Þjóðviljinn - 29.04.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Síða 2
I —SPURNINGIN- Telur þú trúlegt að kona verði næsti forsætisráðherra? Ragnar Þórsson næturvörður. Það hef ég ekki minnstu hugmynd um. Gæti sjálfsagt alveg komið til greina en spurningin snýst bara ekki um konur eða karla heldur um hvers konar samfélagi við viljum búa í. Eins - og er stendur það bara skrifað í skýin hvað verður, en þjóðin hefur kallað Borgaraflokkinn yfir sig eða hvað? Vllborg Jóhannsdóttir, sjúkraliði. Af hverju ekki? Ég tel sennilegt að kvennalistinn komi til með að eiga aðíld að stjórnarmyndunarvið- ræðum, enda virðist fólk vilja það ef marka má kosningaúrslitin. Ölver Skúlason skipstjóri. Nei, ég held að stjórnmálin í dag séu það flókin að gömlu fjórflokkarnir nái sér einhvern veginn saman og hleypi ekki nýjum aðilum að. Magnús Valdimarsson verksmiðjustjóri. Nei það vona ég ekki, ég hef enga trú á þeim. Við þurfum sterkan karlmann og sterka tveggja flokka stjórn. Hallfríður Jónsdóttir sölumaður. Ábyggilega ekki. Það eru engar líkur á að það geti gerst, en ég hefði alls ekkert á móti því ef til kæmi. FRETTIR Félagsráðgjafar Þrjár vikur í verkfalli Félagsráðgjafar samþykktu nýgerðan kjarasamning. Svava Stefánsdóttir, form. Félags félagsráðgjafa: Núskiptir mestu hvortstjórnmálamennirnir standa við kosningaloforðinogfólkverðurekkilátiðborga áfram niður verðbólguna • / ■ • / . / ‘ f f " * * f / I rí A n **■ n *vi ri * w íyp ri rvi n m p r* nm . ' / / 1. n — 1 _ 1 _ — _ Félagsráðgjafar í þjónustu ríkisstofnana samþykktu á fundi sínum í fyrrakvöld nýgerð- an kjarasamning við ríkisvaldið og var þriggja vikna verkfalli fé- lagsráðgjafa þar með aflýst. Samningur félagsráðgjafa er til tveggja ára og er uppsagnar- ákvæði á síðara ári samnings- tímans. Hluti þeirra fél- agsráðgjafa sem sögðu jafnframt upp störfum hefur snúið aftur til vinnu. Að sögn Svövu Stefánsdóttur, formanns Félags íslenskra félags- ráðgjafa færir samningurinn fél- agsráðgjöfum viðlíka hækkun launa og aðrir hópar ríkisstarfs- manna hafa samið um að undan- förnu. „Þessi samningur er viðunandi í ljósi þess að aðrir ríkisstarfs- menn hafa þegar samið áður og línurnar verið lagðar af öðrum. Við höfum ekki slegið á það hvað samningurinn færir okkur væm- lega. Byrjunarlaun hækka þó úr 32.800 krónuupp í 41.000 krónur. Annars er mest um vert að við fengum inn uppsagnarákvæði á síðara ári samningstímans, sem kemur til framkvæmda verði kaupmáttáttur dagvinnulauna meira en 6.5% lægri heldur en hann reynist að jafnaði febrúar til október í ár. Það sem skiptir mestu máli núna er hvernig þessi samningur kemur til með aðreynast. Hvað gerist núna þegar tekur við ný ríkisstjórn? Verður Iaunafólk látið borga niður verðbólguna áfram? Spurningin er hvort þær hækkanir sem launafólk hefur verið að fá að undanförnu verður tekið af fólki strax eða hvort stjórnmálaflokkarnir standi við kosningaloforðin,“ sagði Svava Stefánsdóttir. ~RK Skák Minningarmót Minningarmót Halldórs Jóns- sonar verður haldið á Akureyri dagana 30. apríl til 3. maí. Fyrsta umferð verður tefld kl. 20 að kvöldi þess þrítugasta. Teflt verður í félagsheimili Skákfélags Akureyrar á Þingvallastræti 18. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími er 1 Vi klst. á 36 leiki og Vi klst. til að ljúka við skákina eftir það. Fyrstu verðlaun eru 25.000 krónur en alls verða veitt tíu pen- ingaverðlaun fyrir árangur í ýms- um flokkum. Samanlagt er verð- launaféð 90.000 krónur. