Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 20
Umhverfismál
og friðarmál
- það eru mál
unga fólksins
Ásdís Þórhalls-
dóttir 18 ára,
skipar 7. sætiG-
listans í Reykja-
vík
Yngsti frambjóðandi Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík,
Ásdís Þórhallsdóttir, hefur
þrátt fyrir að vera aðeins 18
ára gömul; verið virkur félagi
Alþýðubandalagsins í nokkur
ár eða síðan hún var 15 ára
gömul.
Ásdís stundar nám í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
á nýmálabraut og á eftir 2 ár í
stúdentsprófið. Og það verður
nóg að gera hjá henni fram á vor,
því auk þess að skipa 7. sætið á
lista Alþýðubandalagsins með
því sem slíku tilheyrir, er hún
ásamt félögum sínum í leiklistinni
í MH að setja upp sýningu á
breska leikritinu „Hólpinn" eftir
Edward Bond.
Við spurðum Ásdísi hvernig
stæði á því að hún, þetta ung,
væri komin í 7. sæti á lista þar sem
öllu jafna er nokkur barátta um
YOGASTOÐIN
HHISUBÖT
Hjálparþér að losa
streitu úr huganum
ASlaka á stífum vðövum,
liðka liðamótin, ^
halda líkamsþunganum í skefjum.
„Markmið okkar er að draga úr
hrörnun og efla heilbrigði á
sál og líkama. Undir kjörorðinu
fegurð — gleði — friður.”
Láttu eftir þér að lita inn.
Pantaðu tíma.
Morguntímar— Dagtímar— Kvöldtímar
Saunabað—Ljósalampar
Reyndir leiðbeinendur.
YOGASTÖÐIN HEIISUBÓT
Hátun 6a sími 27710 og 18606
efstu sætin. „Það var haft sam-
band við mig og ég spurð hvort ég
vildi yfirleitt vera á listanum og
síðar var svo aftur haft samband
við mig og þá til að spyrja hvort
ég vildi taka sæti ofarlega og þá
sem nokkurs konar fulltrúi ungu
kynslóðarinnar.“
Og ertu þá fulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar?
„Ja, ég er náttúrulega yngst á
listanum svo ég hlýt að vera það.“
„Það er náttúrulega öll mál,
unga fólksins, en ég get nefnt t.d.
húsnæðismál, friðarmál, um-
hverfismál og svo þessi félagslega
þjónusta sem við viljum hafa í
landinu.
Hvað er brýnast?
„Húsnæðismálin eru brýnasti
málaflokkurinn. Það þarf að gera
öllum kleift að vera í öruggu hús-
næði og koma sér upp húsnæði án
þess að leggja allt að veði og
verða síðan gjaldþrota með allt
heila klabbið og þurfa jafnvel að
flýja landið.
Síðan þarf að rétta við þau
óstjórnarkjör sem ríkistjórnin
hefur leitt yfir landið og við stefn-
um að því að ná betri kjörum fyrir
landsmenn.“
FÉLAGASHYGGJA
NÝTUR FYLGIS
Á síðustu árum hefur frjáls-
hyggjan þótt sækja nokkuð fylgi
inn í skólakerfið, svo það er að
vonum að við spyrjum Ásdísi
hvort stefna Alþýðubandalagsins
njóti fylgis meðal ungs fólks?
„Já, tvímælalaust. Félagshyggj-
an á miklu fylgi að fagna meðal
ungs fólks. Og við erum í flokki
sem viljum herinn burt og leggj-
um áherslu á grænu hliðina,
umhverfis- og friðarmál og þetta
eru mál sem ungt fólk í dag styð-
ur.“
En það er ekki nóg að stefnan
njóti fylgis þeirra sem þekkja
Ásdís Þórhallsdóttir er yngsti
frambjóðandi Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík, að-
eins 18áraað aldri.
hana - stefnan verður að komast
til skila til hinna sem ekki þekkja
hana. Hvernig standa þau mál?
„Það sem hefur gerst núna, er
að það er mikið af nýju fólki á
listanum og það hefur einnig átt
sér stað mikil umræða um stefnu
og stefnumörkun á síðustu miss-
erum. Þessir nýju straumar sem
nú gætir beinast mjög að því að
opna flokkinn. En við eigum
langt í land og eigum meðal ann-
ars við stóran vegg fordóma að
glíma - vegg sem við þurfum að
ráðast á. Og ég held að við getum
sigrað í þeirri baráttu.
Við þurfum að fara í skólana og
hafa samband beint við kjósend-
ur og varðandi fylgi Álþýðu-
flokksins, þá er sjálfsagt eitthvað
af því ungt fólk, en ég held að það
verði ekkert varanlegt ná skipti
máli. Bóla Jóns Baldvins á eftir
að springa.
MÁLEFNI
SKÓLAFÓLKS
Auðvitað eru málefni náms-
manna, lánamál og
menntastefna, þau mál sem helst
snerta ungt fólk. Við erum á móti
því sem Sverrir Hermannsson og
á undan honum, Ragnhildur
Helgadóttir, hafa verið að gera.
Að steypa allt í sama mótið og
gera námskerfið formfastara og
beina fólki í hagnýtt nám á með-
an menningar- og listnám er
skorið niður. Þessu erum við á
móti.
Kynntu þér
helgarpakka
Flugleiða innan-
lands hjá næstu
söluskrifstofu
félagsins, um-
boðsmanni eða
ferðaskrifstofu. FLUGLEIÐIR
Tökum hunda í gœslu
til lengri eða
skemmri dvalar
Hundagæsluheimili
Hundavinafélags íslands og
Hundaræktarfélags íslands
Arnarstöðum, Hraungerðishreppi
801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030