Þjóðviljinn - 29.04.1987, Síða 13

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Síða 13
ÖRFRÉTTIR ERLENDAR FRETTIR Suður-Afríka Minnihlutastjórn Fanfanis varð að ósk sinni í gær þegar ítalska þingið samþykkti vantrauststillögu á hana og er nú gatan greið fyrir Cossiga forseta að efna til þingkosninga. Að öllum líkindum munu þær fara fram í júnímánuði í sumar. Ríkisráð Portúgals undir forystu Mario Soares for- seta ákvað í gær að leysa upp þing landsins og efna til kosn- inga. Gera menn ráð fyrir að for- setinn muni ávarpa þjóð sína í dag og tímasetja þingkjörið sem flestir telja að fara muni fram um miðjan júlí. Paul Laxalt fyrrum Öldungadeildarþingmað- ur frá Nevada hyggst freista gæf- unnar í forkosningum Repúblik- anaflokksins fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum að ári. Hann er mikill aðdáandi og vinur Ronalds Reagans og hyggst halda merki hans á lofti í bandarískri pólítík. í Tokyo þurfa menn að vera nokkuð loðn- ir um lófana vilji þeir sjá sér og sínum farborða því í höfuðborg Japans er verðlag hærra en á nokkrum öðrum stað á byggðu bóli. Genf er dýrasta borgin í Evr- ópu en hún er í tíunda sæti á heimslistanum. New York á metið fyrir borgir Ameríku en hún rétt lafir í þrítugasta og fjórða sæti á listanum yfir dýrustu borgir heims. í Sviss er látinn Robert Favre le Bret. Hann er frægur fyrir að hafa átt frumkvæði að því að efnt er til Cannes kvikmyndahátíðarinnar ár hvert. Sú fyrsta var haldin árið 1946 og allar götur síðan var hann driffjöðurin í hátíðahaldinu. Hann var áttatíu og tveggja ára gamall. Geisladauðinn kann að vitja um tvö þúsund Úkr- aínumanna sem voru svo óláns- samir að búa í námunda við Tjernóbýl þegar kjarnorkuslysið átti sér stað fyrir ári síðan. So- véskir sérfræðingar segja að á næstu fimmtíu árum kunni þetta fólk að verða krabbameini að bráð. Ofsóttum hommum verður á næstunni reistur veg- legur minnisvarði í miðborg Am- sterdam að sögn formælanda hommasamtakanna Coc en þau hafa veg og vanda af framtakinu. Verkið mun verða saman sett af þremur bleikum marmarastöpl- um sem mynda þríhyrning en bleiki þríhyrningurinn var einmitt merkið sem nasistar þvinguðu homma til að bera til auðkennis á stríðsárunum á sama hátt og gyðingar urðu að sauma gula Davíðsstjörnu á klæði sín. Árið 2050 munu helmingi fleiri guðsbörn byggja þessa jörð en á því herr- ans ári 1987 ef svo heldur fram sem horfir. Ellefu miljarðarertala sem ugglaust skýtur mönnum skelk í bringu en draga má úr fólksfjölguninni ef framleiðsla getnaöarvarna verður stóraukin og hver hjón láta sér nægja að eignast tvö börn. Beinmenjar Búdda sjálfs munu nýverið hafa fundist í námunda við Peking, höfuðborg Kína, að sögn tveggja fyrirmanna Kínverska Búddasambandsins. Hér er um tvær litlar beinkúlur að ræða en þær munu hafa legið í jörðu í þrettánhundruð sjötíu og eitt ár uns grafró þeirra var rask- að á dögunum. Spánn ný r Igær gerði dómstóll í Suður- Afríku að engu þau fyrirmæli lögregluyfirvalda í landinu að óheimilt væri að hafa í frammi mótmæii og krefjast þess að látnir yrðu laiisir um tuttugu og fimm þúsund einstaklingar sem læstir hafa verið á bak við lás og slá í krafti neyðarlaga. Dómarinn sem kvað upp úr- skurðinn lét ennfremur svo um- mælt að hann féllist í öllum at- riðum á ákvörðun kollega síns er á föstudag dæmdi ríkisritskoðun- ina á öllu fréttaefni sem færi frá landinu ólöglega og vítti Jóhann Coetzee lögreglustjóra landsins harðlega fyrir að fara út fyrir valdsvið sitt með því að birta reglugerðir í lögbirtingablaðinu um bann við hverju því sem hon- um þætti banna þurfa. Þann ellefta apríl lýsti Coetzee því yfir að óheimilt væri að efna til mótmæla og krefjast lausnar fanganna tuttugu og fimm þús- und. Hann fór offari og lét jafnvel varða refsingu að klæðast stuttermabolum sem á var letrað „Frelsum börnin“ því einsog kunnugt er gista mörg þúsund þeldökk ungmenni dýflissur stjórnvalda í landinu. Gerræði þetta vakti mikla öldu andmæla hvaðanæva að úr heiminum og jafnvel sendiherra Bandaríkjanna, Edward Perkins, sá sig knúinn til að leggja orð í belg, en hann og húsbóndi hans í Hvíta húsinu eru annars þekktir fyrir annað en að láta mannréttindabaráttu blökku- manna til sín taka. Málið