Þjóðviljinn - 29.04.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Qupperneq 1
Miðvikudagur 29. apríl 1987 96. tölublað 52. árgangur Stjórnarmyndun Frumhlaup hjá Jóni Baldvin Kristín Einarsdóttir, Kvennalista: Frumhlaup að hefja tilraun til stjórnarmyndunar áður en forseti hefur veitt umboð sitt. Steingrímur: Þreifingar Jóns ósœmilegar „Það er frumhlaup hjá Jóni Baldvin að gera tilraun tii stjórn- armyndunar áður en forseti hefur veitt umboð sitt,“ sagði Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennaiistans í samtali við Þjóð- viljann í gær. Steingrímur Her- mannsson tók í sama streng og kvað þreifingar Jóns Baldvins ósæmilegar gagnvart forsetaemb- ættinu. Steingrímur sagði í samtali við Þjóðviljann að hann vildi að Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur héldu samstarfi sínu áfram með fulltingi eins flokks til viðbótar. Hann kvaðst ekki vilja útiloka neinn, ekki heldur Borg- araflokkinn, en þó væri ljóst að eldur brynni milli hans og Sjálf- stæðisflokks. Borgaraflokkurinn er alger- lega utan við viðræður enn sem komið er og mjög ólíklegt að til hans verði leitað. Á fundi fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins í fyrradag kom fram mikil andstaða við þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Margir Sjálfstæðismenn telja lífsspursmál fyrir flokkinn að komast í ríkisstjórn og líta til Jóns Baldvins sem biðlar ákaft til Kvennalista um samstjórn flokk- anna þriggja. Kristín Éinarsdótt- ir var spurð um það hvort Kvennalistinn myndi fara fram á að fá forsætisráðuneytið í slíkri stjórn. „Ég vil ekkert um það segja. Við erum ekki farnar að huga að ráðherraefnum ennþá“. I samtali við Þjóðviljann í gær Bílainnflutningur Góðærið úti að aka Með sama áframhaldi í inn- flutningi nýrra fólksbíla hingað til landsins, má búast við að aukningin á milli ársins í fyrra og í ár verði um 24%, segir Björn Másson, fulltrúi hjá Hagstofu ís- lands. Allt árið í fyrra voru fluttir inn 13.352 nýir fólksbílar en á fyrstu þrjá mánuðina í ár var flutt inn 4.149 nýir fólksbflar. Ef þetta er framreiknað til ársloka má búast við því að heildarinnflutningur á nýjum fólksbflum verði 16.500 nýir fólksbflar sem er 24% aukning á milli ára. Það sem af er árinu hafa verið flutt inn alls 5.468 ökutæki ýmis- konar, en allt árið í fyrra nam þessi innflutningur 15.851. Fram- reiknað til ársloka mun þessi innflutningur verða hvorki meira né minna en 21.800 ökutæki. Á þessu ári hefur bæst við nýr liður í innflutningi ökutækja sem eru fjórhjólin svokölluðu, en þeim má hvorki aka á vegum né fyrir utan þá. í marslok var búið að flytja inn 492 slík hjól. grh. bar Jón Baldvin af sér ásakanir um að hann hefði hafið stjórn- armyndunarviðræður. „Það er misskilningur. Þetta voru einung- is óformlegar könnunarvið- ræður. Ég hefði við réttar að- stæður getað myndað stjórn á einu síðdegi, þ.e. ef myndun tveggja flokka stjórnar hefði ver- ið gerleg." - Þannig að það tekur tvo til þrjár daga að mynda þriggja flokka stjórn. „Það getur dregist. Það erósiður stjórnmála- manna að segja ekki fyrir kosn- ingar hvernig stjórn þeir vilja.“ Forseti íslands mun á næstu dögum ræða við leiðtoga stjórnmálaflokkanna áður en einhverjum þeirra verður form- lega falin tilraun til stjórnar- myndunar. Flestir hallast að því að Steingrímur fái fyrstur að spreyta sig. -þj. Ríkisstjómin faliin. Steingrímur Hermannsson baðst í gær lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína sem missti þingmeiri- hluta sinn í kosningunum á laugardaginn. Forsetinn bað Steingrím og félaga að sitja áfram sem starfsstjórn þar til ný hefði verið mynduð. Fyrr um daginn var haldinn síðasti reglulegur fundur stjórnar Steingríms og hér sjást tygja sig út af honum Framsóknarráðherrarnir Alexander Stefánsson, Jón Helgason og Halldór Ásgrímsson. (Sig.) Vesturland 48 atkvæði týnd! Gætu breytt ýmsu á þinginu. Þarf að kjósa aftur? færi af stað í jöfnunarsætum og og einnig er hugsanlegt að alþing- flakki. ismenn samþykki ekki kjörbréf Þá er hugsanlegt að landskjör- þingmanna Vesturlands af þess- stjórn ákvæði að endurtaka allar um sökum. kosningarnar vegna þessa máls, -m Borgarstarfsmenn Samningar samþykktir Sextíuprósent borgarstarfsmanna greiddu atkvœði. 67,5 af hundraði sögðu já, 22,2 prósent sögðu nei. Tíu af hundraði skiluðu auðu í þriðju atrennu tókst loks að þennan samning en fyrri at- samning með nokkrum mun at- knýja fram úrslit í samningamál- kvæðagreiðslan var sem kunnugt kvæða. um borgarstarfsmanna í gær- er ógilt eftir að mcirihluti borg- Samningur Starfsmannafélags- kveldi. Samningurinn var sam- arráðs hafði hlutast til um kjara- ins er svo til samhljóða þeim þykktur með miklum meirihluta mál þroskaþjálfa og fóstra utan samningi sem Starfsmannafélag atkvæða en þetta var í annað sinn við samninginn. Aður hafði ríkisstofnana samþykkti á dögun- sem greidd voru atkvæði um Starfsmannafélagið fellt fyrri um. -rk./-ks. 48 atkvæði virðast vera týnd í Vesturlandskjördæmi og er ekkert vitað hvar þau eru niður- komin. Búið er að telja aftur og aftur og hafa samband við allar kjördeildir en enn er allt í óvissu. í gær kynnti yfirkjörstjórn á Vesturlandi þetta mál fyrir full- trúum flokkanna og bað jafn- framt Rúnar Guðjónsson sýslu- mann að rannsaka málið. Rúnar sagði við Þjóðviljann í gær að hann hygðist biðja Rannsóknarlögreglu ríkisins að taka að sér rannsóknina. Óvíst er hvað gerðist ef at- kvæðin fyndust og teldust gild. Mjótt var á munum í kosningun- um í Vesturlandi, og ef atkvæðin væru flest á Borgaraflokk eða Kvennalista eða Framsóknar- flokk gæti þingmaður Alþýðu- bandalagsins verið fallinn, og allt Alþýðubandalagið Afhverju tap? Hvemig tap? Alþýðubandalagið tapaði illa í kgsningunum á laugardaginn og inhan flokksins eru menn byrjað- irað ræða ástæður og afleiðingar. Ftamkvæmdastjórn flokksins kom saman í gær, og boðað hefur venð til miðstjómarfundar um míðjan maí. í Þjóðviljanum í gær heyrðust viðhorf forystumanna flokksins um þessi efni og i dag er fjallað um kosningarnar og stöðu Al- þýðubandalagsins í leiðara, í fréttaskýringu Þráins Bertels- sonar „Hvað nú“ og fréttaskýr- ingu Marðar Árnasonar „Áfall fyrir Alþýðubandalagsmenn.“ Sjá síður 4, 5, og 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.