Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 9
fleiri aukavaktir María Theresa Jónsson er ein- stæð þriggja barna móðir. Tveir synir hennar búa hjá henni, ann- ar námsmaður um tvítugt, en hinn er í 12 ára bekk grunnskóla. María er hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á skurðdeild Land- akotsspítala. Hvar lærðirðu? Ég lærði hjúkrun í Bretlandi, fyrst almenna hjúkrun, síðan vann ég eitt ár á skurðstofu sem í þá daga gaf réttindi sem skurð- stofuhjúkrunarfræðingur. Þegar því var lokið lærði ég til ljósmóð- ur. Það var bæði bóklegt og verk- legt nám. Síðan sótti ég námskeið í að taka hjartalínurit og þess- háttar, en hóf þvínæst nám „ne- urologíu" við Queens Square sjúkrahúsið. Vann eftir það eitt ár almenn hjúkrunarstörf en fór svo að vinna og læra við Royal Marsden krabbameinssjúkrahús- ið. Til íslands Eftir að ég kom svo hingað til íslands og búin að vinna sem hjúkrunarfræðingur um nokk- urra ára bil tók ég mig til og lærði aftur skurðstofuhjúkrun. Það hafði svo margt breyst á þeim tíma sem liðinn var síðan ég lærði og rafeindatæknin komin til sög- unnar og einnig ný og betri þekk- ing á ýmsum sjúkdómum. Nú starfa ég sem deildarstjóri á augnskurðstofunni. Hvað er vinnuvikan löng? Vinnuskyldan er 40 tímar á viku en ég vinn aldrei 40 tíma, heldur tek yfirleitt alltaf auka- vaktir á deildunum. Nú orðið oft- ast kvöldvaktir. Einnig vinn ég oft um helgar og þá bæði morgun- kvöld- og næturvaktir og nokkr- um sinnum tek ég næturvaktir og held síðan áfram mína vakt á skurðstofunni - augnskurðstof- unni og maður er stundum ansi lúinn eftir slíka törn. Áður fyrr var þetta best með tilliti til heim- ilisins. Þá gat ég hringt úr vinn- unni á morgnana og vakið krakk- ana og komið síðan heim til að gefa þeim morgunmat og sent þau síðan af stað í skólann,verið síðan hér heima með þeim á kvöldin. Vann á nóttunni, lagði mig með barninu á daginn Ég á jú 3 börn og ég hef alltaf haft meir af þeim að segja en fyrr- verandi maðurinn minn. Ég var mest ein með þau. Maðurinn sinnti sínu starfi og var lítið heima. Meðan börnin voru minni vann ég því mest á næturvöktum, það var skást að því leyti að ég gat betur gefið börnunum eitthvert heimilislíf. Oft vann ég 7 nætur í einu, var síðan heima í 7 daga. Það var í þá daga. Þegar ég gekk með yngsta barnið, vann ég á gjörgæsludeild en tók 3ja mánaða barnsburðar- leyfi eftir að hann fæddist. Eftir fæðinguna vann ég meir á legu- deildum og á næturvöktum aftur því að það var þægilegra fyrir heimilið og svaf þá á daginn um leið og barnið. Þegar drengurinn var orðinn tæplega 2ja ára fékk ég pláss fyrir hann á barnaheimili og fór að vinna á dagvakt, tók við deildarstjórastöðu á gjörgæslu- deildinni. Þetta var árið 1978.Þarna vann ég í eitt og hálft ár. Þú hefur góða menntun og verulega starfsreynslu.Hvernig gengur að lifa af laununum? Ég er í 71. lfl. 8. þrepi sem gefa 48.133 kr.á mánuði. Tvö af börnunum þínum búa heima? Já,synirnir. Sá eldri er tvítugur og er í flugnámi, sem er afar dýrt. Hann hefur verið ákaflega dug- legur og unnið sem þjónn með- fram náminu og það minnsta sem ég get gert er að skaffa honum húsnæði og mat. Ekki gæti ég borgað fýrir flugtímana hans þó ég fegin vildi. Hvað duga föstu mánaðar- launin þín langt í þínu heimilis- haldi? Þau duga fyrir mat og sköttum. Engu öðru. Hvað svo? Aukavaktirnar eru fyrir öllu öðru, fasteignagjöldum, raf- magni, útvarpi, síma, o.s.frv. Við skilnaðinn þurfti ég að taka dýrt verðtryggt lán til að geta keypt helminginn af húsinu af fyrrver- andi manninum til að geta haldið áfram að búa hér með börnun- um.