Þjóðviljinn - 29.04.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Page 4
LEKDARI Kjaramál og kempur Flestum er Ijóst, að kjaramálin urðu Alþýðubanda- laginu verulega erfið í þeirri kosningabaráttu sem á laugardaginn lauk með miklu tapi flokksins. Þetta kom mjög berlega fram í viðhorfum forystu- manna flokksins, sem Þjóðviljinn birti í gær, í tilefni úrslitanna. Þannig segir formaður flokksins að önnur aðal- skýring á útkomu flokksins hafi verið sú, að kjara- deilur opinberra starfsmanna í vetur, sem einkum voru háðar af kvennastéttunum, hafi ýtt undir „endurminningar um deilurnar milli ASÍ og BSRB 1984, og niðurstaðan varð andstaða við Alþýðu- bandalagið í þessum hópum og stuðningur við Kvennalistann, vegna þess að menn upplifðu Al- þýðubandalagið að einhverju leyti sem Alþýðusam- bandið". Síðar í viðtalinu sagði Svavar jafnframt: „Og það þarf... að ræða það mjög alvarlega í verkalýðshreyf- ingunni hvernig fyrir henni er komið sem tæki til kjarabaráttu og til jöfnuðar í þjóðfélaginu. Skipulag verkalýðssamtakanna er afskaplega alvarlegt um- hugsunarefni og fjarlægðin frá verkalýðsforystunni til almennra vinnustaða er orðin æpandi í mörgum tilvikum." Margrét Frímannsdóttir, þingmaður flokksins á Suðurlandi, segir að það hafi skort á að setja skýrar fram, að „samningar Alþýðusambandsins voru ekki gerðir af Alþýðubandalaginu". [ svipaðan streng tók Kristinn H. Gunnarsson, efsti maður G-listans á Vestfjörðum:„Eftir samningana við opinbera, starfsmenn var Alþýðubandalaginu kennt um ASÍ-samningana“. Steingrímur J. Sigfússon benti á, að svo virtist sem Alþýðubandalaginu væri „á vissan hátt refsað fyrir þá láglaunastefnu sem hér hefur verið við lýði“. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins, Ólafur Ragnar Grímsson, segir hreint út, að „Sósíalískur flokkur getur ekki til lengdar gert þær málamiðlanir sem verða í kjarasamningum að sinni stefnu - hann verður skiiyrðislaust að standa með þeim sem harð- ast sækja fram til bættra kjara." íhaldið ub í gær baðst forsætisráðherra lausnar fyrir ríkis- stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Um það er vitaskuld engum blöðum að fletta, að ein meginniðurstaða kosninganna er krafa þjóðar- innar um að Sjálfstæðisflokkurinn víki nú úr lands- stjórninni. Afhroð flokksins er á engan hátt hægt að túlka öðru vísi. Vegna úrslitanna er hins vegar Sjálfstæðisflokkn- um aðild að ríkisstjórn einkar dýrmæt. Forystan er í afar veikri stöðu gagnvart eigin flokksmönnum. Aðild að ríkisstjórn myndi hins vegar gefa henni vissa friðhelgi, - uppgjör getur aldrei farið fram með sæmi- legum hætti við menn, sem jafnframt eru komnir í trúnaðarstöður fyrir þjóðina. Þátttaka í stjórn myndi því leysa hina veiku forystusveit Sjálfstæðisflokksins úr glímunni við innri óánægju flokksins. Sömuleiðis er Ijóst, að aðild að ríkisstjórn yrði flokknum mikilvæg til að ná fyrri stöðu á hinum pólit- íska vettvangi, og skjóta loku fyrir þann möguleika, að tapið haldi beinlínis áfram. Þetta er skýringin á því, að Sjálfstæðisflokkurinn hyggst nú hundsa dóm þjóðarinnar og reynir allt hvað af tekur til að halda áfram þátttöku í ríkisstjórn. Það er hins vegar vert að undirstrika, að nú er upp komin sú staða, að það er möguleiki á myndun stjórnar, þar sem sjónarmið félagshyggju yrðu sett í í þeirri hreinskilnu umræðu sem nú hlýtur að fara fram um stöðu flokksins hljóta þessi atriði að vega þungt. Það kann á stundum að vera sársaukafullt að horfast í augu við sannleikann, - en hjá því verður ekki komist. n stjómar öndvegi. Samanlagður