Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 2
r-SPURNINGIN- Hvaö finnst þér um fram- göngu Sverris Her- mannssonar mennta- málaráöherra í Sturlu- málinu? FRETTIR Óli Kristinn Ottósson, bóndi Seljalandi: Ég er ekki nógu ánægður með framkomu ráðherrans í þessu máli og ýmis ummæli hans á al- þingi þóttu mér ekki góð. Honum hefur áreiðanlega skjátlast í þessu. ída Þorgeirsdóttir, nemi: Hann hefði ekki átt að fara svona að þessu, hann hefði átt að fara hægar í sakirnar. Hann sann- færði mig a.m.k. ekki um annað í þinginu í gær. Magnús Brandsson, bankamaður: Miðað við það sem kom fram hjá Sverri í þinginu sýnist fuil ástæða til þess að reka manninn. Það er hins vegar spurning hvort Sverrir hefði átt að víkja honum úr starfi um stundarsakir. Auðbjörg Jóhannesdóttir, hárgreiðslunemi: Mér finnst hann hefði ekki átt að reka fræðslustjórann. Það hefði verið skynsamlegra að ná samkomulagi um málið. Sveinn Ólafsson, vélstjóri: Það var full ástæða til þess að reka þennan fræðslustjóra og svo er um fleiri sem vinna hjá ríkinu. „Sturlumálið Svarar Sveirir í dag? 10 spurningum Steingríms J. Sigfússonar ósvarað enn þráttfyrir tœplega tveggja tíma rœðu menntamálaráðherra Idag verður fram haldið á al- þingi utandagskrárumræðum um svokailað „Sturiumál“ en eins og fram hefur komið svaraði Sverrir Hermannsson ekki einni af þeim 10 spurningum, sem Steingrímur J. Sigfússon lagði fyrir hann í upphafi umræðunnar á þriðjudag, þó ráðherrann not- aði þá tæpan helming umræðu- tímans. í dag gefst honum enn kostur á að svara þessum spurn- ingum málefnalega en spurningar Steingríms voru þessar: 1. Hverju svarar ráðherrann rökstuddu áliti Fræðsluráðs Norðurlands eystra, fræðslu- stjóra, skólastjóra og yfirkennara Norðurlands eystra, fræðsluskrif- stofu Norðurlands eystra og fleiri aðila um brottvikningu Sturlu Kristjánssonar fræðslustjóra úr starfi á þeim forsendum sem til- greindar eru í uppsagnarbréfi dagsettu 10. janúar sl. standist ekki eða séu á misskilningi byggðar? 2. Er ráðherrann til samkomu- lags í þesari deilu, tilbúinn til að afturkalla nefnt uppsagnarbréf og áminningarbréf frá 21. ágúst sl. og fela sérfróðum aðilum að rannsaka öll ágreiningsefni og samskipti menntamálaráðuneyt- isins og fræðsluskrifstofa og fræðsluráða undanfarin ár? 3. Hver eru helstu rök mennta- málaráðherra fyrir því að velja þá aðferð að víkja Sturlu Krist- jánssyni fyrirvaralaust endanlega úr starfi, í stað þess að leysa hann frekar tímabundið frá störfum meðan málsatvik væru rannsökuð og þannig að hann haldi réttindum sínum á meðan? 4. Var það tillaga ríkislög- manns að standa svona að upp- sögninni? 5. Hverju sætir að ráðherra hafði ekkert samband hvað þá samráð við Fræðsluráð Norður- lands eystra um þesar aðgerðir, þó ljóst sé af lögum að fræðslu- stjóri er jöfnum höndum starfs- maður hlutaðeigandi sveitarfé- laga og fræðsluráðs eins og menntamálaráðuneytis? 6. Hvaðan hafði ráðherra þær upplýsingar um fjárhagsstöðu Norðurlandsumdæmis eystra sem hann lét hafa eftir sér í fjöl- miðlum og var honum ljóst að fyrir liggja einungis ónákvæmar bráðabirgðatölur um greiðslu- stöðu, ekkert endanlegt upp- gjör? 7. Hverju sætir að ekkert varð af fundi þeim eða ráðstefnu sem ráðherra hét á fundi á Hótel KEA 30. apríl sl. að boða til um lausnir mála með fræðsluyfir- völdum norðan heiða og starfs- mönnum ráðuneytis og halda skyldi í maí 1986? 8. Telur ráðherra ekki ástæðu til að endurmeta ákvörðun sem hann hefur tekið þegar henni er mótmælt af Fræðsluráði viðkom- Frá þingræðum í fyrradag: Menntamálaráðherra á orð vjð forsætisráðherra undir gagnrýnni ræðu Steingríms J. Sigfússonar. (Mynd: E.