Það hefði verið jafn kostnað- arsamt þó ég hefði keypt íbúð og þetta hús verið selt. Ég átti þess kost við skilnaðinn að búa í hús- inu áfram sem sameign okkar fyrrverandi hjónanna gegn því að meðlagsgreiðslur mannsins féllu niður, en það vildi ég ekki og vildi hafa hreinar línur á allan hátt og vera sjálfstæð. Vinn venjulega 140-150% vinnu Hvað vinnurðu mikið fram yfir fulla vinnu? Að meðaltali vinn ég 140%- 150% vinnu. Stundum meira, stundum minna. í síðustu viku vann ég td. alveg tvöfalda vinnu- 200% og þú spyrð kannski næst hvernig sé hægt að fá fólk til slíks? Mér finnst vænt um starfið, það er tilbreytingarríkt og mér hefur aldrei eitt augnablik leiðst það og hef sannarlega ekki valið það vegna launanna, það gerir víst enginn. Ég er mjög nægjusöm, þú sérð að það er enginn lúxus hérna hjá mér, Börnin hafa hvert sitt her- bergi, við erum fjárhagslega sjálfstæð. Húsið mitt fer að verða heldur stórt þegar við Egill, yngs- ta barnið mitt, verðum ein eftir. Lánin sem hvfla á því, eða rétt- ara sagt misgengi lána og kaupgjalds hefur rýrt svo mína eign í húsinu að ég fengi ekki merkilega íbúð fyrir hana. Ríkis- stjórnin gasprar um að verðbólga hafi lækkað en ég get ekki annað séð en hún hafi haldið áfram á fullri ferð nema í laununum. Þau María Theresa Jónsson hjúkrunarfræðingur standa í stað. Allt annað hækkar. Þetta tal um hjöðnun verðbólg- unnar er ósatt. Það er reyndar furðulegt hvernig maður venst þessu vinnu- brjálæði. Ég er jú fjárhagslega sjálfstæð og ef mig vantar eitthvað sérstakt, nýja þvottavél, eða eitthvað bilar í húsinu, þarf að mála eða skipta um glugga, þá tek ég fleiri aukavaktir. Annað er ekki að gera. Ég er ekki „worko- holic“ eins og stundum er sagt. Ég hef mikla ánægju og gleði af minni vinnu en ég hef lítinn tíma fyrir sjálfa mig. Er lífið bara vinna? Ég hugsa yfirleitt ekki mikið um þessa hluti sem við höfum verið að tala um. Það er ekki fyrr en maður sest niður með ein- hverjum eins og þér, sem spyr spurninga, að maður veltir þessu fyrir sér. Hvað geri ég með mitt líf? Ekki mikið. Það er margt sem ég vildi gera, ég reyni að stunda leikfimi og sund en ég vildi gjaman að ég ætti bfl og gæti ferð- ast um landið, komist af og til upp í sveit - ég elska sveitina, en þangað kemst ég aldrei. Ég á háaldraða móður úti á Kanaríeyjum og get ekki heim- sótt hana á hverju ári, kannski 3. hvert ár þegar best lætur. Svona er þetta. Svo hvað er ég að gera? Ég er bara að vinna fyrir þessum Omaimeskjuleg fomeskja ríkjandi ✓ Guðjón Bjarnason framkvœmdastjóri Barnaverndarráðs Is- lands: Alvarlegt skilningsleysi á þörfum barna ríkjandi Guðjón Bjarnason er fram- kvæmdastjóri Barnaverndarráðs íslands. Málefnum barna sem eru útkljáð hjá barnaverndarnefnd- um má skjóta til ráðsins til fullnaðarúrskurðar. Við spurð- um Guðjón hvort málum fyrir ráðinu hefði fjölgað í seinni tíð. Með þjóðfélagsbreytingum og aukinni faglegri umfjöllun hefur málum fjölgað og álag hefur aukist hjá félagsmálastofnunum og öðmm forstigs meðferðar- stofnunum en einnig hér hjá Barnavemdarráði Þau mál sem til okkar kasta koma eru þau erfiðustu, þar sem öll úrræði önnur hafa verið reynd. Þessi þungu mál em nú á dögum einkum til komin vegna persónuleikatruflana, áfengis- sýki, geðsjúkdóma eða grófs sinnuleysis foreldra, en fyrr meir vom ástæðumar fremur ómegð og skyld vandamál. Hefur þú orðið var við að svo- kölluðum lyklabörnum, börnum sem ganga meira og minna sjálf- ala alla sína bernsku, hafi fjölgað og að þau hafi leiðst út í afbrot og vandræði umfram önnur börn? Börn oft eftirlitslaus Það er engin úttekt eða athug- un til á þessu atriði. Það sem er sérstætt við íslenska samfélagið er eftirlitsleysi með börnum. í Kanada mega foreldrar til dæmis ekki skilja börn sín eftir eftirlits- laus og gripið er til mjög harðra aðgerða gegn þeim sem slíkt gera enda litið á það sem alvarlega vanrækslu. Hér er slíkt algengt og börn skilin eftirlitslaus frá 5-7 ára aldri eins og ekkert