þingstyrkur Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks, Kvennalista og Alþýðubanda- lags, fjögurra flokka sem allir byggja á jöfnuði og félagshyggju með einum hætti eða öðrum, er 37 þingsæti. Þetta þýðir í raun, að meirihluti þjóðarinnar hefur hafnað leiðinni til hægri. Þetta þýðir líka, að það er hægt að mynda vel starfhæfa ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokks- ins. Útkoma Alþýðubandalagsins í kosningunum er hins vegar þess eðlis, að með engu móti er hægt að segja, að flokkurinn eigi kröfu á aðild að ríkisstjóm. Við núverandi aðstæðuryrði það jafnframt lítt hyggi- legt fyrir hann. Sú leið er samt sem áður fyrir hendi, að Alþýðubandalagið fallist á að veita hlutleysi og verja falli ríkisstjórn hinna þriggja flokkanna sem til voru nefndir, Framsóknar, Kvennalista og Alþýðu- flokks. Sé raunverulegur vilji til að framfylgja þeim dómi sem þjóðin kvað upp í kosningunum, og halda Sjálf- stæðisflokknum utan við ríkisstjórn, þá hlýtur þessi leið að verða könnuð, áður en svokallaðir félags- hyggjuflokkar gefa Sjálfstæðisflokknum kost á þátt- töku í myndun ríkisstjórnar. -ÖS KUPPT OG SKORK) Fylgishrunið falið Já fljótir erum vér að gleyma vorum bestu vinum. Morgun- blaðið kepptist við síðustu dag- ana fyrir kosningar að hampa for- ystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins bæði í lit og svart-hvítu á blað- síðu eftir blaðsíðu þannig að les- endur blaðsins vissu ekki á stund- um hvort þeir voru að lesa frétta- blað eða að blaða í myndaalbúmi Sjálfstæðisflokksins. Öllu var tjaldað sem til var svo einurðin og stefnufestan og flokkurinn og forystan og hvað þetta hét nú allt saman, héldi velli í baráttunni. í Morgunblaðinu í gær, fyrsta tbl. eftir kosningar er hvergi að sjá í þessu stærsta fréttablaði landsins að þessi sami Sjálfstæð- isflokkur og tröllreið öllum síð- um blaðsins vikurnar fyrir kosn- ingar, hafi orðið fyrir sínu stærsta áfalli frá stofnun flokksins. Tap- að 11.5% atkvæða á landsvísu og aldrei mælst eins lítill áður. Þess í stað slær Mogginn því upp á forsíðu að sá sami Sjálf- stæðisflokkur sé nú kominn á kaf í nýjar stjórnarmyndunarvið- ræður við krata og kvennalista, og aðalfréttin á baksíðu er yfxrlýs- ing formanns yfirkjörstjórnar í Reykjavík um að herða verði reglur um framvísun persónuskil- ríkja á kjörstað. Losaralegar reglur í þessum efnum skyldu þó ekki vera orsökin fyrir höllu gengi flokksins í kosningunum. Eða hvernig ber að skilja þetta fréttamat Morgunblaðsins? Nei, hrun Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert með Morgunblaðið að gera, enda Morgunblaðið ó- pólitískt fréttablað að eigin sögn og er því ekkert að slá upp pólit- ískum fréttum, sérstaklega ef þær eru óhagstæðar Sjálfstæðis- flokknum. f>á er betra að fela fréttirnar í 6 punkta letri í leiðara. Jarðvegur fyrir hendi í umræddum leiðara Mbl. er bent á ýmsa þætti aðra en stofnun Borgaraflokksins sem leiddu til þessa stórfellda fylgistaps Sjálf- stæðisflokksins. „Á hitt ber þó að líta, að Borg- araflokkurinn hefði ekki náð svo miklum árangri, sem raun ber vitni ef ekki hefði verið jarðvegur fyrir hendi fyrir þessari stjórnmálahreyfingu. Niðurstaða kosninganna sýnir, að Sjálfstæð- isflokknum hefur af einhverjum ástæðum mistekizt að halda utan um fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ekki unnið myndar- legan kosningasigur frá 1974. Það hefur áður gerzt í sögu Sjálfstæð- isflokksins að flokksbrot hafi klofnað út úr honum, og boðið fram í þingkosningum, en aldrei með slíkum árangri sem nú. Þessi kosningaúrslit kalla á róttækt endurmat á stöðu Sjálfstæðis- flokksins, stefnu