Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 8
Kosningarnar Afall fyrir Alþýðubandal Alþýðubandalagið og helstiforveriþess hafa aldreifengið minna íkosningum og aldrei tapaðjafn illilega. Ht Niðurstöður í kosningunum á laugardaginn eru svo margþættar að jafnvel æfðum stjórnmála- mönnum og -fræðingum vefst tunga um tönn að skýra og túlka. Þó er augljóst að ein helsta niður- staða kosninganna er alvarlegt fylgistap Alþýðubandalagsins, hið mesta í sögu flokksins. Sósíalistaflokkurinn vann ný- stofnaður mikinn sigur í tvennum kosningunum* árið 1942, fékk rúm 16 prósent í fyrra skiptið og 18,5 prósent í síðara skiptið, og að undanteknum kosningasigrin- um mikla árið 1978 hefur fylgi Sósíaiistaflokksins og þess flokks sem til varð úr honum og öðrum minni vinstrihópum, Alþýðu- bandalagsins, verið í nálægð við þessar tölur frá 1942. Sósíalistaflokkur og Alþýðu- bandalag hafa aðeins einu sinni náð uppfyrir 20 prósent mörkin, í kosningasigrinum mikla árið 1978, og aðeins einu sinni áður farið niðurfyrir 15 prósent, árið 1967 þegar Hannibal bauð ásamt öðrum óánægðum Alþýðubanda- lagsmönnum fram sér í Reykja- vík. Atkvæði hans voru við út- hlutun þingsæta reiknuð Alþýðu- bandalaginu til tekna, og er því sögulega á reiki hvort flokkurinn fékk 13,9 eða 17,6 prósent í kosn- ingunum 1967. Aldrei meira tap Kosningaúrslitin nú, 13,35%, eru einnig hin lökustu í sögu Al- þýðubandalags og Sósíalista- flokks þegar eingöngu er litið til taps og vinnings. Glæstasti sigur- inn er 1978 þegar 4,5% kjósenda gengu til liðs við Alþýðubanda- lagið, og einnig unnust umtals- verðir sigrar þegar bandalagið bauð fyrst fram 1956 (+3,1%) og þegar viðreisnarstjórnin féll 1971 (+3,2%). Mesta fyrra tap í sögu samtak- anna er Ungverjalandsáfall Sósí- alistaflokksins 1959 (-3,9), og bakslagið '79 (-3,2). Nú tapast hinsvegar 4%, sem að vísu verða 3,95 þegar aukastöfum er fjölg- að. Enn ein leið til.að meta tap og vinning í tölum er að athuga hver staða er miðað við fyrra fylgi, og verður þá að miða við hlutfalls- legt fylgi, - atkvæðatalan sjálf segir lítið vegna mismikiilar fjólg- unar í kjósendahópi. Sé þessi leið farin eru kosningarnar á laugar- dag líka dapurlegt met í sögu Al- þýðubandalagsins og forvera þess. Flokkurinn tapar nú tæpum fjórðungi af hlutfallsfylgi sínu í síðustu kosningum, 22,85 prós- ent, en verstu áföllin áður voru 20,5% fylgistap Alþýðubanda- lagsins árið 1959 og 17,7 prósent tap Sósíalistaflokksins '53. Afturúr krötum í kosningunum 1942 gerðust þau pólitísku tíðindi að Sósíal- istaflokkurinn varð stærri en Al- þýðuflokkurinn og hafa kratar síðan mátt sætta sig við hlutverk litla bróður gagnvart flokknum til vinstri við sig, þótt oft hafi litlu munað. Eina undantekningin er í Hannibalsklofningnum '67, þar- sem Alþýðuflokkur er öflugri en Alþýðubandalag séu atkvæði I- listans talin sér. Nú fengu kratar 1,9% meira en Allaballar. Það hefur einkennt íslensk kosningaúrslit að Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur og Alþýðu- bandalag hafa verið furðu sam- stiga, báðir flokkar unnið á eða báðir flokkar tapað atkvæðum. Þessi hefur orðið raunin átta sinnum frá '42, og í öðrum kosn- ingum (nema þá 1967) hafa krat- ar tapað meðan sósíalistar vinna á eða standa í stað. Sé litið fram- hjá árinu 1967 kom í fyrsta sinn upp sú staða á sunnu- dagsmorguninn að sósíalistar töpuðu fylgi en kratar unnu á. Reykjavík verst úti Tölur laugardagsins sýna að mesta prósentutapið í kjördæm- unum var á Austurlandi, þar sem G-listinn tapaði 6,9%, og hlut- fallslegt fylgistap var mest á Vest- urlandi, þar sem G-listinn tapaði 28,6% af hlutfallsfylgi sínu '83. Nokkur einföld rök hníga þó að því að Alþýðubandalagið hafi í þessum kosningum orðið verst úti í