um ritskoðunina var fært fyrir dómstóla af tveim sam- tökum, baráttusamtökum fyrir frelsun blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela og Sameinuðu lýðræðisfylkingunni en hún er stærst þeirra samtaka sem berjast fyrir afnámi aðskilnaðarstefn- unnar og er heimilt að starfa í Suður-Afríku. Sigurinn í því máli veitir frétta- og blaðamönnum auk kvikmynd- atökumanna heimild til að ferð- ast á ný um óróasvæði að vild sinni og greina umheiminum frá því sem fyrir augu ber. Ekki virð- ist starf þeirra hafa dregið stór- lega úr fautaskap og fúlmennsku óeirðalögreglunnar því eitt fyrsta verk þeirra var að fylgjast með morði á tveim námsmönnum sem tóku þátt í mótmælaaðgerð og voru skotnir til bana af sveinum : Coetzees í fyrradag. Þeir voru að- eins tvö af rúmlega tvöþúsund og fjögurhundruð fórnarlömbum aðskilnaðarstefnunnar á umliðn- um þrem árum. -ks. Jóhann Coetzee drúpir höfði og dottar meðan þjóðsöngur hvíta minnihlutans mjakast inn í eyru hans. Á innfelldu myndinni er hörundsdökkur snáði íklædddur hinum bannfærða stuttermabol með áletruninni „Frelsum börnin'1. Laus staða Laus er til umsóknar hálf dósentsstaða í matvælafræði við efna- fræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Islands. Aðalkennslugreinar eru matvælaefnagreining, og gæðamat og matvælalöggjöf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 20 júní nk. Menntamálaráðuneytið 24. apríl, 1987 Mótmæli heimil á Dómstóll í Suður-Afríku úrskurðar að barátta sé heimil fyrir frelsun fanga sem stungið var inn í krafti neyðarlaga. Coetzee lögreglustjóri ávítaður fyrir gerrœði Hvarvetna verkföll Igær hófu starfsmenn við kjarn- orkuverið nærri Tarragona tvcggja sóiarhringa verkfall sem ætlað er að knýja fram 7,6 pró- sent launahækkun en eigendur versins hafa ekki boðið meira en 6,25 prósent. Petta er aðeins nýjasta dæmið um vinnustöðvun á Spáni en sem kunnugt er hefur eitt verkfallið rekið annað þar á undanförnum tveim mánuðum og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum fyrir stjórn Felipe Gonzalez og Sósíal- istaflokks hans. Hún hvikar þó hvergi frá þeim ásetningi sínum að halda launahækkunum í lág- marki og vill ekki að landslýður fái meiri kjarabætur en sem nema fimm prósent hækkun. En það hangir fleira á spýtunni en átök um kaup, ekki óttast menn síður atvinnuleysisvofuna sem gengur ljósum logum um landið þvert og endilangt. Nú mun láta nærri að um tuttugu og einn af hundraði vinnufærra manna sitji með hendur í skauti á Spáni. Stefna stjórnarinnar um að færa iðnað landsmanna í „nú- tímalegt horf“ mun enn fjölga í þessum hópi og gegn henni berj- ast verkamenn með oddi og eggju. í gær kom til harðvítugra átaka verkamanna við skipa- smíðastöð og lögregluþjóna í borginni Cadiz á sunnanverðum Spáni. Þrír menn slösuðust, einn verkamaður og tveir lögreglu- menn. Einnig sló í brýnu á milli náms- manna og lögreglusveita í sömu borg en þeir fyrrnefndu flykktust um götur og kröfðust umbóta á Felipe Gonzalez er ekki með hýrri há enda steðja vandamálin að auk þess sem lyktin er vond í Madrid þessa dagana. háskólamenntun. Til að mynda vilja þeir að læknisfræðikennsla verði stórlega bætt en henni kvað vera verulega ábótavant á Spáni. í Baskahéraðinu Cantabríca handtóku þjóðvarðliðar þrettán manns í gær og í fyrradag. Þeim er gefið að sök að hafa æst til óspekta og hróflað upp götuvígj- um í óeirðum sem urðu um helg- ina þegar mótmæli fóru fram gegn fækkun starfsfólks í stáliðn- aði. í höfuðborginni Madrid er þeygi góður ilmur þessa dagana því vinna sorphreinsunarmanna hefur legið niðri í vikutíma og hafa þeir ekki hugsað sér til hreyfings á næstunni. Ferðamenn hafa því bæði mátt sæta leiðind- um vegna ódauns og tafa sem orðið hafa á flugi vegna ólgu meðal starfsmanna flugfélaganna Iþeria og Aviaco. -ks. Miðvlkudagur 29. apríl ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 13 Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Guðný Stefanía Guðmundsdóttir Vífilsgötu 22, Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30. Magnús Brynjólfsson Guðmundur H. Magnússon Hrafn Magnússon Guðbjörg Richter Kristín Erlingsdóttir og barnabörn Aðalheimild: REUTER

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.