hans og fram- setningu hennar,“ segir leiðar- ahöfundur Mbl. Fleiri þurfa í endurmat En kosningaúrslitin hafa vissu- lega kallað á viðbrögð í öðrum flokkum og þá ekki síst Alþýðu- bandalaginu sem varð fyrir miklu áfalli í þessum kosningum. í Þjóðviljanum í gær lögðu forystu- menn og frambjóðendur flokks- ins um allt land áherslu á upp- stokkun í skipulagi, starfi og stefnu flokksins. M.a. varð mönnum tíðrætt um samskipti flokksins við verkalýðshreyfing- una og töldu flestir að hún hefði ekki verið flokknum hagstæð með tilliti til jólaföstusamning- anna sem Álþýðubandalagið hefði verið gert ábyrgt fyrir. í leiðara Mbl. er vikið að þessu að ætla að það hafi verið vegna ábyrgrar launastefnu hans og ASÍ, heldur þrátt fyrir hana - og þá einkum vegna stefnuleysis Al- þýðubandalagsins...“ Við annan tón kveður í frétt- askýringu Ingólfs Margeirssonar í Alþýðublaðinu í gær. Hann segir skýringamar á slæmu gengi Alþýðubandalagsins í kosning- unum slappa stjórnarandstöðu flokksins, draugagang í flokkn- um eftir samstarfið við íhald og Gunnars Thor- oddsens og í þriðja lagi samteng- ing flokksforystu Alþýðubanda- lagsins og formanns Álþýðusam- bandsins. „Kjaramálin voru einfaldlega ekki notuð í kosningabaráttu flokksins vegna þess að Ásmund- ur Stefánsson, höfundur 26000 kr. launanna sem Guðrún Agn- arsdóttir grét út af í sjónvarpinu, er aðalarkitektinn á bak við kjaramálastefnu ríkisstjórnar- innar. Alþýðubandalagið gat því ekki keyrt á landsmálapólitíkinni heldur varð að halda sig við mál- efni kjördæma. Afleiðingin var ómarkviss og óskýr stefna sem kjósendur höfnuðu." Samstaða til vinstri Eitt er víst að úrslit kosning- anna sl. laugardag eru viðvörun til Alþýðubandalagsins frá vinstri sinnuðu fólki í landinu. Viðvörun sem verður að taka alvarlega og bregðast við á réttan hátt. Urslit- in eru á sama hátt krafa um breytta starfshætti, skýra stefnu- mótun og nánara samstarf og samvinnu við félagshyggjufólk. Þrátt fyrir góðan sigur Kvenna- listans og nokkra sókn Alþýðu- flokks þá stendur félagshyggju- fólk frammi fyrir því að vera tvístrað í þrjá „smáflokka“ á meðan almenningur í landinu hefur hafnað frjálshyggju Sjálf- stæðisflokksins og skorið fylgi þess flokks loks niður í mörk sem þau ættu að öllu eðlilegu að vera. Vegna sundrungar á vinstri væng- num njóta miðflokkur og stefnu- laust nýjabrum ávaxtanna af hruni íhaldsins. Kosningaúrslitin eru því þörf lexía ekki aðeins fyrir Alþýðubandalagið heldur allt vinstra fólk í landinu. -lg- máli og segir þar m.a.: „Mikla athygli hefur vakið að Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, féll í kosningunum, en ástæðulaust er . framsókn í stjórn þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Garöar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta-og prófarkaleatur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingaatjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýalngar: Baldur Jónasson, OlgaClausen, GuðmundaKristins- dóttir. Símvarala: Katrín Anna Lund, SigrlðurKristjánsdóttir. Húamóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Ðflatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðalu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrela, afgrelðsla, ritatjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, afmi 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, afmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljanahf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áakrfftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 29. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.