Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 5
Eða: Hér eruþvímiður komnar nýjar kosningatölur „Við neyðumst nú til að gera hlé á þessu spjalli því að hér eru því miður komnar nýjar kosning- atölur," sagði málglaður frétta- skýrandi í sjónvarp á kosninga- nótt. Og óneitanlega hafa þessar nýju kosningatölur truflandi áhrif á hinu pólitísku umræðu. Spilin hafa verið rækilega stokk- uð og það hefur verið gefið upp á nýtt. Og sumir segja að það séu komnir of margir jókerar í spilin. En nú er tímabært að hefja um- ræðuna á nýjan leik. Ýmsar for- sendur eru breyttar frá því sem var fyrir kosningar. Óvæntir at- burðir hafa gerst, og einnig hafa ýmsar grunsemdir verið staðfest- ar. Fréttir berast nú af því að kosn- ingasigur Kvennalistans veki at- hygli um allar jarðir, jafnt í New York fyrir vestan sem í Tókíó fyrir austan. Það er persónuleg skoðun þess sem hér heldur á penna, að meðal fólks í Alþýðubandalaginu séu tilfinningar í garð Kvennalistans mjög blendnar. Sumpart gleðjast menn yfir því að sjá góðar og já- kvæðar skoðanir vinna fylgi með- al þjóðarinnar, en sumpart blöskrar Alþýðubandalags- mönnum að þessar skoðanir sem Alþýðubandalagið hefur löngum barist fyrir skuli verða til þess að lokka fylgi frá Alþýðubandalag- inu. En þar kemur fleira til. Að pipra eöa pipra ekkki? Kvennalistinn sem stjórnmála- flokkur eða hreyfing rekur til- tölulega einfalda pólitík og á sér markhóp, sem auðvelt er að finna og höfða til, sem sé konur alls staðar, á öllum aldri og úr öllum stéttum. Kvennalistinn er óbund- inn af því að bera nokkra ábyrgð á fortíðinni og gefur sér þá for- sendu, að venjuleg rök dugi ekki í kappræðum við hann, þar sem Kvennalistinn einn kunni á því lagið að tala út frá „reynsluheimi kvenna". Allt er þetta ágætt svo langt sem það nær. En nú spyrja margir, hversu lengi ætlar Kvennalistinn að halda hinum pólitíska meydómi sínum, sem byggist á því að starfa í stjórnmálum sem gagnrýnandi afl án ábyrgðar. Eða er Kvenna- listinn svo var um hinn pólitíska meydóm sinn að hann muni forð- ast samneyti við aðra flokka, eða náin kynni í ríkisstjórn? Verður það sjálfvalið hlutsicipti Kvenna- listans að pipra? En nú mun framtíðin leiða í ljós, hvort Kvennalistakonur ætla sér annað og verðugra tak- mark í stjórnmálunum en að vera vandlætingarsamar piparmeyjar. Meðfullri virðingu... Það er ekki ætlun mín að tala hér óvirðulega um Kvennalist- ann, því að óumdeilanlega hefur hans framlag verið mjög merki- legt í þá átt að auka stjórnmálaþátttöku kvenna. Sú þátttaka boðar nýja tíma og er endurspeglun á þeim gífurlegu þjóðfélagsbreytingum, sem hér hafa orðið á síðustu árum. Ef til vill má segja sem svo að Kvennalistinn nái að hluta til að endurspegla þessar þjóðfélags- breytingar, en Alþýðubandalag- inu hafi tekist það miður. Þessar þjóðfélagsbreytingar felast meðal annars í stóraukinni þátttöku kvenna á almennum vinnumarkaði, og ennfremur í af- skaplega mikilli röskun á vægi ýmissa starfsgreina; verka- mönnum og bændum fækkar en „menntuðum launþegum" fjölg- ar stórkostlega. Sem Alþýðubandalagsmaður hef ég það við Kvennalistann að athuga, að hann veikir stöðu Al- þýðubandalagsins, sem í mörgum greinum berst fyrir nákvæmlega sömu málum og Kvennalistinn. Ég er heldur ekki viss um að Kvennalistinn sé hinn rétti far- vegur fyrir jafnréttisbaráttu kvenna. Eg tel, að misréttið í þjóðfélaginu beri fremur að rekja