Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIR Tölvumiðstöð fatlaðra hefur ráðið Sigurjón Einarsson sem forstöðumann stöðvarinnar en tilgangur hennar er m.a. að safna upplýsingum um tölvubún- að sem nýtist fötluðu fólki til at- vinnu, náms og tómstundastarfs. Er þörf á framboði vinstra megin við Alþýðubanda- lagiö? er yfirskrift ráðstefnu sem Vinstrisósíalistar boða til á Hótel Borg á laugardag kl. 13.00. Ráð- stefnan er öllum opin. Vísitala bygg- ingakostnaðar hefur hækkaðum rúmt 1 % frá því í desember. Á sl. 12 mánuðum hefur byggingavísitalan hækkað um 17,2%. Undanfarna 3 mán- uði hefur hún hækkað um 4,6% og jafngildir sú hækkun 19,9% verðbólgu á heilu ári. I FRFTTIR Menntamálaráðherra Er með slæma ráðgjafa StefánA. Jónssonformaðurfrœðsluráðs Norðurlands vestra: Kannastekki við „prívatskólapólitík“ Vil- hjálms Egilssonar Iumræðum utan dagskrár á Al- þingi á þriðjudaginn um fræðslustjóramálið og í fjölmiðl- um að undanförnu hefur Sverri Hermannssyni, menntamájjaráð- herra orðið tíðrætt um að sú and- staða sem brotist hefur fram vegna brottreksturs Sturlu Krist- jánssonar fræðslustjora væri mestmegnis runnin undan rifjum pólitískra upphlaupsmanna í Al- þýðubandalaginu. Um aðra þá sem hafa lýst skömm sinni á fram- komu ráðherra og ekki verða með góðu móti bendlaðir við Al- þýðubandalagið hefur hann m.a. haft þau orð að þar séu á ferð nytsamir samleysingjar sem láti etja sér og öðrum á foraðið. Einn þeirra sem virðast falla undir skilgreiningu ráðherrans um „nytsama sakleysingja" er Stefán A. Jónsson, hreppstjóri á Köguðarhóli, formaður fræðslu- ráðs Norðurlandsumdæmis vestra og formaður kjördæmis- ráðs sjálfstæðismanna í Norður- landskjördæmi vestra. Þjóðviljinn spurði Stefán hvernig yfirlýsingar ráðherra kæmu við hann. „Mér finnst eins og ráðherra sé ekki inni í málinu eða skilji það ennþá og ég held að hann hafi ráðgjafa sem séu hon- um ekki hollir, hverjir sem það eru,“ sagði Stefán. - Vilhjálmur Egilsson, annar maður á framboðslista sjálfstæð- ismanna á Norðurlandi eystra hefur látið hafa eftir sér í sam- bandi við þetta mál að það sé „náttúrulega ekki nógu gott að menn séu að reka einhverja prí- | vatskólapólitík fyrir norðan og senda síðan reikningana suður,“ svo notuð séu hans orð. Hvert er þitt álit á þessum orðum fram- bjóðandans? - Ætli hann hafi nokkuð sett sig inn í þetta mál. Ég held að það hafi verið reynt að skipuleggja akstur og annað eins hagkvæmt og unnt er og jafnvel hefur verið dregið úr kennslu hjá yngstu bekkjunum til að halda þessum kostnaði innan þeirra marka sem fjárlög setja okkur, sagði Stefán og kannaðist ekki við þá „pvívat- skólapólitík," sem Vilhjálmur ýjaði að í útvarpi fyrir skömmu. • - yk Ólafsvík Ólsarar í hátíðaskapi 300 ára verslunarafmœlis minnst meðpompi ogpragt. Stefnt aðþvíað Ijúka við byggingu félagsheimilisins. Jökull 50 ára Við erum staðráðin í að koma félagshcimilinu í gagnið á afmælisárinu. Til þess að svo megi verða vantar okkur enn 16 milljónir króna, en við höfum ýmis ráð með að útvega þær, sagði Herbert Hjelm bæjarfulltrúi í Ólafsvík í samtali við Þjóðviljann. í ár eru 300 ár liðin síðan Ólafsvík öðlaðist verslunarrétt- indi og er bærinn þar með elsti verslunarstaður á landinu. Myndarlegt félagsheimili hefur verið í byggingu á Klif- inu fyrir innan bæinn í nokkur ár. Það er nú tilbúið undir tréverk og málningu og er að sögn Herberts stefnt að því að hefja starfsemi í húsinu á þessu ári. Afmælishátíð Ólsara hefst í mars og stendur fram eftir árinu, en hápunkti ná hátíðahöldin þegar kemur að heim- sókn forseta íslands til Ólafsvíkur í ágúst. En auk 300 ára verslunarafmælisins verður tveimur öðr- um merkum áföngum