Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 17
_____________HEIMURINN______________________ Portúgal Vantraustið samþykkt Soares á tvo kosti illa: kosningar eða stjórn Eanesar með stuðningi kommúnista V. -Þýskaland Súkkulaði ogsmokkar I Frankfurt í Vestur- Þýskalandi eru starfandi bar- áttusamtök gegn eyðni og hafa félagar þeirra getið sér gott orð fyrir hugkvæmni í glímunni við vágestinn. Nú hafa þeir bætt enn einni skrautfjöður í hatt sinn. Þeir festu kaup á eitt þúsund páska- eggjum og fylltu þau með smokk- um í stað sælgætis og leiðinlegra málshátta. Varan hefur selst einsog heitar lummur enda súkkulaðið fyrsta flokks og smokkarnir viðurkennd gæðavara frá rótgrónu fyrirtæki. -ks. Vantrauststillaga á minni- hlutastjórn Sósíaldemókrata- flokks Cavaco Silva forsætis- ráðherra var samþykkt í gær á Lissabonþingi með atkvæðum Sósíalistaflokksins, Kommún- istaflokksins og Lýðræðis- legra nýsköpunarflokksins PRD. Stjóm Cavaco Silva hefur setið i rúmt eitt og hálft ár en hefur nú að tillögu PRD-manna verið komið frá fyrir vanhæfni í efna- hagsmálum og stirfni í sam- skiptum við þingið. Sósíalistar og PRD-menn hafa lýst sig reiðubúna til stjórnar- myndunar. Slík stjórn yrði þá að reiða sig á stuðning Kommúnist- aflokksins á þinginu, en Cunha og féiögum hefur verið haldið skipulega frá pólitískum áhrifum í landinu undanfarinn áratug. Úrskurðarvald liggur nú í höndum Marios Soares forseta landsins sem kemur heim frá Brasilíu á sunnudag, og getur hann einn ákveðið hvort ný stjórn verður mynduð eða boðað til kosninga. Soares er fyrrver- andi forsætisráðherra og Sósíal- istaflokksformaður, en þótti í hægriarmi þess flokks, og hefur einkum átt sér tvenna höfuðand- stæðinga í portúgalskri pólitík, annarsvegar kommúnista, hins- vegar Antonio Ramalho Eanes fyrrverandi forseta og nú leiðtoga PRD, og virðast Soaresi því gerð- ir tveir kostir og hvortveggi illur. -m Chile Páfi kemur víða við Jóhannes Pállll. lœtur hendur standafram úrermum íferð sinni um Chile. Allt logar ímótmœlum gegn herforingjaklíkunni Jóhannes Páll II. páfi kom að kvöldi miðvikudags í opinbera heimsókn til Chile. Hann lét það verða sitt fyrsta verk að taka á móti sendinefnd mannréttindasamtaka ka- þólsku kirkjunnar sem oft og iðuiega hefur gert Pinochet forseta gramt í geði með harð- orðri gagnrýni á ástand mann- réttindamála í landinu og sam- stöðu með andstæðingum herforingjaklíkunnar. „Þetta er mjög mikilvægur fundur, ég þakka ykkur fyrir að sýna samstöðu því samstaðan er til marks um náungakærleika og ást ykkar á nauðstöddum bræðrum vorum,“ sagði páfi. Það er mál manna að engin til- viljun sé að kirkjuleiðtoginn láti það verða forgangsverkefni að efna til fundar með baráttu- mönnum fyrir auknum lýðrétt- indum og leggja blessun sína yfir starf þeirra. Mannréttindi og réttlæti séu augljóslega mál mál- anna í Chile að mati páfa. Humberto Lagos, einn af lög- fræðingum mannréttindasamtak- anna, hafði þetta að segja um heimsókn páfa: „Ummæli páfa um mannréttindi eru skýr og skorinorð. Koma hans til Chile er ennfremur ábending til andófs- manna um að þeir skuli hvergi hvika frá þeim ásetningi sínum að binda endi á stjórnarferil villi- mannanna. Páfi hafði á blaðamannafundi skömmu fyrir komu sína til Chile