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi að kvöldi 29. apríl. Þátttöku má tilkynna hjá Gylfa Þórhallssyni í síma 23926 og Sigurbirni Sigurjónssyni í síma 25245. Svíavinir Hópurinn sem útskrifaðist fyrir utan Egilsbúð í Neskaupstað. Mynd-HB. Neskaupstaður Elsti nemandinn 87 ára 86 starfsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tóku þátt ífiskverkun- arnámskeiði á vegum sjávarútvegsráðuneytisins Síðasta vetrardag voru útskrif- aðir 86 starfsmenn Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað af nám- skeiði fyrir fastráðna starfsmenn í fiskvinnslu. Námskeið sem þessi hafa verið haldin víða um land í kjölfar kjarasamninganna í fyrra og veitir þátttaka í þeim launa- hækkun. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra mætti á útskriftina í Neskaupstað og ávarpaði út- skriftarnemendur sem síðan þágu veitingar í boði sjávarútvegs- ráðuneytisins. Elsti nemandinn á námskeið- inu í Neskaupstað er 87 ára og sjötíu árum eldri en yngsti nem- andinn. Þátttakendur nám- skeiðsins var allt fastráðið starfs- fólk Sfldarvinnslunnar, bæði í saltfiskverkun og frystihúsi. Valborgar messa Annað kvöld heldur íslensk- sænska félagið árlegan Valborgar- messufagnað sinn í Skíðaskálanum í Hveradölum. Ræðumaður kvöldsins er Hjálmar W. Hannesson sendiráðunautur en veislustjóri er Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur og stjórnar hann einn- ig almennum söng undir borðum. Viðar Gunnarsson óperusöngvari skemmtir með söng við undirleik Selmu Guðmundsdóttur, og eftir borðhald verður tendrað Valborg- armessubál. Þann þátt fagnaðarins annast Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri. Loks skemmta menn sér við tóna frá Reyni Jónassyni. Fagnaðurinnn hefst kl. 19.30, og eiga menn að tilkynna þátttöku í dag, helst fyrir hádegi, í síma 10024. Lang- ferðabflar fara frá Hlemmi klukkan 19 annað kvöld og koma í bæinn aftur að lokinni skemmtun. Flugstöðin Slökkt á vopnaleitartækjunum SigurjónA. Friðjónsson: Enginþjónusta. Fengumhvorkivottnéþurrt. Útlend- ingar mjög óhressir með þjónustuleysið. Ekki flugstöðinni til framdráttar „Það var slökkt á vopnaleitar- tækjunum og ekkert athugað hvað farþegar höfðu meðferðis í handfarangri út í vélina. Þar að auki var allt lokað í flugstöðinni nýju og fengu farþegar hvorki vott né þurrt og gátu ekkert versl- að fyrir brottför,” sagði Sigurjón A. Friðjónsson, farþegi með Flug- leiðavél til Kaupmannahafnar á dögunum. Astæðan fyrir þessu þjónustu- leysi sem farþegarnir urðu fyrir var að á sama tíma og þeir biðu brottfarar var flugstöðin opin fyrir almenning til skoðunar og þess vegna var lokað fyrir alla þjónustu í flugstöðinni. Sagði Sigurjón að þeir útlend- ingar sem hann hefði rætt við hefðu lýst megnustu óánægju með þetta þjónustuleysi sem þeir hefðu mætt og væri óskiljanlegt með öllu á sama tíma og verið væri að auglýsa flugstöðina upp og dásama þjónustuna sem þar fengist. „Vegna þess að vélin bilaði rétt áður en hún átti að fara í loftið og fór ekki fyrr en um miðjan dag, þá lentu farþegarnir í því að stöð- in var lokuð fyrir allri þjónustu vegna skoðunar almennings á sama tíma. Þarna hittist bara svona á. En það fór fram handleit í farangri rétt áður en þeir stigu upp í vélina, svo það er ekki alls- kostar rétt að engin leit hafi átt sér stað,” sagði Þorgeir Þorgeirs- son lögreglustjóri á Keflavíkur- flugvelli. grh. 2 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. april 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.