Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 9
ilagsmenn Höfuðáfallið í einu helsta víginu, Reykjavík þýðubandalagið samt illa og virð- ist sérframboð Stefáns Valgeirs- sonar eiga þar allnokkurn hlut að máli. Bæði þessi framboð lögðu mikla áherslu á byggðamál í bar- áttu gegn stjórnarflokkunum, og framboð Stefáns var stutt af fólki af öllu tæi sem „norðlenskt". Varnarsigur á Norðurlandi vestra Þegar kosningaúrslit Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Austurlandi og Suður- landi eru athuguð verður að hafa í huga að í þessum kjördæmum bauð Kvennalistinn nú fram í fyrsta sinn í samkeppni við Al- þýðubandalagið öðrum flokkum fremur. Að auki kemur Þjóðar- flokkurinn við sögu í öllum þess- um kjördæmum nema Suður- landi. Alþýðubandalagið tapar í öllum þessum kjördæmum, og meginskýringa hlýtur auðvitað að vera að leita í greinilegri niðursveiflu flokksins á lands- vísu. Tapið á Austurlandi og Vest- urlandi er þó svo mikið að þar hljóta að spila inn sérstaða í kjör- dæmi. Benda má á að framboð bæði Borgaraflokks og Kvenna- lista virðast hafa tekist mjög vel á Vesturlandi, þar sem enginn „gömlu" flokkana hafði konu í vonarsæti og sonur Alberts sá um persónubönd kjósenda við höf- •uðpaurinn í Reykjavík. Og sennilega má finna ein- hverjar forsendur fylgistaps G- listans á Austurlandi í því að þar hætti þingmennsku einn vinsæl- asti stjórnmálamaður flokksins, auk þess sem helsti Framsóknar- forkólfur þar, Halldór Ásgríms- son, nýtur mikillar persónuhylli. Aðeins á Austurlandi bætti Framsókn við sig í landsbyggðar- kjördæmunum, þegar tillit er tekið til klofnings Framsóknar á Norðurlandi vestra fyrir fjórum árum. Það er vert að benda á að þrátt fyrir fylgistapið eru Aust- lendingar enn mestir Alþýðu- bandalagsmenn á landinu og er það eina kjördæmið þarsem G- listinn fær meira en fimmtung at- kvæða nú. Næstir í þeirri röð eru Allaball- ar á Norðurlandi vestra, og í því kjördæmi er rökrétt að tala um varnarsigur flokksins. G-listinn fær tæp 16 prósent, tapar aðeins 2,3%, og verða úrslitin að teljast persónulegur sigur fyrir efsta mann listans, Ragnar Arnalds. Margrét Frímannsdóttir og fé- lagar hennar á Suðurlandi geta líka verið sæmilega ánægðir á Suðurlandi. Tapið er 3%, mun minna en á landsvísu. Á Suður- landi virðist það hafa vegið hvað á móti öðru að þar hættir þing- maður með talsvert persónufylgi í heimabyggð og að við tekur eina konan í fararbroddi á listum fjórflokkanna. Á Vestfjörðum er tap G-listans minnst í kjördæmunum, innan við tvö prósent, og sárt fyrir Vestfirðinga að Kristinn hefði farið inn á gamla kosningakerf- inu þrátt fyrir tapið, vegna fjölda framboða og ónýttra atkvæða. Á Vestfjörðum var af einna minnstu fylgi að taka hjá Alþýðu- bandalaginu, en árangurinn þar er ánægjulegur vegna erfiðrar vígstöðu vestra sem meðal annars sést á því að kunnur Alþýðu- bandalagsmaður sat í öðru sæti fylgismikils Þjóðarflokks. Dagur eftir þennan Það kemur dagur eftir þennan dag, sagði formaður Alþýðu- bandalagsins í Þjóðviljaviðtali í gær. Það er eins gott að sá dagur verði bjartur því að kosningarnar á laugardaginn voru hinar þriðju sem Alþýðubandalagið tapar síð- an sigurinn vannst árið 1978, og flokkurinn hefur tapað rúmlega 40 prósent af fylgi sínu þá. Til að rétta við þarf flokkurinn samkvæmt ívitnuðu viðtali að taka sér tak, og