fagnað í Ólafsvík á þessu ári; 100 ár eru liðin síðan samfelld barnakennsla hófst í Ólafsvík og 50 ár eru liðin frá stofnun verkalýðsfélagsins Jökuls. -€g Herbert Hjelm til hægri og Gylfi Scheving formaður fjáröflunarnefndar félagsheimilisins: Ákveðnir í að unnt verði að hefja starfsemi í félagsheimilinu á afmælisárinu. Mynd gg. Bankasameiningin/ Framsókn Tafir til skaða og skammar Páll Pétursson Framsóknarflokki: Sjálfstæðismenn hafa velkstmeð bankamálið í 8 vikur. Vissumfyrirfram að nauðungargifting einkabankanna við Útvegsbanka tœkist ekki Mér finnst það vera spurning gróðapungarnir vilja leggja í hvort möguleikinn er raun- kompaní með ríkinu, ef ríkið á að hæfur, égerekkibúinnaðsjáþau hafa meirihluta, sagði Páll Pét- skilyrði sem mér þykir hald í, og ursson formaður þingflokks jafnframt er þá spurning hvað Framsóknarflokksins í samtali BankasameininginlA bl. Viöskiptaráðherra klúðraði málinu Svavar Gestsson: Fullkomið hneyksli hvernig menn hafa klúðrað málum við bankasameininguna Menn eru búnir að klúðra þcssum málum, það er alveg dæmalaust, þetta hik sem er á málinu, og hefur kostað þjóðina hundruð milljóna króna, sagði Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann, þegar hann var spurður álits á þeirri stöðu sem nú er komin upp í bankamálun- um. „Okkar stefna er sú að það eigi að sameina þessa banka í einn ríkisbanka strax, einsog ég bauð forsætisráðherra að standa að fyrir hönd Alþýðubandalagsins með bréfi sem ég sendi honum löngu fyrir áramót. við Þjóðviljann aðspurður hvort hann væri sammála Steingrími Hermannssyni um að setja ætti ströng skilyrði um sölu hluta- bréfa ef samkomulag tekst um að Við höfum aftur og aftur rekið á eftir þessu máli, og það er fullkomið hneyksli hvernig ræf- ildómurinn í þessu hefur verið og það hvernig viðskiptaráðherra hefur klúðrað málinu,“ sagði Svavar Gestsson. -vd. stofna einkabanka upp úr Útvegs- og Búnaðarbanka. „Við reiknuðum með að það tæki 1-2 vikur að kanna hvort leið Seðlabankans og viðskiptaráð- herra væri fær, ekki 8 vikur eins- og þeir eru búnir að vera að velkj- ast með að koma þessum þremur bönkum saman í einkabanka. Sú nauðungargifting tókst ekki og það vissum við þegar fyrir 8 vik- um. Það er búið að tefja þetta mál öllum til skaða og skammar. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki fallast á okkar plan þá, en ég tel að það sé ekki fullreynt að hann vilji það nú. Þingflokkur Framsóknar- flokksins kom saman í gærkvöld til að ræða málið og kvaðst Páll ekki vilja spá um hvort sam- komulag tækist í kvöld. -vd. L Búnaðarbankinn Ríkisabyrgöin mikilvæg „Við höfum lagt áherslu á að það sé meginmunur á yfirtöku eða sameiningu. Við sjáum ekki nokkurn mun á því að reka okkar banka sem hlutafélagsbanka eða ríkisbanka. En það skiptir miklu máli út á við hvor leiðin er farin því erlendir bankar meta ríkisá- byrgð mjög mikils og við njótum hagstæðari kjara erlendis vegna þess að við erum með hana,“ sagði Stefán Páisson bankastjóri Búnaðarbankans f samtali við Þjóðviljann í gær, þegar hann var spurður álits á þeirri stöðu sem nú er komin upp í sameiningar- málum bankanna. „Seðlabankinn hefur bent á ákveðna leið en ég get ekki svar- að því hver rökin eru fyrir því, við vitum ekki neitt, það er ekki búið að hafa neitt formlegt samband við okkur ennþá,“ sagði Stefán. „Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði haft samband við okkur fyrr en stjórnmálaflokkarnir hafa komið sér saman um einhverjar leiðir. Okkur þykir heldur önugt að frétta allt í gegnum fjölmiðla." -vd. Fimmtudagur 22. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — 3ÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.