Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 14
MINNING Guðnjn Oddsdóttir Fœdd 24. nóvember 1909 Dáin 15. apríl 1987 Kveðja Guðrún okkar Oddsdóttir hef- ur kvatt þennan heim. Hún veiktist alvarlega í desemberbyrj- un, komst samt á fætur aftur af sinni einstöku seiglu og henti góðlátlegt gaman að veikindum sínum. Aldrei hafði hún minnst á að hún kenndi sér meins. Það bar hún ekki á torg fremur en annað sem snerti hennar hagi. Sam- viskusamlega mætti hún til starfa hér á skrifstofu SÍBS öll þau ár sem hún starfaði hér. Þótt vetrar- veður geisuðu og snjóþyngsli stöðvuðu alla umferð á götum Reykjavíkur var Guðrún ævin- lega mætt stundvíslega eins og endranær. Ef hún var spurð hvernig í ósköpunum hún hefði komist á vinnustað, svaraði hún af sinni alkunnu hægð. „Ég bara gekk þetta í rólegheitum". Þann- ig var hún, gekk hljóðlega til sinna starfa, yfirlætislaus og samviskusöm. Énginn var hún augnaþjónn. Guðrún var ein af þeim sem ung hreifst af hugsjónum SÍBS. Maður hennar, Asberg Jóhann- esson, kennari, var einn af stofn- endum SÍBS og fyrsti gjaldkeri Reykjalundar. Því starfi, auk annarra trúnaðarstarfa fyrir sam- tökin, gegndi hann til dauðadags 13. sept. 1955. Guðrún fylgdist lfka mjög vel með málum SIBS og sat flest þing sambandsins. Hún hafði sínar ákveðnu skoðanir og starfaði samkvæmt þeim. Hún andaðist að Reykjalundi 15. apríl sl. Vertu kært kvödd, góða vin- kona. Við söknum þinnar léttu lundar og þægilegu umgengni. Samstarfsfólk SÍBS Guðrún Oddsdóttir móður- systir mín lést 15. apríl að Reykjalundi. Guðrún fæddist að Miðhúsum í Reykhólasveit 24. nóvember 1909. Foreldrar hennar voru hjónin Finnboga Árnadóttir frá Kollabúðum og Oddur Jónsson læknir. Guðrún giftist Ásbergi Jó- hannessyni. En þau höfðu bæði fengið berkla og kynntust á Hæl- inu. Þau voru meðal frumkvöðla að stofnun SÍBS og Vinnuheimil- isins að Reykjalundi. Ásberg var gjaldkeri Reykjalundar meðan honum entist aldur, en hann lést 1955. Eftir að Guðrún fluttist í bæinn vann hún við skrifstofustörf, fyrst hjá Agli Vilhjálmssyni og síðar hjá SÍBS og alveg fram að þeim tíma sem hún veiktist af hjarta- sjúkdómi sem leiddi til dauða hennar. Guðrún fékk alvarlegt hjarta- áfall núna fyrir jól og þrátt fyrir frábæra umönnun á Borgarspítal- anum var ekki hægt að ráða bót á sjúkdóminum. Þegar ég keyrði Guðrúnu af Borgarspítalanum og upp á Reykjalund til endurhæf- ingar þá sagði hún að liðin væru 42 ár frá því að hún var skráð sem vistmaður það. Guðrún var með eindæmum nákvæm í öllu sem hún gerði. Hún flýtti sér ekki en var samt aldrei of sein. Allir hlutir á heim- ili hennar voru sem nýir þótt gamlir væru og alltaf virtist vera nóg til af öllu, samt aldrei „froðsað" með neitt. Guðrún var sannur sósíalisti af gamla skólanum þar sem ekkert fékk haggað þeirri heimsmynd sem hún hafði gert sér. Hún las mikið og vel og hafði gott minni. Um skeið áttum við Guðrún saman húsið að Brekkustíg 5. Elstu börn mín voru þá að vaxa úr grasi og má með sanni segja að „Gunna frænka" hafi komið þeim í ömmu stað, enda þótt báð- ar ömmur þeirra væru á lífi. Það sama má segja um börn og barna- börn Brandísar heitinnar, móð- ursystur Guðrúnar, og reyndar líka um börn vinafólksins Hlínar Ingólfsdóttur og Árna Einars- sonar, heitins, forstjóra á Reykjalundi. Margir sakna Guðrúnar nú þegar hún er öll. Ég minnist góðra stunda í kjall- aranum á Brekkustíg, þegar Jón Rafnsson vinur Guðrúnar kom í" heimsókn. Þá var rætt af eldmóði frumherjanna um pólitík og verkalýðsbaráttu á fyrri árum og stundum kveðnar rímur þegar vel stóð á. Við sem þekktum Guðrúnu minnumst hennar með hlýju og söknuði. Minning hennar mun lifa. Oddur Benediktsson f fagurri sveit við Breiðafjörð á litlu býli niðri við ströndina - á Miðhúsum, fæddist lítil stúlka er hlaut nafnið Guðrún. Hún var dóttir hjónanna Odds Jónssonar héraðslæknis og Finnbogu