Þjóðviljinn - 19.02.1987, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 19.02.1987, Qupperneq 6
Álfheiður: „Gereyðingarhættan er mesta ógnin sem steðjar að jörðinni og þannig tvinnast saman baráttan gegn vígbúnaðarkapphlaupinu og gegn almennu skeytingarleysi um umhverfið." Álfheiður Ingadóttir fjórði maður á G-listanum í Reykjavík : » Ábyrgð er hugtak, sem kjós- endur hljóta að velta fyrir sér í komandi kosningum, einkum í Ijósi þeirra atburða, sem átt hafa sér stað á undanförnum árum. Hafskipshneykslið og okurmálið eru tvö sláandi dæmi um það að enginn finn- ist ábyrgur þegar mistök og jafnvel fjármálamisferli eiga sér stað í æðstu lögum þjóð- félagsins. Þarvísarhverá annan og almenningur er látinn borgabrúsann. Það er ábyrgðin, sem Álf- heiður Ingadóttir, fjórði maður á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, vill að skipi öndvegið í þjóðfélaginu og þá ekki síst í stjórnkerfinu sjálfu. „En samfé- lagið verður líka að taka ábyrgð á þeim sem minnst mega sín,“ segir hún, „og loks verða íslendingar að axla ábyrgð sína í samfélagi þjóðanna." HERINN MÓTAÐI AFSTÖÐU MÍNA Álfheiður er einn af fjölmörg- um líffræðingum, sem hafa hellt sér út í pólitíkina. „Fyrsta þátt- taka mín í pólitísku starfi var í byrjun áttunda áratugarins þegar ég var í líffræðinámi í Háskóla íslands. Ég var þrjú ár í röð í l.des.nefnd stúdenta og voru þær samkomur allar helgaðar barátt- unni gegn hernum og þátttöku ís- lands í Nató. Það var fyrst og fremst afstaðan gegn hernum og til utanríkismála almennt sem mótaði pólitíska afstöðu mína.“ „Á þessum árum voru miklar hræringar í heiminum, Víetnam- stríðið var í algleymingi og ég eins og fleiri fylgdist náið með fram- göngu Bandaríkjahers þar, þess sama hers og var og er hér enn. Þá eins og nú, var bara einn stjórnmálaflokkur sem vildi her- inn burt og ísland úr Nató. Og ég gekk í Alþýðubandalagið." ÚTÞENSLAN HEFT Hefur þú ekki orðið fyrir von- brigðum eins og svo margur með Alþýðubandalagið að geta ekki með ríkisstjórnarþátttöku komið hernum úr landi? „Auðvitað voru það og eru það mér vonbrigði að herinn skuli vera hér enn. En það sýndi sig að það er ekki eins auðvelt að losna við herinn og við herstöðvaand- stæðingar töldum okkur trú um. Hér eru gífurlegir hagsmunir í veði - bæði fjárhagslegir og pólit- ískir. Mér er t.d. sagt að íslenskir aðalverktakar hafi komið út með 80 miljón króna gróða á síðasta ári, 40 miljónir fóru í svokallaðan fjárfestingasjóð en 40 voru greiddar til eigendanna. Það þýð- ir, að Reginn, dótturfyrirtæki Sambandsins hefur fengið 10 milj- ón króna tékka! Þessi hagsmuna- öfl hermangsins svífast einskis eins og dæmin sanna. Pólitísku öflin, tengd her- manginu, hafa svo búið um sig í forystu Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks og þau finna til hugmyndalegs skyld- leika við haukana í Washington og lögregluhlutverkið sem þeir hafa tekið sér í heiminum. Undir- skriftasöfnun Varins lands er eitt gleggsta dæmið um undirlægju- hátt þessara afla. Það er gegn þessari hersingu sem Alþýðubandalagið hefur barist undanfarin ár og það er ekki af því að Alþýðubandalagið hafi „svikið“ í málinu að herliðið er hér enn, heldur vegna hins að þessi öfl hafa ráðið ferðinni. En þó herinn sitji sem fastast, hefur ríkisstjórnarþátttaka Al- þýðubandalagsins ekki verið ár- angurslaus á þessu sviði. Á með- an Alþýðubandalagið hefur setið í stjórn hefur útþensla hersins a.m.k. verið heft. Strax og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur tekið við stjórnartaumunum aftur hafa umsvif hersins og hermangið stóraukist. Ég held svei mér þá, að núverandi ríkisstjórn eigi metið: Herstöð komin í hvern landshluta og betlistafurinn sí- fellt á lofti.fyrst í flugstöðina og nú í varaflugvöll á Sauðárkróki. Þótt enn hafi ekki tekist að koma hernum úr landi og þjóð- inni úr Nató, er ég viss um að meirihluti þjóðarinnar vill stöðva þessi auknu umsvif og draga úr efnahagslegum áhrifum hersins hér á landi. Að því mun Alþýðu- bandalagið vinna í nýrri ríkis- stjórn ef til þess kemur og reisa um leið nýja og sjálfstæða utan- ríkisstefnu í þágu friðar og af- vopnunar.“ í BORGARMÁLIN Álfheiður lauk líffræðiprófi frá Háskólanum 1975. Næsta vetur kenndi hún við MR en hélt síðan til V-Berlínar haustið 1976 og innritaðist þar í fjölmiðlafræði. Vorið 1977 réðst hún til starfa við Þjóðviljann og hefur starfað nær óslitið við blaðið síðan, nú síðast sem þingfréttaritari. Álfheiður hefur nú tekið sér leyfi frá blað- inu til að geta hellt sér af fullu kappi í kosningabaráttuna. „Þegar ég var fastráðin við Þjóðviljann átti ég m.a. að sjá um skrif um borgarmáiin. Ég fór að kynna mér málefni borgarinnar og áður en ég vissi af var ég farin að taka fullan þátt í borgarmála- starfi Alþýðubandalagsins. Ég tók sæti á listanum fyrir kosning- arnar 1978 og varð varaborgar- fulltrúi og síðar formaður Um- hverfismálaráðs. Þessar kosning- ar skiptu sköpum: íhaldið missti hálfrar aldrar meirihluta í borg- inni og það var virkilega skemmtilegt að eiga þátt í þeirri stefnubreytingu sem þá átti sér stað í málefnum Reykjavíkur- borgar.“ NIÐURRIFSSTEFNUNNI HAFNAÐ „Stefna borgarinnar í umhverf- ismálum tók miklum breytingum í tíð vinstri flokkanna, fyrir for- göngu Alþýðubandalagsins fyrst og fremst. Niðurrifsstefnunni var hafnað og eitt fyrsta verk okkar var að stinga niður í skúffu áformum um að rífa 11 hús við Hallærisplanið. í stað þess var allt kapp lagt á að varðveita og endurbyggja gömlu húsin í mið- bænum. Nú er ekki lengur talað um að rífa aðeins 11 hús í Kvosinni, heldur skipta þau tugum og með- al þeirra eru mörg elstu hús Reykjavíkur. í stað þess að varð- veita svipmót gamla bæjarins á að rústa hann og reisa þar eftirlík- ingu af nýj a miðbænum í Kringlu- mýri. Þetta sýnir dæmalaust virð- ingarleysi fyrír umhverfinu og fyrir sögu bæjarins sem þessi hús endurspegla. Því miður virðist sjálft Alþingi ætla að hafa forgöngu um að framkvæma þennan óskadraum Davíðs Oddssonar með því að reisa sér forljótan steinkumbalda í hjarta bæjarins. Þessi fyrirhug- aða bygging mun að mínu mati bera Austurvöll og Alþingishúið ofurliði og það er enginn vandi að leysa húsnæðisþörf Alþingis af meiri hógværð og virðingu fyrir umhverfinu." 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.