til stéttaskiptingar og mismun- andi skoðana á því hvernig skipta beri verðmætum í þjóðfélaginu - heldur en til mismunar á aðstöðu karla og kvenna. Hins vegar viðurkenni ég fús- lega að ég ber virðingu fyrir þeim baráttuglöðu konum, sem ekki ennþá telja það tímabært að starfa í stjórnmálaflokkum við hlið karlamanna og berjast þar fyrir hugsjónum sínum. Ég virði baráttugleðina og góðan málstað - en efast um að leiðin sé rétt. Vörn en ekki sókn Ástæða þess að ég er hér að orðlengja um Kvennalistann í stað þess að taka þegar til við að grannskoða útkomu Alþýðu- bandalagsins er einfaldlega sú, að Kvennalistinn tók gífurlegt fylgi frá Alþýðubandalaginu. Og eins gott fyrir alla að átta sig á því. Því fer þó fjarri, að það sé við Kvennalistann að sakast um slak- an árangur Alþýðubandalagsins í kosningunum. Kvennalistinn tók frá okkur fylgi, en okkur mistókst í öllum aðalatriðum að vinna nýtt fylgi í staðinn. Sóknin mistókst. Flokkur sem á að vera í herskárri sókn lenti í vörn. Sú varnarbarátta tókst að vísu vonum betur og flokkurinn sleppur út úr þessari orrustu án þess að hafa tapað stríðinu. Og það er gleðiefni. Enda á Alþýðu- bandalagið traust bakland, bæði meðal þeirra sem hafa barist með flokknum í mörgum öðrum orr- ustum og lært að þola bæði töp og sigra, og eins meðal þeirra sem láta ekki blekkjast af uppþotum og yppingum heldur binda traust ÞRÁINN BERTELSSON við grundvallarhugsjónir sósíal- ismans um þjóðfélagslegt réttlæti handa öllum. ímynd Al- þýðubanda- lagsins En afhverju mistókst sóknin? Ef til vill hefur Alþýðubanda- laginu gengið miður en öðrum flokkum að laga sig að þeim breyttu lögmálum sem gilda í stjórnmálabaráttu í þjóðfélagi sem mótast að verulegu leyti af fjölmiðlum ljósvakans. Hraðinn er mikill. Það eru slagorð og fleygar setningar sem ná til fólksins. ítarleg krufning eða greining aðstæðnanna á ekki upp á pallborðið. Sjónvarp krefst tilbreytingar og ferskleika. Eða ákveðinnar ímyndar valds og virðuleika. Sjónvarp krefst ákveðinnar ímyndar. Og hvaða ímynd hefur Alþýðubandalagið fengið á sig? Jú. Um árabil hefur Alþýðu- bandalagið verið skeleggasti málsvari allra þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu, og stund- um eini málsvari þeirra. Og svo mikla athygli hefur þessi barátta vakið að hún hefur yfirskyggt ennþá stærra baráttumál, sem er auðvitað baráttan fyrir góðri af- komu og atvinnuöryggi alls vinn- andi fólks - ekki aðeins þeirra sem einhverra hluta vegna eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. ímyndin sem þarna hefur orðið til er sú að Alþýðubandalagið leggi meiri áherslu á hagsmuni hluta heildarinnar heldur en heildarinnar allrar. Samasem- merkið Og ekki nóg með það, heldur hefur barátta Alþýðubandalags- ins fyrir hagsmunum launafólks leitt til þess að í vaxandi mæli hafa menn farið að setja sama- semmerki milli Alþýðubanda- lagsins og verkalýðshreyfingar- innar. Þessi ímynd er líka röng. Aðaláhersla Alþýðubandalags- ins er að sjálfsögðu á jöfnuð í þjóðfélaginu og lífskjör og at- vinnuöryggi launþeganna, og leiðin til þess arna er að sú að skapa lífvænlegar aðstæður í atvinnulífi landsins ásamt með þeirri skýlausu kröfu að dag- vinnulaun eigi að nægja til fram- færslu í grundvallaratriðum, og þjóðin verði hið bráðasta leyst úr hinum þrúgandi fjötrum yfirvinn- uþrælkunarinnar. Burtséð frá þessum stóru mál- um þar sem Alþýðubandalagið hefur fengið