Árna- dóttur frá Kollabúðum. Lækni- shjónin áttu þá fyrir tveggja ára dóttur, Sigríði. Systurnar voru mjög samrýmdar alla tíð, næstum líkt og dagur fylgir nótt. En nú fyrir páskahátíðina skildi leiðir. Hún Gunna frænka er dáin, svo skjótt skipast veður í lofti og tilveran breytir öll um svip. Það er svo hljótt. Það hring- ir enginn lengur frá Bræðraborg- arstígnum og heilsar upp á Mið- húsafólkið til þess að vita um líð- an þess og hvort nokkuð sé hægt að gjöra fyrir það. £ UNDSVIRKJIIN Landsvirkjun auglýsir til sölu tvo olíugeyma við Elliðaár að rúmmáli 1892 m3 hvor. Þvermál að innan 14,63 m Hæð að innan 11,25 m Plötuþykktir 4,7-6,6 mm Eigin þungi Nálægt 40 tonnum Smíðaár 1946 Kaupandi skal fjarlægja geymana á sinn kostnað og skila tímaáætlun um verkið með tilboði sínu. Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Lands- virkjunar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar fyrirkl. 14.00 5. maí 1987. Það var svo að eiga hana Gunnu að, mega heimsækja hana, þegar farið var í höfuð- borgarreisu. Fallegt lítið heimili með minjagripum frá mörgum ferðalögum og gjafir frá vinum. Málverk eftir meistarana og myndir af kunnum andlitum, eiginmanni, foreldrum og svo unga fólkið. Hver var ungi drengurinn með stúdentshúfuna? Jú, Trausti, er sagði fréttir frá Helsinki og fleiri og fleiri. Setið var í stofunni hennar frænku við kertaljós og svo var veitinga notið. Rabbað um dag- inn og veginn og stundum bættust fleiri í hópinn eins og lítil Gunna Odds. Börn og barnabörn Sig- ríðar systur hennar voru frænku einkar kær. Hún Gunna var svo lagin að skapa gott andrúmsloft með gleði og léttu gríni, þótt við sem þekktum hana vissum að al- vara og hið trausta vinarþel var ávallt til staðar. Minningarnar þyrpast fram líkt og sólargeislar sem lýsa í gegnum skýin. A ferðum mínum erlendis hefi ég komið í margar fargrar kirkjur og notið þar helgistunda sem tónlistin ein getur veitt, en um leið og maður gengur til sætis á maður þess kost að tendra kertaljós til minningar um látna vini og ættingja og næst bætist við Ijósið hennar Gunnu. Á Miðhúsum ólst Guðrún upp á fjölmennu heimili. Þar var hún samtíða Kristínu móðurömmu sinni og móðursystkinum, þeim Þórarni, Hallvarði, Ragnheiði og Brandísi. í mörgu var að snúast, búskapurinn var bæði til sjós og lands, eyjar og hlunnindi kölluðu á mikinn mannskap. Hrísey er stór og fögur eyja sem laðar að sér náttúruunnendur, sérstaklega á vorin á varptíma fuglanna og svo þegar gróðurinn er í blóma. Oftast var reynt að fara eina skemjntiferð út í Hrísey á hverju sumri, þar var líka gott berja- land. Læknishjónin voru sam- hént og á heimilinu ríkti menn- ingarbragur, tillitssemi við menn og málleysingja. Ferðalög og gestakomur töluverðar í sam- bandi við störf læknisins og gegndi því unga húsmóðirin oft störfum hjúkrunarkonunnar. Lækninum var svo eiginlegt að lofa öðrum að njóta með sér þess er hann las í bókum, blöðum og erlendum tímaritum. Margir sóttu undirbúningsmenntun sína til hans, áður en farið var til frek- ara náms, og má þar til nefna Ragnheiði Árnadóttur, ljósmóð- ur, Tryggva Magnússon listmálara, Sigurkarl Stefánsson menntaskólakennara og marga fleiri. í gamni var eitt sinn sagt að nú væri allt Miðhúsafólkið á skólabekk. Árið 1920 lést Oddur læknir. Bráðlega varð því unga ekkjan að hætta búskap. Tvennt var það sem hún varð að takast á við, að ljúka við að kaupa jörðina Mið- hús og koma dætrum sínum til mennta. Þetta höfðu þau hjónin ákveðið áður en Oddur dó. Finn- boga var fíngerð kona, en vilja- sterk. Hún fluttist með dætrum sínum þangað sem þær gátu notið skólagöngu og hún vann fyrir kostnaðinum. Þetta tókst, Guð- rún lauk námi við Kvennaskól- ann í Reykjavík og fór síðan að vinna hjá Landsímanum. Á þeim árum voru berklar sá sjúkdómur er vakti ugg hjá fólki. Guðrún smitaðist af þessum sjúk- dómi og þurfti að dveljast