Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason . ólg ræðir við Hans Alfredson höfund söngleiksins „En liten ö i havet" um viðtökur leiksins hér á landi og í Svíþjóð Talað með hjartanu Þegar kosningahríðin stóð sem hæst fengum við íslend- ingar góða gesti frá Svíþjóð. Það var leikf lokkur Konung- lega leikhússins íStokkhólmi, sem flutti okkur söngleikinn „En liten ö i havet" eftir Hans Alfredson ítilefni 85 áraaf- mælis Halldórs Laxness, en söngleikurinn er sem kunnugt ersaminn upp úr Atómstöð- inni eftir Laxness. Það ríkti gífurleg stemmning í salnum á föstudagskvöldið þegar blaðamaður Þjóðviljans fór að sjá leikinn, og var ekki annað að sjá en að þessi sænska gerð At- ómstöðvarinnar hitti beint í mark hjá íslenskum áhorfendum, og ætlaði lófataki aldrei að linna í sýningarlok. En það voru ekki bara leikar- arnir sem komu hingað í boði Þjóðleikhússins, heldur líka höf- undur söngleiksins, leikstjóri og leikmyndahönnuður, Hans Al- fredson. Okkur tókst að króa hann af niður í Þjóðleikhúsi rétt fyrir sýningu á kosningadaginn og við byrjuðum á því að spyrja hann hvort viðbrögð íslenskra áhorfenda við leiknum hefðu ver- ið öðruvísi en þeirra sænsku? - Já, ég er ekki frá því að svo sé, sagði hann og strauk yfir- skeggið um leið og við höfðum komið okkur fyrir í setustofu leikara baksviðs. - Ég var að vísu ekki á sýningunni í gær- kvöldi, en leikararnir sögðu mér að þeir hefðu aldrei átt aðra eins sýningu eða fengið betri við- tökur. En það eru viss atriði í textan- um, sem greinilega hafa náð bet- ur til íslenskra áhorfenda en þeirra sænsku, atriði sem hafa skýrari merkingu hér. Eins og til dæmis deilan um vöggustofurnar og barnaheimilin. Þetta vanda- mál er ekki til lengur í Svíþjóð, en hér virðist það enn vera á dag- skrá. Eða þar sem Aldinblóð seg- ist vilja deyja til þess að geta gengið aftur, draugagangur virð- ist hafa áþreifanlegri merkingu fyrir íslendinga en Svía. En þessi söngleikur er ekki skrifaður fyrir íslendinga, heldur fyrir Svía, og ég valdi mér þetta viðfangsefni vegna þess að ég skil söguna þannig, að hún hafi þýð- ingu fyrir allar eyjar og allar smærri þjóðir, - jafnvel England er eyja í hafinu eftir að það missti allar sínar nýlendur. Eins og kemur fram í sögu Laxness, þá er menning allra smærri þjóða undir stöðugum utanaðkomandi þrýst- ingi frá meðal annars bandarísk- um áhrifum. Við sjáum þetta í sjónvarpinu, í kvikmyndum og við sjáum hvernig þetta hefur áhrif á tungumálið. Mér er kunn- ugt um hversu ríka áherslu ís- lendingar hafa lagt á að vernda tungumál sitt, en í Svíþjóð horfir það nokkuð öðruvísi við. Þessum þrýstingi fylgja síðan nýir lífs- hættir eins og glögglega kemur fram í sögunni - allt í einu eru skammbyssur komnar í umferð. Þetta þeickjum við líka í Svíþjóð, ekki síst eftir morðið á Ölof Palme. Mér finnst spurningin um kjarnorkuna eins og hún kemur fram í bókinni ekki snúa bara að kjarnorkuvopnunum, heldur líka að kjarnorkuverunum, og draumur Búa Árland um sæluvist með Uglu á ónumdum engjum Patagóníu, þar sem vandamál heimsins eru víðs fjarri fær því ekki lengur staðist. Hann hefði eins vel getað talað um Lappland í þessu samhengi, en eins og við vitum, þá bárust eiturskýin frá Tsjernóbíl einnig þangað. Lífið í Austurdalnum fyrir Norðan var fótfesta Uglu, og það heldur fullkomlega gildi sínu enn í dag. Fyrir mér er Ugla eins konar tákn fyrir ísland, og barnið sem hún ber undir belti og fer síðan með norður í dalinn sinn er fyrir mér framtíð íslands. Svo sagði líka John Donne að sérhver maður væri eyja, og sú samlíking á einn- ig við í þessu samhengi. - Hvernig datt þér í hug að búa til söngleik upp úr þessari sögu? Gaf hún sérstakt tilefni til þess? - Já, það er langt síðan ég fékk þessa hugmynd. Mér þótti vera svo mikil músík í sögunni. Þegar ég spurði Halldór Laxness um það 1981, hvort ég mætti gera söngleik upp úr Atómstöðinni, varð hann dolfallinn og sagðist ekki skilja hvernig mönnum gæti látið sér detta þvílíkt í hug, en hann veitti mér leyfið engu að síður. Aðstæður höguðu því hins vegar þannig að ég kom þessu ekki í verk fyrr en nú. - Hvernig er tónlistin unnin, var það í samvinnu við hljóni- sveitina? - Já, það var í rauninni þannig, að ég rakst á plötu með hljóm- sveitinni Jazz-doktors sem mér fannst