Þjóðviljinn - 29.04.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIMINN SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Miðvikudagur 29. apríl 1987 96. tölublað 52. örgangur Fóstrur Fósbur út 1. maí Margrét Pála Ólafsdóttir: Kröfur fóstra lúta að stjórnsýsluatriðum sem og launahækkunum Nú er útséð um það að 80% fóstra í Reykjavík munu láta af stðrfum þann 1. maí og ætla ekki að draga umsóknir sínar til baka. í gærkveldi var Ijóst að þeim hafði ekki borist viðunandi boð, hvorki í launamálum né við- víkjandi samningsmálum, en þær hafa lagt mikla áherslu á að borg- in semji við þær beint. Uppsagn- irnar munu hafa lamandi áhrif á starfsemi dagvistarstofnana borgarinnar. Aðeins 11-16 dag- vistunarstofnanir munu starfa Loðna Fiskifræðingar þinga / Igær hófst hér á landi fundur fiskifræðinga frá Islandi, Noregi og frá Grænlandi. Á fundinum er rætt um ástand loðnustofnsins. Að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar- innar er búist við því að fundinum ljúki næstkomandi fimmtudag og þá verði ljóst að hvaða niðurstöðu fiskifræðingarnir hafa komist. Niður- stöður fundarins verða síðan lagðar fyrir fund Alþjóða Hafr- annsóknaráðsins í maí. Aðaltalsmaður íslendinga í þessum viðræðum er Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur. grh. áfram eftir mánaðamótin af 60. Nokkur munur er á aðstöðu fóstra sem eru ríkisstarfsmenn og hinna sem eru starfsmenn borg- arinnar að sögn Margrétar Pálu Ólafsdóttur fóstru. Ríkisfóstrur bíða nú eftir því að unnið verði úr bókun sem er í þeirra samningum um að tekin verði ákvörðun um máiefni fóstra. í samningum fóstra sem eru starfsmenn borg- arinnar er aftur á móti engin slík bókun heldur var þeim boðin tveggja launaflokka hækkun nú fyrir skömmu. Þetta telja fóstrur að vísu skref í rétta átt en segja þetta tilboð hafa komið á röngum tíma auk þess sem það nái ekki nógu langt til móts við kröfur þeirra. „Þetta launaflokkaloforð er bundið því skilyrði að borgarsamningurinn verði samþykktur" segir Margrét Pála, „en að okkar mati er þetta ekki nægileg hækkun, sama hvort samningurinn verður samþyk- ktur eða felldur því auk þess eru ýmis sérmál í kröfugerð okkar sem eru órædd ennþá. Við höfum sent erindi til borgarráðs um að fulltrúar borgaryfirvalda ræði beint við okkur um þau mál sem eru eingöngu ákvörðunaratriði borgarinnar en ekki samningam- ál. Eins og er bíðum við frétta af viðtökum þessa bréfs í borgar- ráði.“ í gærkveldi var ljóst að borg- arráð hafði samþykkt erindi Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar um að taka upp viðræður við Starfsmannafélagið um mál- efni fóstra og þar með hafnað beiðni fóstra um beinar við- ræður. Börnin róla sér í þrátt fyrir allt. Laufásborginni, 'Z**'

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.