á Víf- ilsstöðum. Þar kynntist hún Ás- berg Jóhannessyni kennara, eiginmanni sínum. Þeim ásamt fleiri berklasjúk- lingum tókst að lyfta grettistaki. SÍBS var stofnað, vinnu og dval- arheimilið að Reykjalundi var reist af grunni. Sjúkir voru styrktir til sjálfs- bjargar. Þetta vakti verðskuld- aða eftirtekt langt út fyrir land- steinana. Asberg og Guðrún störfuðu og bjuggu á Reykjalundi þar til Ás- berg dó 1955. Eftir það flutti Gunna til Reykjavíkur, en hélt áfram að vinna hjá SÍBS í Reykjavík. Eitt af áhugamálum frænku minnar voru ferðalög og fór hún víða, bæði innan lands og utan. Æskustöðvanna vitjaði hún eins oft og kostur var og var hún okk- ur frændfólki og vinum í sveitinni hennar kærkominn gestur. Gunna var mikil gæfukona. Hún hlaut svo góða og trausta skapgerð í vöggugjöf. Hún gekk hægt um gleðinnar dyr, en var samt hrókur alls fagnaðar, síung í anda, kynslóðabil var ekki á dag- skrá. Hún var frændrækin og niikill vinur vina sinna, ávallt viðbúin að vera til aðstoðar þeim er þurfti á stuðningi að halda. Guðrún sóttist ekki eftir fánýtum hlutum, metorðum eða vöídum. Henni þótti vænt um heimili sitt og um- hverfið hennar var ætíð svo bjart og aðlaðandi. Það sem er ekta er líka svo einfalt. Steingrímur Thorsteinsson segir í einu ljóði: Þér finnst allt best, sem fjærst er, þér finnst allt verst sem næst er, en þarflaust hygg ég þó að leita lengst í álfum, vort lán býr í oss sjálfum, í vorum reit, ef vit er nóg. Á köldu vetrarkvöldi í fyrra heimsótti ég frænku mína á Bræðraborgarstígnum og þar sem við sátum og höfðum það notalegt þá tók ég eftir að á litlu borði við hliðina á stólnum er ég sat í, var stór bók í rauðu bandi. Á fremsta blaðið var ritað með fíngerðri rithönd nafnið Oddur Jónsson. Þetta var Biblían henn- ar Gunnu, arfur úr foreldrahús- um. Aðspurð sagðist hún vera að lesa bókina frá upphafi til enda. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þessa frænku og notið samvista við hana, bæði hér heima í Reykhólasveitinni hennar og í Vesturbænum. Á Reykhólum og á Miðhúsum eru tvær aldnar konur sem vildu svo gjarnan vera viðstaddar hinstu kveðju Guðrúnar, en það eru þær mágkonurnar Steinunn Hjálmarsdóttir og Ingibjörg Árnadóttir. Miðhúsafólkið minnist Guð- rúnar með virðingu og þökk. Við sendum Sigríði systur hennar og öllum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Olína Kristín Jónsdóttir ALÞYÐUBANDALAGHD Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði verður í Skálanum, Strandgötu 41. laugardaginn 2. maí kl. 10.00. Umræðuefni: Atvinnumál og verkamannabústaðir: Sig- urður T. Sigurðsson og Þorbjörg Samúelsdóttir opna umræðurnar. Önnur mál. Stjórnln. Alþýðubandalagið Reykjavík Borgarmálaráðsfundur Fundur í borgarmálaráði verður miðvikudaginn 29. apríl kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Dagvistunarmál - l.maí? 2) Endurskoðun starfsmats. 3) Onnur mál. Stjórnin. ABR Vinningstölur í happdrættum Vinningur í happdrætti ungra kjósenda kom á bækling nr. 9009. Ferð til Rohdos fyrir 2. Hafið samband við Flokksmiðstöð s: 17500. Vinningur í skyndihappdrætti ABR í kosningamiðstöð á kjördag kom á miða nr. 313. Vinningur Majorka ferð. Hafið samband í síma 17500. Þeir sem eiga enn eftir að gera skil í kosningahappd- rættinu eru beðnir að hafa samband hið fyrsta við Flokksmiðstöðina. Alþýðubandalagið Reykjavík Dansleikur í Risinu ABR heldur dansleik fimmtudaginn 30. apríl kl 22 00 í Risinu, Hverfisgötu 105. Sjálfboðaliðar í kosningastarfi eru boðnir á dansleikinn og geta vitjað miðanna á skrifstofu ABR miðvikudag og fimmtudag. ABR 1. maí-kaffi Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur opið hús og kaffi- veitingar eftir kröfugöngu og útifund 1. maí í Risinu, Hverfisgötu 105. Félagar! Sem fyrr eru listilega bakaðar kökur ykkar vel þegnar. Stjórn ABR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.