Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 12
ERLENDAR FRÉTTIR Afvopnun Kjamaflaugar burt úr Evrópu! Alexei Obukhof, aðalsamningamaður Sovétmanna á afvopnunarráðstefnunni í Genf, kynnti í gœrmorgun tillögur stjórnar sinnar um eyðingu allra meðal- og skammdrœgra kjarnaflauga í Evrópu. Telur að ná megi samkomulagi í ár Mý samningsdrög sem fulltrúar Sovétstjórnarinnar lögðu fram í viðræðum við Bandaríkja- menn á afvopnunarráðstefnunni í Genf í fyrradag voru í gærmorg- un gerð heyrinkunnug blaða- mönnum á fundi með aðalsamn- ingamanni Kremlverja, Alexei nokkrum Obukhof. Kjarni tillögunnar er í sama dúr og hugmyndir þær sem Gor- batsjof Sovétleiðtogi hafði látið uppi í viðræðum sínum við Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í Moskvu nýverið. Gert er ráð fyrir eyðingu allra meðaldrægra kjarnorkuflauga risaveldanna í Evrópu, SS-20 flauga Sovétmanna og Pershing-2 og Cruise flauga Bandaríkjanna, en að auki skal öllum skamm- drægum flaugum komið fyrir kattarnef. Samningsdrögin eru bæklingur uppá tólf síður en við það bætist ítarlegur eftirmáli sem gengur útá það hvernig koma megi í veg fyrir að svikist verði um að standa við gerðan samning. f drögunum er gert ráð fyrir að báðir aðilar hafi fullt eftirlit með framkvæmdinni handan járn- tjaldsins, þeir kæmu til með að horfa á flaugar andstæðingsins teknar niður, fylgdust með eyði- leggingu þeirra, könnuðu verk- smiðjur sem framleiða flaugar, hvort heldur í eign ríkis eða ein- staklinga, og skoðuðu tilrauna- svæði og herbækistöðvar mótað- ilans í krók og kring, bæði á ætt- jörðinni sem og í banda- lagsríkjum. Þorri flauganna sem málið snýst um er nefnilega stað- settur í vinaríkjum risaveldanna. Bandaríkjamenn lögðu fram sínar tiilögur í Genfarviðræðun- um í síðasta mánuði. Risaveldin 1 Þetta kvað vera bandarísk Pershing- 2 meðalskutla. eru á einu máli um eyðingu tvö hundruð og sjötíu SS-20 meðal- flauga Sovétmanna sem bera þrjá kjarnaodda hver og þrjúhundruð og sextán Perrshing-2 og Cruise meðalflauga Sovétmanna sem hver inniheldur einn kjarnaodd. Aðilar fallast á að hvor um sig megi eiga eitt hundrað kjarna- odda í meðalflaugum svo fremi þeir séu geymdir utan seilingar Evrópu, í Bandarfkjunum sjálf- um og í Asíuhluta Sovétríkjanna. Flugþol meðaldrægra kjarna- flauga er á bilinu frá eitt þúsund til fimm þúsund kílómetra leið. En alkunna er að Bandaríkja- stjórn teygði lopann í viðræðun- um um meðaldrægu flaugarnar á þeirri forsendu að Sovétmenn Sovéskir dátar á hlaupum við skammdræga kjarnaflaug steinsnar frá Len- íngrad. ættu svo mikið meira af skamm- drægum flaugum að stórlega myndi halla á Vesturveldin yrði meðalflaugunum eytt. Þann Gordionshnút höggva Kremlverjar nú í sundur með til- boðinu um eyðingu allra skammdrægra flauga, sem flogið geta fimm hundruð til þúsund kílómetra leið, úr Evrópu, jafn- hliða rústun hinna meðaldrægu. „Upp frá því yrði slíkum smá- skutlum fenginn sess þar sem ekki stafaði ógn frá þeim í Evr- ópu,“ sagði félagi Obukhof. Að mati Bandaríkjamanna eiga Sovétmenn nú hundrað og þrjátíu skammdrægar flugur í Evrópu sem í heild gætu haft innanborðs sex til sjö hundruð kjarnaodda. Obukhof vildi ekki tjá sig um þessar tölur en benti á að til mótvægis ættu Bandaríkja- menn sjötíu og tvo kjarnaodda sem hæglega mætti koma fyrir í vesturþýskum Pershing-IA rak- ettum á viðsjártímum. „Ef sam- komulag næst um smáflugurnar þá verður vitaskuld að útiloka þann möguleika," bætti Obukhof við. Hann lagði á það ríka áherslu að Sovétmenn teldu sig hafa komið verulega til móts við kröfurnar sem Bandaríkjamenn settu fram í samningsdrögum sín- um þann fjórða mars. Nú væri ekkert að vanbúnaði og því teldi hann brýna nauðsyn bera til að hefjast handa þegar í stað um frá- gang samkomulags sem hann taldi allar líkur á að mætti nást á þessu ári. -ks. Aðalfundur Samvinnubankans Aöalfundur Samvinnubanka íslands hf. veröur haldinn á morgun, fimmtudaginn 30. apríl 1987 að Hótel Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild bankaráðs til útgáfu jöfn- unarhlutabréfa og tillögur til breytinga á samþykktum bankans, ef fram koma. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir íaðalbanka, Bankastræti 7, dagana 27. - 29. apríl svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf Auglýsing frá Útvegsbanka íslands um innlánsreikninga Samkvæmt 7. gr. laga nr. 7, 18. mars 1987, um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka ís- lands skulu innlánsreikningar við Utvegsbank- ann flytjast til Útvegsbanka íslands hf. þann 1. maí nk. nema innistæðueigendur óski annars. Jafnframt er bent á, að ríkisábyrgð á innistæðum í Utvegsbanka íslands hf. helst til 1. maí 1989. Útvegsbanki íslands Auglýsing frá Útvegsbanka íslands um greiðslustað skuldaskjala Samkvæmt 8. gr. laga nr. 7, 18. mars 1987, um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka ís- lands skal greiðslustaður skuldaskjala í eigu eða til innheimtu hjá Útvegsbankanum vera í Útvegs- banka íslands hf. eftir yfirtöku hans á Útvegs- bankanum þann 1. maí nk. Útvegsbanki íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.