sé. Við búum í litlu landi þar sem við höfum annars vegar Reykja- vík sem í mörgu minnir á stórborg og í ríkja í mörgu tilliti stórborg- araðstæður. í dreifbýli ríkja hins vegar allt aðrar uppeldisaðstæður fyrir börn.Umhverfi þar er trygg- ara og börn hafa gleggri sýn yfir það og foreldrar á vissan hátt einnig og allt eftirlit miklu virk- ara, ekki aðeins af hálfu foreldra, heldur líka umhverfisins.Börnin eru á slíkum stöðum í mun minni hættu td. vegna umferðar og ým- issa annarra atriða en börn sem búa í borg. Það er engu h'kara en það fólk sem býr í stórum bæjum á íslandi eigi erfitt með að átta sig á að dreifbýlishátterni á ekkert við. Lítum á umferðina sem dæmi: Menn stöðva gjarnan bfla sína þar sem þeim býður svo við að horfa og sinna erindum sínum og átta sig ekkert á því að slíkt gengur ekki í borg þó það sé í lagi í litlu þorpi. Reykjavík stórhættu- leg börnum Svipuðu máli gegnir með að- stæður bamanna. Þeim eru búnar aðstæður í borg sem ekki koma til móts við þarfir þeirra og taka tillit til getu þeirra, aðstæður sem gætu gengið í þorpi en ekki í borg. Þarna er um að ræða eitthvert inngróið skilningsleysi eða kæruleysi, nema að hvort- tveggja sé. Höfuðatriði í þessari umræðu er að svo gríðarlega margt hefur breyst en hugsunarháttur fólks varðandi aðstæður barna og þarf- ir virðist ekki hafa breyst í sam- ræmi við það. Börn eru úti að leika og eru að sinna sínum mál- um, en umhverfið í Reykjavík býður ekki upp á slíkt nema að takmörkuðu leyti og er í sumum tilvikum beinlínis stórhættulegt börnum. . Það virðist vera furðu inngróið í þjóðina að djöflast áfram og þeir sem ekki eru með í slagnum troðast undir og þar eru börn á meðal. Þau hafa takmarkaða möguleika á að verja sig. Annað dæmi er vinna barna sem ekki þekkist í sama mæli annars staðar í Vestur-Evrópu. Það hefur að sjálfsögðu kosti að börn kynnist atvinnulífinu en það verður að fara einhvern milliveg. Mér virð- ist ríkjandi einhvers konar fom- eskja, eða útkjálkamennska og gert ráð fyrir því að fólk eigi ekki að vera að ómerkilegu gaufi, svo sem námi, að sinna börnum sín- um eða náunga um of, eða bara njóta þess að vera til, heldur vinna og berjast fyrir sér og sín- um. Til þess þarf ekkert nema dugnaðinn. Hið sama gildir um böm. Þau eiga bara að vera dug- leg og klára sig, harka af sér og komast af af eigin rammleik. Vitanlega má og á að gera kröf- ur til barna.'en fólk verður að átta sig á því að ekki má fara offari í þeim efnum. Staðreyndin er ein- Guðjón Bjarnason framkvæmdastjóri Barnaverndar- ráðs islands. faldlega sú að börn hafa aðrar þarfir en fullorðnir og aðra eigin- leika og því verður ekki breytt. Af þeirri ástæðu verður að skipu- leggja mannlegt umhverfi með þetta í huga. Ekkert hefur meiri áhrif á manninn, getu hans og möguleika, en æskuárin. sá Andlega fátæktin verst Ari Bergsteinsson sálfrœðingur: einstæðar mæður búa við mjög kröpp kjör Ari Bergsteinsson sálfræðingur á fræðsluskrifstofu Suðurlands- umdæmis, Selfossi þekkir vel málefni barnafólks sem á í erfið- leikum. Hann sagði efnalegar ástæður þessa fólks misjafnar. Einnig væri menntun þessa fólks mjög mismunandi þó oftar væri um að ræða efnalítið fólk en alveg væri Ijóst að erfiðleikar ein- stæðra mæðra væru gífurlegir og algerlega sér á parti. Samviskubit einstæðra foreldra Einstæðum foreldrum líður oft á tíðum illa og eru þjáðir sam- viskubiti yfir því að standa sig ekki sem foreldri, yfir að hafa tekið hitt foreldrið af barninu. Þessi slæma samviska leiðir oft til þess að foreldrið reynir að bæta barninu skaðann og reyndin vill oft verða sú að barninu eru ekki sett skýr mörk í hegðun gagnvart því, sem síðan aftur eykur á ör- yggisleysi barnsins sem ekki veit nákvæmlega hvar það hefur hina fullorðnu í kring um sig. Þetta gildir títt