á sig undarlega fmynd er einnig nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að Al- þýðubandalagið hefur fengið orð fyrir að vera neikvæður flokkur. Þetta á sér ýmsar skýringar. Það hefur yfirleitt verið hlutskipti Al- þýðubandalagsins að heyja varn- arstríð við sterka aðila. Alþýðu- bandalagið hefur staðið vörð um hina veiku gegn hinum sterku. Það stuðlar að neikvæðri ímynd að liggja í sífelldri vörn. Sömuleiðis verða menn að gera sér það ljóst, að meðal þess hugsjónafólks sem myndar Al- þýðubandalagið er tiltölulega lítil áhersla lögð á glys og glingur sem einkennir neyslusamfélagið. Þessi fyrirlitning Alþýðubanda- lagsmanna á búðargluggum kaupahéðna hefur leitt til þess að Alþýðubandalagið hefur fengið orð fyrir að vera á móti öllum sköpuðum hlutum sem fjölda fólks þykir sjálfsagt krydd í tilver- una eða beinlínis sjálfsögð lífs- þægindi. I áróðri gegn Alþýðubandalag- inu segja menn purkunarlaust að Alþýðubandalagið sé á móti sjónvarpi, vídeói, útvarpi, kred- ítkortum, sólarlandaferðum, bíl- um, tölvum, farsímum, einbýlis- húsum - eða yfirleitt á móti öllum sköpuðum hlutum. Einnig þessi ímynd er röng. Og henni þurfum við að breyta. Við viljum lífsþægindi og kunnum að meta þau ekki síður en aðrir. En við viljum þau handa öllum. Ekki bara sumum. Og það sem hefur ruglað ímyndina kann að vera, að Alþýðubandalagsmenn leggja meiri áherslu en flestir aðrir á að forðast mengun, mengun um- hverfis og mengun hugarfarsins. Þjóðrækni okkar og þjóðarstolt kann að hafa komið fram sem hroki eða fyrirlitning á tækni- undrum og söluvöru nútímans. Þessari ímynd þurfum við að breyta. Að læra af reynslunni Og kannski höfum við fallið í þá gryfju að málflutningur okkar hefur verið of flókinn. Kannski leggjum við of mikla áherslu á að lappa upp á núverandi skipulag. Kannski þurfum við að temja okkur djarfari og frumlegri hugs- un. Við erum herskár og glað- beittur flokkur. En það hefur verið erfitt að halda jafnvægi í ölduróti stjórnmálanna að und- anförnu. Það hefur verið erfitt að ná út með merkileg stefnumál, því að það ástand sem ríkt hefur að undanförnu hefur ekki verið venjulegt ástand. Góðærið að undanförnu hefur ekki verið neitt venjulegt. Albertsmálið og klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum var enginn venjulegur atburður. En nú eru kosningar að baki, svo að kosningatölur þurfa ekki lengur að trufla hina pólitísku umræðu, sem er hafin. Sú um- ræða þarf að vera ítarleg og hún þarf að leiða til niðurstöðu. Og allir Alþýðubandalags- menn þurfa að taka þátt í þeirri umræðu. Ekki aðeins þeir sem virkastir eru í starfi flokksins, heldur einnig hin einbeitta sveit stuðningsmanna, sem fylkti liði á síðustu dögum kosningabarátt- unnar og sló skjaldborg um hug- sjónir Alþýðubandalagsins. Nú hvíiir það á okkar herðum að bera þessar hugsjónir fram til sigurs. Við skulum læra af reynslunni. Við skulum draga lærdóm af þeirri óánægju sem lýsir sér í því að fjöldinn allur af nýjum stjórnmálaflokkum og hreyfing- um leitast við að koma fram í dagsljósið. Við skulum hlusta eftir hjart- slætti þjóðarinnar. Við skulum einbeita okkur að því að finna leiðir til að koma á framfæri þeirri stefnu, sem við vitum að er jákvæð, sönn og staðföst. Við eigum erindi við fólkið í landinu. Þess vegna heitum við Alþýðubandalag. Þráinn Bertelsson Mi&vlkudagur 29. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.