viðhaft þau ummæli að stjóm Pinochets væri „einræðisstjóm“ og hann teldi að hún myndi hvað úr hverju líða undir lok. Að morgni fimmtudags átti hann síðan fund með „einræðis- herranum" sem stóð í fjörutíu og þrjár mínútur og lyktaði með því að hann baðst fyrir skamma stund með Pinochethjónunum. Ekki er vitað hvað fór þeim í milli. Páfi fór skömmu síðar í ferð um fátækrahverfi höfuðborgarinnar Santíagó og tók tali berfætlinga sem þar eiga illa ævi. Hann sagði að kirkjunni rynni til rifja „...skorturinn, örbirgðin, at- vinnuleysið...og skeytingarleysi þeirra sem bæri að rétta hlut J>essa fólks en létu það undir höfuð leggjast.“ Knattspymuleikvangurinn í Santíagó er frægur að eindæmum því þangað lét herforingjaklíkan flytja tugþúsundir vinstrimanna á haustdögum ársins 1973 þegar Allende var steypt af stóli. Þar vom framin einhver viðurstyggil- egustumúgmorð seinni ára. Þangað stefndi páfi æskulýð höfuðborgarinnar til fundar við sig. Níutíu þúsund raddir hróp- uðu einum munni „frelsi! frelsi! “ og „Pinochet er morðingi!" Fagn- aðarlátum ætlaði aldrei að linna þegar páfi skoraði á ungmennin að vinna að framgangi „réttlætis í þjóðfélaginu“ og bætti við: „...það er ætíð nauðsynlegt að menn taki upp hanskann fýrir saklausa, kúgaða og fátæka.“ Almenningur í Chile lætur einskis ófreistað til að vekja at- hygli páfa á andstöðu sinni við harðstjórn herforingjanna. Að minnsta kosti þrisvar hefur alvar- lega skorist í odda með mótmæl- endum og slagsmálalögreglu frá komu páfa. Sovétríkin/Ísrael Finnland Sorsa frá Kalvei Sorsa forsætisráð- herra baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, en var beðinn að sitja áfram til bráða- birgða. Enn er óljóst hversu fer um næstu stjórn, en fastlega er búist við að í henni verði hægrimenn úr Sambandsflokknum, sem vann nokkuð á í kosningunum um miðjan mars, og Miðflokksmenn undir forystu Váyrynen, væntan- legs forsætisráðherra. Til greina kemur að Jafnaðarmannaflokkur Sorsa taki þátt, en Sorsa sjálfur hefur sagt að flokkur sinn hefði gott af stjórnarandstöðu, og látið að því liggja að auki að hann hætti bráðum sjálfur í pólitík. Það gæti gerst á flokksþingi í júní. Sorsa stendur ýmislegt til boða, og eru uppi sögur um að hann verði næsti framkvæmdastjóri Unesco. Formaður Sambandsflokksins, Ilkka Suominen, hefur verið kos- inn forseti nýhafins þings í Hels- Noregur Veiða færri hvali Tilkynnt hefur verið í Ósló að á vertíðinni í sumar verði veiddir samtals 375 hvalir, 25 færri en áður var ætlað. Þessi ákvörðun hefur vakið reiði forsvarsmanna í norskum hvalveiðum sem telja að stjórnin sé að láta undan þrýstingi hval- vemdarmanna. Norðmenn era formlega hættir hvalveiðum en stunda þær í hlið- stæðu „vísindaskyni" og hér. Samskipti ríkjanna á batavegi ísraelsmenn segja stjórnmálasamband ríkjanna skilyrði þess að Kremlverjar komi nœrrifriðarráðstefnu um Miðausturlönd - m Grikkland Kirkjan missir lönd Svo virðist sem Sovétmenn séu áfram um að bæta sam- skipti sín við ísrael verulega og taka jafnvel upp stjórn- málasamband að nýju við gyð- ingaríkið en því slitu Kremlverjar árið 1967 er sex daga stríðið svonefnda stóð sem hæst. ísraelsmenn hafa þvertekið fyrir að Sovétstjómin fái að taka þátt í hugsanlegri friðarráðstefnu um Miðausturlönd á