enda þótt foreldrar séu í sambúð, en við skilnað og umrót og upplausn sem honum vill fylgja, er eins og þessi slæma samviska færist í aukana og geri foreldrinuAmum illkleift að taka sig á, vilja í gæsku sinni ekki hefta „frelsi“ barnanna en skilja síðan ekkert í þegar barnið launar með kröfuhörku og uppivöðslusemi, en blessað barnið þekkir ekki samskiptamörkin en leitar þeirra stöðugt. Lítið tillit tekið til barna Telur þú þig hafa orðið varan við að hið óopinbera hjálparkerfi stórljölskyldunnar - ættingja og skyldmenna, t.d. hvað varðar barnagæslu, fjárhagsaðstoð o.fl. sé senn úr sögunni? Foreldrar virðast mér vera meir upp á sig sjálfa komnir nú, en ég held þó að samhjálp sé meiri í smærri samfélögum og þar ekki einvörðungu bundin við ættingja. Þegar ég kom heim að utan frá námi þá sló það mig hversu al- menn er hér hin andlega fátækt í uppeldinu. Það var mjög til siðs í Danmörku þar sem ég var, að sinna börnunum og taka þau sem fullgild atkvæði sem hér er síður gert. Ég tók sláandi eftir því að mér fannst ég sjá mun á börnum hér og þar. Hér eru börn mun meir með einhvern ábyrgðar- leysisuppsteyt, órólegri og eirðarlausari. Þetta er þó öðru- vísi upp til sveita þar sem börnin eru meir í tengslum við foreldra sína og sitt umhverfi. Af hálfu opinberra aðila, mis- jafnt þó eftir sveitarfélögum, rík- ir ákveðið tillitsleysi við börn. Tökum dæmi: Sumt skólahúsn- æði sem börnum er boðið upp á yrði fullorðnum aldrei boðið upp á sem vinnustað. Þá er það nokkuð almennt við- horf í uppeldismálum, réttara sagt viðhorfsleysi, að flokka fólk: Börn eru flokkur sem ekkert mark er á takandi sakir bernsku og fákænsku, unglingar eru óal- andi og óferjandi og við ann- mörkum þessara hópa telja menn ekkert að gera annað en bíða eftir að þeir verði viðmælandi, vaxi upp úr þessum ágöllum sínum. Nær væri að umgangast fólk sem sjálfstæðar vitsmunaverur alveg burtséð frá aldri þess. Þetta almenna viðhorf finnst mér endurspegiast í hegðun barna og unglinga - óróa þeirra og öryggis- leysi og jafnframt ábyrgðarleysi. þau taka ekki sjálf sig aivarlega td. í samskiptum við fullorðrta. Börnum líður illa Auðvitað er hluti þessarar ís- lensku fátæktar öll þessi vinna og mér virðist að þar sem foreldr- arnir vinna mjög mikið, sé þessi hirðuleysisbragur, sem ég minnt- ist á áðan, meiri En hvað á fólk að gera? nú er fjöldi fólks með börn fast í netinu. það er búið að hækka verðgildi lánanna langt fram yflr verðmæti þcssara húseigna þess. Ekki getur það hætt að greiða af lánunum, þá missir það allt sitt og jafnvel mikið meir og hefur í engan tryggan stað að venda. Hér er enginn öruggur leiguhúsnæðis- markaður þó í raun sé búið að ganga af sjálfseignastefnunni dauðri. Fólk verður að reyna að halda í horflnu, bæta á sig vinnu og þar fram eftir götunum ekki satt? Jú, ég hef kynnst þessu, fjöl- skyldum sem halda í horfinu. Börnin skynja klípuna og pen- ingavandræðin og eru áhyggju- full og með sjálfum sér fara að einhverju leyti ef til vill að taka á sig einhverja ábyrgð á ástandinu. Svona vill gjarnan verða þegar hinir fullorðnu fara að fjalla um María Theresa Jónsson: Hef engan tíma til annars en vinnafyrir daglegum þörfum. daglegu þörfum og hef engan tíma til annars, svo hvers vegna er ég full lífsgleði? Ekki af því að ég hafi of mikinn tíma fyrir sjálfa mig, en samt finnst mér lífið ynd- islegt. Það er alveg satt. En ég held huganum vakandi og sálinni lifandi. Ari Bergsteinsson sálfraeðingur peninga þannig að umræðan verður þrungin svo miklum til- finningahita að jafnvel hurðir skellast og húsmunir brotna, sagði Ari Bergsteinsson sálfræð- ingur að lokum. - sá. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 22. janúar 1987 I Fimmtudagur 22. janúar 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.