Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 11
En þrátt fyrir að Alþýðusam-
bandið hafi slitið samvistum við
Alþýðuflokkinn fyrir áratugum,
hafa forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar alltaf verið mjög
virkir í pólitískri baráttu og það
er augljóst að Alþýðubandalagið
er sá flokkur sem einarðlegast
hefur stutt baráttumál verkalýðs-
hreyfingarinnar á hverjum tíma.
Og það fer vel saman að vera
forseti Alþýðusambandsins og
þingmaður Alþýðubandalagsins.
Það er hins vegar augljóst að ekki
geta alltaf farið saman í öllum at-
riðum ríkjandi skoðanir innan
Alþýðusambandsins og flokksins
- þannig að í því tilliti get ég
auðvitað lent í klemmu en sem
sjálfstæður einstaklingur hlýt ég
að ráða fram úr því. Enda reikna
ég ekki með að menn tali saman í
boðhætti í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins.
HUGSJÓNIR EÐA
FRAMAVON
Deilur innan Alþýðubanda-
lagsins vekja jafnan mikinn
óvinafögnuð. Til slíks fagnaðar
var reynt að efna sl. haust er forv-
al Alþýðubandalagsins var háð
og látið í það skína að þar ætti sér
stað uppgjör í mikilli drepskák
fjandsamlegra flokksbrota. Síð-
an hefur lygnt nokkuð. Flokkur-
inn stóð allur saman að vali á
framboðslista að loknu forvali og
sundrungin mikla er spáð var hef-
ur ekki orðið. Við spyrjum Ás-
mund: Er djúpstæður ágreining-
ur milli ólíkra hópa í Alþýðu-
bandalaginu?
„Fólk gengur í róttækan flokk
vegna þess að það á sér hugsjón-
ir. Menn eiga sér draum um betra
þjóðfélag en það sem við búum
við í dag. Og auðvitað er hættara
við ágreiningi í flokki þar sem
fólk er að vinna að pólitík af
sterkri tilfinningu en í flokki þar
sem menn ganga að málum meira
af rælni og jafnvel ganga í flokk til
þess eins að styrkja stöðu sína á
framabrautinni.
í Alþýðubandalaginu heldur
hver og einn fast á sínu máli og
það er auðvitað margvíslegur á-
greiningur uppi - ekki síst um það
hvaða málamiðlanir eru rétt-
lætanlega á hverjum tíma.
Hingað til hefur ekki komið til
átaka og það er erfitt að skipta
flokknum í skýrt aðgreind hólf út
frá skoðanaágreiningi. Stóru
•narkmiðin eru öllum sameigin-
leg. Krafan um bætt lífskjör,
aukinn jöfnuð og gagnkvæma
ábyrgð og öryggi.
Það ríkir mikil og góð sam-
staða um framboðslista okkar.
Það má kannski segja að þeir sem
skipa efstu sæti listans komi
nokkuð sitt úr hverri áttinni og
endurspegli vel þau viðhorf sem
uppi eru innan Alþýðubanda-
lagsins. Mér sýnist það samdóma
álit manna að listann skipi vel
verkhæft fólk og það blasir við að
innan Alþýðubandalagsins er
mikill einhugur og sterk sam-
staða.“
Ef þinna áhrifa gætir, hver
verður efnahagsstefna næstu
ríkisstjórnar?
„Ég tel að höfuðmarkmiðið
verði tvíþætt. Annars vegar að
tryggja aukinn jöfnuð í þjóðfé-
laginu og hins vegar að tryggja
trausta og öfluga atvinnuupp-
byggingu.“
Kosningastarfið
Fram að kosningum munu
efstu menn G-listans heimsækja
fjölda vinnustaða, skóla og aðrar
fjölinennar stofnanir borgarinn-
ar til að kynna baráttumál Al-
þýðubandalagsins. Þeim sem
hafa áhuga á heimsókn á vinnu-
stað sinn er bent á að hafa sam-
band við kosningaskrifstofu G-
listans í síma 17500.
Kosningaskrifstofa G-listáns í
Reykj avík er í Miðgarði, Hverfis-
götu 105, 4.hæð. Síminn er
17500. Þar er einnig sérstök skrif-
stofa til að aðstoða við utankjör-
fundarkosningu. Nýuppáhellt
kaffi ætíð á könnunni.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa
fyrir G-listann ættu hið snarasta
að hafa samband við kosninga-
skrifstofuna. Þá eru öll framlög í
kosningasjóð vel þegin.
Svavar Gestsson á fundi með fötluðum í Sjálfsbjargarhúsinu
i
IMI5SAIM SUNNY
54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda
í Japan kaus einróma
NISSAN SUNNY
BÍL ÁRSINS 1987
í dómnum var tekið tillit til:
Útlits - hönnunar - gæða - aksturseiginleika
og verðs.
Til úrslita kepptu að þessu sinni 45 bílar
af öllum gerðum og stærðum
SIGURVEGARINN VAR
NIS5AN SUNNY
iV Nk
M 1957-1987 Nl
Bílasýning laugardag og
sunnudag kl. 14.00- 17.00
INGVAR HELGASON HF
Syningarsalurinn /Rauðagerði, sími 33560.
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11