þessu ári nema samband ríkjanna verði komið í samt lag aftur áður en hún verður haldin. Ennfremur setja þeir gerskum ráðamönnum það skilyrði fyrir þátttöku að þeir veiti þeim sovéskum gyðingum er þess óska heimild til að flytja bú- ferlum til landsins helga. Blöð í ísrael hafa að undan- fömu birt fjölda frétta og frá- sagna um það sem þau nefna „dramatíska kúvendingu" Mika- els Gorbatsjofs leiðtoga Sovét- ríkjanna í málefnum gyðinga. Leiðtogar bandarískra gyðinga sögðust hafa það eftir sovéskum embættismönnum að allt að tólf þúsund gyðingar fengju brott- flutningsleyfi í Sovétríkjunum fyrir árslok. Þessa frétt hafa Kremlverjar borið til baka og sagði Gennady Gerasimof, blaðafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins, að ekki væm uppi nein áform um að breyta reglum um afgreiðslu brottflutn- ingsleyfa né að taka upp stórvirkt kvótakerfi í þeim efnum. Það kann engu að síður að vera að Sovétmenn séu það áfjáðir í að auka áhrif sín fyrir botni Miðjað- arhafs með, auk annars, þáttöku í margumræddri friðarstefnu að þeir séu reiðubúnir að taka upp stjórnmálasamband við ísrael og liðka eitthvað til fyrir gyðingum sem flytjast búferlum frá Sovétr- íkjunum. En þeir hlaupa ekki að neinu og vita sem er að alger óvissa ríkir um það hvort af ráð- stefnuhaldinu verður í ár vegna deilna í ísraelsstjórn. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra og leiðtogi hins hægri sinn- aða Likudbandalags, hefur ekki vilja ljá máls á neinu fundarhaldi um frið í þessum heimshluta og segir að ísraelsmönnum yrði stillt upp við vegg á slíkri samkomu og þeim gert að skila aftur svæðum sem þeir hertóku árið 1967. Utanríkisráðherrann og for- maður Verkamannaflokksins, Shimon Peres, er á öndverðum meiði og bendir á að arabaþjóð- irnar vilji því aðeins ræða friðar- mál að það sé gert á ráðstefnu sem þessari. Ennfremur hefur sá ráðherra ríkisstjómarinnar sem hefur málefni innflytjenda á sinni könnu, Yaakov Tsur úr Verka- mannaflokki, bent á að ráðstefn- an, og þátttaka Sovétmanna og ísraelsmanna í henni, geti ráðið úrslitum um örlög tugþúsunda sovéskra gyðinga sem vilja flytja úr landi. Háttsettur stjómmálaráðgjafi Peresar, Nimrod Novick, bætir um betur og segir mjög æskilegt að Kremlverjar hafi hönd í bagga með friðarsamkomulagi. „Sovétríkin em mikilvægur ná- búi Miðausturlanda og gætu unn- ið mikilvægt starf til að stuðla að friði í heimshlutanum vegna ná- inna samskipta við róttækar ríkis- stjómir í arabaheiminum.“ _ks. Gríska þingið samþykkti í gær umdeilt stjórnarfrumvarp um þjóðnýtingu gríðarmikilla landeigna rétttrúnaðarkirkj- unnar grísku en leiðtogar kirkj- unnar hafa sagt að þeir muni áfram berjast gegn eignar- náminu sem þeir líta á sem þjófnað. Mitsotakis, leiðtogi grískra íhaldsmanna, hefur heitið kirkj- unni stuðningi sínum og segist munu nema lögin úr gildi komist hann til valda í næstu kosningum. Rétttrúnaðarkirkjan hefur sterk ítök í Grikklandi og þykir Papandreou forsætisráðherra fara að nokkuð djarflega, en hann vinnur með þesu tvennt: land til nauðsynlegra umbóta í landbúnaði og eitthvað af þeim vinstristuðningi sem plokkast hefur af honum við efnahags- deilur og verkföll að undanfömu. - m Laugardagur 4. apríl 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.