Reykjavík, kjördæmi sem kemst næst Austurlandi í pró- sentutapi (5,2) og næst Vestur- 30 -i 20 4 S í? S 5? W K) UJ lO <o co oí oí ^p ^ >? vp tfv tfS O^. g*» ¦r- cg co o CO 0> W <d í- co iv" 00 O CD 0> (O <D tg 00 IV 00 <NNvoosM<oo\oswr*»-* ****WIOIOIf)v0S0r-r* Gn Cft 0"^ Cft Cft CT^ QN Cf* Cft CT* CT> Cft oí 00 ON 0> &> o^ 00 r-" M 00 0> co co oo 0> Súlurnar sýna landsfylgi Sósíalistaflokksins (1942 til 1953) og Alþýðubandalagsins I (1956-1987). í súlunni fyrir 1967 erfylgi l-listans (Hannibal og fleiri) í Reykjavík 1967 ¦ (3,7% á landsvísu). i I landi í hlutfallslegu tapi (27,4% af '83-fylginu töpuð). Kosningabaráttan í Reykjavík er öðrum þræði háð fyrir augum allra landsmanna og staðan í Reykjavík hefur meiri áhrif út- fyrir kjördæmismörkin en staðan í öðrum kjördæmum. Þá er Reykjavík mannflest kjördæm- anna og tap eða vinningur í borg- inni hefur því mest áhrif á heildarfylgið hjá öllum flokkum. Við þetta bætist að úrslit kosn- Fylgi G-lista í kjördæmum Dökku f letirnir Reykjavík -5,2 í hringjunum sýna hvað hefurtapastaf fylginu frá 1983 (hlutfallslega), við hlið hringjanna er beint tap í prósentum Reykjanes -2,0 Vesturland -4,4 Vestfirðir 1,9% 13,78% nú, 18,98% síðast. Tap 5,20%, tap af fyrra fylgi 27,39%. 11,73% nú, 13,77% síðast. Tap 2,04%, tap af fýrra fylgi 14,83%. 10,85% nú, 15,21 % síðast. Tap 4,36%, tap af fyrra fylgi 28,64%. 11,27% nú, 13,14% síðast. Tap 1,86%, tap af fyrra fylgi 14,17%. Norðurland vestra -2,3% Norðurland eystra -3,7% Austurland -6,9% Suðurland -3,0% 15,75% nú, 18,03% síðast. Tap 2,28%, tap af fyrra fylgi 12,69%. 13,71 % nú, 16,84% síðast. Tap 3,71%, tap af fyrra fylgi 22,01%. 22,97% nú, 29,85% síðast. Tap 6,88%, tap af fýrra fylgi 23,06%. 11,51 % nú, 14,53% síðast. Tap 3,02%, tap af fyrra fylgi 20,79%. inganna í Reykjavík eru ein hin verstu frá 1942. Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag hafa yfirleitt verið með um 20 prósent í borg- inni. Lægsta tala í fyrri kosning- um er frá 1963, 17,7 prósent, nema 1967 þegar G-listi fékk 13,2%, I-listi 8,6%. Bæði á Austurlandi og Vesturlandi hafa menn síðustu þrjá áratugi séð verri tölur en nú. Vestlendingar eru til dæmis nú á svipuðu róli og á viðreisnarstjórnarárunum, og á Austurlandi eru menn vel yfir tölum þess tíma, - án þess að þarmeð sé verið að gera lítið úr tapinu þar. Það er einnig athyglisvert að ekki er liðið ár síðan G-listinn fékk 20,3 prósent í borgarstjórn- arkosningum í Reykjavík. Hann hefur því á milli kosninga '86 og '87 misst um 7 prósent fylgis og fær nú 2469 atkvæðum minna en í fyrra. Skárra á Reykjanesi Alþýðubandalagið á Reykja- nesi tapaði á laugardaginn um 2 prósentum, sem jafngildir að það hafi hlutfallslega misst tæplega 15 prósent af fylginu síðast. Það var af minna fylgi að taka á Reykja- nesi en í Reykjavík, en Alþýðu- bandalagsmenn þar geta þó unað við sæmilega þegar þeir líta til höfuðborgarinnar. Almenn úrslit á Reykjanesi einkennast af mik- illi fylgisaukningu Framsóknar vegna „forsætisráðherraeff- ektsins" svokallaða, en Borgara- flokkurinn þar er aftur ívið veikari en Albertsmegin við læk- inn. í þessum kosningum hafa Réykjavík, Reykjanes og Norð- urland eystra þá sérstöðu að Kvennalistinn býður þar fram öðru sinni. Annarstaðar eru gömlu flokkarnir að kljást við kvennaframboð í fyrsta sinn. Fylgisaukning Kvennalistans í Reykjavík er veruleg, úr 8,4 í 15,6 prósent, og það framboð hefur sýnilega höggvið stærst skörð í fylgi Alþýðubandalags- ins. Fylgi Kvennó á Reykjanesi og Norðurlandi eystra hefur hins- vegar aukist lítið frá '83, „aðeins" um 1,8% á Reykjanesi og um 0,6% nyrðra. Á Norðurlandi eystra tapar Al- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miövikudagur 29. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.