það verður ein- ungis gert með því að finna hinar sennilegu pólitísku skýringar kosningaósigursins nú. Það hefur ekki verið reynt hér, en slíkar skýringar hljóta meðal annars að byggjast á ámóta greiningu kosn- ingaúrslitanna og sett er fram á þessum síðum. Ef Alþýðubanda- íagsmenn ætla sér nýja sókn verða þeir að þora að horfa fram- an í staðreyndirnar hversu blá- kaldar og óaðlaðandi sem þær kunna að vera. -m Kammermúsíkklúbburinn Márkl-kvarteffinn í kvöld Sjöttu tónleikar Kanmmermús- íkklúbbsins á þessu starfsári verða í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30. Þá mun Márkl-kvartettinn frá V-þýska Sambandslýðveld- inu flytja Strengjakvartett í C-dúr op. 76 eftir Josef Hayden (1732- 1809), StrengjakvintetteftirWolf- gang Amadeus Mozart (1756- 1791)ogStrengjakvartettnr.1 op 45 eftir hinn heimskunna píanó- leikara Wilhelm Kempff. Wilhelm Kempff fæddist í Juteborg skammt frá Berlín 25. nóvember 1895. Hann stundaði nám í píanóleik og tónsmíðum við Tónlistarháskólann í Berlín auk þess sem hann lagði jafn- framt stund á nám í latínu og grísku. Hann stýrði tónlistar- háskólanum í Stuttgart á árunum 1924-'29, en mestan hluta ævinn- ar hefur hann ferðast um og hald- ið tónleika sem einn fremsti pí- anóleikari samtímans. Þótt tóns- míðar hans séu minna þekktar, þá eru þær bæði margar og fjöl- skrúðugar-sinfóníur, konsertar, píanósónötur, Ijóðasöngvar, kammermúsfk og 4 óperur. Strengjakvartettinn op. 45 samdi hann 1942, en hann var fyrst frumfluttur 43 árum síðar af Márkl-kvartettinum. Daginn eftir léku þeir félagar verkið heima hjá tónskáldinu, sem heyrði það þá í fyrsta skiptið. Von er á þessu tónverki á hljóm- plötu innan tíðar í flutningi Márkl-kvartettsins. Márkl-kvartettinn skipa þeir Josef Márkl, fiðla, David John- son, fiðla og lágfiðla, Bernhard OU, lágfiðla, Manfred Becker, knéfiðla. Auk þess mun Ásdís Þorsteinsdóttir Stross fiðluleikari leika með kvartettinum í einu verkanna. Tónlistarskólinn Tveir nýir einsöngv- aror Hrafnhildur Guðmundsdóttir mezzosópran mun koma fram á tónleikum á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík sem haldnir verða í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru hluti af einsöngvaraprófi Hrafnhildar frá Tónlistarskólanum og mun hún syngja lög eftir Gluck, Hugo Wolf, Pál ísólfsson, Árna Thor- steinsson, Gustav Mahler, Ric- hard Strauss, Erik Satie, Reynaldo Hahn og Arnold Schönberg. Undirleikari verður Anna Guðný Guðmundstlottir. Næst komandi miðvikudags- kvöld mun Kolbrún Arngríms- dóttir alt-söngkona síðan halda próftónleika á sama stað kl. 20.30. Kolbrún mun syngja lög eftir Mahler, Pál Isólfsson, Brahms og Schumann. Undir- leikari með Kolbrúnu verður Selma Guðmundsdóttir. Að- gangur að tónleikum þessum er ókeypis og öllum heimill. NNs0ff.N)*O0N0^Wr,to — *00ffvW£- Þessar súlur sýna árangur Sósíalistaflokks og Alþýðubandalags í kosningum frá 1942 til 1987, vinning (efri súlurnar) og tap (neðri súlurnar) f rá kosningunum næst á undan, mælt í prósentum af heildarfylgi. í súlunni fyrir 1967 er ekki reiknað með fylgi l-listans. áKr.40þúsund Miðvlkudagur 29. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9 Þökkum okkar traustu viðskiptavinum og bjóðum nýjja veikomna, EFLUM STUÐNtNQ VK> ALDRAÐA. MiÐI Á MANN FYfílR HVEftN ALDRAÐAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.