hafa rétta tóninn fyrir þessa sýningu. Mér fannst að tónlistin þyrfti að hafa til að bera allt í senn, alþjóðlegan amerísk- an stíl, þjóðlegan norrænan tón og jafnframt þennan hjálpræðis- herstón sem kemur fram í upp- hafssöngnum, „Se upp för Sat- an!" Flestöll lögin í söngleiknum voru á þessari plötu, en þeir sömdu lagið um Æskulýðshöllina og „Se upp för Satan!" sérstak- lega fyrir þessa sýningu. - Hvernig hafa sænskir áhorf- endur tekið þessu verki? Hefur þessi mjög svo séríslenska saga einhverja skírskotun til sænskra leikhúsgesta í dag? - Áhorfendur hafa tekið sýn- ingunni mjög vel og það hefur verið uppselt á allar sýningar í Stokkhólmi til þessa. Hins vegar voru nokkuð skiptar skoðanir meðal gagnrýnenda, og mér fannst gagnrýnendur nokkurra hægriblaða misskilja verkið. Gagnrýnandi Sænska dagblaðs- ins sagði til dæmis að menn yrðu að taka afstöðu milli stórveld- anna, það væri ekki hægt að sitja hjá og velja útigangshrossin og Austurdalinn eins og Uglagerði. Jafnvel íslenski sendiherrann í Stokkhólmi fann sig knúinn til þess að blanda sér í þessi skrif og árétta að ísland hefði aldrei verið til sölu. Hann virtist hins vegar ekki hafa áttað sig á að í bókinni sjálfri, Atómstöðinni, er talað um land til sölu. Ég fylgi kjarna sögunnar eins trúverðuglega og ég get og meira að segja söngtex- tarnir eru byggðir á hugmyndum úr bókinni - t.d. „En mun ár hál- ften av en kyss - og í Kanasöng- num („Welcome alla feta islands- sillar!"), þar sem öllum íslensk- um strákum og stelpum er boðið upp í fangið á Sámi frænda og um leið að flytja sig til Manhattan svo að hægt sé að taka til hendinni í Keflavík, þá byggi ég á þeim orð- um Halldórs Laxness í ræðunni sem hann flutti þegar hann tók við nóbelsverðlaununum, þar sem hann talar um það aðAmer- íkanar gætu hæglega gefið öllum íslendingum villu í Flórída fyrir eignarrétt á landinu. Hins vegar er ýmislegt í sög- unni sem ég hef sleppt, því söng- leikurinn krefst skarpara forms. Til dæmis öll umræðan sem er í bókinni um nútímalist og tónlist. Það er jú ekkert sjokkerandi við Picasso eða Schönberg lengur, þótt svo hafi kannski verið í stríðslok, og svo eru ýmis atriði, til dæmis í kringum persónuna Bítar (Tvöhundruðþúsund nagl- bítar) sem eru svo séríslensk að þau skiljast varla fyrir öðrum - eða til dæmis beinasagan, sem ég sleppi alveg. Annars sýnist mér Bítar enn í fullu lífi í íslenskum stjórnmálum í gervi þessa Al- berts Guðmundssonar, eða er ekki svo? Það er auðvitað ljóst að Hall- dór Laxness var undir áhrifum frá kommúnisma þegar hann skrif- aði Atómstöðina, og í henni er viss sósíalískur undirtónn. En Ugla er ekki síst sálfræðileg konumynd í sögunni, og sem slík snilldarlega unnin. Hún er sterk kona, sterkari en Búi Árland og sterkari en feimna löggan, hún er kona sem þær mundu sjálfsagt vilja sjá í nýja Kvennaflokknum hér á íslandi. Sumum íslending- um hefur sjálfsagt brugðið að sjá hana svona smávaxna eins og í túlkun Lenu Nyman, og ég varð að breyta orðum í textanum vegna þessa - þegar organistinn talar um hversu stórhent hún sé fyrir orgelspilið, þá breytti ég því í grófhent, en ég held að Lena bæti upp stærðina með leiknum. Annað atriði sem ég breyti eða öllu heldur bæti við söguna er slagurínn á Austurvelli, sem gerðist jú ekki fyrr en eftir að sagan var skrifuð, þegar ísland gekk í NATO. Það má segja að það þjóni fyrst og fremst drama- tískum tilgangi. - Hefur þú séð kvikmyndina sem Þorsteinn Jónsson gerði eftir Atómstöðinni? - Nei, ég hef ekki séð hana, en mér skilst að hún sé á þyngri nót- um en söngleikurinn. Eg hef heldur ekki getað lesið leikgerð Sveins Einarssonar, því að ég skil ekki íslensku nægilega vel. - Veist þú hvort Halldór Lax- ness hefur séð leikinn eða hvernig honum hefur líkað? - Já, hann var á afmælissýning- unni á fimmtudaginn, og við vor- um öll boðin heim til hans daginn eftir. Það var mjög skemmtilegt, og hann sagði við mig að sér hefði þótt vænt um að sjá hvernig talað væri með hjartanu í þessari sýn- ingu. Hans Alfredson var greinilega ánægður með heimsóknina í Gljúfrastein og viðtökurnar hjá íslenskum áhorfendum. Við sem fengum að njóta skemmtunar- innar þökkum honum líka fyrir komuna. -ólg. Mi&vikudagur 29. apríl 1987 þjóÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.