í 86 milljónir, en sá kostnaður vex fulltrúum Rio Tinto Zink enn mjög í augum. Þar að auki telur fyrirtækið að arðsemi fyrirtækisins verði ekki nægjanleg. Þeir gera ráð fyrir að við núverandi aðstæður á mörk- uðum, sem eru mjög slæmar, verði arðsemin um 8%, en þeir vilja fá þetta hlutfall í 10%. Þeir eru því mjög hikandi og með því að stóriðjunefnd hefur komið öllu ákvarðanavaldi til þessa fyr- irtækis, stendur framtíð verk- smiðjunnar og fellur með þeim,“ Sveinn sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ástæðan fyrir því að málum er nú svo komið væri að miklu leyti sú hvernig staðið var að útboðinu. Samningur við Rio Tinto Zink hefur legið fyrir um nokkurn tíma og var áformað að leggja hann fyrir þingið sl. haust, en nú er allt útlit fyrir að ekki verði af því fyrr en á næsta þingi. Það er því nær útilokað að ákveðið verði að fara út í bygg- ingu verksmiðjunnar áður en gengið verður til kosninga, en þess má geta að Sverrir Her- mannsson lofaði Austfirðingum fyrir kosningar 1983 að innan þriggja mánaða frá kosningum skyldi bygging verksmiðjunnar hafin. -gg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.