ÓI.). Siagurínn um sérkennsiuna undirrót uppsagnaríunar? Sverrir Hermannsson telurþarfir barnafyrir sérkennslu e. k. uppfinningu sálfrœðinga Geinilegt er að opinskár þrýst- ingur skólamanpa nyrðra til að fá aukna sérkennslu í fræðslu- umdæmið á mikinn þátt í hörku menntamálaráðherra gagnvart Sturlu Kristjánssyni fræðslu- stjóra og hljóp hiti í ráðherrann í hvert skipti sem hann kom að sérkennslunni í langri ræðu sinni á alþingi sl. þriðjudag. Menntamálaráðherra sagði fræðslustjórann hafa framið trún- aðarbrot þegar fræðsluráðin nyrðra boðuðu til blaðamanna- fundar 14. ágúst sl. og hann gaf fjölmiðlum upplýsingar um áætl- un menntamálaráðuneytisins um sérkennslu í vetur. Það hefði ver- ið óhæfa og ósamrýmanlegt rétt- indum hans og skyldum sem starfsmaður menntamálaráðu- neytisins að gagnrýna það opin- berlega. Slíkar upplýsingar ættu ekki erindi til fjölmiðla. Norðan- menn hefðu verið búnir að biðja um aukningu á sérkennslumagn- inu og málinu hefði ekki verið lokið í ráðuneytinu. Sverrir sagði fræðsluskrifstof- urnar vera að vaxa menntamála- ráðuneytinu yfir höfuð og hefðu þær nú þremur stöðugildum fleira en ráðuneytið sjálft, - og sálfræðinga á hverjum fingri. Þeir væru í því að leita uppi börn með sérþarfir og þar væri skýringin á því að Norðurland eystra væri með tvöfalt fleiri börn í sér- kennslu en Reykjanes sem hefði aðeins 7 sálfræðinga! Fjöldi barna sem þyrftu sérkennslu væri þrefalt fleiri í Norðurlandi eystra en á Austurlandi og því væri hann feginn, enda væri það sitt kjör- dæmi! Loks sagði ráðherra að nefnd væri að endurskoða grunnskóla- lögin m.a. í því skyni að auka miðstýringu í fræðslukerfinu, enda ekki til þess ætlast þó fræðsluumdæmin væru 8 talsins að það væru 8 sálfstæðir fjármála- ráðherrar í landinu, þó Sturla Kristjánsson hefði talið að þann- ig væri það! -ÁI andi umdæmis, af samtökum skólastjórnenda, af stjórn við- komandi fjórðungssambands, af almennum kennarafundum, af almennum fundum foreldrafé- laga, af samtökum kennara, af samtökum fræðslustjóra og fjöl- mörgum fleiri aðilum? 9. Komi í Ijós að ýmsar upplýs- ingar sem ráðherra byggði ákvörðun sína á voru misvísandi eða villandi og aðrar byggðar á misskilningi, telur ráðherra þá ekki skylt að endurmeta þessa ákvörðun? 10. Telur ráðherra að allir landshlutar búi við jafnan rétt hvað fræðslumál varðar, t.d. hvað varðar sérkennslu, og ef svo er, telur hann þá áralanga baráttu fræðsluyfirvalda og sveitar- stjórnarmanna víða út um land á misskilningi byggða? „Hyskið“ Sverri ekki sjálfrátt Steingrímur J. Sigfússon: Vænti málefnalegri raka áfimmtudag r Eg hlýt að harma að ráðherran- um tókst ekki þrátt fyrir lang- ar og fornar ræður að svara einni einustu af spurningum mínum en skýringin er kannski sú að ég sendi þær auðvitað ekki fyrst upp í menntamálaráðuneyti, sagði Steingrímur J. Sigfússon í loka- ræðu sinni á alþingi sl. þiðjudag. Steingrímur sagðist láta sér í léttu rúmi liggja þó Sverrir Her- mannsson kallaði sig og sinn flokk hyski, - af því það kæmi frá Sverri. Hins vegar væri sérkenni- legt að hann skyldi ekki hafa ver- ið tilbúinn til að svara efnislega rökstuddum athugasemdum um málsmeðferð sína og embættis- færslu. Þó hann teldi útúrsnúninga ráðherra þannig ekki svara verða, þá mótmælti Steingrímur harðlega síendurteknum rang- færslum Sverris um Benedikt Sig- urðsson, skólastjóra Barnaskóla Akureyrar, sem Sverrir sér í hverju horni. Hann leiðrétti ráðherrann enn og sagði öllum öðrum ljóst að Benedikt væri ekki í 3ja sæti á framboðslista AB í Norðurlandi eystra eins og ráð- herra klifar sífellt á. Um aðra baráttumenn fyrir jafnrétti barna til náms óháð landshlutum sagði Steingrímur ágætt ef þeir sóma- menn allir væru í Alþýðubanda- laginu, en hins vegar hefði hann talið formenn fræðsluráðanna og fleiri nafngreinda menn til ann- arra flokka fram til þessa! -ÁI Það hefur engum > dottið þetta í hug áður og ég er viss um að uppfinningin slær í gegn. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINH Fír nrt'. dagur 22. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.