Þjóðviljinn - 29.04.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Síða 3
m ÖRFRÉTTIR mmmm Lánskjaravísitalan fyrir maímánuð er 1662 og hefur hún hækkað um 14.8% frá síð- asta mánuði. Síðustu 3 mánuði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 18.2% og 20% á sl. hálfu ári. Sagan af brauðinu dýra var gefin út í sérstakri viðhafnar- útgáfu af Vöku-Helgafelli í tilefni 85 ára afmælis þjóðskáldsins Halldórs Laxness á dögunum. Bókin sem er í stóru broti er skreytt vatnslitamyndum eftir Snorra Svein Friðriksson listmál- ara. Óskilamunir hjá lögreglunni í Reykjavík verða boðnir upp í lögregluportinu, Borgartúni 7, á laugardaginn kl. 13.30. Á upp- boðinu verða ma. reiðhjól, barn- akerrur, fatnaður, seðlaveski, úr, gleraugu, hjólastólar og fl. Forlagið Svart á hvítu hefur afhent Krísuvíkursamtök- unum aö gjöf allar bækur sem forlagið hefur gefið út á [iðnum árum, þar á meðal allar íslend- ingasögurnar í skinnbandi. Af- hending bókanna fór fram á þaki Laugardalshallarinnar þar sem Pétur Ásbjörnsson dvelur enn í tjaldi til að afla samtökunum áheita. Námskeið í akstri dráttarvéla verður haldið að tilhlutan Um- ferðarráðs fyrir 14 -15 ára og 16 ára og eldri að Dugguvogi 23 og hefst í dag. Námskeiðið stendur til 4. maí. Svefnleysi verður til umfjöllunar á fræðslu- fundi Geðhjálpar sem haldinn verður í kvöld kl. 20.30 á geðdeild Landsspítalans. Helgi Kristbjarn- arson mun flytja inngangserindi. Menntamála- ráðherra hefur falið Háskóla (slands að hafa forgöngu um og annast starfsrækslu Upplýsingastofu námsmanna sem hafi það að markmiði að veita upplýsingar um innlendar og erlendar náms- stofnanir og möguleika á fram- haldsnámi. Hagnaður Verslunarbank- ans á sl. ári var einn sá mesti í sögu bankans eða tæpar 20 miljónir. Mikil aukning varð í innlánum eða 46% á móti 35% að meðaltali hjá hinum viðskiptabönkunum. Ingólfur Hjörleifsson fyrrverandi blaðamaður á Þjóð- viljanum hefur verið ráðinn rit- stjóri Skinfaxa, málgagns Ung- mennafélags íslands. Happdrætti DAS er nú að hefja nýtt starfsár. Miða- verðið verður óbreytt frá fyrra ári 200 kr. á mánuði en ein nýjungin er sú að boðið verður uppá 3 bíla og þá einungis dregið úr seldum miðum. FRÉTT1R Knútur Rafn Ármann: Við erum nú komin með Útrásina í almennilegt stúdíó hér undir sundlauginni í Fjölbraut í Breiðholti og hefjum útsendingar af fullum krafti í byrjun skólaárs í haust eftir sumarmánaðafríið. Útvarp framhaldsskólanna Útras fer í fríið Knútur RafnÁrmann: Stöðin verður ekki starf- rækt yfir sumarmánuð- ina en byrjar útsendingar strax í byrjun nœsta skólaárs Utrás, útvarpsstöð framhalds- skólanna, fer í frí yfir sumar- mánuðina og verður síðasta út- sending á þessu skólaári núna á fimmtudaginn. Útvarpsstöðin hóf starfsemi sína þann 9. febrúar s.I. og hefur starfað samfleytt síðan. „Við hefjum útsendingar aftur í byrjun næsta skólaárs, væntan- lega í kringum 10. september," sagði Knútur Rafn Ármann en hann er nemandi í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og á sæti í útvarpsnefnd. „Stöðin hefur gengið vel í vet- ur, þetta er að sjálfsögðu búinn að vera svona prufutími og fyrst vorum við bara með bráðabirgð- astúdíó í hálfgerðum kofa, en svo byggðum við almennilegt stúdíó hér undir sundlauginni í Fjöl- brautaskóla Breiðholts og hófum útsendingar héðan þann 19. mars. Þetta er líklega eina stúdíó- ið í heiminum sem er staðsett undir sundlaug.,, Svalbarðseyri Boðið í veiksmiðjuna Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi og stjórnarformaður Kjörlands h.f.: Miklir hagsmunir íhúfifyrir kartöflubœndur. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að jöfnunargjald afinnfluttum kartöflum renni til verksmiðj- anna á Svalbarðseyri og í Þykkvabœ. Nemur um 2 milljónum á mánuði „Við höfum gert tilboð í kart- öfluverksmiðjuna og kartöflu- geymslu á Svalbarðseyri og erum í samningaviðræðum við skipta- Bankamenn hafa boðað verk- fall 8. maí og þessa dagana standa yfir samningafundir hjá ríkissátt- asemjara. Var síðasti fundur boðaður kl. 18 í gær. „Við vonum bara að samning- ar takist í dag eða á morgun, því samkvæmt lögum er sáttasemjara skylt að leggja fram sáttatillögu fimm dögum fyrir boðað verkfall ef ekki hafa náðst samningar fyrir þann tíma,“ sagði Kristín Guð- björnsdóttir starfsmaður Sam- bands íslenskra bankamanna í ráðanda um þessi mál,” segir Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, bóndi og stjórnarformaður Kjörlands gær. Bankamenn geta boðað verkfall með hálfs mánaðar fyrir- vara, en ef ekki semst og fyrr- greind sáttatillaga er lögð fram getur sáttasemjari frestað verk- falli um hálfan mánuð í viðbót og verður að greiða atkvæði um til- löguna. Að sögn Kristínar leggur Guð- laugur Þorvaldsson ríka áherslu á að reynt verði að ná samningum nú þegar, þar sem hann þurfi tíma til að undirbúa sáttatillögu sína ef til kemur. -IÁ Að sögn Jóhannesar hefur kartöfluverksmiðjan á Sval- barðseyri átt undir högg að sækja í markaðsmálum og giskaði hann á að óseldar birgðir af fullunnum kartöflum, frönskum, væru um 150-200 tonn. Bjóst hann við að ef ekkert yrði af sölu verksmiðj- unnar þá færi hún á uppboð um miðjan maí. „Það sem gerir okkur kleift að líta björtum augum á framtíðina í þessum rekstri er auðvitað fyrst og framst því að þakka að fyrir þrem vikum ákvað ríkisstjórnin að 40% jöfnunargjald af innflutt- um kartöflum rynni til kartöflu- verksmiðjanna á Svalbarðseyri og í Þykkvabæ. Er hér um tals- vert fé að ræða eða um 2 milljónir á mánuði sem ríkið hefur fengið f sinn hlut. Ef þessi upphæð kemur til skipta til verksmiðjanna er ljóst að hægt verður að gera átak í málefnum kartöfluverksmiðj- unnar á Svalbarðseyri,” sagði Jó- hannes. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir kartöflubændur í Eyjafirði og nágrenni að það fari að birta yfir rekstri verksmiðjunnar á Svalbarðseyri því umsvif kart- öflubænda þar nyrðra eru á við 30-40 vísitölubú í hefðbundnum búskap og snertir afkomu fjög- urra hreppa, Svalbarðs,- Grýtubakka,-Öngulstaða,- og Glæsibæjarhreppa. „Eins og er er skiptaráðandi erlendis en við munum ræða við hann aftur 8. maí næst komandi og þá mun það koma í ljós hvort okkar tilboði verður tekið. En hvað það er get ég ekki sagt að svo stöddu,” sagði Jóhannes Geir. grh. Kosningarnar Rétt heildarúrslit h.f. Bankamenn Samið í dag? Ef ekki semst leggur sáttasemjari fram sáttatillögu Alþýðubandalagið Miðstjóm kölluð saman Miðstjórn Alþýðubandalags- ins hefur v'erið kölluð saman 16,- 17. maí og er meðal annars ætlað að ræða úrslitin í þingkosningun- um og um næsta landsfund. Hann á að halda á árinu, og búist við honum í haust eða vetur, en áhugi virðist orðinn á að halda hann fyrr. að Alþýðubandalagið þyrfti að taka fjölmargt til endurskoðunar í stefnu og starfsháttum. Á næstu vikum þyrfti auk miðstjórnar- fundarins að að ræða málin í sem allra flestum flokksfélögum um allt land. -m Nokkrar meinlegar villur slæddust inní töflu í blaðinu í gær um heildarúrslit kosninganna. Sjálfstæðismenn fengu þar um sjöþúsund atkvasði á silfurbakka, og var einhveijum þeirra rænt af Kvennalista. Hér em rétt landsúrslit: A-listar 23.260 15,23% (+3.4 10 þm. B-listar 28.883 18,92% (+0,2) 13 þm. C-listar 246 0,16% (-7,2) D-listar 41.484 27,17% (-11,9) 18 þm. G-listar 20.382 13,35% (-4,0) 8 þm. J-listi 1.892 1,24% 1 þm. M-listar 2.431 1,59% S-listar 16.583 10,86% 7 þm. V-listar 15.467 10,13% (+4,6) 6 þm. Þ-listar 2.047 1,34% .1 Það var Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður flokksins og for- maður miðstjórnar sem lagði til að miðstjórn yrði kölluð saman. Á fundi framkvæmdanefndarinn- ar urðu ítarlegar og langar um- ræður að sögn formanns hennar, Ólafs Ragnars Grímssonar. Menn voru sammála um að kosn- ingaúrslitin væru mikið áfall fyrir flokkinn, sagði Ólafur, og töldu Matráðskona óskast Þjóðviljinn óskar að ráða matráðskonu strax. Vinnutíminn er 3 - 4 klukkustundir á dag. Upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri I síma 681333. þJÓOVILIINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.